Morgunblaðið - 27.05.2015, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
✝ SigurlínaGunnlaugs-
dóttir fæddist í
Ólafsfirði 29. júlí
1924. Hún lést á
hjúkrunarheimil-
inu Skógarbæ 19.
maí 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Hulda Guð-
mundsdóttir hús-
móðir, f. 27.3.
1904, d. 2002, og
Gunnlaugur Jónsson kaup-
maður á Ólafsfirði, f. 1897, d.
1980. Stjúpfaðir hennar var
Gunnlaugur S. Jónsson
vélsmíðameistari, f. 8.10. 1900,
d. 1989. Bræður hennar: Björn
Gunnlaugsson, f. 1922, d. 2013,
og Sigurður Gunnlaugsson, f.
1929. Hálfbróðir hennar sam-
mæðra Guðmundur Gunn-
laugsson, f. 1933. Hálfbræður
hennar samfeðra: Jón B. Gunn-
laugsson, f. 1936, d. 1991, og
Gunnlaugur Gunnlaugsson, f.
grét Guðmundsdóttir. Börn
þeirra: Auður Björk, Axel Guð-
mundur og Matthildur.
Sigurlína ólst upp á Ólafs-
firði, Svalbarðseyri og Ak-
ureyri. 18 ára gömul flutti hún
til Reykjavíkur og stundaði nám
í Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Síðar stundaði hún nám í Garð-
yrkjuskólanum á Reykjum, Ölf-
usi. Þar kynntist hún eigin-
manni sínum. Árið 1947 fluttu
þau til Kaupmannahafnar þar
sem Axel stundaði nám við
danska Landbúnaðarháskólann.
Þau fluttu heim til Íslands 1950
og settust að á Reykjum. Sig-
urlína vann við garðyrkju
megnið af sinni starfsævi. 1989
fluttist hún til Reykjavíkur eftir
fráfall Axels og bjó þar síðan.
Hún bjó á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ frá nóvember 2014
til dánardags og naut þar frá-
bærrar umönnunar. Hún var
mikið náttúrubarn, hafði mik-
inn áhuga á blómum, safnaði
steinum, spilaði mikið og keppti
í brids. Hún var mikil
fjölskyldukona og fylgdist mjög
vel með afkomendum sínum.
Útför hennar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 27. maí
2015, kl. 13.
1941.
Hinn 19. júlí
1947 giftist Sig-
urlína Axel Val-
garð Magnússyni,
f. 30.9. 1922. For-
eldrar hans voru
Magnús Jóhanns-
son, f. 1874, d.
1923, og Rannveig
Tómasdóttir, f.
1881, d. 1969. Börn
Sigurlínu og Axels
eru: 1) Hulda, f. 1947. Maki
hennar var Halldór Þor-
steinsson, þau skildu. Börn
þeirra: Tómas Þorsteinn, Þor-
steinn Axel og Helga Lína. 2)
Álfdís Elín, f. 1950. Fyrir hjóna-
band átti hún Axel Magnús
Edwardsson. Maki Martin Ken-
nelly. Börn þeirra: Kjartan Fe-
lim og Eydís Perla. 3) Erla Dís,
f. 1959. Maki Pétur H. Hann-
esson. Börn þeirra: Kristín, Sig-
rún Lina og Hannes. 4) Ari
Víðir, f. 1961. Maki Anna Mar-
Þegar við kynntumst tengda-
móður okkar Sigurlínu Gunnlaugs-
dóttur eða Línu eins og hún var
ætíð kölluð bjó hún ásamt Axel
Magnússyni garðyrkjuráðunaut,
manni sínum, í glæsilegu húsi í fal-
legu umhverfi við gilið í Hvera-
gerði, nú kallað Axelshús. Byggðu
þau hjónin húsið og ræktuðu garð-
inn af miklum dugnaði og smekk-
vísi. Axel féll frá fyrir aldur fram
en hann var mikið valmenni, hæg-
látt gáfumenni. Lína var garð-
yrkjufræðingur og starfaði lengst
af sem slíkur. Af því leiddi að hún
hafði mikinn og einlægan áhuga á
garð- og blómarækt og voru blóm
hennar líf og yndi. Oftar en ekki
töfraði hún fram fallegar blóma-
skreytingar við ýmis tækifæri.
Fyrir utan fjölskylduna, börn
og barnabörn hafði Lína mörg
áhugamál. Hún var náttúruunn-
andi og það var ekki aðeins gróður
jarðar sem átti hug hennar heldur
einnig steinaríkið. Lína var
ástríðufullur steinasafnari og átti
mikið safn náttúru- og skraut-
steina. Hún var einnig mjög bók-
elsk, átti mikið af bókum og las.
