Morgunblaðið - 27.05.2015, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI
UPPLÝSINGAR
GEFUR:
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sumarblað um Tísku og förðun
föstudaginn 5. júní.
Í Tísku og förðun verður fjallað
um tískuna sumarið 2015
í fatnaði, förðun og snyrtingu
auk umhirðu húðarinnar,
dekur og fleira.
PÖNTUNARTÍMI
AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16:00
mánudaginn 1. júní.
Tíska & Förðun
SÉRBLAÐ
Ég læt eftir mér að
leggja orð í belg um
skagfirska mafíósa,
drukkinn bónda í bæj-
arferð og stjórnmála-
foringja sem gleymdi
að hún væri öðruvísi.
Kannski svolítið öðru-
vísi að hún greip til
þess ráðs, sem er hvað
aftast í bókinni um
hvernig stunda skuli
ógeðfelld stjórnmál. Það er að reyna
að finna einhvern óvin, spillt og ill öfl,
sem andstæðu við eigið ágæti.
Vissulega eru vinnubrögð mafí-
unnar ekki til eftirbreytni, ef eitthvað
er að marka uppáhaldsbíómynd fjár-
málaráðherra og þaðan hef ég allt
mitt vit á mafíósum. En það sem skil-
ur á milli KS og mafíunnar er að enn
sem komið er hefur KS ekki verið
skilgreint sem glæpasamtök, eins og
Egill Helgason benti á í vondum
pistli. Egill reyndi þó að gera félagið
tortryggilegt og sagði m.a.:
„Og þetta félag sem lýtur stjórn
manna sem vilja hafa mikil pólitísk
áhrif, ekki bara á stjórn í heimahér-
aði, þar sem þeir ráða lögum og lof-
um, heldur líka á landstjórnina þar
sem þeir eru furðu valdamiklir.
En Þórólfur Gíslason var ekki
kjörinn til að stjórna á Íslandi –
þannig að umboð hans til að standa í
valdabröltinu er afar veikt. Fæstir Ís-
lendingar vita einu sinni hvernig
hann lítur út eða hvern-
ig röddin í honum
hljómar.“
Þetta er mikill mis-
skilningur hjá Agli,
Þórólfur, eins og aðrir
framkvæmdastjórar í
fyrirtækjum, var ein-
mitt kosinn af stjórn fé-
lagsins, til að stjórna,
og meðan hann leysir
það skammlaust af
hendi, heldur hann
væntanlega starfinu.
Það að fáir þekki rödd
eða ásjónu kaupfélagsstjórans skýr-
ist sennilega af mismikilli þörf manna
fyrir að láta ljós sitt skína á torgum,
hvort sem álitsgjafinn getur sett sig í
þau spor eður ei.
Hvað varðar stjórn á heimahéraði,
þá hefur fólk enn kosningarétt í
Skagafirði og því fá Skagfirðingar á
fjögurra ára fresti yfir sig það stjórn-
vald sem þeir eiga skilið. Það sama
verður ekki sagt um þátta-
stjórnendur á RÚV, um það fá Skag-
firðingar engu ráðið frekar en aðrir
landsmenn.
Stjórnmálamenn, sem ekki hafa
mikið fram að færa, annað en sann-
færingu um eigið ágæti, grípa stund-
um til þess óyndisúrræðis að benda á
vont fólk sem andstæðu við sjálft sig
og sína hugsjón. Þetta geta verið
múslimar, blökkumenn, samkyn-
hneigðir eða nú síðast, Skagfirðingar.
Þetta virðist virka í sumum til-
fellum. Á síðustu árum eru útgerð-
armenn sá hópur sem sumir stjórn-
málamenn reyna að benda
almúganum á sem óæðri mannteg-
und. Ef einhver dregur bein úr sjó,
án þess að tapa stórkostlega á því
peningum, er sá hinn sami að hafa fé
af „þjóðinni sem á fiskinn“. Þó borga
útgerðarmenn skatta og skyldur eins
og önnur fyrirtæki, þar að auki
greiða þeir veiðigjald og réttinn til að
stunda fiskveiðar, hafa þeir þurft að
kaupa eða leigja fyrir marga peninga.
