Fréttablaðið - 19.05.2015, Blaðsíða 34
19. MAÍ 2015 ÞRIÐJUDAGUR12 Eurovision 2015
Bretar hafa oftast haft rétt fyrir sér
um sigurvegara í Eurovision frá upp-
hafi keppninnar. Þeir hafa oftast
gefið sigurlaginu 12 stig – eða átján
sinnum. Bretar hafa gefið stig í 57
keppnum, sem er jafn oft og Þjóð-
verjar, en þjóðirnar tvær hafa oft-
ast allra tekið þátt enda eiga þær
fast sæti í úrslitum keppninnar. Bret-
ar hafa sjálfir unnið keppnina fimm
sinnum, en þeir gátu að sjálfsögðu
ekki spáð fyrir um þann sigur með
því að gefa sér 12 stig.
Lettar eru þó sú þjóð sem oftast
hefur haft rétt fyrir sér um sigur-
vegara miðað við fjölda skipta sem
þjóðin hefur tekið þátt. Af þeim
fimmtán skiptum sem Lettar hafa
gefið stig í Eurovision hafa þeir
gefið sigurlaginu tólf stig í átta
skipti. Lettar hafa aðeins einu sinni
staðið uppi sjálfir sem sigurvegarar
í keppninni. Miðað við það að hafa
ekki getað kosið sjálfa sig þá hafa
þeir því gefið sigurlaginu tólf stig í
57 prósentum tilfella, sem verður að
teljast nokkuð góður árangur.
Íslendingar hafa einnig staðið
sig ágætlega í að spá fyrir um rétt
sigurlag en af þeim 27 skiptum sem
Íslendingar hafa tekið þátt og kosið
höfum við í níu skipti gefið sigur-
laginu tólf stig. Það þýðir að íslenskir
kjósendur og dómnefndir hafa í
þriðjung skipta haft rétt fyrir sér.
Ólíkt Bretum og Lettum höfum við
hins vegar aldrei unnið keppnina.
Lettar þekkja
sigurvegara
Lettar unnu árið 2002 með lagið I Wanna
í flutningi Marie N.
Í átján skipti hafa Bretar gefið sigurlagi
keppninnar það árið 12 stig.
Íslendingar hafa
nokkrum sinnum
hitt á rétt
lag, til að
mynda
þegar
Jóhanna
Guðrún
atti kappi
við Norð-
manninn
Alexander Rybak í
Moskvu árið 2009.
Veislur eru algengar á Eurovisi-
on-kvöldi en tími til veisluhalda
er oft af skornum skammti.
Thelma Þorbergsdóttir mat-
gæðingur tók því saman þessa
góðu uppskrift sem hún segir
að taki enga stund að gera.
Góða veislu gjöra skal
Auðveldur veislukostur.
Takið utan af lauknum, skerið í grófa bita
og setjið í matvinnsluvél. Hakkið lauk-
inn þar til hann verður fínsaxaður. Dreif-
ið honum jafnt og þétt í botninn á með-
alstóru formi. Setjið rjómaostinn í mat-
vinnsluvél og hrærið þar til hann verður
mjúkur og sléttur. Blandið salsasósunni
saman við og hrærið vel saman. Dreif-
ið úr blöndunni yfir rauðlaukinn og slétt-
ið vel úr með sleif. Skerið tómatana til
helminga og takið innan úr þeim. Sker-
ið þá mjög smátt niður og dreifið yfir
blönduna. Því næst skerið þið gúrkuna
og paprikuna smátt niður og dreifið jafnt
og þétt yfir tómatana. Skerið kálið niður
mjög smátt og dreifið yfir allt saman.
Geymið ídýfuna inni í kæli þar til hún er
borin fram.
1-2 rauðlaukar
450 g rjómaostur
1 dós af mildri salsasósu
5 tómatar
1 gúrka
1 rauð paprika
½ kálhaus
Fersk mexíkósalsa-ídýfa
*sjampó + hárnæring vs sjampó án hárnæringar
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
6
0
-5
4
F
C
1
7
6
0
-5
3
C
0
1
7
6
0
-5
2
8
4
1
7
6
0
-5
1
4
8
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K