Morgunblaðið - 27.05.2015, Qupperneq 18
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Búist er við því að innleiðing breyt-
inga á alþjóðlegum reikningsskila-
stöðlum, svokallaðra IFRS 9 reglna
er varða útlánaáhættu bankastofn-
ana, muni hafa í
för með sér
hundraða millj-
óna útgjöld fyrir
hvern og einn ís-
lensku viðskipta-
bankanna. Hinar
nýju reglur munu
taka gildi í árs-
byrjun 2018.
„Ég myndi
halda að kostn-
aður við innleiðingu bankanna gæti
hlaupið á hundruðum milljóna króna.
Það mun í raun enginn geta slegið á
endanlegan kostnað fyrr en búið er
að finna út úr því hvernig eigi að
leysa þetta kerfislega og að hversu
miklu leyti verði hægt að leysa þetta
með fólki innanhúss og hversu mikil
aðkeypta þjónustan verður,“ segir
Signý Magnúsdóttir, IFRS-sérfræð-
ingur og eigandi hjá Deloitte. End-
urskoðunarfyrirtækið hefur nú birt
niðurstöðu alþjóðlegrar bankakönn-
unar sem það hefur framkvæmt ár-
lega frá árinu 2011 og þar kemur í
ljós að áætlaður kostnaður við inn-
leiðingu staðalsins hefur tvöfaldast
frá því að könnunin var síðast gerð
árið 2014. Signý segir að þessar
fréttir bendi til þess að bankaþjón-
usta verði dýrari fyrir vikið. „Vaxta-
kostnaður gæti farið upp og kostn-
aður aukist fyrir neytendur, þ.e.
viðskiptavini bankanna,“ segir hún.
Könnunin er gerð meðal 59 er-
lendra banka og fjármálastofnana
sem allar teljast stórar á evrópskan
mælikvarða og af þeim eru 17 taldar
kerfislega mikilvægar. Íslenskar
fjármálastofnanir hafa ekki verið
hluti af úrtakinu.
Meðal þess sem Signý segir að
muni hafa áhrif á þann kostnað sem
hljótast muni af innleiðingunni er
hversu mikla sérfræðiþekkingu
verði hægt að sækja innanlands. Nú
um mundir eru fáir sem hafa yfir-
gripsmikla þekkingu á þessum þætti
alþjóðlegra reikningsskila. „Svo er
spurning með tæknilega sérþekk-
ingu á virðisrýrnunarlíkaninu sem
fylgir nýja staðlinum. Þar tel ég að
bankarnir þurfi án nokkurs vafa að
sækja sérþekkingu til annarra
landa,“ segir Signý. Í fyrrnefndri
könnun kemur fram að 60% fjár-
málastofnana telja sig ekki hafa yfir
að ráða nægum fjölda starfsfólks til
að ljúka við innleiðingu IFRS 9 og
25% þeirra hafa einnig efasemdir um
að nægjanlega margir hæfir einstak-
lingar séu á markaðnum sem hægt
verði að ráða til þess að ljúka henni.
Niðurfærsla útlánasafna
Flestar þeirra fjármálastofnana
sem tóku þátt í könnun Deloitte telja
að hinar nýju reglur muni leiða til
þess að niðurfærsla lánasafna muni
aukast um 50%. Signý segir að það
ráðist af nýrri nálgun á mat útlána-
áhættunnar. „Í dag er mat lagt á það
tap sem nú þegar hefur orðið. Nýi
staðallinn gerir ráð fyrir því að mat
sé lagt á það tap sem muni geta átt
sér stað, jafnvel út allan líftíma eign-
anna – það mun t.d. hafa mikil áhrif í
kerfi þar sem verið er að veita lán til
40 ára. Ég geri mér ekki almennilega
grein fyrir því hvaða áhrif þetta mun
hafa en það er hægt að fullyrða að
áhrifin verði töluverð. Í nýja kerfinu
verður meira að segja að leggja mat
á þá áhættu sem geti myndast á tapi
handbærs fjár og það hefur aldrei
verið gert áður,“ segir Signý, en
Deloitte hyggst standa fyrir ráð-
stefnu um hinar nýju reglur í næstu
viku.
Eftirlitið er stefnumarkandi
Um 40% þeirra sem tóku þátt í
könnuninni töldu að eftirlitsaðilar á
fjármálamarkaði mundu hafa mest
áhrif á túlkun reglnanna. Signý segir
að búast megi við því að svo verði
hérlendis. Þannig muni það ráða
hvaða nálgun Fjármálaeftirlitið taki
á reglurnar og hversu þröngt eða
vítt þær verði túlkaðar. „Aðkoma
Fjármálaeftirlitsins í tengslum við
innleiðingu á IFRS 9 getur haft áhrif
á þær forsendur sem horft er til í
innleiðingarferlinu.“
Nýtt mat á útlánaáhættu
kostar hundruð milljóna
Innleiðing nýrra IFRS-reglna gæti haft áhrif á kostnað viðskiptavina bankanna
Signý Magnúsdóttir
Samsett mynd/Eggert
Endurskoðun Bankarnir munu meðal annars þurfa að leita ráðgjafar frá útlöndum við innleiðingu reglnanna.
