Morgunblaðið - 27.05.2015, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
David Came-ron, for-sæt-
isráðherra
Bretlands, mætti
sigri hrósandi á
leiðtogafund Evr-
ópusambandsins í Lettlandi
um helgina eftir hinn óvænta
kosningasigur sinn í upphafi
mánaðarins. Sagðist hann þar
vera bjartsýnn á að sér myndi
takast að semja um breytingar
á stofnsáttmálum Evrópusam-
bandsins, og leggja þá samn-
inga fyrir bresku þjóðina í
þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og
lofað var, með þeim formerkj-
um að segðu Bretar nei myndu
þeir hverfa úr Evrópusam-
bandinu. Það loforð átti enda
einna stærstan þátt í því að
tryggja Íhaldsflokknum hinn
óvænta sigur í þingkosning-
unum nýafstöðnu.
Loforðið á rót sína í því að
efasemdir bresks almennings
um gagnsemi Evrópusam-
bandsins hafa aukist jafnt og
þétt á síðustu árum. Kveður
nú svo rammt að þeim að Har-
riet Harman, hinn tímabundni
leiðtogi Verkamannaflokksins,
taldi sig nauðbeygða til að lýsa
því yfir að flokkurinn styddi
nú fyrirhugaða atkvæða-
greiðslu sem hann áður barð-
ist hatramlega á móti.
En sigurvíma Camerons
kann að reynast skammvinn.
Hann mun í þessari viku
ferðast til helstu þjóð-
arleiðtoga Evrópusambands-
ins til þess að sannfæra þá um
ágæti þess að
stofnsáttmálunum
verði breytt, þann-
ig að hinn almenni
Breti geti fellt sig
við þá. En þó að
Cameron telji sig
hafa fengið loforð um sam-
starfsvilja Þjóðverja og ann-
arra lykilríkja sambandsins í
aðdraganda atkvæðagreiðsl-
unnar, virðist raunin sú að
stuðningur þeirra verður ein-
göngu í orði en ekki á borði.
Þannig hafði Cameron vart
stigið aftur fæti á breska
grund þegar fréttir bárust af
því að Angela Merkel Þýska-
landskanslari og Francois
Hollande Frakklandsforseti
hefðu gert með sér leynilegt
samkomulag um enn sterkari
tengsl ríkjanna innan evru-
svæðisins, en samkomulagið
átti að kunngjöra á leiðtoga-
fundi sambandsins í júní. Á
þeim sama fundi hugðist
Cameron kynna kröfur sínar
fyrir hina nýju samninga. Í
þýskum fjölmiðlum var sagt
beint út að samkomulag leið-
toganna tveggja á meginland-
inu jafngilti rauðu spjaldi á
allar tilraunir Camerons til
þess að breyta Evrópusam-
bandinu.
Það er því hætt við að af-
rakstur ferðalags Camerons
verði rýr í roðinu, en þeim
mun hástemmdari verða sölu-
ræðurnar og hótanirnar sem
breskum kjósendum verður
boðið upp á fyrir fyrirhugaða
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Reynst gæti erfitt
fyrir Cameron
að standa við
loforðið um ESB}
Fær hann rauða
spjaldið?
Það var sögulegtaugnablik
þegar Prinsinn af
Wales og Gerry
Adams, leiðtogi
Sinn Fein, tókust í
hendur á dögunum, en fundur
þeirra var hluti af fjögurra
daga ferðalagi Karls Breta-
prins um Írland og Norður-
Írland. Á vissan hátt má segja
að handabandið hafi verið
táknrænt fyrir þann árangur
sem náðst hefur á eyjunni
grænu frá því að vopnahlé
Írska lýðveldishersins, IRA,
gekk í gildi árið 1998.
Heimsókn Karls er táknræn
að öðru leyti. Hann er að nafn-
inu til yfirmaður fallhlífasveit-
arinnar, sem tók þátt í ofbeld-
inu á hinum „blóðuga
sunnudegi“ árið 1972, en David
Cameron baðst afsökunar á at-
burðinum eftir að skýrsla kom
út um málið fyrir fimm árum.
Karl prins hefur einnig hitt
afkomendur sumra þeirra sem
féllu á umræddum degi og rætt
við þá, en auk þess
tók hann sér tíma
til þess að heim-
sækja þorpið Mul-
laghmore, en þar
dó frændi hans,
Mountbatten lávarður, í
sprengjutilræði IRA ásamt
þremur öðrum. Ferðin er því
tilfinningaþrungin fyrir prins-
inn, sem hvatti til þess að Bret-
ar og Írar létu hina erfiðu sögu
sína ekki standa í vegi fyrir
sáttum.
