Morgunblaðið - 27.05.2015, Page 20

Morgunblaðið - 27.05.2015, Page 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 fi p y j g p C p iar acc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté prikmeð pa mauki Bruchetta íreymeð tv ðlatu hangikjöti, bal- samrau og piparrótarsósu heBruc ta með hráskinku, balsam rægrill uðu Miðjarðar- h a f s g meti Krabba a- s a l ðboferskum kryddjurtum í brau Bruchetta rðameð Miðja hafs-tapende aRisa- rækj spjóti með peppadew Silunga hrogn i simeð japönsku majónes nepsrjóma-osti á bruchettu Birkireykt-ur lax alioá bruchettu með grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar ddju, 3 smáar á spjóti m/kry taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum ufyVanill tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum nguKjúkli satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is Möndlu Mix og Kasjú Kurl er ekki bara hollt snakk. Líka gott í salatið. Hollt og gott frá Yndisauka. Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum, Melabúðinni, Fjarðarkaup, Þín verslun Seljabraut, Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum, Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna Akureyri. Ashgabat. AFP. | Stjórnvöld í Mið- Asíuríkinu Túrkmenistan hafa af- hjúpað stóra gullstyttu af forseta landsins, Gúrbangúlí Berdymúk- hamedov. Styttan bendir til þess að ekkert lát sé á leiðtogadýrkuninni sem hefur einkennt forsetatíð hans og forvera hans, Saparmúrat Níja- zov, sem nefndur var „Túrkmen- basi“, eða „Faðir allra Túrkmena“. Nýja styttan er sex metra há, úr bronsi og húðuð með 24 karata gulli. Hún stendur á um fimmtán metra háum marmarastalli í miðborg Ashgabat. Styttan nefnist „Verndar- inn“ og sýnir forsetann ríða eftir- lætisgæðingnum sínum, Akkan, og halda á dúfu með hægri hendi. Berdymúkhamedov er fyrrver- andi tannlæknir og komst til valda eftir að Túrkmenbasi dó úr hjarta- áfalli árið 2006. Áður hafði verið reist stór gullstytta af Túrkmenbasi sem snýst á stalli sínum allan lið- langan daginn þannig að andlit hans horfir alltaf við sólu. Nokkrum árum eftir að Túrkmenbasi dó var styttan flutt úr miðborg Ashgabat í eitt af úthverfum höfuðborgarinnar. Valdaskeið Túrkmenbasi ein- kenndist af skefjalausri leiðtoga- dýrkun, harðstjórn og skringilegum uppátækjum. Nöfnum vikudaga og mánaða var breytt og þeir nefndir eftir leiðtoganum sjálfum, móður hans og ættingjum. Helsta rit for- setans, Rúkhnama (Bók andlegrar göfgi), var gert að skyldunámsefni á öllum skólastigum og börn þurftu að læra hana utanbókar. Sveik loforð um umbætur Eftir að Berdymúkhamedov komst til valda hét hann því að koma á lýðræðislegum umbótum. Í stað þess að standa við loforðið hefur for- setinn haldið í strangt eftirlit með borgurunum og bann við stjórnar- andstöðuflokkum. Dýrkunin á Túrk- menbasi vék fyrir dýrkun á Berdy- múkhamedov sem var endurkjörinn forseti í febrúar 2012 með 97,14% at- kvæða. Litið er á hvers konar gagnrýni á stjórnvöldin sem tilraun til að grafa undan ríkinu – glæp sem varðar 25 ára fangelsi. Andstæðingar stjórnar- innar eru vændir um föðurlandssvik og hafa annaðhvort verið dæmdir í fangelsi eða reknir í útlegð. Túrkmenistan hefur verið eitt af einangruðustu ríkjum heims frá því að það var stofnað eftir hrun Sov- étríkjanna árið 1991. Ríkisvaldið stjórnar öllum fjölmiðlum landsins og almenningur hefur ekki aðgang að erlendum fjölmiðlum. Yfirvöldin hafa einnig strangt eftirlit með net- notkun landsmanna. Reist „vegna fjölda áskorana“ Nýja styttan var afhjúpuð á mánudag, á hátíðisdegi sem tileink- aður er höfuðborg landsins. Forseti þingsins, Akdja Nurberdieva, sagði að ákveðið hefði verið að reisa stytt- una „vegna fjölda áskorana frá venjulegu fólki, samvinnufélögum og opinberum stofnunum“ til að þakka forsetanum „fyrir þjónustu hans við föðurlandið“. „Við ættum öll að þakka almætt- inu fyrir þá staðreynd að landið okk- ar er undir stjórn viturs stjórnskör- ungs, Verndarans,“ sagði Núralí Gurbanov, 75 ára eftirlaunaþegi, við fréttamann AFP þegar styttan var afhjúpuð. „Minnismerkið um Verndar- ann-hetjuna varðveitir að eilífu minninguna um blómaskeið túrk- menska ríksins,“ sagði Annadurdí Almamedov, prófessor við Listaaka- demíu Túrkmenistans. „Við erum núna vitni að þessu dýrðlega skeiði í sögunni.