Morgunblaðið - 27.05.2015, Side 34

Morgunblaðið - 27.05.2015, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Björn Jónsson, eggjabóndi í Brautarholti á Kjalarnesi, er fæddurþar og uppalinn og hefur búið þar alla tíð. Hann er einn af eig-endum Brúneggja. „Í desember á þessu ári fögnum við því að tíu ár eru frá því að fyrstu eggin okkar komu í búðir. Við renndum blint í sjóinn með undirtektir en höfum fengið mjög góðar viðtökur og sala á eggjunum frá okkur hefur aukist mjög á síðustu árum. Hæn- urnar okkar eru í lausagöngu og eggin því með vistvæna vottun. Fólk er farið að láta sig aðbúnað dýra miklu varða, sem er mjög jákvætt. Það hefur líka haft sitt að segja að það er búið að afsanna að egg séu óholl heldur eru þau mjög holl og einnig ódýr matur. Það starfa fimm- tán manns hjá Brúneggjum, en þetta er lítið fjölskyldufyrirtæki. Kon- an mín, Herdís Þórðardóttir, vinnur þar og krakkarnir okkar hafa verið að vinna í pökkuninni Áhugamálin eru fjölskyldan. Við erum með nokkur hross og stund- um öll útreiðar og svo hef ég gaman af að ferðast þegar maður hefur tíma til þess. Ég hef verið mörg ár í kórum og hef mikinn áhuga á karlakórssöng, er einn af stofnendum Karlakórs Kjalnesinga og fyrsti formaður hans. Ég hef líka sungið með Karlakór Reykjavíkur síðast- liðin sautján ár. Ég hef oft verið hvattur til að læra eitthvað í söng en aldrei látið verða af því.“ Björn heldur upp á afmælið með fjölskyldu sinni í dag. „Svo stendur til að fagna þessum tímamótum síðar í sumar, ef það kemur sumar, og þá er hætta á að tappi verði tekinn úr flöskum og það bresti í söng.“ Fjölskyldan Björn og Herdís ásamt börnum sínum, Erlu Björgu, Jóni Þórði, Birnu Dís og Huldu, á fermingardegi Birnu Dísar í fyrra. Tappi tekinn úr flösku síðar í sumar Björn Jónsson bóndi er fimmtugur í dag Þ orsteinn fæddist að Gler- áreyrum 2 á Akureyri 27.5. 1945 og ólst upp á Eyrinni. Hann dvaldi mörg sumur á barnaheim- ilinu Ástjörn hjá Maríu, systur sinni, og Boga, bróður sínum. Þorsteinn var í forskóla hjá Jennu Jensdóttur og Hreiðari Stefánssyni, var í Barnaskóla Akureyrar, lauk námi frá Gagnfræða- skóla Akureyrar 1962, lauk námi frá Iðnskólanum á Akureyri í tréskipa- smíði 1966, lauk síðar námi við Lög- regluskóla ríkisins 1973 og hefur sótt fjölda námskeiða við skólann sem og á vegum Tollskóla ríkisins. Þorsteinn hóf sjómennsku á togar- anum Sléttbak 13 ára að aldri, hóf nám í tréskipasmíði 1962 á vegum Skipasmíðastöðar KEA hjá Tryggva Gunnarssyni skipasmíðameistara, flutti til Dalvíkur 1966 og hóf vinnu hjá Tréverki á Dalvík en tók við lög- reglumannsstarfi þar 1.5. 1967. Þorsteinn flutti aftur til Akureyrar vorið 1970, hóf störf í lögreglunni þar og starfaði þar til 1986 er hann tók við starfi tollfulltrúa hjá Sýslumanninum á Akureyri. Þorsteinn hóf aftur störf í lögregl- unni 1999 og var þar forvarnarfulltrúi til starfsloka 31.5. 2010. Þorsteinn hafði eftirlit með vín- veitingastöðum í 10 ár og hefur sinnt nokkuð ritstörfum. Hann skrifaði greinar í Morgunblaðið um umferð- Þorsteinn S. Pétursson, fyrrv. lögreglumaður – 70 ára Á ferðalagi í Þýskalandi Þorsteinn og kona hans, Snjólaug Ósk, á ferð um Reutlingen í Þýskalandi síðastliðið sumar. Hlúir að eikarbátum og eldri verkmenningu Við starfslok Þorsteins Björn J. Arnviðarson sýslumaður, Þorsteinn, Ólafur Ás- geirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn. Akureyri Hafþór Andri Þorvaldsson fæddist 27. maí 2014 kl. 19.54. Hann vó 4.268 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Sigrún Björk Bjarkadóttir og Þorvaldur Helgi Sigurpálsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað Hágæða postulín - með innblæstri frá náttúrunni Verið velkomin í verslun RV og sjáið úrval af glæsilegum hágæða borðbúnaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.