Morgunblaðið - 27.05.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.2015, Blaðsíða 22
16. Smáþjóðaleikarnir fara fram í Reykjavík dagana 1. til 6. júní 2015. Smáþjóðaleikar er íþróttakeppni þar sem smá- þjóðir etja kappi. Hugmyndin er sú að slíkir leikar efli anda og hugsjón ólympíuhreyfingarinnar og treysti vináttubönd þjóðanna sem keppa. Smáþjóðaleikar voru fyrst haldnir í San Marínó árið 1985 og hafa einu sinni áður verið haldnir á Íslandi, en það var árið 1997. Alls taka níu þjóðir þátt í Smáþjóðaleikum en auk Íslands eru það Lúxem- borg, Andorra, Malta, Liech- tenstein, San Marínó, Kýpur, Mónakó og Svartfjallaland. Smáþjóðaleikarnir eru stærsta verkefni sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur tekið að sér. Búist er við að um 2.500 manns komi að leikunum með einum eða öðrum hætti, þar af 800 keppendur. Reiknað er með um 25-30.000 áhorf- endum. Keppt verður í ellefu íþrótta- greinum á leikunum, en það eru áhaldafimleikar, blak, borð- tennis, frjálsíþróttir, golf, júdó, körfuknattleikur, skotíþróttir, sund, strandblak og tennis. Fimleikar og golf eru valgreinar á leikunum 2015 og er það í fyrsta skipti sem keppt verður í golfi á Smáþjóðaleikum. Laugardalurinn í hjarta Reykja- víkur verður aðalvettvangur leikanna þar sem allar ofan- taldar greinar nema tennis, golf og skotíþróttir fara fram í mannvirkjum í dalnum. Keppni í þeim íþróttagreinum fer fram í Kópavogi, Grafarvogi og í Álfsnesi. Segja má að með öllum þeim glæsilegu mannvirkjum sem eru til staðar í Laugardalnum hafi leikarnir á Íslandi ákveðna sérstöðu þar sem hvergi meðal þátttökuþjóðanna er mögulegt að keppa í eins mörgum grein- um á eins litlu svæði. Íslenskt íþróttafólk mun vera áberandi á leikunum, en Ísland á 166 keppendur. Meðan á leikunum stendur munu íslensku þátttakendurnir hafa bækistöð í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þar sem hægt er að safna kröftum og undirbúa sig fyrir komandi keppni. Smáþjóðaleikar á Íslandi Hönnunarteymi Smáþjóða- leikanna 2015 samanstendur af hönnuðunum og Ólympíuförun- um Elsu Nielsen og Loga Jes Kristjánssyni. Hönnunarteymið hannar allt útlit leikanna, þar á meðal merki leikanna, Blossa lukkudýr, verðlaunapeninga og myndaröðina „Náttúrulegur kraftur“. Smáþjóðaleikarnir 2015 eru auglýstir á fallegum vegg- spjöldum af íþróttafólki í íslenskri náttúru. Við Íslendingar erum hvað stoltust af náttúru Íslands og íþróttafólkinu sem við eigum. Við búum yfir stór- fenglegri náttúru sem er í senn einstaklega falleg og kröftug og glímu okkar við náttúruöflin þekkja allir vel. Hugmyndin á bak við það að blanda saman náttúrumyndum og íþróttafólki er sú að sýna sameiginlegan kraft íslensku náttúrunnar og íþróttafólksins. Íþróttamyndirnar fanga augað og færa íþrótta- greinarnar á óvenjulega staði í íslenskri náttúru en á sama tíma þá fegurstu. Náttúrumyndirnar hafa einnig beina skírskotun í umhverfisvæna stefnu leikanna og tengingu í merki leikanna sem sýnir eldfjall, hálendisöldu, grænan gróður, haf og ís. Persónulegri umfjöllun um íþróttafólkið sem situr fyrir á myndunum hefur verið birt á heimasíðu Smáþjóðaleikanna 2015, iceland2015.is undir „Náttúrulegur kraftur“. Náttúrulegur kraftur Aðalvettvangur Smáþjóða- leikanna 2015 er Laugar- dalurinn, sem sumir kalla „Ólympíuþorp“ okkar Íslend- inga. Átta af ellefu íþróttagrein- um munu fara fram í íþrótta- mannvirkjum í Laugardalnum og þátttakendur munu gista á hótelum nálægt Laugardalnum. Keppni í skotíþróttum mun fara fram á tveimur stöðum, í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni og á skotsvæði Skotfélags Reykja- víkur á Álfsnesi. Keppni í golfi mun fara fram á Korpuvelli á Korpúlfsstöðum. Keppni í tennis mun fara fram í Tennishöll Kópavogs. Keppni í blaki og körfuknattleik mun fara fram í Laugardalshöll. Keppni í strandblaki