Fréttablaðið - 19.05.2015, Síða 24
19. MAÍ 2015 ÞRIÐJUDAGUR2 Eurovision 2015
Fjörutíu lög taka þátt í Eurovision í ár,
þar á meðal Ástralía sem mætir til leiks
í fyrsta sinn. Í vikunni verður farið yfir
öll lögin í hlaðvarpsþættinum Eurovísi
sem hægt er að hlusta á inni á visir.is.
Steinunn Björk Bragadóttir, Heiður
Maríudóttir og Charles Gittins fóru yfir
öll lögin í keppninni í ár og við tókum
saman hvað stóð upp úr.
RÚSSLAND
„Þetta er stórkostleg lag. Þetta er
mögulega að fara að vinna Euro-
vision,“ segir Heiður. Charles og
Steinunn tóku undir án þess þó að
vera sérlegir aðdáendur Rússa í keppninni.
„Ég hef elskað rússnesku lögin síðustu tvö
ár en lagið er mjög gott og þetta flýgur í úr-
slitin en svo, æ, ég veit það ekki,“ segir
Charles.
BELGÍA
„Lagið er mjög gott en mér finnst
takturinn skrítinn,“ segir Charles.
Þau Heiður eru sammála um það
og að takturinn virki. „Hann sígur
djúpt inn í mann og nær manni,“ segir Heið-
ur. Steinunn vonast til að lagið fljúgi áfram
til þess að tryggja að minnsta kosti eitt gott
lag komist áfram af fyrra kvöldinu. „Hann
syngur frábærlega „live“,“ segir hún.
EISTLAND
„Síðast þegar ég gerði lista var
þetta í þriðja sæti hjá mér,“ segir
Steinunn, sem tekur þó fram að
listinn breytist daglega. „Þetta
finnst mér besta lagið í fyrri undankeppn-
inni,“ segir hann. „Eina vandamálið fyrir
mig er að það er ósamræmi á milli tónlist-
arinnar og textans.“ Öll þrjú voru þau sam-
mála um að lagið væri gott.
NOREGUR
„Mér finnst þetta frábært lag,“
segir Steinunn og Heiður tekur
undir. Charles er ekki alveg jafn-
hrifinn. „Þetta er ekki La det
svinge, sem er það sem ég vil fá frá Noregi.
Þetta er smá niðurdrepandi og dapurlegt,“
segir hann. „Ég vil ekki raunveruleikann í
Eurovision.“ Hann er þó sammála um gæði
lagsins. „Þetta kemst áfram pottþétt.“
HVÍTARÚSSLAND
„Þetta er ágætis hjartastuðtæki,“
segir Steinunn en þremenning-
arnir eru sammála um að þetta
lag henti vel á eftir ungverska
laginu, sem ekkert þeirra er sérlega hrifið
af. „Þetta er fáránlega grípandi viðlag.“
LITHÁEN
„Það yrðu mjög leiðinleg úrslit án
þessa lags,“ segir Charles. Stein-
unn segir að flytjendurnir virki
vel saman á sviðinu; þau virki
raunverulega ástfangin. „Ég held að þetta sé
frábært opnunarlag,“ segir Heiður.
ÍSRAEL
„Þetta er frábært lag,“ segir
Charles. Heiður segir að lagið sé
í miklu uppáhaldi hjá sér en öll
þrjú eru sammála um að lagið sé
mjög gott. „Ef þetta lag væri ekki númer níu
í röðinni þá væri fólk í alvöru bara farið og
búið að slökkva á þessu, þannig að hann
bjargar öllu sjóvinu þarna,“ segir hún. Stein-
unn segir hann svo vera ísraelsku útgáfuna
af Friðriki Dór. „Og það er ekkert slæmt við
það,“ segir hún.
SVÍÞJÓÐ
„Hann flýgur áfram og verður
örugglega í topp fimm,“ segir
Charles. Steinunn telur þó of stutt
síðan Svíar unnu síðast keppnina
til að þeir vinni aftur. Hún sé þó viss um að
sænska lagið verði ofarlega í úrslitunum.
ÁSTRALÍA
„Þetta er svo fáránleg gott að ég
trúi bara ekki að þetta sé í Euro-
vision,“ segir Steinunn. Heiður
segir lagið vera „amerískt“; það
sé aðgengilegt og kunnuglegt. Charles seg-
ist fíla lagið. „En ég vil ekki að Ástralía
vinni,“ segir hann en bætir við að frábært
væri að sjá Ástralíu í öðru eða þriðja sæti.
ÍTALÍA
„Þetta er á toppnum hjá mér,“
segir Steinunn og Heiður og
Charles taka undir. „Ég myndi
alla vega vilja að Ítalía sigraði,“
segir hann. Heiður segir að ítalska lagið
hafi unnið alþjóðlega kosningu aðdáenda-
klúbba Eurovision um alla Evrópu. „Svona
„hardcore“-aðdáendur eru að fíla þetta lag
en það er samt ekki alltaf vísbending um
að lagið eigi eftir að vinna,“ segir Stein-
unn.
SPÁNN
„Loksins er smá öskur og
ástríða,“ segir Charles um
spænska framlagið. Steinunn
segir að aðdáun sín á laginu hafi
farið dvínandi. „Ég elskaði þetta þegar ég
heyrði þetta fyrst en ég elska þetta ekki eins
mikið núna en fíla þetta samt,“ segir hún.
Heiður segir að útgáfa af laginu þar sem það
er sungið „live“ sé stórkostleg.
Þetta eru bestu lögin
– segja sérfræðingarnir
Sérfræðingar Eurovísis eru þau Steinunn Björk Bragadóttir, Heiður Maríudóttir og Charles Gittins.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
6
0
-4
B
1
C
1
7
6
0
-4
9
E
0
1
7
6
0
-4
8
A
4
1
7
6
0
-4
7
6
8
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K