Fréttablaðið - 19.05.2015, Side 32
19. MAÍ 2015 ÞRIÐJUDAGUR10 Eurovision 2015
Stigagjöfin í Eurovision er í
hæsta máta pólitísk. Það sést
glögglega þegar skoðað er
hvaða þjóðir gefa hverjum
stig. Eurovísir gerði úttekt
á stigagjöfinni til að finna
út hverjir eru bestu vinir
Íslendinga.
Norðurlandaþjóðirnar eru til að
mynda mun gjafmildari á stig til
Íslendinga en aðrar þjóðir. Svíþjóð,
Danmörk og Noregur hafa gefið
Íslendingum langflest stig en ná-
kvæmlega sömu þjóðir hafa fengið
langflest stig frá okkur. Svíar hafa
í gegnum tíðina gefið okkur flest
stig en við höfum ekki alveg laun-
að greiðann heldur gefið Dönum
flest stig.
VIÐ BETRI VINIR DANA EN ÞEIR OKKAR
Ísland hefur gefið Dönum tals-
vert meira af stigum en þeir
okkur. Frá Íslandi hafa 229 stig
farið til Dana, meira en til nokk-
urrar annarrar þjóðar, en þeir
hafa aðeins gefið okkur 157 stig.
Það munar því 72 stigum. Munur-
inn er jafnmikill og heildarstiga-
fjöldi sem Ísland hefur fengið
frá Aser baídsjan, Georgíu, Serb-
íu og Svartfjallalandi, Júgóslav-
íu, Mónakó, Makedóníu, Úkra ínu,
Bosníu og Hersegóvínu, Búlgaríu
og Tékklandi – samanlagt.
Danir eru nefnilega hrifnari af
Svíum en okkur. Þeir hafa gefið
sænskum lögum samtals 322 stig,
sem er mun meira en þeir hafa
gefið nokkrum öðrum en næst á
eftir Svíunum koma Írar, sem hafa
fengið 168 stig frá frændum okkar
Dönum.
Stigaskipti Íslands og Svíþjóð-
ar eru í mun meira jafnvægi. Við
höfum ekki gefið Svíum nema 19
stigum umfram það sem þeir hafa
gefið okkur. Íslendingar hafa gefið
sænskum lögum 185 stig í heild-
ina en sænska þjóðin hefur gefið
íslenskum lögum 166 stig. Að
jafnaði gefa Íslendingar og Svíar
hverjir öðrum sex stig í keppni,
sem er það sama og meðaltalið frá
Dönum til Íslendinga en Íslending-
ar gefa Dönum að jafnaði átta stig
í keppni.
GÓÐVILDIN EKKI ENDURGOLDIN
Hin hliðin á peningnum sýnir
okkur hins vegar hvað Spánverjar
hafa verið gjafmildir á stig án þess
að fá jafn mikið til baka. Í gegnum
tíðina hafa Spánverjar gefið Íslend-
ingum 95 stig í heildina, sem er þó
ekki nema að jafnaði þrjú stig á ári.
Íslendingar hafa aftur á móti að-
eins gefið Spánverjum 26 stig, eða
að meðaltali eitt stig á ári. Spán-
verjar hafa því gefið Íslendingum
69 stigum meira en við þeim.
Svipað er uppi á teningnum hjá
Bretum. Þeir hafa gefið okkur 99
stig, að jafnaði þrjú stig á ári, en
við þeim aðeins 37 stig, eða eitt
stig á ári. Þeir hafa gefið okkur 62
stigum meira en við þeim.
ALDREI NEITT FRÁ ASERBAÍDSJAN
Aðeins eitt land hefur aldrei gefið
Íslendingum stig – Aserbaídsjan.
Þeir hafa haft ellefu tækifæri til
að gefa okkur stig, það er bæði
í undanúrslitum og úrslitum. Á
sama tíma hafa Íslendingar gefið
framlagi Aserbaídsjan samtals 30
stig.
Íslenska þjóðin hefur þó líka
verið ansi hörð gagnvart nokkr-
um löndum. Í fjórtán atkvæða-
greiðslum höfum við gefið Make-
dónum eitt stig. Ekkert stig hefur
ratað frá okkur til Tékklands
eða Mónakó í þremur atkvæða-
greiðslum. Svartfellingar hafa
heldur enn ekki fengið stig frá Ís-
landi þrátt fyrir fimm tækifæri.
Hvaða þjóðir eru vinir okkar?