Deildu þau Axel þessum áhuga á
góðum bókum. Lína var lagleg
kona, glaðleg með blik í auga. Hún
hafði hlýja nærveru og var öllum
velviljuð. Það leyndi sér ekki að
hún var greind kona og einnig
hafði hún til að bera góða kímni-
gáfu sem kemur sér vel í lífsins
ólgusjó.
Fyrir þá sem ekki voru til stað-
ar býr minningin oft í gömlum
ljósmyndum og á þeim má sjá
hversu glæsileg þau hjón voru er
þau voru að hefja búskap og byrja
að takast á við lífið, Lína falleg
kona og Axel hár og myndarlegur
henni við hlið. Þau eignuðust fjög-
ur börn; Huldu sem er elst og í
aldursröð Álfdísi, Erlu Dís og Ara
Víði. Hún var rík að barna og
barnabörnum sem eru 21 talsins.
Hún hafði mikið yndi af því að um-
gangast fjölskylduna sína og var
mjög félagslynd . Hún vissi ekkert
betra en að vera með fullt af fólki í
kringum sig og fannst mjög gam-
an að fara á viðburði hvers konar.
Við sem lifum Línu minnumst
hennar með miklum hlýhug.
Pétur Hörður Hann-
esson, Anna Margrét
Guðmundsdóttir.
Elsku amma Lína.
Þú sagðir gjarnan að þér þætti
svo gaman að hlakka til. Þú vissir
fátt skemmtilegra en að vera í
kringum fólk og hafðir mikla
ánægju af barnabörnunum og
langömmubörnunum. Þú naust
þín best í veislum og í margmenni
og vildir alltaf fanga augnablikin á
filmu. Oftar en ekki mátti heyra
þig segja: Tökum mynd! Þú varst
mikill steinasafnari og ég man
hvað ég var heilluð af steinunum
sem voru út um allt hús þegar ég
var lítil. Þá gat maður setið lengi
og skoðað steinana og raðað þeim
upp. Alltaf var saga á bak við
hvern stein.
Það besta sem þú vissir var ís-
lenskt grænmeti og þótti þér ís-
lenskir tómatar og gúrkur mesta
lostæti. Enda lærðir þú í garð-
yrkjuskólanum í Hveragerði sem
ung stúlka og vannst svo við garð-
yrkju. Vorið og sumarið var þinn
tími og þú naust þess að vera úti í
náttúrunni og vera úti að vinna.
Það hefði verið gaman að upp-
lifa sumarið með þér einu sinni
enn en ég veit að afi Axel tekur vel
á móti þér.
Kristín Pétursdóttir.
Sigurlína
Gunnlaugsdóttir
Í dag kveð ég
ástkæra tengda-
móður mína sem ég
kynntist 1974 þegar
ég var að gera hos-
ur mínar grænar fyrir syni henn-
ar, honum Nonna mínum. Þá
bjuggu þau í Sæviðarsundinu og
ég á Laugarásveginum. Nonni
reiddi mig oft heim á sendlahjól-
inu sem tengdapabbi átti því
hann rak verslunina Þrótt á
Kleppsveginum. Okkur Ásu kom
alltaf mjög vel saman þó við
hefðum ólíkar skoðanir á mörgu,
til að mynda stjórnmálum. Henni
þótti ég vera rauðsokka og við
ræddum oft um pólitík en alltaf
allt í góðu. Það var alltaf hægt að
leita til hennar með pössun hér
áður fyrr og henni þótti ekki
leiðinlegt að vera orðin amma.
Ása var mjög skemmtileg kona
og hafði frá mörgu að segja því
hún var fróð um margt og mjög
minnug. Vinkvennahópur hennar
var stór og komu þær þessar
flottu konur alltaf í afmælið
hennar á hverju ári. Þar var
mikið spjallað og hlegið við að
rifja upp gömul prakkarastrik
sem greinilega hafði verið nóg af
í þá gömlu góðu daga. Tengda-
móðir mín var mikil jólakona,
mikið af jólaskrauti um allt hús
og jólapakkarnir voru mikið
skreyttir fyrir börnin sem þótti
þetta mjög spennandi. Ég á
mjög góðar minningar úr Sævið-
arsundinu. Þau Ása og Jói voru
góð hjón og stóðu þétt saman,
það var alltaf gott að koma til
þeirra og þau dekruðu við barna-
börnin. Tengdamamma bjó síð-
ustu árin á hjúkrunarheimilinu
Mörk þar sem vel var hugsað um
hana. Hún var kölluð drottningin
þar af starfsfólkinu því hún borð-
aði ekki hvað sem var og fitjaði
Ása Jóna Jónsdóttir
✝ Ása Jóna Jóns-dóttir fæddist
12. september
1930. Hún andaðist
15. maí 2015.
Útför Ásu fór
fram 26. maí 2015.
upp á trýnið og
sagðist vilja rjóma
út á skyrið og
hamsa með fiskn-
um. Hún var ekki
mikið fyrir salat og
sagðist ekki vera
kanína. Ég gæti
sagt margar
skemmtilegar sögur
af henni tengda-
móður minni en
þær eru kannski
ekki allar prenthæfar. Ég ætla
að láta þetta nægja því hún var
búin að segja okkur að hún vildi
enga lofræðu, hún hreinlega
þyldi það ekki. Ég þakka fyrir
samfylgdina öll þessi ár.
Hvíl í friði.
Guðrún Geirsdóttir.
Elsku amma Ása okkar.
Við erum afar þakklát fyrir að
hafa átt þig að. Þú varst alltaf
svo hlý og góð við okkur. Við
kveðjum þig með söknuði og
djúpri virðingu. Minning þín lifir
með okkur um ókomin ár.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Einar Þór og Helga Kristín.
Elsku amma Ása, ég á erfitt
með að trúa því að þú sért farin
frá okkur en ég hugga mig við
það að núna ertu komin til afa
Jóa.
Mér finnst svo stutt síðan ég
var lítil sex ára stelpa sem elsk-
aði að fara í pössun til ömmu Ásu
af því að þar var ég dekruð eins
og prinsessan sem ég hélt ég
væri. Við vorum með ákveðna
rútínu sem við fylgdum í hvert
skipti sem ég kom til þín. Í
fyrsta lagi var alltaf til nammi
eða kókópuffs, eitthvað sem
mamma var ekkert rosalega sátt
með en þér var alveg sama, pöss-
un hjá þér var undir þínum
reglum. Síðan eyddum við mörg-
um klukkutímum í að spila ólsen-
ólsen þar sem mér tókst með
undraverðum hætti að sigra þig í
næstum hvert einasta skipti, ég
vil trúa því að það hafi verið af
því að ég var svo ótrúlega góð í
ólsen-ólsen en ekki af því að þú
leyfðir mér að vinna. Svo má
auðvitað ekki gleyma Tomma og
Jenna, ég held mér hafi tekist að
sjá hvern einasta Tomma og
Jenna-þátt sem hefur verið gerð-
ur í stofunni heima hjá þér.
Núna í dag þegar ég sé Tomma
og Jenna þá hugsa ég alltaf til
þín og að það sé synd að þú sért
ekki að horfa á þáttinn með mér,
því ég veit að þú hafðir alveg
jafn gaman af þeim og ég.
Eftir því sem ég varð eldri þá
fór ég áfram mjög reglulega í
heimsókn til þín, eða alveg þar til
ég var komin á hin viðkvæmu
unglingsár. Þú beiðst eftir mér á
hverjum einasta föstudegi við
endann á Brákarsundinu og við
fórum beinustu leið í sjoppu að
kaupa nammi og svo á Skúlagöt-
una að njóta þess að brjóta regl-
urnar sem mamma hafði sett um
nammiát. Þú og afi Jói náðuð að
skapa handa mér nokkurs konar
annað heimili og ég hlakkaði allt-
af til að fara í heimsókn til ykk-
ar.
Þú, amma, varst einn skraut-
legasti persónuleiki sem ég hef
nokkurn tímann kynnst og ég á
svo sannarlega eftir að sakna
þess að sjá þig hneyksla fólk
með grófum bröndurum og mik-
illi notkun á orðum sem flestir
myndu búast við að heyra koma
út úr gömlum sjóara en ekki
dömu eins og þér. Þú hefur alltaf
verið þú sjálf og ekkert kippt þér
upp við að fólk horfi á þig með
undrunarsvip. Ég dáist að því og
vona að ég hafi lært að vera jafn
trú sjálfri mér og þú.
Ég á eftir að sakna þín rosa-
lega en á sama tíma er ég mjög
þakklát fyrir að hafa fengið öll
þessi ár með þér.
Ástarkveðjur,
Hekla Jónsdóttir.
Með sorg í hjarta og mikilli
eftirsjá kveð ég hana Ásu-Lillu,
frænku mína. Við höfum fylgst
að í gegnum lífið, lengur en
minni okkar náði til. Dætur sam-
feðra systra, Reykvíkinga í
marga ættliði, sem ólust ekki
upp saman en voru mjög nánar
alla tíð. Þegar við frænkurnar
vorum litlar vorum við oft eins
klæddar, líkt og systur, í fötum
sem mæður okkar saumuðu í
sameiningu.
Það er svo bjart yfir minning-
unni frá æskuheimili hennar Ásu
á Njálsgötu 4 og alltaf var jafn-
notalegt að koma þangað. For-
eldrar hennar voru einstaklega
glæsileg hjón, góð og vönduð til
orðs og æðis. Ása naut ríkulega
umhyggju sinna nánustu í upp-
vextinum, Helga móðuramman
var alla tíð á heimilinu og á efri
hæðinni bjuggu svo föðurforeldr-
arnir, Guðrún og Jón. Við vissum
ekki að við höfðum fæðst inn í
kreppuna fyrr en við komumst
til vits og ára. Svo vorum við allt
í einu orðnar ungar stúlkur og
Ása orðin símamær! Það var
virðingarstaða og ekki á allra
færi að komast að á Símanum.
Enn er það minnisstætt þegar
Ása kom til okkar hjóna með
ungan mann til að kynna hann
fyrir okkur, þar var kominn Jó-
hann Gunnlaugsson. Þau stigu
bæði gæfuspor þegar þau gengu
í hjónaband. Drengirnir þeirra
góðu eru þeim til mikils sóma,
dugmiklir eins og foreldrarnir.
Það dró ský fyrir sólu í lífi
Ásu þegar hún missti eiginmann
sinn, hún saknaði hans mjög
enda voru þau óvenju samrýnd,
samhent og unnu við sameigin-
legt fyrirtæki sitt um árabil.
Vanheilsa hennar Ásu-Lillu
frænku minnar síðustu árin er
þyngri en tárum taki en hún var
þakklát fyrir að eiga góða að. Við
hjónin og börn okkar færum fjöl-
skyldunni allri samúðarkveðjur.
Hennar verður sárt saknað af
mörgum. Megi hún hvíla í friði.
Frænkan sem eftir lifir kveð-
ur hana með miklum trega en
þakkar ævilanga samfylgd, vin-
áttu og væntumþykju sem verð-
ur minnst til hinsta dags.
Bergljót Ingólfsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
systir og amma,
BÁRA ANDERSDÓTTIR,
Jöldugróf 17,
Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild LSH
laugardaginn 23. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
.
Þór J. Vigfússon,
Vigfús J. Þórsson, Ásdís Kristjánsdóttir,
Freyr Vigfússon,
Edda Andersdóttir
og fjölskylda.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HJÁLMAR STEFÁNSSON,
fyrrverandi útibústjóri,
Strandvegi 1,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 24. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
.
Halla Haraldsdóttir,
Haraldur Gunnar Hjálmarsson,
Þórarinn Hjálmarsson, Bára Alexandersdóttir,
Stefán Hjálmarsson, Unnur Stefánsdóttir,
Halla, Bjarki, Trausti, Tinna Mjöll, Hjálmar
Margrét, Trausti Snær og Hilmar Logi.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Faxabraut 13,
Keflavík,
lést fimmtudaginn 21. maí.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 1. júní kl. 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
.
Guðni Kjartansson, Magnea Erla Ottesen,
Lisbeth Thompson, Guðmundur Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
BRYNJÓLFUR MÁR SVEINSSON
vélstjóri,
Skaftahlíð 34,
Reykjavík,
lést laugardaginn 23. maí.
Fyrir hönd aðstendenda,
.
Jóhanna Fjeldsted.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR
frá Selparti í Flóa,
Bólstaðarhlíð 54,
Reykjavík,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
miðvikudaginn 20. maí.
Útför fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 28. maí kl. 13.
.
Ólafur Halldór Torfason,
Ragnheiður Þórarinsdóttir, Þórarinn Th. Ólafsson,
Kristín Þ. Ólafsdóttir, Ingjaldur Ásmundssson,
Ólína M. Ólafsdóttir, Ásgeir Þorkelsson,
Torfi J. Ólafsson, Ásdís Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar,
SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR
vefnaðarkennari,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 28. maí kl. 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
MS félagið, reikningsnr. 0115-26-102713, kt. 520279-0169.
.
Halldór Sigtryggsson, Herborg Sigtryggsdóttir,
Hrafnkell Sigtryggsson og fjölskyldur.