Fréttablaðið - 19.05.2015, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 19. maí 2015 | SKOÐUN | 17
Bjarni Benediktsson á
hrós skilið fyrir að ræða
umbætur á þingstörfum á
yfirvegaðan og uppbyggi-
legan hátt. Ég held að þörf
sé á þverpólitískri sátt um
breytingar og er sammála
Bjarna um að rétt sé að
þær taki gildi eftir næstu
kosningar. Ísland er öðru-
vísi en nágrannalöndin að
því leyti að hér hefur tíðk-
ast óheft meirihlutaræði.
Eina vörn minnihlutans
hefur verið með því dagskrárvaldi
sem aðgangur að ræðustól Alþing-
is hefur skapað. Með ræðum hefur
verið hægt að fækka þeim málum
sem afgreidd eru eða hafa áhrif á
efni þess sem afgreitt er.
Minnihlutinn þarf vörn
Frumforsenda breytinga er því að
flytja vernd minnihlutans gegn
meirihlutaræðinu úr ræðustólnum
og yfir í annað form. Við getum
ekki takmarkað ræðutíma, án þess
að fela minnihlutanum annað og
helst tryggara vopn gegn misbeit-
ingu meirihlutans á valdi hans.
Þess vegna er heimild þriðjungs
þings til að setja mál í þjóðar-
atkvæði alger forsenda nokkurra
breytinga. Slík heimild myndi
breikka samstöðu um erfið mál og
hvetja ríkisstjórn á hverjum tíma
til að hafa a.m.k. 70% þingmanna á
bak við þau. Það yrði mikil breyt-
ing til batnaðar á íslenskri stjórn-
málamenningu.
Við þurfum líka að styrkja verk-
stjórnarvaldið. Verkstjórnarvald
felst ekki í að forseti þingsins fái
meiri völd til að setja minnihlut-
anum stólinn fyrir dyrnar, held-
ur meiri völd til að hemja meiri-
hlutann. Nú er helsti tappinn í
þingstörfunum sú staðreynd að
meirihlutinn reynir að þjösna
virkjanakostum sem breytinga-
tillögu við þingsályktun, í blóra
við lög. Meira að segja
umhverfisráðuneytið stað-
festir að málið standist
ekki lög. Hvers vegna er
forseti þingsins ekki búinn
að henda svona máli út? Forseti
þarf nauðsynlega að hafa ríkari
valdheimildir til að setja meiri-
hlutanum skorður og úrskurða
mál óþingtæk ef efni þeirra stang-
ast á við góða þingsiði og almenn
lög. Kannski á hann bara ávallt að
vera úr hópi stjórnarandstöðuþing-
manna?
Já, það er hægt
Svarið við spurningu greinarinnar
er játandi: Já, það er hægt að laga
þingið.
Það blasir við að við eigum bara
að einhenda okkur í breytingar
til bóta af þessum toga. Þær kalla
hins vegar á stjórnarskrárbreyt-
ingu. Fyrir liggur að brýn þörf er á
ákvæði um þjóðareign á auðlindum
og að fyrir slíkri áherslu er víðtæk-
ur meirihluti á Alþingi. Mögulegt
er nú að breyta stjórnarskránni
með samþykki tveggja þriðju hluta
þingmanna og einföldu samþykki
þjóðarinnar í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Slík þjóðaratkvæða-
greiðsla getur farið fram samhliða
forsetakosningum á næsta ári.
Er ekki borðleggjandi að flokk-
arnir nái saman í snatri um breyt-
ingar á ákvæðum um Alþingi,
ásamt með ákvæði um þjóðareign á
auðlindum og rétt almennings til að
kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum
og leggi slíkan breytingapakka
fyrir þjóðaratkvæði næsta vor?
Er hægt
að laga þingið?
Ég staldra við fréttir
daganna. Landsbankinn
hagnast um 6,4 milljarða.
Á tólfta þúsund Íslend-
inga hafa flust úr landi
frá aldamótum. Biðlisti
er á námskeið þar sem
fólki er kennt að flytj-
ast til Norðurlandanna,
flestir sem hyggja á brott-
flutning eru í vinnu. Þetta
er sumsé ekki atvinnu-
laust fólk. Framhalds-
og háskólamenntun gefur 16%
hærri laun en grunnskólapróf.
