Morgunblaðið - 27.05.2015, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Vilt þú vita hvers virði
eignin þín er í dag?
Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga!
HRINGDU NÚNA 820 8080
Sylvía
Löggiltur fasteignasali
sylvia@fr.is
Brynjólfur
brynjolfur@fr.is
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stóru flokkarnir tveir á Spáni töp-
uðu fylgi í kosningum til héraðsþinga
og sveitarstjórna sem fram fóru á
sunnudag og úrslitin bentu til þess
að tveggja flokka kerfið í landinu
væri á undanhaldi. Róttækur vinstri-
flokkur, Podemos, og mið-hægri-
flokkurinn Ciudadanos (Borgararn-
ir) juku fylgi sitt á kostnað stóru
flokkanna. Úrslitin eru álitin endur-
spegla óánægju kjósenda vegna mik-
ils atvinnuleysis, sem mælist nú 24%,
sparnaðaraðgerða ríkisstjórnarinn-
ar og ásakana um spillingu.
Þjóðarflokkurinn (Partido Popul-
ar, PP), undir forystu Marianos
Rajoy forsætisráðherra, tapaði
miklu fylgi og Sósíalistaflokknum
tókst ekki að notfæra sér veika stöðu
stjórnarflokksins. Flokkarnir tveir
hafa skipst á um að stjórna Spáni
síðustu áratugina en samanlagt
fengu þeir aðeins 52% atkvæðanna. Í
síðustu kosningum fyrir fjórum ár-
um fengu þeir 65% samtals.
Podemos er systurflokkur Syriza í
Grikklandi og var stofnaður í fyrra,
en mið-hægriflokkurinn Ciudadanos
var stofnaður fyrir tveimur árum.
Podemos varð þriðji stærsti flokkur-
inn í tólf af þrettán héraðsþingum
sem kosið var til á sunnudag. Ciu-
dadanos varð hins vegar þriðji
fylgismesti flokkurinn í kosningum
til um 8.000 sveitarstjórna Spánar.
Óvanir samsteypustjórnum
Líklegt er að Ada Colou, borgar-
stjóraefni hreyfingar sem nýtur
stuðnings Podemos, verði borgar-
stjóri Barcelona með stuðningi sósí-
alista og tveggja katalónskra vinstri-
flokka sem eru hlynntir aðskilnaði
Katalóníu frá Spáni.
Ahora Madrid, önnur hreyfing
sem naut stuðnings Podemos, fékk
20 fulltrúa í borgarstjórn höfuð-
borgarinnar, einum færri en Þjóðar-
flokkurinn. Búist er við að Ahora
Madrid myndi meirihluta með Sósí-
alistaflokknum sem fékk níu fulltrúa.
Stjórnmálaskýrendur telja að úr-
slitin gefi forsmekkinn af því sem
koma skal í næstu kosningum til
spænska þingsins fyrir lok ársins.
Nýleg skoðanakönnun bendir til
þess að þrír af hverjum fjórum Spán-
verjum vilji helst að Þjóðarflokkur-
inn eða Sósíalistaflokkurinn myndi
samsteypustjórn með öðrum flokk-
um eftir kosningarnar.
Könnunin bendir til þess að
spænskir kjósendur vilji að tveggja
flokka kerfið víki fyrir samsteypu-
stjórnum en stjórnmálaskýrendur
telja að erfitt verði fyrir leiðtoga
stjórnmálaflokkanna að laga sig að
breytingunum vegna þess að lítil
hefð er fyrir því á Spáni að flokkar
deili völdunum með öðrum, með til-
heyrandi málamiðlunum. „Sá flokk-
ur sem fær flest atkvæði á Spáni lít-
ur svo á að hann hafi fullan rétt til að
stjórna, þótt hann hafi ekki hreinan
meirihluta,“ hefur fréttaveitan AFP
eftir Jose Ignacio Torreblanca,
spænskum prófessor í stjórnmála-
fræði.