Jóhannes Þór Skúlason, aðstoð-
armaður forsætisráðherra, seg-
ist ekkert fara í grafgötur með
áhuga hans á Eurovision. Hann
kviknaði þegar hann var ell-
efu ára og hefur ágerst síðan þá.
Hann spáir Maríu góðu gengi en
leggur sitt atkvæði á Finnland.
„Ég er gjörsamlega djúpt sokk-
inn fyrir mörgum árum en hugsa
að þetta hafi byrjað þegar ég sá
Diggie-Loo Diggie-Ley með Herr-
eys-bræðrum í svarthvíta sjón-
varpinu hjá mömmu og pabba,“
segir Jóhannes.
Hann segir að öllu verði tjaldað
til á aðalkvöldinu. „Það er ákveð-
inn hópur fjölskyldu og vina sem
hittist til að horfa á keppnina.
Veislan byrjar klukkan fimm
og menn borða saman og svona.
Allir þurfa að vera búnir að velja
sér land til að halda með og koma
með fána, helst heimagerðan. Þá
bera menn fram einhvers konar
kynningu á landinu sínu; eitthvað
til að borða, drekka eða menn-
ingu. Svo er gríðarlega hörð kosn-
ingabarátta um hver er með bestu
kynninguna,“ segir hann og bætir
við að hans land í ár verði Finn-
land. „Finnska lagið er mitt uppá-
halds í ár. Það er fyrst og fremst
pönkið, en ég er pönkari inn við
beinið. Pönkið lifir!“
Þá segist hann ágætlega bjart-
sýnn á gengi okkar Íslendinga í
keppninni í ár. „Ég er bjartsýnn.
Kannski ekki alveg Gleðibanka-
bjartsýnn en ég held að María
eigi eftir að selja þetta í undan-
riðlinum og koma því upp því hún
hefur fína útgeislun á sviði. Ég
spái henni tíunda til tólfta sæti,“
segir Jóhannes Þór.
Partíhöld frá fimm
J‘aime la vie með Söndru Kim er annað
af tveimur uppáhaldslögum Jóhannesar.
„Hún er engillinn sem tekur þetta og
ég held það eigi eftir að koma okkur
alveg svakalega á óvart hvernig henni
gengur. Hugsanir skapa heiminn
og við komumst í fyrsta sætið ef við
sköpum orkuna, erum stolt í hjarta
okkar og þá gengur allt vel,“ segir
Sigríður Klingenberg spámiðill um
gengi Maríu í keppninni.
Sigga leitaði aðstoðar að handan
og fékk þau svör að Noregur ætti eftir
að hreppa fyrsta sætið og Ítalía annað.
„Mér sýnist við fá tíunda sætið, sem er
samt fyrsta sæti frá mér. Við verðum
líka að halda í trúna og það er það
sem kemur okkur áfram,“ segir hún.
Hún segir talnaspekina einnig
Maríu í hag. „María er akkúrat að
byrja tímabil sem tengir hana í hug-
myndum og listum. Hún er akkúrat á
ári þar sem fólk mun hjálpa henni og
hún mun alltaf hafa þetta. Henni mun
ganga sérlega vel í gegnum lífið,“ segir
Sigga og bætir við að einlægni Maríu
og fegurð muni fleyta henni langt í
lífinu. Heillaráð hennar til Maríu sé því
að halda áfram að vera hún sjálf.
„Þegar hún horfir í myndavélarnar
þá sér fólk þessa einlægni. Augu
hennar eru á við þúsund tár og þá vilja
allir kjósa hana.“
Engillinn sem
mun koma
öllum á óvart
Sigríður Klingenberg spámiðill leitaði
aðstoðar að handan til að spá um
úrslitin í Eurovision.
Íslendingar geta yfirleitt treyst á Dani þegar kemur að stigagjöfinni í Eurovision.
Aserbaídsjan hefur ekki sent okkur eitt
einasta stig.
Svartfellingar hafa ekki fengið eitt einasta stig frá Íslandi þrátt fyrir að hafa fimm
sinnum keppt á sama tíma og við.
jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
Þú færð Maríuskartið
í Jóni & Óskari
Hannað af Sunnu Dögg Ásgeirsdóttur –
smíðað af okkur.
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
• 152313
SKARTIÐ ER SELT TIL
STYRKTAR HUGARAFLI.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
6
0
-0
5
F
C
1
7
6
0
-0
4
C
0
1
7
6
0
-0
3
8
4
1
7
6
0
-0
2
4
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K