Morgunblaðið - 27.05.2015, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 27.05.2015, Qupperneq 35
armál og verndun tréskipa og um verkþekkingu á því sviði. Eitt sinn skáti - ávallt skáti Þorsteinn var skáti í Skátafélagi Akureyrar, sveitarforingi þar og fé- lagsforingi í fimm ár. Hann hefur lok- ið Gilwell-námi og hlotið nokkrar við- urkenningar fyrir skátastarf, þar á meðal forsetamerki skáta. Þorsteinn var einn af stofnendum Hjálparsveitar skáta á Akureyri og Landssambands vélsleðamanna og er einn af heiðursfélögum þess. Hann tók við Húna II er Þorvaldur Skafta- son kom með bátinn til Akureyrar 1965, var fyrsti formaður Hollvina Húna II, er varaformaður og sér um daglegan rekstur. Þorsteinn var sæmdur heiðurs- merki Sjómannafélags Eyjafjarðar 2013. Helstu áhugamál Þorsteins snúast um fjölskylduna, varðveislu tréskipa, ekki síst verndun Húna II, og vernd- un strandminja almennt. Þá má ekki gleyma skátastarfinu: „Einu sinni skáti – ávallt skáti,“ segir Þorsteinn. „En þetta má nú líka útvíkka og segja sem svo að maður sé manns gaman, því mér finnst fátt skemmtilegra en að eiga samvistir við skemmtilegt og velviljað fólk úr öllum stéttum og á öllum aldri.“ Fjölskylda Eiginkona Þorsteins er Snjólaug Ósk Aðalsteinsdóttir, f. 7.7. 1946, hús- freyja. Hún er dóttir Aðalsteins Sveinbjörns Óskarssonar, f. 16.8. 1916, d. 13.2. 1999, bónda frá Kóngs- stöðum í Skíðadal og verslunar- manns, og Sigurlaugar Jóhanns- dóttur, f. 3.6. 1918, d. 4.7. 1975, frá Brekkukoti í Hjaltadal, húsfreyju. Börn Þorsteins og Snjólaugar Ósk- ar eru Pétur Björgvin Þorsteinsson, f. 7.2. 1967, djákni en kona hans er Regína Brigitte Þorsteinsson hjúkr- unarfræðingur og eru barnabörnin Samuel Örn Pétursson, f. 1993, Hel- ena Rut Pétursdóttir, f. 1996, og Jó- hannes Már Pétursson, f. 2003; Að- alsteinn Már Þorsteinsson, f. 15.7. 1969, kennari en kona hans er Cor- nelia Susanne Þorsteinsson kennari og eru barnabörnin Svava Ósk Að- alsteinsdóttir, f. 1991, Ísak Már Að- alsteinsson, f. 1992, Rakel Ösp Að- alsteinsdóttir, f. 1995, og Stefán Bogi Aðalsteinsson, f. 2002; Jóhann Hjalt- dal Þorsteinsson, f. 17.7. 1972, kenn- ari en kona hans er Hanna Þórey Guðmundsdóttir bókasafnsfræðingur og eru barnabörnin Sara Rut Jó- hannsdóttir, f. 1999, og Elísabet Eik Jóhannsdóttir, f. 2005. Systkini Þorsteins: Elísabet, f. 20.3. 1922, d. 5.12. 1946, verkakona á Akureyri; Jóhanna Fanney, f. 26.3. 1923, d. 16.11. 1963, húsfreyja í Bret- landi; María, f. 22.2. 1924, d. 30.3. 1968, verkakona á Akureyri; Bogi, f. 3.2. 1925, d. 17.4. 2008, verkstjóri og forstöðumaður barnaheimilisins að Ástjörn; Stefanía Una, f. 29.3. 1926, d. 6.5. 2004, húsfreyja í Reykjavík; Jóna Vilborg, f. 21.11. 1927, d. 25.9. 2005, húsfreyja á Siglufirði; Guðlaug, f. 6.6. 1930, húsfreyja í Kópavogi; Stefán Guðmundur, f. 8.5.1931, d. 3.1. 2009, söðlasmiður á Akureyri; Hjálmar, f. 20.5. 1931, d. 24.11. 1997, úrsmiður í Reykjavík (hálfbróðir); Jón Pétur, f. 5.3. 1934, skipstjóri í Garðabæ; Sig- urlína, f. 4.4. 1936, húsfreyja í Mos- fellsbæ; Valgerður, f. 6.7. 1937, lést viku gömul; Halldór, f. 2.10. 1941, raf- virkjameistari á Akureyri, og Ingi Kristján, f. 22.7. 1943, sjómaður og bifreiðarstjóri á Akureyri. Foreldrar Þorsteins voru Pétur B. Jónsson, f. á Þuríðarstöðum í Eyvind- arárdal 26.11. 