Annars staðar á Norðurlöndun-
um gefur slík menntun 25-40%
hækkun. Háskólanám skilar sér
illa í launaumslagið hér á landi,
um það þarf að ræða góðir lands-
menn – um það þarf samtalið að
snúast.
Ég er iðjuþjálfi með fjögurra
ára háskólanám til BS-gráðu
og starfsréttinda að baki. Að
auki sótti ég viðbótarmenntun
til meistaraprófs og tók meira
námslán – var það góð fjárfest-
ing? Ég hef 27 ára starfsreynslu
í mínu fagi og hef nær alfarið
starfað í velferðarþjónustu fyrir
fötluð börn og fjölskyldur þeirra.
Ég sinni ráðgjöf, greiningu,
fræðslu- og rannsóknarstarfi
vegna barna og unglinga sem búa
við skerðingu vegna þroskafrá-
vika og ýmiss konar hindrana í
umhverfinu. Ég tilheyri þverfag-
legu teymi og legg mat á þroska
og færni barns við viðfangsefni
sem skipta það máli í daglegum
aðstæðum heima og í skólanum.
Ég styð foreldra í flóknu upp-
eldishlutverki og vil stuðla að
því að fjölskyldan í heild njóti
stuðnings- og meðferðarúr-
ræða sem eru nauðsyn-
leg fyrir heilsu hennar
og lífsgæði. Nauðsynleg
til að fjölskyldan geti
tekið virkan þátt í námi,
atvinnu og félagslegum
athöfnum og þannig skil-
að sínu til samfélagsins,
til hagsbóta fyrir okkur
öll. Nauðsynleg til þess
að hjól atvinnulífsins geti
snúist, það er nefnilega
fjölskyldufólk sem heldur
því batteríi gangandi með því að
halda heilsu og mæta í vinnuna.
Til að geta sinnt þessum marg-
þættu verkefnum þarf ég sem
iðjuþjálfi staðgóða þekkingu og
leikni í mínu fagi.
Slík þekking byggir á krefj-
andi háskólanámi sem í mínu til-
viki urðu sex ár. Það þýðir líka að
jafnöldrur mínar, sem ekki fóru
í langskólanám og hófu starfs-
feril sinn strax að loknu stúd-
entsprófi höfðu sex ára forskot
varðandi ævitekjur og húsnæð-
iskaup. Þær fóru skuldlausar út
á vinnumarkaðinn en ég var að
vesenast í háskóla og stofna til
skulda í formi námslána. Ég hafði
óþrjótandi áhuga á að mennta
mig til starfa innan heilbrigðis-
og félagsþjónustu, trúði því að
svoleiðis borgaði sig – var það
ómöguleiki?
Kaldar kveðjur
Vinnuveitandi minn er ríkið.
Um síðustu mánaðamót hljóð-
aði launaseðillinn minn upp
á 384.000 kr. fyrir 80% starf,
264.000 útborgað eftir skatt og
annan frádrátt. Þótt ég væri í
fullu starfi næðu heildarlaun
mín sem þá væru 478.000 kr.
ekki meðallaunum BHM-félaga
miðað við síðustu kjarakönnun.
Ég tel þetta kaldar kveðjur eftir
sex ára háskólanám og 27 ára
starfsreynslu. Til samanburðar
þá eru byrjunarlaun verkafólks
á vöktum hjá Norðuráli 492.000
kr. og eftir fimm ár í starfi tæpar
580.000 kr. Hér blasir við hversu
menntun er lítils metin á Íslandi.
Við erum langt á eftir systkina-
þjóðunum hvað þetta varðar. En
það eru ekki allir á sama máli ef
marka má orð og æði þingmanns-
ins og fyrrverandi heilbrigðisráð-
herra Guðlaugs Þórs Þórðarson-
ar. Þingmaðurinn telur launafólk
heimtufrekt og slær í bræði sinni
hnefanum í ræðupúlt Alþingis.
Ágæti Guðlaugur, þú getur bara
átt þig – ég læt ekki skamma mig!
Krafan um að menntun sé
metin til launa er sanngjörn,
algerlega tímabær og skýr.
Þetta ástand sem nú ríkir leiðir
til óstöðugleika, atgervisflótta
og stöðnunar í þekkingarsam-
félagi. Það þarf samtal um lausn-
ir sem byggja á skapandi hugsun
og framtíðarsýn um uppbygg-
ingu. Ég get ekki, frekar en aðrir
„heimtufrekir“ háskólamenntaðir
ríkisstarfsmenn, lifað á hugsjón-
unum einum saman.
