Fréttablaðið - 19.05.2015, Blaðsíða 20
FÓLK|HEILSA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs-
endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Þorgerður Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari og sér-fræðingur í meðgöngu- og
fæðingarsjúkraþjálfun, vinnur nú
að doktorsrannsókn sinni í líf-
og læknavísindum við Háskóla
Íslands þar sem hún kannar
hugsanleg tengsl milli mikils lík-
amlegs álags eins og íþróttaþjálf-
unar á fæðingarútkomu. „Ég er
enn að safna gögnum en það lítur
út fyrir að ég nái að gera stærstu
rannsókn sem hefur verið gerð á
þessu sviði. Ég hef fengið góðar
viðtökur og er komin með yfir
tvö hundruð konur í rannsóknina
en er enn að biðla til íþrótta-
kvenna í sem flestum greinum
að taka þátt. Ég þarf að fá nógu
margar konur í hverri grein til að
koma og svo er ég með saman-
burðarhóp sem ekki æfir mark-
tækt. Konurnar þurfa aðeins að
svara spurningalista um hvernig
þær hreyfðu sig nokkur ár fyrir
fyrstu fæðingu og meðgöngu og
svo ber ég svörin saman við fæð-
ingarútkomu,“ segir Þorgerður.
GRINDARBOTNSÞJÁLFUN
DREGUR ÚR EINKENNUM
Hún segir skoðanir hafa verið
uppi um það að íþróttakonur
lendi í erfiðari fæðingum en
aðrar konur. „Það er ekkert sem
bendir til þess að svo sé. Svo
segja aðrir að íþróttakonum
gangi betur því þær séu í góðu
formi. Ég vonast til að niður-
stöður rannsóknarinnar geti sagt
eitthvað til um það hvort íþrótta-
konur í góðri þjálfun fái öðru-
vísi fæðingarútkomu en konur
sem eru ekki í eins góðri þjálfun.
Rannsóknin mun einnig hjálpa
okkur að skilja grindarbotninn
betur og hvernig álag virkar á
líkamann. Margar rannsóknir
hafa verið gerðar á grindarbotns-
þjálfun á meðgöngu og eftir
fæðingu og benda flestar til þess
að þjálfun hjálpi og dragi úr ein-
kennum sem margar konur verða
varar við eftir fæðingu.“
Að sögn Þorgerðar eru vanda-
mál frá grindarbotni stærra
vandamál en margir halda, að
minnsta kosti þriðjungur kvenna
glímir við einhver einkenni frá
grindarbotni og talan er senni-
lega nær fimmtíu prósentum. „Oft
er þetta vandamál hjá ungum
konum og margar þeirra eru ekki
meðvitaðar um þetta vandamál.“
MEÐVITUND UM
VANDAMÁLIÐ MIKILVÆG
Enginn fastur rammi er hér á
landi um það hvernig konur með
grindarbotnsvandamál eru að-
stoðaðar eftir fæðingu. Annar
þáttur rannsóknar Þorgerðar er
að bjóða konum í meðferð hjá
sjúkraþjálfara eftir fæðingu til að
meta hvort slík þjálfun skili sér
í minni grindarbotnseinkennum
eftir fæðingu. Þorgerður vonast
til þess að ef niðurstöður rann-
sóknar hennar verða jákvæðar
verði það til þess að þær konur
sem lenda í erfiðri fæðingu fari í
fastan feril, fái sjúkraþjálfun og
aðstoð við að styrkja sig aftur.
„Ég hef starfað við kvenheilsu
í rúm tuttugu ár og mér finnst
stóra og jákvæða málið núna
vera að konur eru upplýstari
og meðvitaðri um að bregðast
við einkennum frá grindarbotni
strax, því það skiptir svo miklu
máli upp á lífsgæði. Einkenni
geta verið margvísleg, til dæmis
þvagleki, verkir, blöðrusig, legsig,
ristilsig, endaþarmssig, loftleki,
það að geta ekki haldið í sér lofti
eða hægðum og fleira. Grindar-
botnsvandamál eru ekki einungis
tilkomin vegna meðgöngu og
fæðingar. Oft er það líka aldurs-
tengd þróun og fleira kemur til,
til dæmis ofþyngd og reykingar.
Það má því leiða að því líkur að
þetta verði stærra vandamál í
framtíðinni ef við höldum áfram
að þyngjast. Grindarbotnsvanda-
mál kvenna eru lýðheilsumál,“
útskýrir Þorgerður.
EKKI ALLTAF EINKENNI STRAX
Meiri áhersla hefur verið á það
undanfarin ár að fólk hreyfi sig og
konur sem nýlega hafa fætt barn
eru þar engin undantekning. Þor-
gerður hefur áhyggjur af þeirri
þróun. „Ég hef áhyggjur af þessari
miklu áherslu á að drífa sig af stað
eftir fæðingu. Það er oft á kostnað
veikasta hlekksins í líkamanum og
eftir fæðingu er það grindarbotn-
inn. Ég held því að þetta sé röng
stefna, konur ættu að byrja á að
hlúa að sínum innsta þætti eftir
fæðingu. Rannsóknir sýna að þó
einkenni séu ekki að birtast strax
þá sé þetta oft þróun í ranga átt,
ef þessir vöðvar eru ekki styrktir
og hugsað um þessa þætti sem
eru svo mikilvægir þó þeir séu
ósýnilegir þá geta vandamálin
komið upp síðar.“
EKKI FARA OF
SNEMMA AF STAÐ
KVENHEILSA Rannsóknir hafa leitt í ljós að að minnsta kosti þriðjungur
kvenna glímir við einhvers konar einkenni frá grindarbotni. Margar konur
fara of snemma að æfa of mikið eftir fæðingu, að mati sjúkraþjálfara.
ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR sjúkraþjálfari hefur starfað við og haft áhuga á kvenheilsu í rúm tuttugu ár. Hún vinnur nú að
doktorsrannsókn sem snýr að grindarbotni íþróttakvenna. MYND/GVA
BETRI LÍFSGÆÐI
„Mér finnst stóra og jákvæða
málið núna vera að konur eru
upplýstari og meðvitaðri um
að bregðast við einkennum frá
grindarbotni strax því það skiptir
svo miklu máli upp á lífsgæði.“
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Opið virka daga kl
. 11–18
Opið laugardaga k
l. 11-16
Sumarsprengja
20-50% afsláttur
Opið í dag
12-15
Skipholti 29b • S. 551 0770
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
0
-0
5
F
C
1
7
6
0
-0
4
C
0
1
7
6
0
-0
3
8
4
1
7
6
0
-0
2
4
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K