Fréttablaðið - 19.05.2015, Page 8
19. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8
NISSAN LEAF VISIA
Nýskr. 10/14, ekinn 2 þús. km.
rafmagn, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 3.690 þús.
Rnr. 120636.
CHEVROLET SPARK
Nýskr. 02/15, ekinn 1 þús. km.
bensín, beinskiptur.
VERÐ kr. 1.950 þús.
Rnr. 120631.
Kletthálsi 11 -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
www.facebook.com/bilaland.is
BMW X6 Xdrive 40d
Nýskr. 01/13, ekinn 33 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
Rnr. 320275.
NISSAN QASHQAI+2 SE
Nýskr. 07/10, ekinn 71 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 3.580 þús.
Rnr. 142837.
HONDA CR-V EXECUTIVE
Nýskr. 02/11, ekinn 83 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 4.470 þús.
Rnr. 142855.
HYUNDAI ix35 COMFORT
Nýskr. 05/14, ekinn 47 þús. km.
dísil, sjálfskiptur.
VERÐ kr. 5.250 þús.
Rnr. 120615.
HYUNDAI i20 CLASSIC
Nýskr. 04/12, ekinn 49 þús. km.
bensín, beinskiptur.
VERÐ kr. 1.890 þús.
Rnr. 282178.
LÚXUSBIFREIÐ
14.900 þús.
GOTT ÚRVAL
NOTAÐRA BÍLA
Skoðaðu úrvalið á
bilaland.is
ALLT AÐ 90%
FJÁRMÖGNUN
TÖKUM NOTAÐAN
UPPÍ NOTAÐAN!
GERÐU FRÁBÆR KAUP!
Sex sinnum meiri framleiðsla í þorskeldi árið 2009
2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
595
1.050
1.412
1.467 1.502
1.805
1.317
877 893
482
310
FISKELDI Áætlanir um eldi á þorski
í sjókvíum hér á Íslandi, sem og
í Noregi, hafa fjarað út. Kynbóta-
verkefnum er haldið áfram til að
viðhalda þeim árangri sem hefur
náðst og til að byggja undir frek-
ari eldisstarf, vakni áhugi á því
síðar.
Kristján G.
Jóakimsson,
vinnslu- og mark-
aðsstjór i hjá
Hraðfrystihúsinu
Gunnvöru (HG),
segir að smátt og
smátt hafi eldið
verið að detta út
af. Fyrir þremur
árum hafi verið
ákveðið að halda áfram kynbót-
um og framleiðslan takmarkist í
raun við það verkefni. Hafrann-
sóknastofnun, IceCod og Gunn-
vör hafa staðið að verkefninu. HG
hefur leyfi til eldis á 2.000 tonnum
af þorski í sjókvíum fyrir vestan –
í Álftafirði og í Seyðisfirði.
Kristján bendir á að vissar
áskoranir séu í þorskeldinu –
nokkuð sem hefur verið leyst í
laxeldi. Eins hafi verð á mörkuð-
um lækkað um tugi prósenta með
hruninu 2008 og þá hafi verið ljóst
að eldið stóð engan veginn undir
sér.
Síðasta fyrirtækið í Noregi, þar
sem bjartsýnin var mikil fyrir
fáum árum, hefur látið af frek-
ari áformum um þorskeldi en frá
þessu sagði sjávarútvegsmiðillinn
Fiskaren á dögunum. Bjartsýni
Norðmanna á þorskeldi var hins
vegar gríðarleg fyrir sex til sjö
árum. Þá var rætt um annað eld-
isævintýri, og vísað til framleiðslu
Norðmanna á laxi sem í dag er vel
yfir milljón tonnum á ári.
Kristján segir ljóst að Norð-
menn hafi tapað milljarðatugum
í tilraunum sínum, en eldið hér-
lendis hafi auðvitað verið mun lág-
stemmdara.
Valdimar Ingi Gunnarsson, sér-
fræðingur hjá Sjávarút-
vegsþjónustunni ehf.,
segir að framfarir
hafi
verið miklar í kynbótum, bæði
hér á landi og í Noregi, og þau
seiði sem nú er hægt að fá séu af
mun meiri gæðum en þegar starf-
ið hófst.
„Það er því mun betri tíma-
setning að byrja núna en fyrir tíu
árum síðan – en best er að bíða
lengur eftir meiri kynbótafram-
förum. Það á einnig eftir að gera
mikið í sjúkdómamálunum svo
sem framleiða bóluefni og hefur
hægt mikið á þróunarstarfinu,
og er það miður,“ segir Valdimar.
Hann bætir við að áhuginn gangi
í sveiflum og sumir hafi nefnt 10
ára sveiflu í því samhengi.
Af þeim 310 tonnum sem slátrað
var af þorski árið 2014 voru um
103 tonn úr aleldi, en restin kom
úr áframeldi á villtum undirmáls-
þorski. svavar@frettabladid.is
Þorskeldið á Íslandi
komið að fótum fram
Bæði hér heima og í Noregi hafa áætlanir um stórfellt þorskeldi runnið út í sand-
inn. Kynbótastarfi er viðhaldið til að búa í haginn til framtíðar. Um 300 tonnum
var slátrað í fyrra en 1.800 tonnum árið 2009. Verð á mörkuðum hríðféll í hruninu.
KRISTJÁN G.
JÓAKIMSSON
*Þorskeldi er tvískipt; aleldi seiða upp í sláturstærð og áframeldi á villtum undirmálsþorski.
Það er því mun betri tímasetning að byrja núna en
fyrir tíu árum – en best er að bíða lengur eftir meiri
kynbótaframförum. Það á einnig eftir að gera mikið í
sjúkdómamálunum svo sem framleiða bóluefni.
Valdimar Ingi Gunnarsson, sérfræðingur hjá Sjávarútvegsþjónustunni.
KJARAMÁL Síld og fiskur ehf. hefur
sent Sigurði Inga Jóhannssyni, sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra,
bréf þar sem skorað er á hann að sjá
til þess að yfirdýralæknir eða sjálf-
stætt starfandi dýralæknir verði
fenginn til starfa sem kjötskoðun-
arlæknir við slátrun grísa hjá fyrir-
tækinu í vikunni til að koma í veg
fyrir að kjöt sem nemur 125.000
máltíðum verði urðað.
Bréfið var einnig sent á Eygló
Harðardóttur, sem er starfandi sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra
á meðan Sigurður Ingi er erlendis.
Bréfið vísar til valds ráðherra til að
beita sér með þessum hætti, sam-
kvæmt lögum nr. 96/1997 um slátr-
un og sláturafurðir.
Ef ástandið er óbreytt segir í
bréfinu að Síld og fiskur muni þurfa
að aflífa allt að 500 grísi í vikunni
af dýravelferðarástæðum. „Þess-
ir grísir gætu orðið uppistaða í
125.000 máltíðum en í staðinn enda
þeir engum til gagns í fjöldagröfum
á urðunarstöð Sorpu,“ segir í bréf-
inu. - þea
Síld og fiskur ehf. vill að ráðherra beiti valdi svo kjöt verði ekki urðað:
Stefnir í að aflífa þurfi 500 grísi
ÁSKORUN Síld og fiskur ehf. hefur
sent áskorun á Sigurð Inga Jóhannsson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
0
-3
C
4
C
1
7
6
0
-3
B
1
0
1
7
6
0
-3
9
D
4
1
7
6
0
-3
8
9
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K