En að lokum um kaptein Pírata,
vanalega gerir maður ráð fyrir að
fólk segi satt, blasi annað ekki aug-
ljóslega við, og gildir þetta jafnvel um
stjórnmálamenn. Hvort Ási bóndi var
drukkinn í bæjarferð eða veikur af
öðrum orsökum, hef ég litla hugmynd
um. Segist hann hafa verið og sé veik-
ur í maga, freistast maður til að trúa
því. Að láta hafa eftir sér að bóndinn
hafi verið grunsamlega frískur í
vinnunni, er lævís leið til að reyna að
gera viðkomandi tortryggilegan,
sömu ættar og skagfirska mafíu-
smjörklípan.
Af KS, kapteini Pírata
og Agli álitsgjafa
Eftir Kára
Gunnarsson »Ég læt eftir mér að
leggja orð í belg um
skagfirska mafíósa,
drukkinn bónda í bæj-
arferð og stjórnmálafor-
ingja sem gleymdi að
hún væri öðruvísi.
Kári Gunnarsson
Höfundur er kennari.
Það var söguleg
stund í sögu lýðræð-
isþróunar þegar al-
þingismaðurinn Pétur
H. Blöndal ásamt sjö
þingmönnum, sem voru
þá á þingi, m.a. Þór
Saari og Margréti
Tryggvadóttur, sem
hafa látið af þing-
störfum, lagði fram á
140. löggjafarþingi árið
2011-2012 frumvarp um að sjóðs-
félagar í lífeyrissjóðum skyldu kjósa
stjórnir sjóðanna beinni kosningu.
Þau tóku öll undir með lýðnum um
nýja skipun stjórnar í lífeyrissjóðum.
Nýja skipan, sem koma á í stað úr-
eltrar skipanar sem takmarkar rétt
sjóðsfélaga til að hafa áhrif á hvernig
farið er með eigur þeirra. Það verða
sögulegir tímar þegar öfl sem hafa
ráðið för í áratugi verða látin sitja á
hakanum og beygja sig undir skoð-
anir fólks sem á það fé sem það hefur
lagt í lífeyrissparnað. Tilgangur
sparnaðarins var að hafa það betra
eftir starfslok en ella. Þennan tilgang
mættu ASÍ, verkalýðsfélög og at-
vinnurekendur sem stjórna lífeyr-
issjóðnum Gildi hafa í huga þegar
hugað er að skipan í stjórn sjóðsins.
Þeir ættu að líta til Péturs H.
Blöndal og félaga hans, sem lögðu til
leið í anda lýðræðis í lífeyris-
sjóðakerfinu, með því að sjóðsfélagar
skipi beint sínu fólki í stjórn Gildis og
annarra lífeyrissjóða. Margir eru
Pétri, Margréti, Þór og öðrum með-
flutningmönnum hjartanlega sam-
mála um þessa leið. Það hlýtur að
vera réttur þeirra sem afla og greiða
sitt fé til lífeyrissjóða, eru hinir
sönnu sjóðfélagar, hverja þeir velji
til að ávaxta sinn sparnað með
traustum hætti.
Það eru hinsvegar brot á mann-
réttindum þegar lög eru á þann veg
að sjóðsfélagi hefur takmarkað um
það að segja hvernig sparnaðinum er
varið og hverjir um véla.
Lífeyrissjóðakerfið er ógagnsætt
og upplýsingaskyldan er vanreifuð.
Þegar sjóðsfélagi leitar eftir frekari
upplýsingum kemur hann tíðum að
lokuðum dyrum, er
svarað út í hött eða
mætir ýmsum við-
bárum um hvers vegna
hann fær ekki umbeðn-
ar upplýsingar. Það er
brot á mannréttindum
þegar sjóðsfélögum er
neitað um upplýsingar,
samanber ósk um að fá
í hendur skýrslu endur-
skoðenda eða fund-
argerðir sjóðsins, sem
liggja heldur ekki
frammi á ársfundum.
