Fréttablaðið - 19.05.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.05.2015, Blaðsíða 8
19. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 NISSAN LEAF VISIA Nýskr. 10/14, ekinn 2 þús. km. rafmagn, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.690 þús. Rnr. 120636. CHEVROLET SPARK Nýskr. 02/15, ekinn 1 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.950 þús. Rnr. 120631. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is BMW X6 Xdrive 40d Nýskr. 01/13, ekinn 33 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 320275. NISSAN QASHQAI+2 SE Nýskr. 07/10, ekinn 71 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.580 þús. Rnr. 142837. HONDA CR-V EXECUTIVE Nýskr. 02/11, ekinn 83 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.470 þús. Rnr. 142855. HYUNDAI ix35 COMFORT Nýskr. 05/14, ekinn 47 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.250 þús. Rnr. 120615. HYUNDAI i20 CLASSIC Nýskr. 04/12, ekinn 49 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.890 þús. Rnr. 282178. LÚXUSBIFREIÐ 14.900 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 90% FJÁRMÖGNUN TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! Sex sinnum meiri framleiðsla í þorskeldi árið 2009 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 595 1.050 1.412 1.467 1.502 1.805 1.317 877 893 482 310 FISKELDI Áætlanir um eldi á þorski í sjókvíum hér á Íslandi, sem og í Noregi, hafa fjarað út. Kynbóta- verkefnum er haldið áfram til að viðhalda þeim árangri sem hefur náðst og til að byggja undir frek- ari eldisstarf, vakni áhugi á því síðar. Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og mark- aðsstjór i hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru (HG), segir að smátt og smátt hafi eldið verið að detta út af. Fyrir þremur árum hafi verið ákveðið að halda áfram kynbót- um og framleiðslan takmarkist í raun við það verkefni. Hafrann- sóknastofnun, IceCod og Gunn- vör hafa staðið að verkefninu. HG hefur leyfi til eldis á 2.000 tonnum af þorski í sjókvíum fyrir vestan – í Álftafirði og í Seyðisfirði. Kristján bendir á að vissar áskoranir séu í þorskeldinu – nokkuð sem hefur verið leyst í laxeldi. Eins hafi verð á mörkuð- um lækkað um tugi prósenta með hruninu 2008 og þá hafi verið ljóst að eldið stóð engan veginn undir sér. Síðasta fyrirtækið í Noregi, þar sem bjartsýnin var mikil fyrir fáum árum, hefur látið af frek- ari áformum um þorskeldi en frá þessu sagði sjávarútvegsmiðillinn Fiskaren á dögunum. Bjartsýni Norðmanna á þorskeldi var hins vegar gríðarleg fyrir sex til sjö árum. Þá var rætt um annað eld- isævintýri, og vísað til framleiðslu Norðmanna á laxi sem í dag er vel yfir milljón tonnum á ári. Kristján segir ljóst að Norð- menn hafi tapað milljarðatugum í tilraunum sínum, en eldið hér- lendis hafi auðvitað verið mun lág- stemmdara. Valdimar Ingi Gunnarsson, sér- fræðingur hjá Sjávarút- vegsþjónustunni ehf., segir að framfarir hafi verið miklar í kynbótum, bæði hér á landi og í Noregi, og þau seiði sem nú er hægt að fá séu af mun meiri gæðum en þegar starf- ið hófst. „Það er því mun betri tíma- setning að byrja núna en fyrir tíu árum síðan – en best er að bíða lengur eftir meiri kynbótafram- förum. Það á einnig eftir að gera mikið í sjúkdómamálunum svo sem framleiða bóluefni og hefur hægt mikið á þróunarstarfinu, og er það miður,“ segir Valdimar. Hann bætir við að áhuginn gangi í sveiflum og sumir hafi nefnt 10 ára sveiflu í því samhengi. Af þeim 310 tonnum sem slátrað var af þorski árið 2014 voru um 103 tonn úr aleldi, en restin kom úr áframeldi á villtum undirmáls- þorski. svavar@frettabladid.is Þorskeldið á Íslandi komið að fótum fram Bæði hér heima og í Noregi hafa áætlanir um stórfellt þorskeldi runnið út í sand- inn. Kynbótastarfi er viðhaldið til að búa í haginn til framtíðar. Um 300 tonnum var slátrað í fyrra en 1.800 tonnum árið 2009. Verð á mörkuðum hríðféll í hruninu. KRISTJÁN G. JÓAKIMSSON *Þorskeldi er tvískipt; aleldi seiða upp í sláturstærð og áframeldi á villtum undirmálsþorski. Það er því mun betri tímasetning að byrja núna en fyrir tíu árum – en best er að bíða lengur eftir meiri kynbótaframförum. Það á einnig eftir að gera mikið í sjúkdómamálunum svo sem framleiða bóluefni. Valdimar Ingi Gunnarsson, sérfræðingur hjá Sjávarútvegsþjónustunni. KJARAMÁL Síld og fiskur ehf. hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra, bréf þar sem skorað er á hann að sjá til þess að yfirdýralæknir eða sjálf- stætt starfandi dýralæknir verði fenginn til starfa sem kjötskoðun- arlæknir við slátrun grísa hjá fyrir- tækinu í vikunni til að koma í veg fyrir að kjöt sem nemur 125.000 máltíðum verði urðað. Bréfið var einnig sent á Eygló Harðardóttur, sem er starfandi sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra á meðan Sigurður Ingi er erlendis. Bréfið vísar til valds ráðherra til að beita sér með þessum hætti, sam- kvæmt lögum nr. 96/1997 um slátr- un og sláturafurðir. Ef ástandið er óbreytt segir í bréfinu að Síld og fiskur muni þurfa að aflífa allt að 500 grísi í vikunni af dýravelferðarástæðum. „Þess- ir grísir gætu orðið uppistaða í 125.000 máltíðum en í staðinn enda þeir engum til gagns í fjöldagröfum á urðunarstöð Sorpu,“ segir í bréf- inu. - þea Síld og fiskur ehf. vill að ráðherra beiti valdi svo kjöt verði ekki urðað: Stefnir í að aflífa þurfi 500 grísi ÁSKORUN Síld og fiskur ehf. hefur sent áskorun á Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 0 -3 C 4 C 1 7 6 0 -3 B 1 0 1 7 6 0 -3 9 D 4 1 7 6 0 -3 8 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.