Morgunblaðið - 27.05.2015, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
✝ Ingibjörgfæddist 15.
mars 1943 og lést
18. maí 2015.
Hún var dóttir
hjónanna Þórunnar
Magnúsdóttur, f.
12.12. 1920, d.
24.12. 2008, og
Björns Guðmunds-
sonar, f. 17.6. 1914,
d. 24.7. 1972. Þór-
unn lauk kenn-
araprófi frá KÍ 1971 og síðar
cand. mag. frá HÍ árið 1982.
Hún starfaði sem kennari og
skólastjóri og við ritstörf.
Komu út bækur eftir hana um
sögulegt efni, einkum saga
kvenna í atvinnulífinu. Hún
vann mikið í félagsmálum og
var um tíma varaborgarfulltrúi
í Reykjavík, 1954-62. Var stofn-
andi og formaður samtaka her-
skálabúa. Björn var bifreiða-
stjóri, jafnan kallaður Björn
eru Jóhanna og Ólafur Helgi
Thorarensen.
Ingibjörg giftist hinn 5.12.
1964 Geir Ólafssyni. Börn
þeirra Ingibjargar og Geirs eru
tvö: 1) Björn, f. 18.8. 1971, yf-
irlögfræðingur hjá Póst- og
fjarskiptastofnun Íslands. 2)
Þórunn, f. 27.12. 1972, sýning-
arstjóri, áður í Þjóðleikhúsinu
en nú skipulags- og sýning-
arstjóri hjá Menningarfélagi
Akureyrar. Maður hennar er
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson,
tónlistarmaður og tónlistar-
stjóri við sömu stofnun. Dætur
þeirra eru: a) Herdís Hlíf, f.
26.4. 1999, og b) Hafdís Hekla,
f. 29.4. 2004.
Ingibjörg vann skrif-
stofustörf hjá borgarfógeta í
Reykjavík 1962-64. Síðar í lög-
fræðideild Útvegsbanka Íslands
frá 1964-72. Geir lauk lækna-
námi við HÍ 1969. Árið 1972
fluttu þau til Svíþjóðar þar sem
Geir stundaði sérfræðinám í
skurð- og þvagfæraskurðlækn-
ingum. Ingibjörg stundaði nám
við Strömbergsskóla í Lundi og
lauk þaðan stúdentsprófi. Síðan
eins árs námi við háskólann í
Lundi í réttarsálfræði. Eftir
heimkomu 1980 vann Ingibjörg
sem ritari í hæstarétti Íslands.
Jafnframt því hóf hún nám í
lögfræði við HÍ og útskrifaðist
sem lögfræðingur 1987. Að
námi loknu starfaði hún á lög-
mannsstofunni Lögfræðiþjón-
ustunni, síðan á eigin stofu,
Lögsátt. Ingibjörg var mikil fé-
lagsmálakona, var virk í
kvennaráðgjöfinni og ráðgef-
andi við Kvennaathvarfið. Þá
var hún ein af stofnendum
Netsins, nets kvenna á atvinnu-
markaði. Einnig virk í FKA.
Það sem tók þó hug hennar all-
an var að koma á fót sátta-
miðlun á Íslandi. Var hún að
öðrum ólöstuðum ein að-
alhvatamanneskjan að stofnun
Sáttar, félags um sáttamiðlun.
Hún stóð fyrir fjölda námskeiða
og fékk til liðs við sig hæfustu
sérfræðinga á þessu sviði. Hún
stóð fyrir Nordisk Forum á Ís-
landi og sótti slík þing á Norð-
urlöndum. Hún var formaður
Sáttar frá stofnun þess og þar
til hún lét af störfum sökum
veikinda.
Útför Ingibjargar fer fram í
Fossvogskirkju í dag, 27. maí
2015, kl. 15.
Spánarfari, en
hann tók þátt í
spænska borg-
arastríðinu og
barðist með lýð-
veldishernum gegn
Franco. Systkini
Ingibjargar eru:
Eygló Bjarn-
ardóttir, f. 18.9.