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2
Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu,
bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti,
kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar,
hjólastillingar og margt fleira.
LAGFÆRUM
BÍLINN
VIÐ
www.solning.is
!"#$
"%$
%#!!
$ #
"#
!##
"
##
$$
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
#!
!"$$
"#%
%$"
$
%#
!"#
"%#%
#$
%
!"#!
"%!
%$
$#
"
!#
"!
#$%$
$
%!#
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnu-
lífsins og Nasdaq Iceland hafa gefið út
leiðbeiningar um stjórnarhætti fyr-
irtækja í fimmta skipti en fyrsta útgáfa
leiðbeininganna kom út árið 2004. Tals-
verðar breytingar hafa verið gerðar á
leiðbeiningunum frá fjórðu útgáfu. Í end-
urskoðunarferlinu var lögð áhersla á að
gera leiðbeiningarnar skýrari og
notendavænni með almennum breyt-
ingum á formi, uppsetningu og orðalagi.
Þá hefur verið bætt úr ýmsum ágöllum í
takt við ábendingar frá notendum leið-
beininganna. Að lokum hafa tilmæli leið-
beininganna verið endurskoðuð með það
að markmiði að þær henti íslensku at-
vinnulífi sem best en séu á sama tíma í
samræmi við alþjóðlega staðla og þróun.
Nýjar leiðbeiningar um
stjórnarhætti fyrirtækja
● Fjármála- og efnahagsráðherra und-
irritaði í gær samning við Bandaríkin
um regluleg og gagnkvæm upplýs-
ingaskipti vegna fjármálastofnana. Er
það gert á grundvelli hinna svokölluðu
FATCA laga í Bandaríkjunum frá 2010.
Samkvæmt þeim ber öllum erlendum
fjármálastofnunum að senda árlega
upplýsingar um tekjur og eignir banda-
rískra skattgreiðenda til bandarískra
skattyfirvalda. Samningsaðilar munu
skiptast á upplýsingum um skattgreið-
endur, bæði einstaklinga og fyrirtæki.
Samið um skattaupp-
lýsingar við Bandaríkin
STUTTAR FRÉTTIR ...
Greiningardeildir viðskiptabank-
anna þriggja gera allar ráð fyrir því
að verðbólga aukist nokkuð milli
mánaða nú þegar Hagstofa Íslands
birtir mælingar sínar á vísitölu
neysluverðs síðar í vikunni. Þannig
gerir Landsbankinn ráð fyrir því að
vísitalan hækki um 0,2% sem leiðir
til þess að ársverðbólgan fari úr 1,4%
í 1,6%, Íslandsbanki gerir ráð fyrir
0,3% hækkun vísitölunnar og sú spá
mun að sögn bankans einnig valda
því að ársverðbólgan færist í 1,6%.
Arion banki gerir ráð fyrir meiri
hækkun eða 0,4% en verði sú spá að
veruleika mun ársverðbólgan mæl-
ast 1,7%.
Allir gera bankarnir ráð fyrir því
að hækkun bensínverðs vegi þyngst
þegar kemur að mati á breytingu
vísitölunnar. Sem fyrr gerir Arion
banki ráð fyrir mestri hækkun elds-
neytisverðsins frá aprílmælingum
eða 2,8% en Íslandsbanki og Lands-
bankinn gera ráð fyrir 2,4-2,5%
hækkun þess. Þá gera bankarnir ráð
fyrir nokkurri hækkun á húsnæðislið
vísitölunnar en verkfall lögfræðinga
hjá Sýslumanninum í Reykjavík set-
ur nokkurt strik í reikninginn því
ekki hefur verið mögulegt að þing-
lýsa kaupsamningum á undanförn-
um vikum. Landsbankinn segir í spá
sinni að þegar verkfallið leysist megi
búast við nokkuð skarpri hækkun
vísitölu neysluverðs þegar þinglýs-
ingar komist í fullan gang að nýju.
Þó spárnar séu keimlíkar á flest-
um sviðum ber nokkuð í milli þegar
litið er til þróunar flugfargjalda.
Þannig gerir Arion banki ráð fyrir
4,4% hækkun milli mánaða en Ís-
landsbanki gerir ráð fyrir 1,4%
lækkun. Landsbankinn gerir hins
vegar ráð fyrir því að lítil sem engin
breyting verði á verðlagningu þess-
arar þjónustu milli mánaða.
Morgunblaðið/Kristinn
Verðbólga Dropinn er dýrari í maí
en í apríl og það hefur áhrif á spár.
Bankar spá 1,6%
til 1,7% verðbólgu
Verkfall lög-
fræðinga setur
strik í reikninginn