Morgunblaðið - 27.05.2015, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 27.05.2015, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 147. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Hjón týndust í tvær vikur 2. Svona kynlíf þurfa allir að … 3. Drap kanínu í beinni með … 4. Mótmæli hafin á Austurvelli »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Möguleikhúsið frumsýnir leikverkið Hávamál, eftir Þórarin Eldjárn og leikhópinn, í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. Leikstjóri er Daninn Torkild Linde- bjerg og leikarar Pétur Eggerz, Alda Arnardóttir og Anna Brynja Bald- ursdóttir. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Í Háva- málum segir af unglingsstúlku og móður hennar sem hafa villst á fjöll- um. „Þær koma að undarlegu tré þar sem þeim birtist dularfullur maður er kemur undarlega fyrir. Er hann kom- inn til að hjálpa, eða aðeins til að rugla þær í ríminu? Er þetta geðsjúkl- ingur, helgur maður, tröll eða jafnvel hinn forni guð Óðinn?“ segir m.a. um verkið á vef Listahátíðar. Morgunblaðið/Kristinn Hávamál frumsýnd  Hljómsveitin K tríó heldur útgáfu- tónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í kvöld kl. 20 vegna breiðskífu sinnar vindstig. Hljómsveitin vann til þrennra verðlauna á Íslensku tónlist- arverðlaununum í ár, fyrir bestu djassplötu, besta djasstónverk og besta tónhöfund. Um vindstig segir í tilkynningu frá hljómsveitinni að hver og ein tónsmíð sé tileinkuð einu gömlu, íslensku vindstigi, s.s. 12 vindstigum og logni. „Til að fá sjón- ræna hlið á verkefnið fengum við listakonuna Helgu Páleyju til að teikna myndir sem tilheyra hverri tónsmíð. Þessum myndum munum við varpa upp meðan á tónleikunum stendur,“ segir þar. Tríóið skipa Krist- ján Martinsson sem leikur á píanó, flautu og sér um tónsmíðar; Pat Clea- ver sem leikur á kontrabassa og bás- únu og Andris Buikis sem leikur á trommur og melód- íku. 12 vindstig og logn Á fimmtudag Norðan 8-15 m/s, hvassast NV-lands. Rigning með köflum, jafnvel slydda fyrir norðan, en stöku skúrir syðra. Hiti 2 til 10 stig, mildast á S-landi. Á föstudag Norðaustlæg átt, 5-10 m/s og skúrir eða slydduél. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-15 m/s V-til, en annars hægari og víða skúrir og jafnvel slydduél NV-til. Hiti 1 til 10 stig, svalast NV-til. VEÐUR Breiðablik vann annan leik í röð með minnsta mun, 1:0, í heimsókn á Akranes í Pepsi- deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Blikar eru annað tveggja liða deildarinnar sem eru taplaus. FH-ingar endurheimtu efsta sæti deildarinnar þegar þeir og Stjörnumenn skildu jafnir, 1:1, í einum af stórleikjum deildarinnar á leiktíðinni. Leiknir skellti Víkingum í Breiðholti. »2 Blikar sóttu þrjú stig á Akranes „Þegar maður spilar hérna í Barce- lona er ætlast til þess að maður vinni titla. Viðhorfið er ekkert öðruvísi í byrjun tímabils en þegar líður á tíma- bilið. Þannig var þetta einnig þegar ég spilaði með Kiel,“ segir hand- knattleiksmaðurinn Guð- jón Valur Sigurðsson um velgengni spænska stórliðsins Barce- lona sem hann leikur með en lið- ið hefur verið ein- staklega sigur- sælt á keppnis- tímabilinu sem brátt sér fyrir endann á. »4 Það er ætlast til að menn vinni titla í Barcelona Hildigunnur Einarsdóttir, landsliðs- kona í handknattleik, hefur skrifað undir samning við þýska handknatt- leiksliðið Koblenz/Weibern til eins árs með möguleika á framlengingu að þeim tíma loknum. „Mig hefur frá