Fyrir tilstilli friðarferlisins,
sem samþykkt var fyrir 17 ár-
um, hafa deilurnar um framtíð
Írlands verið færðar á hið póli-
tíska svið, og ofbeldið vikið fyrir
samtali á milli aðila. Þau sár,
sem bræðravígin á Írlandi ollu,
munu seint gróa að fullu, þó að
hinar ómældu þjáningar séu nú
liðnar hjá. Um leið og horft er
fram á veginn er nauðsynlegt að
gera upp hina dimmu fortíð og
til að sárin grói þurfa báðir að-
ilar að fyrirgefa hinum það sem
gert var á þessum óróatímum.
Karl prins ferðaðist
um Írland og hitti
leiðtoga Sinn Fein}
Stund fyrirgefningarinnar
Þ
að vildi svo til að ég eyddi síðustu
viku vestan hafs og kom á því
ferðalagi við í höfuðborg hipster-
anna, Williamsburg, sem er hverfi í
Brooklyn-hluta New York-borgar.
Hipsterar, eða leppalepjur, tóku að leggja und-
ir sig Williamsburg um aldamótin og sókn
þeirra hefur gengið svo vel að New York en
nánast öll undir: Til viðbótar við Williamsburg
hafa þeir nú nánast lagt undir sig Manhattan
líka og komið upp nýlendu í Queens.
Nú kannastu kannski ekki við fyrirbærið
hipster, kæri lesandi, og jafnvel ekki við teg-
undarheitið leppalepja, en hipster er notað yfir
ungt (hvítt) fólk sem heillast hefur af liðnum
tíma en nýtur þó tækniframafara nútímans;
konur og karlar sem hlusta á gamla tónlist af
vínylplötum, lesa bækur sem þau kaupa í
hverfisbókabúðum, horfa á kvikmyndir sem framleiddar
eru utan Hollywood, hjóla um á gíralausum hjólum,
drekka handverksbjór og borða lífræna fæðu, aðallega
grænmetisfæði.
Í styttra máli: Hipsterar hafna fjöldaframleiðslu í sí-
felldri leit að upprunalegri upplifun og sið, samhliða því
sem þeir eiga nýjustu gerðir snjallsíma og fistölvur.
Ef þessi lýsing dugar ekki til að þú getir þekkt hipster á
færi þá er karldýrið jafnan með alskegg og þegar svo ber
við að meirihluti ungra karla í hverfi er skeggjaður ertu
staddur í Hipsteríu, paradís leppalepjunnar (nema þá þú
sért staddur í Mið-Austurlöndum eða Mið-Asíu).
Það er náttúrlega alsiða að menningarkimi,
þótt fjölmennur sé, finni sér samnefnara í út-
liti, leið til að félagar innan kimans þekki hver
annan, svona rétt eins og þegar við hipparnir
gengum í mussum og útsaumuðum buxum
forðum daga. Skegg er líka ágæt leið til að
skera sig úr í samfélagi þar sem allir eru ann-
ars nauðrakaðir (það vissum við hipparnir líka,
þótt mér hafi ekki sprottið grön fyrr en mörg-
um árum eftir að ég afklæddist mussunni). Að
því sögðu þá er það forvitnilegt hve hipsterar
eru sólgnir í skegg, enda hafna þeir jafnan
feðraveldinu og helgisiðum þess sem fela með-
al annars í sér bringu- og bakhár og skeggvöxt
sem birtingarmynd sannrar karlmennsku.
Löngum hefur verið beint samhengi á milli
skeggræktar og kvenfrelsis; því fleiri sem
skeggjaðir voru í hverju landi því minni rétt-
inda nutu konur, nefni sem dæmi lönd í suðurhluta Evr-
ópu. Desde que no hay barba, no hay mas alma – við að
glata skegginu glötuðum við sálinni sögðu spænskir karl-
menn þegar Karl V. tók við völdum þar í landi í upphafi
sextándu aldar. Hann var svo ungur að árum að honum
var ekki sprottin grön og þótti ekki við hæfi að hirðmenn
væru karlmannlegri en kóngurinn svo skeggleysið breidd-
ist út, mörgum til ama. Svo samtvinnaður var skeggvöxt-
urinn karlmannlegum þrótti að spænsk alþýða þess tíma
taldi í óefni komið. Ekki er gott að segja hvað henni hefði
þótt um skeggjaða snyrtipinna með tófúborgara.
arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Vér skeggbragar
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vísbendingar eru um að ofgreiður aðgangur aðlánsfé skýri að hluta van-skil fjölda fólks með íbúða-
lán á Suðurnesjum.