Það er ekki til að tryggja mannrétt-
indi og gagnsæi þegar Fjármálaeft-
irlitið neitar sjóðsfélögum um upp-
lýsingar sem tengjast hagsmunum
þeirra og ber fyrir sig viðskipta-
leynd. Leynd gagnvart eigendum.
Er ekki hlutunum snúið á haus?
Á ekki FME að vernda sjóðsfélaga
sem hafa verið beitir órétti? Dæmi
um slakt eftirlit er þegar tveir
fulltrúar lífeyrissjóðsins Gildis
keyptu hlutabréf í Glitni banka fyrir
rúma 3,6 milljarða árið 2008, sem
töpuðust svo daginn eftir.
Hver voru viðbrögð Fjármálaeft-
irlitsins við þessum gjörningi? Fram
hefur komið að fulltrúar Gildis hafi
samið um 1.800 milljónir króna í bæt-
ur fyrir skuldabréf sem þeir keyptu
árið 2008 með samkomulagi við slit-
astjórn Glitnis nú sex árum síðar. En
hvað kostuðu málaferli og tafir öll
þessi ár? Það eitt er óupplýst enn.
Eins má spyrja af hverju var þessi
gjörningur ekki kærður til réttra yf-
irvalda vegna hugsanlegra svika?
Lífeyrissjóðurinn Gildi og aðrir líf-
eyrissjóðir hafa tapað hundruðum
milljóna króna í fjárfestingum á und-
anförnum árum.
Ekki sér þess stað að Fjármálaeft-
irlitið hafi mikið gert, a.m.k. enn sem
komið er, til þess að vernda sjóðs-
félaga. Og það þrátt fyrir at-
hugasemdir þeirra. Gögn þar að lút-
andi eiga öll að vera til í skjalasafni
FME.
Samhliða framangreindu tútnar
Fjármálaeftirlitið út á kostnað sjóðs-
félaga í lífeyrissjóðum. FME er til
húsa á dýrasta og glæsilegasta stað í
Reykjavík. Gjöld Gildis-sjóðsfélaga
til FME námu rúmum 19 milljónum
á árinu 2014. Há fjárhæð og það frá
sjóðsfélögum í einungis einum lífeyr-
issjóði.
Enn er spurt: af hverju hefur
framangreint frumvarp í anda lýð-
ræðis ekki orðið að lögum? Getur það
verið að fulltrúar atvinnurekenda og
fulltrúar verkafólks hafi staðið í vegi
fyrir breytingunni? Treysti Alþingi
Íslendinga sér ekki til að stuðla að
lýðræði og því að mönnum sé gefinn
kostur á að líta eftir eigum sínum?
Upplýst er að stjórn atvinnurek-
enda og sjálfskipaðra verkalýðseig-
enda samþykkti nýlega skerðingu á
greiðslum til sjóðsfélaga um 4,2% í
Gildi lífeyrissjóði. Það munar um
minna. Og þarna er um að ræða
tekjur þeirra sem hafa skilað ævi-
starfi sínu með sóma og treystu á að
fá til baka það sem þeir höfðu unnið
fyrir.
Það liggur ljóst fyrir að þessu kerfi
þarf að breyta í lýðræðisátt þannig
að sjóðsfélaginn sé hafður í fyrirrúmi
og ekki verði um skerðingu að ræða á
aðkomu þeirra sjóðsfélaga sem
komnir eru á eftirlaun.
Þessi orð mín mættu klíkufélagar
ASÍ, atvinnurekenda, verkalýðs-
forkólfar og aðrir sem eiga hlut að
máli taka til sín. Pétur H. Blöndal
hefur ásamt öðrum barist fyrir að
hreyfa í lýðræðisátt núverandi lífeyr-
issjóðakerfi. Kerfi sem jafnvel félaga
Brésnef hefði aldrei dottið í hug að
setja upp í Sovét.
