Morgunblaðið - 27.05.2015, Page 36

Morgunblaðið - 27.05.2015, Page 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Aldrei hefur verið auðveldara að heyra Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Farðu á frumlegar uppákomur. Ekki falla í þá freistni að sýna öðrum óheilindi þó að þú sleppir kannski við ágreining með því. Mundu bara að gjalda líku líkt þegar þar að kemur. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Dagurinn í dag einkennist af tilfinningaflækjum og er ekki heppilegur til málamiðlana. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur unnið vel að undanförnu og mátt vera ánægður með sjálfan þig. Ekki pína sjálfan þig til þess að gera eitthvað sem þér hugnast ekki. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú nærð þeim árangri sem þú ætlar þér. Farðu varlega í umferðinni, hvort sem þú ert gangandi eða akandi. Nú skalt þú ganga hreint til verks og gera upp fortíðina. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fullkomnunarárátta er streituvaldur. Dundaðu þér við kaffidrykkju, farðu í göngu- ferð eða gerðu hvaðeina sem gefur þér svig- rúm. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reynið að taka hlutina ekki of persónulega. Dagurinn hentar hins vegar engan veginn til mikilvægrar ákvarðanatöku enda er hætt við að þær ákvarðanir sem þú tekur í dag muni ekki ganga upp. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt nauðsynlegt sé að skoða mál frá öll- um hliðum þá kemur að því að ákvörðun verður að taka. Nú er rétti tíminn til að sleppa þessu endanlega. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er nauðsyn að taka fjármálin föstum tökum áður en eyðslan fer úr bönd- unum. Ekki slá samt lán eða eyða fyrir fram. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert tilfinningarík manneskja en mundu að þínar skyldur eru fyrst og fremst við þig og þína nánustu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú munt hugsanlega eiga mikil- vægar samræður við foreldra þína eða yfir- menn í dag. Sinntu því fólki sem þarfnast þín. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Strengdu þess heit að hnýta lausa enda sem tengjast smáa letrinu og skrif- finnsku. Reyndu að láta þetta hafa sem minnst áhrif á þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú er rétti tíminn til þess að láta hug- myndir sínar uppi við þá aðila sem geta hjálp- að þér við að koma þeim í framkvæmd. Leyfðu öðrum að njóta gleðinnar með þér. Fía á Sandi getur ekki orðabundist á Leirnum: „Lagið komst ekki áfram og þjóðin barmar sér meira vegna þess en verkfall- anna. Makalaust hvað við erum allt- af viss um að okkar framlag sé betra en annarra þjóða. Ég hef sent þessa tillögu á leirinn í hvert sinn sem menn láta svona og geri enn. Ekki var nú sigur Íslands sóttur svona fer oft verr en margir halda. Við áttum að senda Ásu Ketilsdóttur út, með rímnatónlist fyrri alda.“ Davíð Hjálmar Haraldsson leikur sér að erfiðum rímorðum í þessum limrum: Er Kamillus keisari Vandala drakk konjakk hann olli oft skandala og fullur í stígvélum fór um á vígvélum þótt hirðsiðir heimtuðu sandala. Úr þröngri og hyldjúpri holunni vösk hjálparsveit bjargaði Kolunni er sagði þar heitt, ei sofið gat neitt en stundum hún geispaði golunni. Páll Imsland var að koma úr Hornafjarðarreisu og á leiðinni suður varð eftirfarandi til: Við Steinafjall steinarnir tala og Steinþór hét bóndinn á Hala. Þar náttúran blífur og nágrennið hrífur en vættir í húminu hjala. Á Boðnarmiði yrkir Björn Ing- ólfsson „Sauðburðarlimru II“: „Lífið er skrýtinn skrambi og skrautlegt“ kvað Jóhann á Kambi, „og sælleg er Vera, ég sá hana bera goltóttu gimbrarlambi.“ Jóhann S. Hannesson orti: Að æskan sé hverful og hröð má heyra á lýðnum á Tröð: gegn ungæðiskeim af hreyfing og hreim mælti hugsunin, gömul og stöð. Eysteinn frá Skáleyjum orti: Strákurinn stelpuna greip í, strauk hana, þuklaði, kleip í. Viðþolið missti, meyjuna kyssti umlandi I love you baby. Gísli Jónsson orti: Löngu hafði ’ann Björn gamli á Hlaða tvo hrúta inn í stofu hjá Daða í minningarskyni um tvo mjög kæra vini, en hann mundi bara alls ekki hvaða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Rímnatónlist og limrur af ýmsu tagi Í klípu „NÆSTA LAG ER FYRIR ÞÁ SEM ELSKA LÖG ÁN UNDIRLEIKS; ENGIR STRENGIR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞAÐ VAR GÓÐ HUGMYND AÐ PANTA HEIMSENT MEÐAN LYFTAN ER BILUÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...þegar 7 er happatalan ykkar. 7. HIMIN N FYRSTA SNJÓKORN ÁRSINS. HVERNIG ÆTLI VETURINN EIGI EFTIR AÐ VERA. LÍKLEGAST SLÆMUR. ÞETTA SKIL ÉG EKKI ALVEG, ÞAÐ ER EINS OG ÞEIR VILJI AÐ VIÐ ELTUM ÞÁ. Gera mætti tungumálakennsluhærra undir höfði í íslensku skólakerfi. Víkverji hallast að því að mikilvægi tungumálanáms sé iðulega vanmetið og telur að sér- staklega ætti að gefa gaum að því að nýta tímann sem börn drekka í sig framandi tungur eins og svamp- ur vatn. Þannig mætti freista þess að láta börn tileinka sér nýtt tungumál án þess að fara í gegnum nauðsynlegt en lýjandi mál- fræðistagl. x x x Talið er að í það minnsta séu7.102 tungumál töluð í heim- inum á okkar dögum. Þetta er ótrú- legur fjöldi, en útbreiðsla þessara tungumála er þó mismikil. Kín- versku tala ef allar mállýskur eru taldar 1,39 milljarðar manna. Tveir þriðju hlutar mannkyns eiga þau 12 tungumál, sem mest eru töluð, að móðurmáli. Gríðarlegur fjöldi tungumála er hins vegar við það að hverfa. Á vefsíðunni ethnologue- .com, þar sem fjallað er um tungu- mál heimsins, segir að 13% þeirra eða 916 séu í andarslitrunum. Þeir, sem hafa málið að móðurmáli, eru farnir að reskjast, og þeir, sem eru á barneignaraldri, kunna ekki nóg til að miðla málinu til barna sinna. x x x Á sama stað kemur fram að 1.531eða 22% allra tungumála séu í hættu vegna þess að foreldrar miðli þeim ekki lengur til barna sinna. Hins vegar sé hægt að snúa þeirri þróun við vegna þess að foreldr- arnir kunni málið nógu vel til að miðla því til næstu kynslóðar. Þar segir einnig að frá árinu 1950 hafi 367 tungumál dáið út þar sem eng- inn eigi þau lengur að móðurmáli. x x x Víkverji fór aðeins út af sporinu íþessum pistli, sem hann byrjaði að skrifa af því að hann rakst á grein þar sem sagði að í Bandaríkj- unum gæti þýskukunnátta þýtt 17 milljónum króna meira í ævitekjur en ella, franska væri hálfdrætt- ingur á við þýskuna og spænska skilaði þriðjungi. Tungumál verða meira að segja metin til fjár. víkverji@mbl.is Víkverji Þetta er dagurinn sem Drottinn gerði, fögnum og verum glaðir á honum. (Sálmarnir 118:24)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.