1941, lífeindafræð-
ingur á Landspít-
ala. Hennar sonur
er Björn Loftsson. Erla Bil
Bjarnardóttir, f. 12.4. 1947, um-
hverfistjóri hjá Garðabæ. Henn-
ar börn eru Guðröður Ágústs-
son, Valgerður Guðlaugsdóttir
og Magnús Guðlaugsson. Magn-
ús Bjarnarson, f. 4.12. 1950, bif-
reiðastjóri í Reykjavík. Hans
börn eru Arna, Helgi, Kristín,
Þór og Ingigerður. Guðrún
Helgadóttir, f. 9.3. 1959, pró-
fessor. Maður hennar er Helgi
Þór Thorarensen. Börn þeirra
Systir mín, systir
ég sakna þín
sem elskar mig
hvar sem ég er
hver sem ég er
hvernig sem ég er
af því við erum.
(gh)
Góða, fallega og duglega syst-
irin okkar er farin heim í ljósið,
friðinn og fegurðina. Við sitjum
eftir rík að minningum og full af
þakklæti fyrir allar góðu stund-
irnar, hvatninguna, umhyggjuna
og uppeldið.
Ingibjörg var óhrædd við að
sækja sér innblástur og styrk
annað en þangað sem straum-
urinn lá. Hún var sjálfstæð og
sjálfri sér samkvæm. Hugurinn
var opinn og leitandi, hún var
listunnandi og fagurkeri sem
vildi hafa allt vandað og fallegt í
kringum sig. Myndlistarsýning-
ar, kvikmyndir, leikhús og bók-
menntir voru stór hluti af lífinu
og þann áhuga glæddi hún hjá
öllum sem hún kynntist. Og hún
kynntist mörgum því hún hafði
áhuga á fólki, vildi fræðast og fá
ný sjónarhorn á lífið og til-
veruna.
Í hálfa öld stóðu þau saman í
hjónabandi hún og hennar
trausti vinur og eiginmaður,
Geir Ólafsson. Þau áttu fyrstu
búskaparárin tvö saman, blönk
en hamingjusöm með mánu-
dagsmyndum, tónleikum og há-
lendisferðum. Við systkinin vor-
um heimagangar og ef marka
má minningar yngstu systurinn-
ar hefur hún líklega oft fengið
því framgengt að vera í pössun.
Ingibjörg átti góða tengdamóð-
ur, Hlíf Þórarinsdóttur, það var
kært með þeim, enda var þeim
sameiginlegt að vera glæsilegar,
gáfaðar og duglegar.
Þegar börnin Björn og Þór-
unn komu voru þau langþráð og
velkomin, kátir krakkar sem ól-
ust fyrstu árin sín upp í Svíþjóð
og komu heim með skemmtilega
sýn á föðurlandið og allar „kús-
Ingibjörg
Bjarnardóttir
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar okkar ástkæru
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓRUNNAR SIGURÐARDÓTTUR
frá Frostastöðum.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki
fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll.
.
Sigurður Frostason,
Gísli Frostason,
Frosti Frostason,
Magnús Halldór Frostason,
Hafdís Huld Þórólfsdóttir
og fjölskyldur.
Eiginmaður minn, faðir, afi og langafi,
HANNES HJARTARSON,
Hannes í Húsasmiðjunni,
Goðheimum 20,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
17. maí.
Útför hans fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 28. maí kl. 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir.
.
Þórunn Pálsdóttir,
synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Stefanía SigrúnKemp fæddist
að Illugastöðum í
Laxárdal í Skaga-
firði 15. júní 1927.
Hún lést á Landspít-
alanum 17. maí
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Lúðvík Ru-
dolf Kemp, f. 1889,
d. 1969, og Elísabet
Stefánsdóttir, f.
1888, d. 1984. Stefanía var yngst
níu systkina auk eins uppeld-
isbróður, en þau eru: Júlíus
Kemp, f. 1913, d. 1969, Ragna
Kemp, f. 1914, d. 2013, Stefán
Kemp, f. 1915, Friðgeir Kemp, f.
1917, d. 2007, Aðils Kemp, f.
1920, d. 1969, Björgólfur Stef-
ánsson, f. 1921, d. 2004, Oddný
E. Thorsteinsson, f. 1922, d.
2015, Helga Lovísa Kemp, f.
1925, d. 1990 og uppeldisbróðir
Pétur Stefánsson, f. 1925, d.
2004.
Eiginmaður Stefaníu var Sig-
urður Helgason, f. 22.2. 1929, d.
20.7. 2013. Börn þeirra eru: 1.