Pétur H. Blöndal og þínir félagar,
þið eruð leiðtogar sem tekið verður
eftir þegar sagan verður skrifuð.
Pétur H. Blöndal brýtur blað
í baráttu fyrir mannréttindum
Eftir Jóhann Páll
Símonarson » Samhliða fram-
angreindu tútnar
Fjármálaeftirlitið út á
kostnað sjóðsfélaga í líf-
eyrissjóðum. FME er til
húsa á dýrasta og glæsi-
legasta stað í Reykjavík
Jóhann Páll Símonarson
Höfundur er sjómaður.
Frá því að ég sá
fyrst hvernig átti að
gera Landeyjahöfn var
ég viss um að það væri
röng aðferð. Einnig sá
ég það að höfnin er ná-
kvæm eftirlíking af
höfninni í Hanstholm í
Danmörku, sem er
ekki gott því þar eru
aðstæður allt aðrar.
Seinna kom í ljós að
skýrslur sérfræðinga sem farið var
eftir voru um Hanstholm en ekki
Landeyjahöfn.
Sandur kemur niður um ós Mark-
arfljóts, sem segir að þar þarf að gera
garð sem nær það langt út að fram-
burður fljótsins fari á um 10 metra
dýpi og fleytist til vesturs. Garðurinn
að sjálfsögðu vestan megin við ósinn.
Eystri garð Landeyjahafnar þarf að
framlengja þannig að hann nái fyrir
hafnarmynni Landeyjahafnar. Þann-
ig er komið í veg fyrir að hafaldan eigi
beina braut inn í höfnina og ausi
sandinum inn um hafnarmynnið.
Þetta er eina leiðin til að koma í veg
fyrir að höfnin verði ófær, nýtt skip
hefur ekkert með þetta að gera. Það
þarf að stytta vestari garðinn svo
meira rými sé fyrir skip að sigla inn.
Ef þetta tvennt hefði verið gert
hefði Landeyjahöfn verið nothæf
flesta óveðursdaga ársins og sandur
ekki náð að komast inn í höfnina. Sagt
hefur verið að ef þetta verði gert þá
leiti sandurinn í skjól vestan megin
við garðinn. En það tæki langan tíma
að fylla í höfnina því
meginsandurinn fleytist
framhjá með aust-
anstraumnum sem
þarna er. Til sam-
anburðar eru flestar
hafnir sem ég hef skoð-
að með slíkan öldubrjót.
Til dæmis Þorlákshöfn
og Dalvíkurhöfn. Þetta
þarf að gera strax svo
höfnin verð fær allt árið.
Ég hef gert Facebo-
ok-síðu sem heitir End-
urgerð Landeyjahöfn, þar eru um 30
myndir sem sýna þetta svart á hvítu.
Suðaustanáttin lendir beint inn um
hafnarmynnið og eys sandinum í
höfnina. Þetta er hægt að laga með
því að gera öldubrjót svo aldan brotn-
ar á honum það utarlega og kemur í
veg fyrir að sandurinn lendi í höfn-
inni. Þessi garður þarf að ná út á um
10 metra dýpi og ná vel fyrir hafn-
armynnið. Þá verður einnig logn við
hafnarmynnið og hafaldan nær ekki
inn. Einnig myndast skjól vegna öld-
unnar sem brotnar og endurkastast á
móti öðrum öldum í nágrenninu.
Eftir að þetta hefur verið gert get-
ur hvaða skip sem er siglt inn í höfn-
ina í hvaða veðri sem er.
Sannleikurinn
um Landeyjahöfn
Eftir Árna Björn
Guðjónsson
Árni Björn Guðjónsson
» Gera þarf garð sem
kemur í veg fyrir að
hafaldan geti farið beint
inn um hafnarmynnið.
Höfundur er bylgjufræðingur.
Mig vantar að láta gera við gamlan
löber, flatsaumslöber. Vinsamlega
sendið á ingasvein@hotmail.com.
Velvakandi Svarað í síma
569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Löber
Útsaumur Listilega útsaumaður dúkur.