“ bogi@mbl.is AFP Verndarinn Stytta af forseta Túrkmenistans, Gúrbangúlí Berdymúkhamedov, afhjúpuð í höfuðborginni Ashgabat. Gullstytta reist til dýrðar forsetanum  Ekkert lát á leiðtogadýrkuninni í Túrkmenistan Kristján Jónsson kjon@mbl.is Um miðjan september rennur fjög- urra ára kjörtímabil stjórnar Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra út í Danmörku og miklar vangavelt- ur voru í gær um að hún myndi boða kosningar fyrir tímann eða í júní. Það sem mælir líka með júní er að ella yrði í reynd hafin gríðarlega löng kosningabarátta sem stæði fram í september, maraþon-barátta í tvo og hálfan mánuð. Fyrri tímasetningin gæti virst álitlegri fyrir Thorning vegna þess að greinileg batamerki eru nú í efna- hagnum eftir nokkur mögur ár. Thorning kynnti í gær nýjar tillögur um stóraukin útgjöld til velferðar- mála og segir fréttaskýrandi Berl- ingske Tidende að um hreinræktaða kosningabeitu sé að ræða. Danskar ríkisstjórnir hafa síðustu áratugina verið samsteypustjórnir. Thorning, fyrsti forsætisráðherrann úr röðum kvenna í sögu landsins, myndaði stjórn 2011 með Sósíalíska þjóðarflokknum, SF og flokki Rad- íkala, RV, sem er miðjuflokkur. Einnig naut stjórnin að jafnaði stuðnings Rauðgrænu fylkingarinn- ar á þingi þar til í febrúar 2013. Enn syrti í álinn ári síðar þegar SF yfirgaf stjórnina til að mótmæla sölu á hlutabréfum í ríkisorkufélag- inu DONG til fjármálarisans banda- ríska, Goldman Sachs. Flokkurinn varði þó stjórnina falli á þingi. Vinstrimenn lægri í skoð- anakönnunum Vinstriflokkarnir, Rauða blokkin svonefnda, hafa í síðustu könnunum um 48% stuðning, Bláa blokkin, hægriflokkarnir, 52% sem gæti bent til stjórnarskipta eftir kosningar. Í síðustu þingkosningum fengu jafn- aðarmenn verstu útreið sína í meira en öld, Venstre fékk þá 47 þingsæti en jafnaðarmenn aðeins 44. Fyrst og fremst hefur það verið Venstre, sem er miðju-hægriflokkur, þrátt fyrir nafnið, sem keppt hefur við jafnaðar- menn um forystuna en ljóst er nú að Danski þjóðarflokkurinn, DF, getur vel blandað sér í þá baráttu. Ný könnun bendir til að jafnaðar- menn verði aftur stærsti flokkurinn, fái um 26% en Venstre og DF fái hvor um sig tæp 20%. Traust al- mennings í garð forsætisráðherrans hefur aukist, fleiri álíta hana nú vera heppilegri leiðtoga en Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætis- ráðherra og leiðtoga Venstre. Hann hefur þurft að kljást við ýmis spill- ingarmál sem þykja benda til að dómgreindin sé ekki ávallt góð. Í snarpri kosningabaráttu gæti þessi þróun dugað Thorning til sig- urs. Kjósi hún samt að hika, bíða fram á haustið segja stjórnmála- skýrendur að áætlunin hljóti að byggjast á einskærri von um að hægrimenn lendi í alls kyns vanda í sumar. Eða þá að kjósendur í sólbaði verði skyndilega vinstrisinnaðri. Á brattann að sækja fyr- ir Thorning  Vaxandi líkur taldar vera á þingkosn- ingum í Danmörku í júní AFP Völ/kvöl Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. Vonin um klofning » Danski þjóðarflokkurinn er gjarnan sagður hægriflokkur. En hann höfðar einnig til sumra jafnaðarmanna með áherslu á velferðarútgöld og hertri innflytjendastefnu. » Venstre vill hafa hemil á rík- isútgjöldum. Thorning gæti því reynt að ýta undir deilur milli hægriflokkanna og fá þannig kjósendur til að hafna þeim. Vísindamenn á Nýja-Sjálandi segja að nú séu aðeins innan við fimmtíu Maui- höfrungar, minnsta höfr- ungategund í heimi, eftir. Teg- undin er í bráðri útrýmingarhættu, m.a. vegna veiða manna. Nýjustu upplýsingar benda til þess að aðeins 43-47 höfrungar séu eftir og þar af aðeins 10-12 full- orðin kvendýr. Barbara Mass frá NABU-náttúruverndarsamtök- unum segir að verði tegundin ekki vernduð frekar deyi hún út á næstu fimmtán árum. Maui-höfrungarnir búa á grunn- sævi við vesturströnd Norðureyjar Nýja-Sjálands. Þeim stafar hætta af lagnetum og togurum. Ríkisstjórn landsins hefur gefið út olíuleitar- leyfi á búsvæðum þeirra. NÝJA-SJÁLAND Minnstu höfrung- arnir í hættu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.