Oddný Sigurðardóttir, f. 1959,
gift Helena Laufstadius, f. 1959.
2. Helgi Sigurðsson,
f. 1961, kvæntur
Ólöfu Finnsdóttur,
f. 1962, og eiga þau
þrjú börn, Sigurð,
Þórunni og Finn.
Stefanía ólst upp
á Illugastöðum til
19 ára aldurs er hún
fluttist til Reykja-
víkur. Hún glímdi
við erfið veikindi í
tvö ár, en fór síðan
til Bretlands þar sem hún starf-
aði á annað ár. Í framhaldi af því
hóf hún störf á Hótel Borg og
Gamla Garði, en réðst síðan til
starfa hjá bókasafni bandaríska
sendiráðsins þar sem hún vann
til ársins 1959 þegar hún hóf hjú-
skap með Sigurði og eignaðist
börn. Stefanía hóf störf hjá
Hjartarvernd á árinu 1971 og
starfaði þar til hún hætti störfum
1994. Stefanía og Sigurður
bjuggu lengst af í Barmahlíð 46 í
Reykjavík, en fluttust að Eir-
arhúsum í Grafarvogi á árinu
2004.
Útför Stefaníu fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 27. maí
2015, kl. 13.
Stella Kemp, föðursystir mín,
er látin. Hún og pabbi ólust ekki
upp saman, en ég man ekki eftir
mér öðruvísi en að hafa þekkt
tvær yngstu systur pabba, Lúllu
og Stellu. Stella var mjög lagleg,
dökk á brún og brá og alltaf bros-
andi og glöð. Þegar ég var í skóla,
vann hún niðri í miðbæ Reykjavík-
ur, þar sem ég ólst upp, og hafði
fólk orð á því, hvað við værum lík-
ar. Ég var stolt af því. Fleiri en ég
sáu fegurð Stellu. Amma Beta tók
sig upp frá Skagafirðinum og
heimsótti æskustöðvarnar í Breið-
dal með yngstu dæturnar tvær.
Eru enn sagðar sögur í Breiðdal
um glæsileik þeirra systra. Einn
bóndasonurinn fór að hringja
stundum í Stellu í Skagafjörðinn.
Einn dag, þegar hann var búinn
að spjalla nokkuð lengi, segir
Stella: „Þú ert nú búinn að tala
ansi lengi, þetta fer að verða kýr-
verð“. „Það gerir ekkert,“ svaraði
strákur, „Ég á nógar beljur“.
Ég fór í Breiðdal fyrir þremur
árum til að skoða æskuslóðir Odd-
nýjar ömmu, sem í reynd var afa-
systir mín. Þar gat ég ekki opnað
munninn án þess að finna nýjan
ættingja. Þegar líða fór að ættar-
móti í fyrra, sagði ég fólki, að við
værum sko ekkert úr þessum
Skagafirði, þótt amma og afi hefðu
búið þar og stakk upp á að fara í
Breiðdal. Það varð úr og mikið
skemmti hún Stella frænka mín
sér vel. Hún marghringdi til mín
til að rifja upp þessar skemmti-
legu stundir, enda tóku ættingj-
arnir þar höfðinglega á móti
Kempsættinni.
Takk fyrir allt, elsku Stella
frænka, alla glaðværðina og
skemmtilegheitin.
Þín bróðurdóttir,
Oddný Björgólfsdóttir.
Stefanía Kemp
✝ Helga Helga-dóttir fæddist
að Kálfafelli í
Fljótshverfi Vest-
ur-Skaftafellssýslu
27. júlí 1926. Hún
lést að Dvalarheim-
ilinu Skógarbæ 18.
maí 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Helgi
Bergsson bóndi á
Kálfafelli, f. 9.
mars 1894, og Magnea Jóns-
dóttir húsfreyja á Kálfafelli, f.
19. mars 1902, d. 19. maí 1974.
Helga giftist 22. maí 1948 Jóni
Sigurðssyni, banka- og tónlist-
armanni, f. 13. júlí 1925, d. 29.
janúar 1992. Börn Helgu eru: 1)
Björg, f. 24. september 1948, d.
13. nóv. 2001. Maki 1) Einar Er-
lendsson. Maki 2) Magnús Ing-
ólfsson, hennar börn eru Anna
Björk, Helgi Sigurður og Svala
2) Hulda Magnea, f. 1. nóv. 1950.