KANTABRÍA
NAVARRA
KASTIL ÍA
OG LEON
EXTRE-
MADURA
KASTIL ÍA-
LA MANCHA
ANDALÚSÍA
MÚRSÍA
VALENSÍA
ARAGÓN
KATALÓNÍA
FRAKKLAND
PO
RT
Ú
G
A
L MADRÍDA
TL
A
N
TS
H
A
F
Miðjarðarhaf
ANDORRA
ASTÚRÍAS
BASKA-
LAND
Sevi l la
Flokkar með flesta fulltrúa í héruðunum
PP PSOE
BALEAREYJAR
Heimild: Spænska ríkisstjórnin
Barcelona
LA RIOJA
KANARÍEYJAR
BILDU PNVCiU
Basknesk ir
þjóðernis-
s innar (v instr i )
Basknesk ir
þjóðernis-
s innar (hægri )
Katalónsk ir
þjóðernis-
s innar (hægri )
150 km
GALISÍA
64,93%
Kjörsókn
Ciudadanos
Podemos
og fleiri*
25,02
36,66%
6,55
27,05
4,72
Nýtt pólitískt landslag á Spáni
(Borgararnir)
(mið- og hægriflokkur)
PP (Þjóðar-
flokkurinn)
Hægriflokkur
Vinstri-
flokkur
Sósíalistar
Izquierda Unida
* Podemos (róttækur vinstriflokkur) varð þriðji
stærsti flokkurinn í kosningum til héraðsþinga
Kjörfylgi flokkanna í prósentum
(umhverfis-
verndarsinnar-
kommúnistar)
Tveggja flokka
kerfið kvatt?
Stóru flokkarnir á undanhaldi á Spáni
Læri að deila völdunum
» Pablo Iglesias, leiðtogi
vinstriflokksins Podemos,
sagði eftir kosningarnar að
tveggja flokka kerfið á Spáni
heyrði sögunni til.
» Albert Rivera, leiðtogi Ciu-
dadanos, nýs mið-hægriflokks,
tók í sama streng og sagði að
spænsku flokkarnir þyrftu að
læra að deila völdunum með
öðrum.
Eldgos hófst í Wolf-eldfjallinu á einni af Galapagos-
eyjunum í fyrradag og óttast var að það gæti ógnað
einstöku dýralífi eyjanna, meðal annars einu heim-
kynnum bleikra Galapagos-landkembna (l. conolophus
marthae). Þessi dýrategund, oft nefnd pink iguana á
ensku, er í mikilli útrýmingarhættu. Vísindamenn Ga-
lapagos-þjóðgarðsins sögðust þó í gær vera vongóðir
um að eldgosið hefði ekki áhrif á bleiku kemburnar þar
sem heimkynni þeirra væru ekki mjög nálægt eldfjall-
inu.
Þetta er í fyrsta skipti í 33 ár sem eldfjallið gýs en
það er ekki talið ógna mannabyggð á eyjunum.
Galapagos-eyjaklasinn er um þúsund kílómetra vest-
ur af ströndum Ekvadors. Eyjarnar eru á heims-
minjaskrá UNESCO, Menningarmálastofnunar Sam-
einuðu þjóðanna. Sá mikli fjölbreytileiki í dýralífi sem
þar er að finna varð Charles Darwin meðal annars inn-
blástur að þróunarkenningunni.
Wolf-eldfjallið er nyrst á Ísabellueyju, stærstu eyju
eyjaklasans. Það er 115 kílómetra frá Puerto Villamil,
einu mannabyggðinni á eyjunni. Engir ferðamenn voru
í hættu og eldgosið raskaði ekki ferðaþjónustunni á
eyjunum, að sögn þjóðgarðsvarða.
Sameinuðu þjóðirnar hafa áður varað við því að líf-
ríki eyjanna sé í hættu vegna vaxandi ágangs ferða-
manna og framandi tegunda sem hafa sest að þar.
Eldfjall á Galapagos-eyjum gýs í fyrsta skipti í 33 ár
AFP
Hafa áhyggjur af dýralífinu