mun fara fram við Laugardalslaug. Keppni í sundi mun fara fram í innilaug Laugardalslaugar. Keppni í frjálsíþróttum mun fara fram á Laugardalsvelli. Keppni í fimleikum og júdó mun fara fram í Íþróttamiðstöð Ármanns/Laugabóli. Keppni í borðtennis mun fara fram í TBR- húsinu. Hægt er að lesa sér meira til um íþróttagreinarnar sem keppt er í og staðsetningar á heimasíðu leikanna www.iceland2015.is. Íþróttamannvirki Dagskrá Smáþjóðaleika Mánudagur 1. júní Þriðjudagur 2. júní Miðvikudagur 3. júní Fimmtudagur 4. júní Föstudagur 5. júní Laugardagur 6. júní Athletics / Frjálsíþróttir Laugardalsvöllur Stadium Keppni (16:00-20:30) Keppni (16:00-20:00) Basketball / Körfubolti LUX-MON (w) (14:30-16:30) MNE-AND (m) (14:30-16:30) ISL-LUX (w) (13:30-15:30) Laugardalsholl Sports Hall LUX-MNE (m) (17:00-19:00) LUX-MLT (w) (17:00-19:00) ISL-MON (w) (17:00-19:00) LUX-AND (m) (17:00-19:00) ISL-MNE (m) (16:00-18:00) ISL-MLT (w) (19:30-21:30) ISL-AND (m) 19:30-21:30 ISL-LUX (m) (19:30-21:30) MON-MLT (w) (19:30-21:30) LIE-MON (m-A) (12:00-13:00) LUX-MON (m-A) (12:00-13:00) LIE-LUX (m-A) (12:00-13:00) 3A-3B (m) (12:00-13:00) BRONZE (m) (10:00-11:00) CYP-SMR (m-B) (13:00-14:00) AND-SMR (m-B) (13:00-14:00) CYP-AND (m-B) (13:00-14:00) 1A-2B (m) (13:00-14:00) CYP-LIE (w) (11:00-12:00) Beach Volleyball / Strandblak LUX-CYP (w) (14:00-15:00) LIE-MLT (w) (14:00-15:00) LUX-LIE (w) (14:00-15:00) 1B-2A (m) (14:00-15:00) MLT-LUX (w) (12:00-13:00) Laugardalslaug Aquatic Center MLT-MON (w) (15:30-16:30) LUX-MON (15:30-16:30) CYP-MON (w) (15:30-16:30) MLT-CYP (w) (15:30-16:30) MON-ISL (w) (13:00-14:00) AND-ISL (m-B) (16:30-17:30) CYP-ISL (m-B) (16:30-17:30) ISL-SMR (m-B) (16:30-17:30) MON-LIE (w) (16:30-17:30) Úrslit (m) (14:00-15:00) LIE-ISL (w) (17:30-18:30) ISL-CYP (w) (17:30-18:30) ISL-MLT (w) (17:30-18:30) ISL-LUX (w) (17:30-18:30) Golf / Golf Korpa Golf Course Artistic Gymnastics / Fimleikar Laugaból Ármann Gymnastic Hall Judo / Júdó Keppni (12:00-14:00) Keppni (12:00-14:00) Laugaból Ármann Gymnastic Hall Keppni (18:00-20:30) Keppni (15:00-17:00) Shooting / Skotfimi Skeet 75 targets (m)** Skeet 50 targets (m)** *ÍFR Sports Hall (09:00-12:00) (09:00-14:00) **Álfsnes Shooting Range Loftriffill (w)* (13:00-16:00) Loftskammbyssa (w)* (13:00-16:00) Prone 60 (09:00-12:30)** Swimming / Sund Undanrásir (10:00-12:00) Undanrásir (10:00-12:00) Undanrásir (10:00-12:00) Laugardalslaug Aquatic Center Úrslits (17:30-19:00) Úrslits (17:30-19:00) Úrslits (17:30-19:00) Úrslits (17:30-19:00) Keppni (10:00-13:00) Keppni (10:00-12:30) Keppni (10:00-11:30) Keppni (10:00-11:00) Table Tennis / Borðtennis Keppni (14:30-17:00) Keppni (13:00-14:30) Keppni (14:30-15:30) Keppni (12:30-14:00) TBR Sports Hall Keppni (17:00-18:00) Keppni (15:00-16:30) Keppni (12:00-13:00) Keppni (18:00-19:30 Keppni (19:00-20:00) Keppni (17:30-19:30) Tennis / Tennis Tennisholl Kopavogs MON-SMR (m) (13:00-15:00) LUX-LIE (w) (13:00-15:00) LIE-SMR (w) (13:00-15:00) LIE-MNE (w) (12:00-14:00) Volleyball / Blak LUX-MNE (w) (15:30-17:30) LUX-SMR (m) (15:30-17:30) LUX-MON (m) (15:30-17:30) LUX-SMR (w) (14:30-16:30) Laugardalsholl Athletics Hall SMR-MNE (w) (18:00-20:00) SMR-ISL (w) (18:00-20:00) ISL-MNE (w) (18:00-20:00) LUX-ISL (w) (18:00-20:00) ISL-LIE (w) (20:30-22:30) LUX-ISL (m) (20:30-22:30) MON-ISL (m) (20:30-22:30) SMR-ISL (m) (20:30-22:30) Setningarhátíð Lokahátíð 19:30-21:00 20:00-23:00 Keppni (14:00-17:30) Ceremonies / Hátíðir Keppni (18:00-21:00) Loftriffill (m) (09:00-13:00)* Loftskammbyssa (m) (09:00-13:00)* 1. umferð (09:00-15:00) Keppni (16:00-21:30) Keppni (10:00-13:00)Keppni (10:00-18:00)Keppni (10:00-18:00)Keppni (10:00-18:00)Keppni (10:00-18:00) 2. umferð (09:00-15:00) 3. umferð (09:00-15:00) 4. umferð (09:00-15:00) Keppni (16:00-20:00)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.