Maki Benjamín Baldursson,
þeirra börn eru Baldur Helgi,
Jón Gunnar, Bergur Þorri og
Kristján Helgi. 3) Sigrún Helga,
f. 11. júlí 1957, maki Gunnar
Bergþór Pálsson. Hennar börn
Helga Rún og
Kristbjörg Lára. 4)
Trausti, f. 10. des.
1966, var kvæntur
Guðrúnu Dís Magn-
úsdóttur, þau
skildu. Hans börn
eru Bryndís Helga
og Bjartur Ruk-
undo. Barna-
barnabörnin eru
15.
Helga ólst upp á
Kálfafelli en fór til náms í Hús-
mæðraskólanum að Laug-
arvatni veturinn 1945-1946. Að
þeirri skólagöngu lokinni réðst
hún í vist í Reykjavík. Hún ann-
aðist uppeldi barna sinna og fór
ekki að vinna utan heimilis fyrr
en dætur hennar voru farnar að
heiman en þá vann hún í
Kársnesskóla við þrif og ræst-
ingar. Einnig vann hún í eldhúsi
starfsmanna Kópavogsbæjar.
Nokkur sumur vann hún einnig
á sumardvalarheimili sjómanna-
dagsráðs að Hrauni í Bisk-
upstungum.
Útför Helgu fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 27. maí
2015, og hefst athöfnin kl. 15.
Mamma mín. Mikið held ég að
það hafi verið erfitt fyrir þig að ala
mig upp, ja svona fyrstu 26 árin.
Við erum svo lík og bæði svolítið
ósveigjanleg.
Eins erfiðlega og okkur gekk
fyrstu 26 árin náðum við þess bet-
ur saman eftir fráfall pabba. Þá
varstu sennilega búin að gefast
upp á að reyna að segja mér til og
ég hafði líklega þroskast einhverja
ögn. Margs er að minnast en ég
mun aldrei gleyma þegar við fór-
um í fyrsta skipti saman á bíó. Það
var nokkrum dögum eftir andlát
pabba og við sáum myndina „Börn
náttúrunnar“. Það sem var svo
minnisstætt, fyrir utan frábæra
og vel gerða mynd, var að við
komum bæði grátandi út úr
bíóinu. Það var á því augnabliki
sem ég áttaði mig á að héðan í frá
yrði ekkert sem áður. Ég hafði
aldrei séð þig gráta áður, mamma
mín.
Annað minnisstætt atvik og af-
gerandi var þegar ég hringdi í þig
frá Svíþjóð 9́4 til að segja þér að
þú ættir von á enn einu ömmu-
barninu, henni Bryndísi Helgu.
Svari þínu mun ég aldrei gleyma.
„Ég hélt að þið væruð bara búin
að ákveða að eiga engin börn.“
Gjörsamlega í þínum anda, búin
að gefast upp á að spyrja þvera
son þinn og varst hætt að bíða eft-
ir barnabarni úr minni átt.
Þú varst kletturinn og styrkur-
inn sem alltaf var hægt að treysta
á. Heiðarleg og þoldir engum
óheiðarleika, varst ógurlega
ákveðin og á köflum grjóthörð en
þegar við náðum saman skildum
við hvort annað svo ótrúlega vel. Í
seinni tíð fann ég hvernig hlut-
verkin snérust og að ég var ekki
lengur „bara“ litli strákurinn þinn,
það þótti mér vænt um. Mér þótti
vænt um að finna fyrir að þú
treystir á mig og við nutum þess
að spjalla og drekka kaffi saman,
jú svart og sykurlaust þó svo ég
myndi aldrei eftir því og þú þyrftir
jafnan að minna mig á að sleppa
mjólkinni. Við áttum mjög góða og
oft alveg dásamlega tíma saman í
Hamraborginni, mamma, og fyrir
þær stundir er ég svo endalaust
þakklátur.
Ég sakna þín mikið, mamma
mín, en ég hugga mig við að nú líð-
ur þér betur, svo miklu betur og er
þakklátur fyrir að þú fékkst loks-
ins frið, eins og þú varst búin að
óska eftir.
Ég veit að þú og pabbi njótið vel
tónlistarævintýrisins með okkur í
Salnum og kannski tekst þér að
plata gamla á dansgólfið? Hmmm,
ég er ekki allt of bjartsýnn, en
samt. Hver veit? Þinn sonur,
Trausti Jónsson.