1889, d. 8.11. 1966, einn fyrsti bifreiðarstjóri á Austurlandi og skósmíðameistari á Eskifirði og síðar á Akureyri, og k.h., Sigurbjörg Péturs- dóttir, f. á Útnyrðingsstöðum á Völlum á Héraði 14.2. 1902, d. 22.3. 1996, hús- freyja á Eskifirði og á Akureyri. Úr frændgarði Þorsteins Péturssonar Þorsteinn Pétursson Jónína Sigríður Jónsdóttir húsfr. og vinnukona víða Stefán Ormarsson frá Kirkjubæjarsókn Una Stefanía Stefánsdóttir húsfr. í Neskaupstað Pétur Pétursson verkam. og múrari í Neskaupstað Sigurbjörg Pétursdóttir húsfr. á Akureyri Jóhanna Aðal- steinsd. fyrrv. bæjarfulltr. á Húsavík Bjarni Hafþór Helgason fyrrverandi fréttam. á RÚV Pétur Ólason b. á Gíslastöðum, bróðursonur Jóns, afa Róberts Arn- finnssonar leikara Jón Pétursson b. í Tunghaga á Völlum Jóhanna Halldóra Stefánsdóttir húsfr. í Tunghaga Pétur B. Jónsson skósmiður á Akureyri Guðrún Símonardóttir húsfr. á. Hallormsstað og á Strönd Stefán Jónsson b. á Strönd og á Mjóanesi Sigurbjörg Jónsdóttir húsfr. á Gíslastöðum Hákon Aðalsteinsson skógarb. og hag- yrðingur í Fljótsdal Stefán Aðalsteinsson forstöðum. Norræna genabankans í Ósló Jón Hnefill Aðalsteinsson próf. við HÍ Hans Jakob S., leikhúsfr. og leikstj. Kristján Jóhann, rith. og dósent v. HÍ Örlygur Hnefill, lögm. á Laugum Ingibjörg Jóns- dóttir húsfr. á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal Guðrún Aðal- steinsd. húsfr. á Klausturseli í Jökuldal Hrafnkell Jóns- son alþm. og safnvörður á Egilsstöðum Ragnar Ingi Aðalsteinsson aðjúnkt og skáld ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Jóhannes Jóhannesson listmál-ari fæddist í Reykjavík 27.5.1921. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Bárðarson, sjómað- ur í Reykjavík, og Hallgríma Mar- grét Jónsdóttir húsfreyja. Eiginkona Jóhannesar var Álf- heiður Kjartansdóttir þýðandi sem lést 1997. Þau eignuðust fjögur börn. Jóhannes stundaði nám við Iðn- skólann í Reykjavík og lauk prófi í gull- og silfursmíði árið 1945. Eftir það stundaði hann myndlistarnám við Barnes Foundation í Bandaríkj- unum 1945-46 og á Ítalíu og í Frakk- landi 1949 og 1951. Jóhannes var listmálari í Reykja- vík en hafði gull- og silfursmíði að aðalstarfi allt til árisins 1973, fyrst hjá Jóni Sigmundssyni og síðar í eig- in verslun og verkstæði á árunum 1953-68. Hann var einn af þátttak- endunum í Septembersýning- ununum, sem ollu miklu umróti á ár- unum eftir seinni heimsstyrjöld. Hann hélt fjölda einkasýninga, inn- anlands og utan, og tók þátt í mörg- um samsýningum, m.a. erlendis og með SEPTEM-hópnum á síðustu áratugum aldarinnar. Jóhannes sneri sér svo alfarið að málverkinu eftir 1973 auk þess að starfa í hlutastarfi hjá Listasafni Ís- lands. Jóhannes var einn stofnenda Septembersýningarinnar 1947, for- maður Félags íslenskra myndlistar- manna 1951 og 1952 og fulltrúi fé- lagsins í Bandalagi íslenskra lista- manna 1959-60. Hann var fulltrúi í Listasafni Íslands um langt skeið frá 1971 og sat í safnráði safnsins 1965- 73. Bókin Jóhannes Jóhannesson – Leikur forms og lita kom út hjá Há- skólaútgáfunni árið 2002. Um er að ræða listaverkabók, með megin- áherslu á litmyndir af verkum Jó- hannesar, þar sem gefið er yfirlit af ferli hans sem listmálara. Bera Nor- dal skrifar þar um list hans en auk þess eru í bókinni heimildasafn og listi yfir sýningar sem Jóhannes tók þátt í. Karla Kristjánsdóttir sá um útgáfuna og Kristján Pétur Guðna- son tók flestar ljósmyndir hennar. Jóhannes lést 12.10. 