Af launakjörum
háskólamenntaðrar konu
Verðandi hjúkrunarfræð-
ingar BS frá Hjúkrun-
arfræðideild HÍ þurfa á
fyrsta námsári 2015-2016
að nema; vinnulag og upp-
lýsingatækni, heilbrigðis-
mat, hjúkrun og hjúkrun-
arstarf, líffærafræði,
frumulífeðlisfræði, sið-
fræði, almenna hjúkrun
I, félagsfræði, sálfræði,
samskipti, lífeðlisfræði I,
næringarfræði og tölfræði. Deild-
arforseti Hjúkrunarfræðideildar
HÍ, Helga Jónsdóttir, hitti naglann
á höfuðið í Fréttablaðinu 20. apríl
þegar hún segir: „Þekking í hjúkr-
unarfræði er nátengd þekkingu í
líf- og heilbrigðisvísindum, hugvís-
indum, félagsvísindum …“ Hvern-
ig Helga kemst að því að A-prófið
sé „góður kostur til að segja fyrir
um hverjir eru líklegir til að farn-
ast vel í námi í hjúkrunarfræði“
er mér með öllu óskiljanlegt, því
A-prófið mælir ekki ofangreinda
þekkingu.
Síðan segir Helga: „Einnig
hefur komið í ljós að tengsl eru
milli árangurs í íslensku, ensku og
stærðfræði í námi til stúdentsprófs
og árangurs í numerus clausus-
prófi en þessar sömu námsgreinar
eru mikilvægir þættir A-prófsins.“
Til þess eru einmitt framhalds-
skólar! Hjúkrunarfræðinemar eru
búnir að taka próf og útskrifaðir í
íslensku, ensku og stærðfræði. A-
prófið er samið fyrir Námsmats-
stofnun, en mér vitanlega hefur
Námsmatsstofnun enga faglega
þekkingu á hjúkrunar-
fræði. Með tilkomu A-prófs
er því verið að gera grundvallar-
breytingar á námi í hjúkrunarfræði
við HÍ, þar sem alls óskyld stofnun,
sem á engin tengsl við hjúkrunar-
fræði, er farin að velja hjúkrunar-
fræðinga framtíðarinnar.
Inntökupróf
Hjúkrunarfræðideild HÍ heyrir
undir Heilbrigðissvið HÍ og á ekki
að láta aðra segja sér fyrir verk-
um. Innan Hjúkrunarfræðideildar
HÍ er reynsla, færni og þekking og
deildin á að búa yfir sjálfstæði til að
velja hjúkrunarfræðinga framtíðar-
innar. Inntökupróf, sem þreytt væri
í júní ár hvert, ætti að vera samið
af starfsmönnum Hjúkrunarfræði-
deildar HÍ og reyna á hæfni í líf-
og heilbrigðisvísindum, hugvísind-
um, félagsvísindum og kannski því
mikilvægasta, félagsfærni. Slíkt
inntökupróf mun verða miklu far-
sælla við val á verðandi hjúkrunar-
fræðingum, enda prófað í því sem
verðandi hjúkrunarfræðingar eru
að fara að læra, en ekki í því sem
þeir eru búnir að læra í framhalds-
skóla!
Sjálfstæði
Hjúkrunarfræði-
deildar HÍ og A-próf
➜ Ég styð foreldra í fl óknu
uppeldishlutverki og vil
stuðla að því að fjölskyldan
í heild njóti stuðnings- og
meðferðarúrræða sem eru
nauðsynleg fyrir heilsu
hennar og lífsgæði.
KJARAMÁL
Þóra Leósdóttir
iðjuþjálfi MPM
STJÓRNMÁL
Árni Páll
Árnason
formaður
Samfylkingarinnar
MENNTUN
Karl Guðlaugsson
tannlæknir og MPM
➜ Til þess eru ein-
mitt framhaldsskólar!
Hjúkrunarfræðinem-
ar eru búnir að taka
próf og útskrifaðir
í íslensku, ensku og
stærðfræði.
➜ Þess vegna er
heimild þriðjungs
þings til að setja mál
í þjóðaratkvæði alger
forsenda nokkurra
breytinga.
Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK setur ráðstefnuna
Fundarstjóri
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
F
-1
D
E
C
1
7
5
F
-1
C
B
0
1
7
5
F
-1
B
7
4
1
7
5
F
-1
A
3
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K