Elskuleg móðir mín, Helga
Helgadóttir, er látin. Mikil dugn-
aðar- og myndarkona sem aldrei
féll verk úr hendi. Allan minn upp-
vöxt minnist ég mömmu annað-
hvort með prjóna- eða heklunál í
hönd og saumavélin ekki langt
undan. Hún gekk í Húsmæðra-
skólann að Laugarvatni og minnt-
ist dvalar sinnar þar með gleði og
skólasystra með hlýhug, en þær
hittust með reglulegu millibili. Þar
lærði hún að sauma föt og nutum
við börnin þeirrar kunnáttu ríku-
lega. Alltaf fengum við falleg ný
föt fyrir skólann, jólakjólarnir
voru þeir fallegustu í allri Reykja-
vík. Mamma saumaði á mig ferm-
ingarkjólinn sem ég man hvað ég
var alsæl með og aðstoðaði mig við
brúðarkjólinn. Mamma dvaldi
flest sumur á sínum æskuslóðum
með okkur systur með sér þar
sem hún lagði móður sinni og
bræðrum lið. Eftir að pabbi féll frá
kom hún flest sumur og stundum
um jól og áramót norður að Ytri-
Tjörnum til okkar Benjamíns og
var ekki óalgengt að kleinu- eða
flatbrauðsilm legði um húsið árla
dags. Við mamma fórum í nokkrar
ferðir saman bara við tvær, minn-
isstæðust er ferð vestur í Stykk-
ishólm þar sem við fórum í
skemmtisiglingu um Breiðafjörð-
inn og heimsóttum skemmtilegt
frændfólk í leiðinni.
Allra bestu stundirnar okkar
voru þegar við fórum saman til
berja, aðalbláber, hrútaber og blá-
ber las hún af lynginu af alúð fram
yfir áttrætt og naut hverrar mín-
útu í mónum. Gaf svo fólkinu sínu
mest af aflanum þegar heim kom.
Á áttræðisafmæli mömmu fórum
við þrjú systkinin með mömmu til
Kaupmannahafnar og var sú ferð
ógleymanleg.
Mamma tók þátt í starfi eldri
borgara í Gjábakka í Kópavogi og
naut sín vel þar í félagsskap ein-
staklega laghentra kvenna við
margs konar hannyrðir og við af-
komendurnir njótum verka henn-
ar. Elli kerling fór ekki mildum
höndum um mömmu síðustu þrjú
árin og varð hún að fara til dvalar
á hjúkrunarheimili síðustu mán-
uðina. Þungbært var að þurfa að
flytja hana þangað, verða vitni að
hvernig búið er að eldri borgurum
og skorti á virðingu fyrir þessum
þjóðfélagshópi í Reykjavík og
mætti þar verða breyting á til
batnaðar.
Hvíldu í friði, elsku mamma
mín, og takk fyrir allt.
Hulda Magnea Jónsdóttir.
Hvernig skrifa ég minningar-
grein um persónu sem hefur verið
hluti af mér allt mitt líf? Hvar
byrja ég? Jú, ég ætla að byrja á
Kálfafelli þar sem mamma fædd-
ist og ólst upp. Þessi staður var
stór hluti af mömmu, þessi stór-
brotna náttúra, Harðskafi fyrir of-
an bæinn, Lómagnúpur vinstra
megin við bæinn og Öræfajökull
sem blasir við þegar maður stend-
ur á hlaðinu fyrir framan bæinn.
Þarna undi hún sér vel og fór á
hverju sumri til að aðstoða og
hugsa um móður sína á meðan hún
lifði. Hún hélt áfram að fara á
hverju sumri á meðan heilsan
leyfði til að aðstoða bræður sína,
Berg og Lárus, eftir að amma féll
frá, en þeir bjuggu með ömmu en
Bergur kvaddi þann 29. apríl sl.
eftir stutt veikindi. Lárus býr enn
á Kálfafelli og er hans missir mik-
ill.
Mamma mín var mikið náttúru-
barn. Ég minnist ferðanna út í
Tanga þar sem við tíndum kræki-
ber, austur í Heimastahvamm þar
sem við tíndum jarðarber, í Sæ-
mundarbrekkuna að tína hrúta-
Helga Helgadóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar