Morgunblaðið - 27.05.2015, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 27.05.2015, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Ísland verður í forgunni á listahátíð- inni Culturescapes 2015 sem haldin verður í 11. sinn í Sviss dagana 2. októ- ber til 29. nóvember nk. Allar listir eru undir, jafnt bókmenntir, dans, leiklist, tónlist, kvikmyndir, hönnun og mynd- list, en stór hópur listamanna tekur þátt. Á ofangreindu tveggja mánaða tímabili verður boðið upp á tæplega 150 viðburði, þ. á m. tónleika, fyr- irlestra, myndlistarsýningar og kvik- myndasýningar. Á síðustu árum hafa rúmlega 20 þúsund gestir sótt viðburði hátíðarinnar árlega. Ráðgert er að há- tíðin kosti eina milljón evra eða tæp- lega 150 milljónir íslenskra króna og því óhætt að fullyrða að þetta sé ein stærsta listahátíð með Ísland í for- grunni sem haldin er utan landstein- anna. „Markmið hátíðarinnar er að skoða menningarlandslag einnar þjóðar, landsvæðis eða borgar,“ segir Jurriaan Cooiman, listrænn stjórnandi og stofn- andi listahátíðarinnar Culturescapes. Bendir hann á að menningin sé mörk- uð af tungumálinu og umhverfinu þar sem hún verði til sem og af pólitísku landslagi þar sem ráðamenn reyna ítrekað að endurskrifa söguna sér í hag. „Við sáum mjög skýrt dæmi um þetta þegar lönd Balkanskagans voru í forgrunni hátíðarinnar árið 2013 að all- ar þjóðirnar studdust við ólíkar sögu- bækur um nýliðna atburði,“ segir Coo- iman og nefnir loks sem áhrifavald á menninguna hvers kyns áföll. „Í tilviki Íslands er borðleggjandi að nefna efnahagshrunið 2008 auk þess sem þjóðin býr við stöðuga ógn frá nátt- úrunni í formi eldsumbrota og jarð- skjálfta.“ Spurður hvers vegna Ísland hafi orðið fyrir valinu í ár segir Cooiman að sér hafi fundist spennandi að koma með mjög skýrt mótvægi við hátíð síð- asta árs þar sem Tókýó, stærsta borg heims, var í brennidepli. „Ísland er mjög spennandi fyrir margra hluta sakir. Saga landsins er ekki nema rúmlega 1.200 ára gömul og íbúafjöld- inn er aðeins 1% af Tókýó. Land- fræðilega er Ísland mjög skýrt mark- að í ljósi þess að vera eyja, sem setur djúp spor á íbúana og menninguna,“ segir Cooiman sem lagði leið sína margsinnis til Íslands við undirbúning hátíðarinnar. „Rannsókn mín á ís- lensku listalífi hófst í maí 2014 þegar ég kom til Íslands til að skoða Listahátíð í Reykjavík, en í framhald- inu kom ég á Iceland Airwaves, Lókal, Reykjavík Dance Festival, Myrka músíkdaga og Hönnunarmars auk þess sem ég átti fundi með listafólki og ráðamönnum,“ segir Cooiman og tekur fram að hann sé afar ánægður með og stoltur af komandi dagskrá. Meðal þeirra íslensku listamanna sem staðfest hafa þátttöku sína á Culturescapes 2015 eru Sóley, Anna Þorvaldsdóttir, Daníel Bjarnason, Andri Snær Magnason, Schola Can- torum, Ragnar Helgi Ólafsson frá Tunglbókum, Erna Ómarsdóttir, Skúli Sverrisson, ADHD, Sunna Gunnlaugs, Yrsa Sigurðardóttir, Frið- geir Einarsson, Gusgus, Kling & Bang, Kunstschlager, Ragna Ró- bertsdóttir, Pétur Thomsen, Egill Snæbjörnsson, Ragnar Kjartansson, Gjörningaklúbburinn og Víkingur Heiðar Ólafsson, auk þess sem beðið er staðfestingar frá Jóni Gnarr og Sjón, en tæmandi þátttakendalisti verður ekki kynntur fyrr en á blaða- mannafundi í Basel um miðjan sept- ember. Áhugasamir um Ísland „Auk þess tekur þátt hópur sviss- neskra listamanna sem búið hafa og starfað á Íslandi, s.s. Christoph Büch- el, Dieter Roth, Roman Signer, Silvia Bächli og Eric Hattan,“ segir Coo- iman og bendir á að einnig taki þátt bandaríska listakonan Roni Horn sem hefur mikið unnið hérlendis. Cooiman segir Biophilia-verkefni Bjarkar verða kynnt á hátíðinni auk þess sem sýndar verði nýlegar íslenskar kvik- myndir, en endanlegt val liggur ekki fyrir. Aðspurður segir Cooiman um helm- ing viðburða hátíðarinnar fara fram í Basel, en hinn helmingurinn dreifist víða um Sviss. „Við leggjum mikið upp úr því að viðburðir hátíðarinnar rati sem víðast. Sem dæmi má nefna að Schola cantorum heldur fimm tónleika víðs vegar um landið, Ragnar Kjart- ansson sýnir bæði í Zürich og Basel og ný kammerópera Önnu Þorvalds- dóttur verður flutt bæði í Basel og Chur,“ segir Cooiman og leggur mikla áherslu á að hátíðin sé haldin í náinni samvinnu við ýmsar lista- og menning- arstofnanir í Sviss. „Markhópur okkar er listunnendur sem þegar sækja hin- ar ýmsu menningarstofnanir hér- lendis,“ segir Cooiman og tekur fram að hann búist við góðri aðsókn sviss- neskra listunnenda í haust. „Enda eru Svisslendingar mjög áhugasamir um Ísland og margir ýmist nýbúnir að heimsækja landið eða á leiðinni, enda auðvelt að fljúga með Easy Jet frá Basel til Keflavíkur,“ segir Cooiman og bendir á að samkvæmt tölfræðinni séu Svisslendingar ört stækkandi hópur meðal ferðamanna á Íslandi. Eins og fyrr sagði kostar um eina milljón evra að halda hátíðina og því liggur beint við að spyrja hvernig há- tíðin sé fjármögnuð. „Við rekum ekki okkar eigið húsnæði heldur störfum í mjög nánu samstarfi við leikhús, tón- leikastaði, söfn og háskóla,“ segir Cooiman og tekur fram að í því formi leggi samstarfsaðilar til þriðjung þess fjár sem kosti að reka hátíðina. „Þriðjungur fæst frá svissneskum styrktaraðilum og stofnunum og loks kemur þriðjungur frá því landi sem er í brennidepli hverju sinni,“ segir Cooiman og nefnir í því samhengi framlög frá íslenska mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Kynning- armiðstöð íslenskrar myndlistar, Miðstöð íslenskra bókmennta og Ice- landair. Um 150 viðburðir á tveimur mánuðum Morgunblaðið/Heiddi Gjörningaklúbburinn Eirún Sigurðard., Sigrún Hrólfsd. og Jóní Jónsd. Ljósmynd/Saga Sig Björk Biophilia verður kynnt.  Ísland í forgrunni á listahátíðinni Culturescapes í Sviss Morgunblaðið/Einar Falur Morgunblaðið/Einar Falur Víðförull Ragnar Kjartansson. Morgunblaðið/Einar Falur Einleikur Víkingur Heiðar Ólafsson Listakonan Roni Horn. Hollendingurinn Jurriaan Cooiman hefur búið og starfað í Sviss frá árinu 1994, fyrst sem dansari og síð- ar sem yfirmaður hjá Performing Arts Services sem sér um að skipu- leggja listviðburði og ferðalög list- hópa. Hann lauk doktorsnámi í menningarstjórnun frá Háskólanum í Basel 2004 og hefur átt sæti á Evr- ópska menningarþinginu frá 2008. Cooiman er stofnandi og listrænn stjórnandi Culturescapes, en fyrsta listahátíðin var haldin árið 2005 og var þá Armenía í forgrunni. Hátíðin hefur verið haldin árlega síðan með áherslu á eitt land, landsvæði eða borg. Þannig hefur sjónum verið beint að Eistlandi, Rúmeníu, Tyrk- landi, Aserbaídsjan, Kína, Ísrael, Moskvu, löndunum á Balkanskaga, Tókýó og loks Íslandi. „Ég hafði talsverða reynslu af því að skipuleggja tónlistarhátíðir og tónleikaferðir þegar hugmyndin að Culturescapes kviknaði. Mér fannst svo spennandi að halda hátíð þar sem sjónum væri beint að öllum list- greinum tiltekins landsvæðis,“ segir Cooiman og tekur fram að fyrstu ár- in hafi hann beint sjónum sínum að löndum Austur-Evrópu. „Þannig valdi ég lönd sem höfðu verið undir stjórn gömlu Sovétríkjanna. Þessi lönd hafa breyst svo mikið frá falli Berlínarmúrsins og járntjaldsins, en almenningur hér vissi mjög lítið um þessi lönd og blómlegt menningarlíf þeirra. Fyrstu árin var markmið mitt því að auka innsæi og skilning á menningarlífi nágranna okkar hér á meginlandinu,“ segir Cooiman og tekur fram að ákveðið hafi verið að listahátíðin Culturescapes verði hér eftir haldin annað hvert ár í stað þess að vera árlega. „Það skýrist af því að framboðið af listahátíðum og menningarviðburðum hér í Sviss hefur aukist til muna á undan- förnum árum og því finnst okkur betra að hafa hátíðina sjaldnar en þeim mun veglegri hverju sinni.“ Sjónum beint að öllum listgreinum Stjórnandinn Jurriaan Cooiman. Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili. Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450 zenus@zenus.is • zenus.is Augljós kostur 5 ára ábyrgð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.