Morgunblaðið - 27.05.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 10.00 - 15.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Klausturbleikja
Heitur matur
í hádeginuStór nýr humar
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim
Glæný lúða
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Orkuveita Reykjavíkur stendur í
framkvæmdum í Borgartúni þar
sem verið er að skipta um holræsi
til að undirbúa starfsemi risahótels
og íbúðarbyggingar sem til stendur
að reisa á Höfðatorgsreit. „Verið
er að leggja tvöfalt holræsi þar sem
áður var einfalt. Klóakið er haft sér
en yfirborðsvatnið fer í annað
kerfi,“ segir Ámundi Brynjólfsson
á mannvirkjastofu Reykjavíkur-
borgar. Að hans sögn þarf fyrir
vikið að grafa niður á milli Borgar-
túns og Katrínartúns, sem áður hét
Skúlagata. „Síðan verður framhald
af þessari lögn út Borgartúnið í
brunn á Snorrabraut. Það er verk-
efni sem Orkuveitan fer í eftir að
þessum framkvæmdum lýkur,“ seg-
ir Ámundi. Að sögn hans verður
nokkurt rask meðan á fram-
kvæmdum stendur. „Búast má við
tímabundnum lokunum,“ segir
Ámundi. Hótelið verður 16 hæðir
auk þess sem íbúðarturninn, sem
Eykt hyggst byggja, er 12 hæðir.
Framkvæmdalok í júní
Að sögn Ámunda er kostnaður-
inn við nýjar holræsalagnir í Þór-
unnartúni um 20 milljónir króna.
Framkvæmdir eru langt komnar
og í framhaldinu verður malbikað
og gengið frá götunni. Búist er við
að þeim verði að mestu leyti lokið
þegar nýja hótelið verður opnað í
júní.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýtt hótel Lögð hafa verið ný holræsi til að þjóna nýjum byggingum.
Ný holræsi fyrir
nýjar byggingar
Tímabundnar lokanir í Borgartúni
Kennarar við Tækniskólann hafa
lýst vantrausti á forystu og samn-
inganefnd Félags framhaldsskóla-
kennara (FF) og vilja að hún segi af
sér svo hægt sé að endurnýja traust
milli félagsmanna FF í Tækniskól-
anum og forystu FF.
Þetta var samþykkt á félagsfundi
kennaranna í síðustu viku. Kennarar
við Tækniskólann hafa nú í tvígang
fellt vinnumatið sem samið var um
sem hluta af kjarasamningi fram-
haldsskólakennara og gagnrýna
harðlega útfærslu þess í samningi
FF og ríkisins.
Félagsmenn FF í Tækniskólanum
eru um 160 talsins og eru þeir samn-
ingslausir í dag að sögn Benedikts
Kristjánssonar, formanns Félags
kennara við Tækniskólann.
KÍ komi að lausn málsins
Á félagsfundinum var þess jafn-
framt krafist að formaður og stjórn
KÍ komi með beinum hætti að lausn
málsins enda hafi formaður ásamt
samninganefnd FF lýst sig vanhæf-
an og sagt sig fá samningsgerðinni.
„Það er komið upp vantraust á
milli okkar og forystunnar í FF,“
segir Benedikt. Hann segir kennur-
unum ekki hugnast ríkissamningur-
inn sem gerður var í framhaldsskól-
um en Tækniskólinn er einkaskóli.
Ástæðan er fyrst og fremst útfærsla
vinnumatsins sem kemur mjög illa
með beinum hætti við 70-80% kenn-
ara við Tækniskólann að sögn hans.
Kennararnir við skólann felldu
vinnumatið í febrúar sl. og var samn-
ingurinn síðan aftur borinn undir at-
kvæði eftir að gerðar höfðu verið
breytingar á honum en kennararnir
við Tækniskólann felldu hann líka
með miklum meirihluta.
„Hann var óbreyttur að mestu
leyti,“ segir Benedikt um samning-
inn. „Hann kemur mjög illa niður á
skóla eins og okkar. Segja má að
hann sé klæðskerasniðinn að stærri
bóknámsskólum en verknámsskólar
koma mjög illa út úr þessu,“ segir
hann.
Benedikt segir að hálfgerð patt-
staða sé í málinu í dag og óvíst um
framhaldið en kennararnir vilji að
KÍ finni á því lausn.
Vilja að forysta
FF segi af sér
Kennarar
Tækniskólans
samningslausir
Morgunblaðið/Eggert
Tækniskólinn Kennarar lýsa van-
trausti á forystu FF í ályktun.
Magnús Hlini
Víkingur Magn-
ússon flug-
maður segist
vera orðinn góð-
ur til heilsunnar
og næstum al-
veg búinn að
jafna sig. Magn-
ús var flug-
maður vélar
sem hafnaði í
sjónum við Mosfellsbæ fyrir hálf-
um mánuði. „Heilsan er góð, ég
er eiginlega alveg búinn að jafna
mig. Þarf bara að fara varlega
með öxlina. Ég er byrjaður að
vinna aftur sem bílstjóri og
treysti mér alveg í að fara að
fljúga aftur þótt ég sé ekki búinn
að því ennþá. Það hefur bara ver-
ið svo leiðinlegt veður und-
anfarið,“ segir Magnús.
Vélin lenti á hvolfi í vatninu og
þurfti Magnús að brjóta sér leið
út um hlið vélarinnar. Hann fór
úr axlarlið og hlaut marga minni
áverka en engu að síður kom
hann sér á land og ber sig nú vel.
Hann segist hafa upplifað and-
legt áfall sem þó hafi ekki mikil
áhrif á hann í dag. Magnús telur
hæfni sína til að fljúga ekki hafa
raskast við slysið en hann var í
góðu formi fyrir það og duglegur
í líkamsrækt. Telur hann það hafa
hjálpað til við batann.
brynjadogg@mbl.is
Náð góðum
bata á tveim-
ur vikum
Stefnir á flugferð
við fyrsta tækifæri
Magnús Hlini Vík-
ingur Magnússon