Morgunblaðið - 27.05.2015, Page 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Bandaríski grínistinn og leikarinn
Gabriel Iglesias verður með uppi-
stand í Eldborg í Hörpu í kvöld.
Sýning hefst kl. 20 með upphitun
tveggja grínista, þeirra Martins Mo-
reno og Larry Omaha, og Iglesias
stígur á svið eftir hlé kl. 21.10, skv.
dagskrá. Iglesias er með þekktari
uppistöndurum í heimalandi sínu og
gerir m.a. grín að vaxtarlagi sínu,
segist ekki vera feitur heldur
„fluffy“, þ.e. dúnmjúkur. Uppistand
hans einkennist m.a. af eftirhermum
og furðulegum hljóðum sem Iglesias
myndar af mikilli list.
Fyrstu tvær sýningar hans, Hot
& Fluffy og I’m Not Fat… I’m
Fluffy, voru gefnar út á mynd-
diskum og hafa selst í yfir tveimur
milljónum eintaka og Iglesias hefur
auk þess leikið í og talsett fjölda
kvikmynda og má þar nefna The
Nut Job, The Book of Life, A Haun-
ted House 2 og Magic Mike XXL
sem verður brátt frumsýnd hér á
landi en í henni leikur hann á móti
Matthew McConaughey og Chann-
ing Tatum. Þá hefur Iglesias komið
fram í spjallþáttum á borð við The
Arsenio Hall Show og The Tonight
Show með Jay Leno.
Iglesias mun einnig koma fram á
grínhátíðinni Reykjavík Comedy
Festival 2015 í Eldborg 25. október
nk. og hefst miðasala á það uppi-
stand á morgun. Iglesias svaraði
nokkrum spurningum blaðamanns í
liðinni viku og það stutt og laggott.
Gælunafn frá mömmu
-Hvenær og hvers vegna hófstu
uppistand?
„10. apríl 1997. Mig hafði alltaf
langað að stunda það,“ svarar Ig-
lesias.
-Hvernig myndir þú lýsa grín-
stílnum hjá þér?
„Grínstíllinn hjá mér er frásagn-
argrín, sögur sem fólk tengir við.
Umfjöllunarefni mín eru m.a. fjöl-
skyldan og börn, brjálaðir vinir og
ýmislegt sem kemur fyrir mig og
gerist í kringum mig.“
-Þú fjallar mikið um eigin þyngd í
uppistandinu og ein af sýningunum
þínum hét Ég er ekki feitur, ég er
dúnmjúkur (e. I’m Not Fat. I’m
Fluffy). Ertu meðlimur í Fituviður-
kenningarhreyfingunni (e. The fat
acceptance movement) eða er þetta
bara auðveld leið til að gera grín að
sjálfum sér?
„Er til „fituviðurkenningar-
hreyfing“? Ja, hérna! Ég vissi það
ekki en áhugi minn á henni hefur
verið vakinn. Þegar ég var að alast
upp kallaði mamma mig „Dún-
mjúkan“ (e. Fluffy) og það gælunafn
og brandari festist við mig,“ svarar
Iglesias.
-Þú hefur líka mikið dálæti á
Havaí-skyrtum, hvað er það við
skyrturnar sem heillar þig svo
mjög?
„Ég dýrka Havaí-skyrtur. Þær
eru glæsilegar og þægilegar.“
Drykkjan gerir allt fallegt
-Eru einhver forboðin umfjöll-
unarefni í uppistandinu hjá þér, eitt-
hvað sem þú myndir aldrei gera
grín að?
„Já. Það eru tvö umfjöllunarefni
sem ekki má snerta á því þau skipta
áhorfendum umsvifalaust í tvo hópa.
Ég tala ekki um íþróttir eða stjórn-
mál, allt annað er leyfilegt,“ svarar
Iglesias.
-Hvað veistu um Ísland og verða
einhverjir brandarar sérsniðnir að
landinu í uppistandinu?
„Mér hefur verið sagt að það sé
einn fegursti staður heims og með
fegursta fólki í heimi en ég drekk
mikið þannig að það verður alltaf
fallegt í mínum augum.“
-Hefurðu komið til Íslands áður
og hvað ætlarðu að gera meðan á
dvöl þinni stendur, fyrir utan að
koma Íslendingum til að hlæja?
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer
til Íslands og ég get ekki beðið eftir
því að sjá og upplifa landið,“ segir
Iglesias.
-Þú virðist geta líkt eftir nánast
hvaða framburði og rödd sem er.
Hefurðu spreytt þig á íslenskum
hreim?
„Er til íslenskur hreimur? Það
kemur í ljós, býst ég við.“
-Ef þú ættir að nefna manneskju
sem er með kjánalegustu rödd sem
þú hefur heyrt, hver væri það?
„Gilbert Gottfried … gúgglaðu
hann,“ segir Iglesias að
lokum og eru lesendur
hvattir til að kynna sér
þann ágæta mann
á netinu.
Heyrn er
sögu rík-
ari.
Hinn dúnmjúki Gabriel Iglesias skemmtir í Eldborgarsal Hörpu
í kvöld Furðulegar raddir, hljóð og sögur sem fólk tengir við
Allt nema íþróttir og stjórnmál
Ljósmynd/
Paul Mobley
Bíólistinn 22. - 24. maí 2015
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
Mad Max: Fury Road
Pitch Perfect 2
Bakk
Avengers: Age Of Ultron
Spooks: The Greater Good
Hot Pursuit
Home
Ástríkur á Goðabakka
Fúsi
Good Kill
1
2
3
4
Ný
5
6
7
9
Ný
2
2
3
5
1
3
9
6
9
1
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Mad Max: Fury Road aflaði mestra
miðasölutekna um nýliðna helgi af
þeim kvikmyndum sem sýndar eru
í bíóhúsum landsins, rúmlega fjög-
urra milljóna króna og hafa nú
um 14.000 manns séð myndina á
tveimur vikum.
Engar breytingar urðu milli vikna
í þremur næstu sætum, Pitch Per-
fect 2 skilaði um 3,2 milljónum
króna í miðasölukassana og um
5.400 manns hafa séð íslensku
gamanmyndina Bakk og nema
miðasölutekjur af henni um 6,7
milljónum króna. Öllu fleiri hafa
séð ofurhetjumyndina Avengers:
Age of Ultron, eða um 38.000 bíó-
gestir og um 10.700 hafa séð kvik-
myndina Fúsa frá upphafi sýn-
inga.
Bíóaðsókn helgarinnar
Max heldur kyrru fyrir
ÍSLENSKT TAL
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxus
Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is
Síðan 1986
Sendum hvert
á land sem er
Taktu raftækin með í ferðalagið
Tengist við 12V sígarettutengi eða rafgeymi.
Allar stærðir til á lager.100W
150W
300W
Verð 5.990 kr.
Verð 6.990 kr.
Verð 9.990 kr.
600W
1000W
Verð 23.990 kr.
Verð 34.990 kr.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/