Morgunblaðið - 27.05.2015, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 27.05.2015, Qupperneq 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Eftir 70 ára bið kom loks aðfyrsta íslenzka heildar-frumflutningi á nafntog-aðri ,sjávaróperu‘ Ben- jamins Brittens Peter Grimes frá 1945 er markaði ekki aðeins upphaf heimsfrægðar höfundar heldur einnig viðreisn brezkrar óperu nán- ast allt frá tímum Händels. Hún sló strax í gegn og var t.a.m. frumsýnd í Kaupmannahöfn þegar 1947. Freistandi er að leita svara við því hvað dvaldi Orminn langa hing- að, þó flest verði sjálfsagt rakið til þess hversu seint Íslenzka óperan kom til sögunnar eða fyrir aðeins 37 árum; lengst af við þröngan kost. Þar við má bæta verulegar tækni- kröfur verksins sem hérlendir hljómflutningsmenn réðu e.t.v. illa við í öndverðu, hafi ekki verkið ein- faldlega verið talið of framsækið fyrir íslenzka áheyrendur. En þótt hér færi aðeins ósviðsett konsertuppfærsla í nafni Listahátíð- ar í Reykjavík, þá gaf fyrsti íslenzki heildarflutningur óperunnar samt von um fulla sviðsuppfærslu í náinni fyllingu tímans. Því burtséð frá fjarveru sjónleiks (að mestu), bún- inga og sviðsmynda var ekki að heyra annað en að innlendir kraftar hljómsveitar, kórs og einsöngvara stæðust vel kröfur verksins til full- gildrar óperuuppsetningar. Alltjent var ekki út á aðsókn að setja. Hún skilaði nánast fullu húsi, að vísu að þónokkrum erlendum ferðamönnum meðtöldum, en sízt nein afsökun fyrir að draga fullnustu verksins miklu lengur. Ekki gat ég, fremur en trúlega flestir áheyrenda, státað af náinni þekkingu á Peter Grimes, jafnvel þótt tónræn uppistaða óperunnar, Sjávarmillispilin I-V, hafi verið flutt hér áður á sinfóníutónleikum 1957, 1967, 1985, 1991 og 1995. En því magnaðri reyndist fyrsta heildar- upplifunin. Verkið sló mann kannski mest fyrir þá sérstöðu umfram aðr- ar óperur 20. aldar hve umhverfið – hafið – vó þungt á metum; jafnvel svo að kalla mætti þá höfuðskepnu aðalpersónu verksins. Ekki sízt ef tilhöfðun til almennra hlustenda þykir skipta einhverju máli. Allavega gerðist oftar en einu sinni að maður heyrði ósjálfrátt fyr- ir sér seiðandi dróttvísu Egils Þél høggr stórt fyr stáli / stafnkvígs á veg jafnan úr svarrandi brimfextu framlagi hljómsveitar undir afburða sveigjanlegri stjórn Daníels Bjarna- sonar, þrátt fyrir að sögn nauman æfingatíma. Hafi hljómsveitin á köflum verið í sterkara lagi fyrir einsöngvarana (sumpart háð setu- stað hvers hlustanda), þá truflaði það samt ekki undirritaðan að marki. 32 manna kór ÍÓ stóð sig að von- um svo sópaði að, og gaf frammi- staðan enn tilefni til að spyrja hvort ekki sé löngu kominn tími til sjálf- stæðrar söngfarar hans til útlanda. Einsöngvararnir skiluðu sömuleiðis sínu með miklum ágætum. Þó að ástralski tenórinn í aðalhlutverki virtist svolítið háður kverka- slæmsku, þá nýttist hún honum list- rænt á bezta veg við að tjá sálarvíl vinasnauða sjómannsins. Hin brezka Judith Howarth var eft- irminnileg í hlutverki Ellenar Or- ford, og meðal innlendra einsöngv- ara bar að öðrum ólöstuðum af þróttmikil tjáning Ólafs Kjartans Sigurðarsonar í gervi Balstrodes skipstjóra. Hér fór sem sagt óvenju síðkom- inn Íslandsfrumflutningur í kon- sertformi á einni af fremstu óperum 20. aldar. Má þó óhætt segja að öll- um hafi verið sómi að. Ef eitthvað er mætti í hæsta lagi finna að birt- ingarmáta söngtextans, er sýndur var á breiðtjaldi með smáu hvítu letri á ljósum himni yfir opnu hafi og því varla auðlesinn af öftustu bekkjum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frábær orkestrun „Enn í dag má ábyggilega leita langt að öðru eins kraftmiklu karlmennskutóntaki í óperugrein- inni, þótt blönduð sé einnig tærri lýrík og furðumelódískum ómstreitum í frábærri orkestrun sem síðari tíma fram- sækni gæti lært mikið af,“ skrifar rýnir og hrósar „afburða sveigjanlegri stjórn Daníels Bjarnasonar“. Síðkomin sjávarópera Eldborg í Hörpu Listahátíð – Óperutónleikar- bbbbn Benjamin Britten: Peter Grimes (1945; konsertuppfærsla í ísl. frumfl.) Söngrit: Montague Slater við ljóð e. George Crabbe. Stuart Skelton (Grimes; T), Theodór Pálsson (drengur; þögult hlut- verk), Judith Howarth (Ellen Orford; S), Ólafur Kjartan Sigurðarson (Balstrode; Bar.), Hanna Dóra Sturludóttir (Frænka; A), Hallveig Rúnarsdóttir og Lilja Guð- mundsdóttir (smáfrænkur 1 & 2; S), Snorri Wium (Robert Boles; T), Viðar Gunnarsson (Swallow; B), Ingveldur Ýr Jónsdóttir (frú Sedley; MS), Garðar Thór Cortes (séra Adams; T), Oddur Arnþór Jónsson (Ned Keene; Bar.), Jó- hann Smári Sævarsson (Hobson; B). Kór Íslenzku óperunnar og Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Föstudaginn 22.5. kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildamynda lauk á Patreks- firði á sunnudag en hún var hald- in í níunda sinn. Á hátíðinni eru veitt ein verðlaun, áhorf- endaverðlaunin „Einarinn“, og þau hlaut að þessu sinni kvik- myndin Hvað er svona merkilegt við það? eftir Höllu Kristínu Ein- arsdóttur leikstjóra. Framleið- andi er Hrafnhildur Gunn- arsdóttir. Kvikmyndin fjallar um það þegar íslenskar konur ákváðu í kjölfarið á róttækri og litríkri kvennabaráttu að hasla sér völl á hinu pólitíska sviði. Þær stofnuðu Kvennaframboð til borg- arstjórnar og síðar Kvennalistann sem átti fulltrúa á Alþingi í 16 ár. Einarinn, verðlaunaskjöldur Skjaldborgarhátíðarinnar, er smíðaður af Einari Skarphéð- inssyni, smíðakennara á Patreks- firði, og heitir jafnframt í höfuðið á honum. Einar smíðar gripinn á hverju ári af mikilli natni og vel- ur sérstaklega efniviðinn í hann. Einar til Höllu Kristínar Ljósmynd/Ingi R. Ingason Verðlaunin Hrafnhildur Gunn- arsdóttir framleiðandi og Halla Kristín Einarsdóttir leikstjóri. Listahátíð í Reykjavík sendi frá sér tilkynningu þess efnis að vegna víð- tækra verkfallsaðgerða og yfirvof- andi allsherjarverkfalls hefðu tvær breytingar verið gerðar á dagskrá hátíðarinnar sem nú stendur yfir. Mannsröddin eftir Francis Poulenc, í flutningi Juliu Migenes, sem auglýst var í Eldborg þann 7. júní, fellur niður. Allir miðar verða endurgreiddir í miðasölu Hörpu. Þá verður fyrirlestur Guerrilla Girls í Bíó Paradís 4. júní kl. 17 en ekki 6. júní kl. 14. Tónleikum aflýst og fyrirlestur fluttur Billy Elliot (Stóra sviðið) Mið 27/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Fim 11/6 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Fös 5/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Sun 7/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Fim 28/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson - síðustu sýningar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 20:00 Síðustu sýningar Hystory (Litla sviðið) Sun 31/5 kl. 20:00 auka. Fim 4/6 kl. 20:00 aukas. Nýtt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur - síðasta sýning Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið) Lau 30/5 kl. 20:00 Síðustu sýningar Shantala Shivalingappa (Stóra sviðið) Þri 2/6 kl. 20:00 Sýning á vegum Listahátíðar í Reykjavík Blæði: obsidian pieces (Stóra sviðið) Fim 28/5 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn - Aðeins þessar sýningar Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.