1998. Merkir Íslendingar Jóhannes Jóhannesson 90 ára Guðmundur Magnússon Hrefna Svava Guðmundsdóttir 85 ára Inga Einarsdóttir Kristín Johnsen Þorsteinsdóttir 75 ára Árni Ormsson Eggert Gautur Gunnarsson Erla Ruth Sandholt Guðrún Ásbjörg Magnúsdóttir Kjartan Birgir Ólafsson 70 ára Arndís H. Björnsdóttir Brynjólfur J. Tryggvason Elna Sigrún Sigurðardóttir Hjálmveig María Jónsdóttir Kristín J Stefánsdóttir Sigurlaug Markúsdóttir Stefán Þórsson Valdís Hansdóttir 60 ára Aðalheiður Stefánsdóttir Anna Mikaelsdóttir Björg Guðrún Bjarnadóttir Guðrún Sigurðardóttir Hólmfríður Bjarkadóttir Hörður Harðarson Kristján Elís Jónasson Kristján Kristjánsson Magnús Ólafsson Sigríður H. Sigurðardóttir Sigurjón Hannesson 50 ára Benedikt Hálfdánarson Berglind Friðbergsdóttir Blanca Astrid Barrero Amado Guðjón Gunnsteinsson Helgi Ketilsson Jóhanna H Marteinsdóttir Jóna Guðlaugsdóttir Júlíus Sigurjónsson Lovísa Olga Sævarsdóttir Sigurður Finnsson Sólveig Þ Sigurðardóttir 40 ára Ásta Karen Jónsdóttir Dagbjört A. Gunnarsdóttir Danguolé Aukstikalniené Davíð Hansson Wíum Eiríkur Árnason Grzegorz Misarko Guðmundur Rúnar Árnason Helena Guðmundsdóttir Helgi Sæmundur Helgason Helgi Örn Pétursson Ingibjörg Þ. Pálsdóttir Ingi Gunnar Ólafsson Jökull Pálmar Jónsson Nanna Kristín Skúladóttir Pawel Jacek Jakubiak Sindri Páll Þorsteinsson Særún Brynja Níelsdóttir 30 ára Arnfríður Ingvarsdóttir Dana R. H. Aðalsteinsdóttir Darri Eyþórsson Guðmundur Steinþórsson Harpa Dís Haraldsdóttir Heiða Björk Geirsdóttir Jaroslaw Pruszko Kristín Jóna Bjarnadóttir Magdalena Mroz Margrét Ólafsdóttir Ólafur Ingi Gunnarsson Pawel Leslaw Fuks Ragnar Gylfason Rannveig Garðarsdóttir Rokas Petkus Sudarat Kaewwichit Svavar Sæmann Elfarsson Vignir Rúnar Kárason Til hamingju með daginn 30 ára Þór Steinar býr í Reykjavík, lauk prófum í viðskiptafræði og fjár- málum frá Lynn Univers- ity í Flórída og er að hefja störf hjá Arion banka. Systkini: Björg Magnea Ólafs, f. 1988, og Kristján Már Ólafs, f. 1993. Foreldrar: Þorsteinn Ólafs, f. 1957, viðskipta- fræðingur hjá VBS, og Lára Kristjánsdóttir, f. 1961, að hefja sagn- fræðinám við HÍ. Þór Steinar Ólafs 30 ára Viktoría ólst upp á Blönduósi, Selfossi og á Vopnafirði, býr í Reykja- vík, lauk BA-prófi á sviðs- höfundabraut við LHÍ og útskrifast nú í júní. Maki: Elías Björnsson, f. 1983, kerfisfræðingur. Dóttir: Arna Dís Elías- dóttir, f. 2005. Foreldrar: Hjördís Blön- dal, f. 1961, sjúkraliði, og Jóhann Örn Arnarson, f. 1960, einkabílstjóri. Þau eru búsett í Ósló. Viktoría Blöndal 30 ára Kría ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk prófum í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og starfar hjá Hvíta húsinu. Börn: Fransiska Mirra, f. 2005, og Guðmundur Flóki, f. 2010. Systkini: Svala Firus, f. 1981, og Magnús Þór, f. 1987. Foreldrar: Hjördís M. Ingadóttir, f. 1959, og Benedikt Kristþórsson, f. 1953. Kría Benediktsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.