Það kemur þannig fram í nýrri
skýrslu, Fjölskyldur sem misstu
húsnæði sitt á nauðungarsölu á
Suðurnesjum 2008–2011, eftir Láru
Kristínu Sturludóttur, að of mikil
lántaka sé hluti skýringarinnar:
„Auðvelt var að fá lán hjá bönkum
og sparisjóðum og voru svarendur
margir á því að ekki hefði verið
„neitt vit“ í að lána þeim þær fjár-
hæðir, eða það háa lánshlutfall, sem
þeir fengu fyrir íbúðakaupunum, en
að á þeim tíma hefði ríkt uppgangur
og bjartsýni og miklar væntingar
verið til ýmissa mála á Suður-
nesjum, svo sem til atvinnuuppbygg-
ingar,“ segir þar orðrétt. Er svo tek-
ið fram að viðmælendur í viðtölum
hafi margir nefnt að þeim „hafi boð-
ist hærri lán til íbúðakaupanna en
þeim sjálfum fannst forsvaranlegt“.
Var þetta 2. algengasta skýringin
á skuldavandanum á eftir „for-
sendubresti vegna hrunsins“. Eins
og tilvitnunin ber með sér var
skýrslan unnin upp úr könnun.
Rætt við 163 einstaklinga
Úrtakið í símakönnuninni, 335
fjölskyldur, var allt þýðið að frátöld-
um 45 einstaklingum og fjölskyldum
þar sem eini eigandi húsnæðisins,
eða báðir, var með skráð lögheimili
erlendis í mánuðinum þegar könn-
unin fór fram. Alls 163 einstaklingar
svöruðu, sem var 44,8% svarhlutfall.
Meðal niðurstaðna skýrslunnar,
sem unnin var fyrir velferðarráðu-
neytið, er að rúmlega helmingur
svarenda með börn á heimili taldi að
mikilsverðar breytingar hefðu orðið
í lífi barns eða barna vegna nauð-
ungarsölu eða breytinga á fjárhag
heimilisins. „Algengustu breytingar
voru skólaskipti (45%), rofin eða
minnkuð tengsl við vini sína (32%)
og að hætta í tómstunda- eða
íþróttastarfi (15%),“ segir þar meðal
annars um áhrifin á líf barnanna.
Um 24% svarenda voru öryrkjar.
Þátttakendur voru spurðir um
hæsta stig menntunar sem þeir
hefðu lokið. Tæplega 44% svarenda
hafa lokið grunnskóla eða minni
menntun, 45% hafa lokið námi á
framhaldsskólastigi, þar af 26,2%
iðnnámi/verklegu námi, og um 11%
hafa lokið námi á háskólastigi.
Rúmlega 81% svarenda býr nú í
leiguhúsnæði og tæp 9% í eigin hús-
næði. Um 10% svarenda búa ýmist
inni á ættingjum eða hafa afnot af
húsnæði í eigu ættingja.
Margir með 100% veðhlutfall
Við lestur þessarar greiningar
rifjast upp sú niðurstaða í skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis um fall
sparisjóðanna, að fjöldi lántaka hjá
Sparisjóðnum í Keflavík var orðinn
mjög skuldsettur fyrir hrun.
Í níunda kafla sparisjóðaskýrsl-
unnar er vitnað til skýrslu Fjármála-
eftirlitsins um vettvangsathugun í
Sparisjóðnum í Keflavík frá sept-
ember 2008. Þar sé tilgreint að lán
til fasteigna- og byggingastarfsemi
hafi verið um 29% af útlánum til at-
vinnugreina, eða 13% af heildar-
útlánum, og íbúðalán 20%. „Miðað
við stöðu íbúðalána í lok apríl 2008
voru veðsetningarhlutföll vegna
íbúðalána undir 70% hjá 46% lántak-
enda, rúm 40% lána voru með 70–
90% veðsetningu og rúm 6% með
90–100% veðsetningu. Hlutfall
þeirra sem voru með yfir 100% veð-
hlutfall hafði hækkað úr 6,8% í lok
árs 2007 í 9,1% í lok apríl 2008,“ seg-
ir í sparisjóðaskýrslunni.
Telja sig hafa fengið
of mikið fé að láni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reykjanesbær Mikil lántaka á þátt í skuldavanda suður með sjó.
Fram kemur í nýrri skýrslu vel-
ferðarráðuneytisins um nauð-
ungarsölur á Suðurnesjum að
63% svarenda, eða 95, bjuggu á
Suðurnesjum áður en húsnæðið
var keypt sem viðkomanndi
missti síðar á nauðungarsölu.
Fjórðungur svarenda bjó á
höfuðborgarsvæðinu áður en
húsnæðið var keypt, eða alls 38
svarendur, en 17 svarendur, um
11%, komu frá öðrum lands-
svæðum (15) eða höfðu búið er-
lendis (2). Meirihluti svarenda,
um 64,7%, bjó áfram á Suður-
nesjum eftir nauðungarsölu.
Fjórðungur
aðfluttur
BÚSETA FÓLKSINS
Morgunblaðið/Golli
Bóla Aðgengi að lánsfé sló öll
met misserin fyrir hrun.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
st rritstj ri:
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen