Morgunblaðið - 27.05.2015, Qupperneq 21
Smáþjóðaleikarnir
1.-6. júní 2015
Nú líður að stóru stundinni,
setningarhátíð Smáþjóðaleik-
anna. Næstkomandi mánu-
dagskvöld klukkan 19:30 verða
Smáþjóðaleikarnir settir í Laug-
ardalshöll. Um 600 erlendir
keppendur koma til landsins
og munu þeir ásamt 170
íslenskum keppendum keppa
í ellefu íþróttagreinum þessa
sex daga sem leikarnir standa.
Þetta verður umfangsmesta
íþróttamót sem haldið hefur
verið á Íslandi. Til að menn átti
sig betur á umfangi leikanna
þá má nefna fleiri tölur: 1.200
sjálfboðaliðar taka þátt, 28.000
máltíðir verða bornar fram,
yfir 10.000 gistinætur hafa
verið pantaðar, rúmlega 700
medalíur verða afhentar og
leikarnir munu velta milli 500–
600 milljónum króna.
Fyrir íþróttalífið í landinu er
ómetanlegt að fá leika af þessu
tagi hingað til lands. Fyrir
íþróttafólkið okkar er að
sjálfsögðu afar mikilvægt að fá
að keppa á heimavelli á sterku
móti en ekki síður er dýrmætur
sá lærdómur sem situr eftir
hjá þeim stóra hópi fólks sem
stendur að undirbúningi leik-
anna og mótshaldinu sjálfu.
Þá má ekki gleyma því að mót
af þessu tagi leiðir jafnframt til
þess að mannvirki og búnaður
er færður að þeim alþjóðlegu
kröfum sem við þurfum að
starfa eftir. Smáþjóðaleikarnir
munu því á margan hátt hafa
jákvæð áhrif á íþróttalífið í land-
inu til langs tíma.
Smáþjóðaleikarnir eru þó
ekki eingöngu mikilvægir fyrir
íslensku íþróttahreyfinguna.
Þeir eru einnig hvalreki fyrir alla
landsmenn sem hafa áhuga
á íþróttum og keppni. Keppt
verður í ellefu keppnisgreinum;
blaki, strandblaki, borðtennis,
fimleikum, frjálsum, golfi, júdó,
körfuknattleik, skotíþróttum,
sundi og tennis. Það er því af
nógu að taka fyrir íþróttaáhuga-
fólk og vil ég hvetja alla til að
mæta og njóta þess að fylgjast
með skemmtilegri keppni.
Íþróttafólkið okkar á skilið að
fá öflugan stuðning á sínum
heimavelli. Við erum að keppa
með það að markmiði að ná
sem bestum árangri og höfum
í gegnum tíðina verið í harðri
keppni um flest verðlaun á
Smáþjóðaleikum. Hér á heima-
velli ætlum við okkur ekkert
annað en sigur í þeirri keppni.
Gerum Smáþjóðaleikana að
þjóðarleikum okkar og fjöl-
skylduskemmtun. Þetta er eins-
takt tækifæri til að leyfa ungu
kynslóðinni að upplifa keppni
á stórmóti og anda að sér því
sérstaka andrúmslofti sem þar
skapast. Leikarnir eru frábært
tækifæri til að
kynnast fjöl-
breyttum
íþróttagrein-
um og
fylgjast með
afreksfólki á
heimsmæli-
kvarða
keppa. Og
það besta af
öllu er að upp-
lifunin kostar ekkert – aðgangur
að öllum keppnum er ókeypis.
Góðir Íslendingar, gerum
næstu viku að gimsteini í safni
minninganna, okkar og barn-
anna okkar.
Góðir Íslendingar
Welcome to IT
Lárus L. Blöndal,
forseti ÍSÍ