Fréttablaðið - 19.05.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.05.2015, Blaðsíða 12
19. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 BLÁTT BLÓÐ - ODDNÝ EIR EINLÆGNI OG HUGPRÝÐI ★★★★ „Einstaklega sterkt og heiðarlegt uppgjör konu við barnleysi sitt. Bók sem hægt er að lesa aftur og aftur og sjá alltaf nýja fleti á.“ FB, FRÉTTABLAÐIÐ 11. MAÍ ÍRLAND Írar halda þjóðaratkvæða- greiðslu á föstudag. Annars vegar verður kosið um hvort samkynja pör fái að giftast og hins vegar um að lækka kjörgengisaldur til for- seta úr 35 árum í 21 ár. Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, hefur hvatt Íra eindregið til að samþykkja löggjöfina. Fleiri Írar hafa tjáð sig um málið. Fyrrverandi félagsmála- ráðherra Írlands, Pat Carey, hefur talað fyrir frumvarpinu. Hann kom út úr skápnum sem samkyn- hneigður í febrúar síðastliðnum. „Ný kynslóð sér Írland fyrir sér sem góðhjartað og umburðarlynt ríki,“ sagði Carey í samtali við Washington Post. Írar eru þó ekki allir sammála. Samtökin Mothers and Fathers Matter, eða Mæður og feður skipta máli, hafa barist af mikilli hörku gegn löggjöfinni og verið áber- andi á landsvísu. „Við erum að tala um breytingar á stofnun sem hefur verið þekkt sem samband eins karlmanns og einnar konu frá örófi alda,“ sagði Evana Boyle, einn talsmanna samtakanna. Sam- tökin hafa hamrað á því að börn eigi rétt á móður og föður og ekki skuli neita þeim um þau réttindi. Írland yrði fyrsta landið í heim- inum til þess að leyfa hjóna- bönd samkynhneigðra í þjóðarat- kvæðagreiðslu ef tillagan verður samþykkt. Allt bendir til þess en skoðanakannanir á Írlandi gefa til kynna að um sjötíu prósent hyggist samþykkja. Undanfarna áratugi hefur póli- tískt landslag á Írlandi breyst mikið og réttindi samkynhneigðra aukist. Ekki þarf að líta lengra aftur en til ársins 1993 til að sjá dæmi um það, en þá voru sam- þykkt lög um að afglæpavæða samkynhneigð eftir margra ára þrýsting frá nágrannaríkjum. Breyting á stöðu kaþólsku kirkj- unnar hefur spilað lykilhlutverk í þessari þróun. Áður hefur kirkjan virkað sem siðferðislegur áttaviti fyrir Íra en í ljósi fjölmargra kyn- ferðisafbrotamála hefur sú staða veikst mikið. Samkvæmt Alþjóðasamtökum hinsegin fólks, ILGA, býr hinseg- in fólk á Írlandi við 40% lagalegt jafnrétti og er á svipuðu róli og Albanía, Georgía og Tékkland. Ef Írar kjósa með löggjöfinni á föstu- dag er ljóst að sú tala mun breytast talsvert. thorgnyr@frettabladid.is HART BARIST Stríðandi fylkingar heyja harða kosningabaráttu í aðdraganda þjóðar- atkvæðagreiðslu. NORDICPHOTOS/AFP Kjósa um giftingar samkynhneigðra Írland gæti orðið fyrsta land í heimi til að heimila með þjóðaratkvæðagreiðslu samkynja pörum að giftast. Útlit er fyrir að tillagan verði samþykkt en þó eru skiptar skoðanir milli fylkinga. Atkvæði verða greidd um þetta og kjörgengisaldur. EVRÓPA Gunnar Bragi Sveins- son utanríkisráðherra stýrði í gær fundi Evrópska efnahags- svæðisins, EES, fyrir hönd EFTA- ríkjanna á fundi EES-ráðsins í Brussel. Ísland gegnir nú for- mennsku í fastanefnd EFTA. Zanda Kalnina-Lukasevica stýrði fundinum fyrir hönd Evrópusam- bandsins. EES-samningurinn var á dagskrá fundarins og lagði Gunnar Bragi áherslu á mikilvægi góðs sam- starfs við Evrópusambandið um framkvæmd hans og undirstrikaði að hún væri á ábyrgð allra samn- ingsaðila. Gunnar Bragi sagði að af Íslands hálfu þyrfti að draga úr innleiðingarhallanum sem þó færi minnkandi þrátt fyrir fjölgun gerða af hendi Evrópusambandsins. Að auki var fjallað um viðræð- ur EFTA-ríkjanna og Evrópusam- bandsins um framlög í Uppbygg- ingarsjóð EFTA og voru viðstaddir ráðherrar sammála um að ljúka þeim viðræðum sem allra fyrst. - þea Stýrði fundi EFTA og ESB um EES-samninginn: Segir halla minnka þótt gerðum fjölgi Á FUNDI Í GÆR Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra stýrði fundi í Brussel fyrir hönd EFTA-ríkjanna. MYND/EES SVEITARSTJÓRNIR „Mikilvægt er að Sveitarfélagið Árborg leggi sitt af mörkum til þess að minnast þessara merku tímamóta og taki þátt í nýrri sókn í átt að aukinni jafnréttis-, lýðræðis- og mannréttindavit- und,“ segja flytjendur tillögu um að eingöngu konur sitji bæjar- stjórnarfundi í júní. Með þessu er ætlunin að minnast þess að hinn 19. júní eru 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Tillagan var samþykkt samhljóma í bæjarstjórn. - gar Í Árborg fá karlarnir frí frá bæjarstjórnarmálum í júní: Aðeins konur í bæjarstjórninni RÁÐHÚS ÁRBORGAR Minnast kosn- ingaréttar kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 F -8 0 A C 1 7 5 F -7 F 7 0 1 7 5 F -7 E 3 4 1 7 5 F -7 C F 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.