unga aldri dreymt um að leika í Þýskalandi,“ sagði Hildigunnur sem síðast var á mála hjá sænska úrvals- deildarliðinu BK Heid. »1 Hildigunnur flytur sig um set til Þýskalands ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Brynja Dögg Guðmundsdóttir brynjadogg@mbl.is Geir R. Tómasson, fyrrverandi tannlæknir, hreyfir við mörgum með einstaklega jákvæðu hugarfari og viðhorfi til lífsins. Geir, sem verður 99 ára í næsta mánuði, flutti nýlega hugvekju í Dómkirkjunni á degi eldri borgara. Ræða hans snerti við mörgum en í henni vildi hann fá fólk til að virða hin sönnu gildi lífsins og veita hugarfari sínu eftirtekt. „Ég er mjög trúaður og hef verið það frá því ég var lítill drengur enda búinn að lenda í þeim raunum sem fáir Íslendingar hafa lent í á lífsleiðinni svo það var eins gott að eiga einhverja trú,“ segir Geir. Upplifði heimsstyrjöld í Köln Geir var við nám í tannlækn- ingum í Köln í Þýskalandi þegar síðari heimsstyrjöldin braust út og upplifði þar miklar hörmungar. „Eitt af því sárasta var að frétta af því að góðum vinum mínum, sem voru nýbúnir að leggja á sig strangt nám, hefði verið slátrað á vígvellinum. Þetta var hræðileg upplifun. Eins var með loftárás- irnar á hverri nóttu í Köln meðan á stríðinu stóð. Hvað maður var hætt kominn. Nasistarnir gengu ekki að- eins hart fram gegn gyðingunum heldur líka gegn sínum eigin mönn- um sem ekki vildu fylgja þeim. Það var alveg hræðilegt,“ segir Geir. Hann segist þrisvar hafa lent í yfir- heyrslum hjá öryggislögreglunni Gestapo en kýs að tjá sig ekki um þá reynslu. Doktorsverkefni Geirs í Köln fjallaði um berkla í munni. Geir segir þó drauminn hafa verið að fara í læknanám en þar sem tann- læknanámið hafi verið styttra og ódýrara hafi það orðið að duga. „Ég sá samt alltaf eftir lækn- isfræðinni, það var það sem mig langaði alltaf til að læra. Ég hef alltaf lesið mikið lækningabækur og vonandi getað hjálpað ein- hverjum,“ segir Geir. Í Köln kynntist Geir Maríu Elfriede Tomasson sem hann síðan kvæntist. Eignuðust þau þrjú börn en hann á fjögur barnabörn og ell- efu barnabarnabörn. Spurður hverju honum þyki mik- ilvægast að miðla til almennings segir hann það vera að efla hið góða og forðast hið illa. Þetta þurfi að hafa í huga í hugsunum, orðum og gjörðum. „Ef þú hugsar mikið um það illa og ljóta í tilverunni þá vex það inn í þig og verður gróður sem erfitt er að uppræta. Þú ert á hverjum tíma eins og þú hugsar,“ segir Geir. Ennþá virkur og jákvæður  Snertir marga með einstöku hug- arfari og lífssýn Morgunblaðið/Golli Lífssýn Geir R. Tómasson er á 99. aldursári og flutti nýlega hugvekju í Dómkirkjunni. Ræðan hreyfði við mörgum. Geir er við mjög góða heilsu, hann býr enn heima hjá sér, þar sem hann gengur upp og niður stiga á degi hverjum. Þá keyrir hann einnig og í síðustu viku festi hann kaup á nýjum bíl. Bíll- inn sem varð fyrir valinu er Hy- undai s35-smájeppi en Geir seg- ist nýta bílinn einungis í nauðsynleg erindi til að komast milli staða. Á árum áður fór Geir á skíði og var í íþróttaklúbbi. Hann hefur verið duglegur að mæta í sund- laugarnar, synti áður fyrr en fór svo að mæta frekar í gufu og pottana. Í dag stundar hann helst göngur. Geir á sæti í safn- aðarnefnd Dómkirkjunnar og iðk- ar trú sína mikið. Hann segir at- hyglina breytast með hækkandi aldri, „maður verður meiri hlust- andi en gerandi í lífinu,“ segir Geir. Ekur enn bíl og gengur stiga GEIR R. TÓMASSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.