Fréttablaðið - 19.05.2015, Side 48

Fréttablaðið - 19.05.2015, Side 48
19. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 28 BAKÞANKAR Erlu Bjargar Gunnarsdóttur SWIFT OG STRÁKARNIR SIGURSÆL Billboard-verðlaunin voru afh ent í Las Vegas á sunnudagskvöld. Sigurvegari kvöldsins var Taylor Swift með átta verðlaun. Sam Smith fékk þrenn en gat því miður ekki mætt þar sem hann gekkst undir aðgerð í síðustu viku. Iggy Azalea fékk einnig þrenn verðlaun og One Direction og Hozier fengu tvenn. FJÓRIR FRÆKNIR Strákarnir í One Direction mættu á sína fyrstu verðlaunahátíð eftir að þeir urðu fjórir. Þeir fóru heim með tvenn verðlaun; sem besta tónleika- sveitin og besta hljómsveitin, en þeir tileinkuðu verðlaunin Zayn Malik sem hætti í sveitinni þann 25. mars. NORDICPHOTOS/GETTY ALSÆL Taylor Swift var ekki lítið sátt með öll verðlaunin sín átta. Hún mætti á hátíðina með her af vinkonum með sér, sem léku í nýja myndbandinu hennar við lagið Bad Blood, en það var frumsýnt við upp- haf hátíðarinnar. BERT Á MILLI Þær Jennifer Lopez og Rita Ora héldu bert-á-milli trendinu á lofti, og gerðu það bara nokkuð vel. BALMAIN-HERINN Fyrirsæturnar Jourdan Dunn og Kendall Jenner mættu í fatnaði úr línu Balmain-tískurisans fyrir H&M sem væntanleg er í verslanir í nóvember. SÆT OG FÍN Kynnir kvöldsins, Chrissy Teigen, mætti ásamt eiginmanni sínum, John Legend, sem fór heim með verðlaun fyrir mest sótta lagið á netinu, All Of Me. KLIKKAR EKKI Nicky Minaj fór tóm- hent heim en sló í gegn á sviðinu. ENGU GLEYMT Mariah Carey kom fram á Billboard-verðlauna- hátíðinni í fyrsta sinn í sautján ár. UPPÁHALD ALLRA Ed Sheeran heillaði alla upp úr skón- um þegar hann tók lagið sitt Bloodstream á hátíðinni, en hann fór tómhentur heim þrátt fyrir að vera tilnefndur til fimm verðlauna. ALLTAF TÖFF Hin eina sanna poppprinsessa, Britney Spears, tók lagið með Iggy Azalega við mikinn fögnuð gesta. ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK EMPIRE MAD MAX 8, 10:30(P) PITCH PERFECT 2 5:30, 8, 10:30 BAKK 5:50, 8 AVENGERS 2 3D 10:10 ÁSTRÍKUR 2D 5:50 ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR - Fréttablaðið - Morgunblaðið ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ Á Twitter-síðu Stjörnunnar var verið að grínast með að setja vopnaleitarhlið á völlinn vegna komu Breiðholtsliðsins Leiknis til Garða- bæjar um helgina. Ekkert sérlega fyndið en fékk mig til að hugsa um ræturnar. Ég er nefnilega stoltur Breiðhyltingur. Úr Fellunum. Ekki úr einbýlishúsi í Seljahverfi. Afsak- ið villingahrokann. ÉG man eftir því að hafa farið á Samfés-ball með Fellahelli þar sem unglingar af öllu Stór- Reykjarvíkursvæðinu komu saman. Ég var þrettán ára og skítstressuð. Í hermanna- klossum með stáltá, mótor- hjólaleðurjakka og lágt tagl – og fullan munn af barnatönn- um. Ófermd skjáta sem reyndi að fela sakleysið með svörtum augnblýanti, maskara og sígarettu í munnvikinu. HÚSIÐ var fullt af unglingum. Ball- erínuteinréttum stelpum með teina. Óttinn náði heljargreipum á andlitinu þannig að það var eins og svipur- inn yrði harðari, óttinn í augunum minnti á ofsa og stressaðir hnúarnir létu mig líta út eins og ég væri til í slaginn. Vöðvarnir herptust saman og axlirnar drógust upp að eyrum þannig að 150 sentímetra skrokkur- inn (þau heilu ósköp!) skrapp saman um fimm sentímetra. Ég var eins og samankreist reiðisprengja. Misskilin reiðisprengja í hvítum barnanærbol og með barnabumbu. ÉG týndi hjörðinni minni og til að ná andanum dreif ég mig inn á kvennaklósett. Þar voru þrjár stelp- ur að setja á sig gloss fyrir framan spegilinn. Með sítt, slegið, slétt hár. Brúnar og berfættar í Nike-skóm. Í hvítum 501, wonderbra og vel úðaðar af ávaxtaspreyi. Þær áttu örugg- lega allar hund. Örugglega labrador. Gulan labrador. Mikið voru þær ótrúlega fallegar. Mig langaði svo að skoða þær þótt ég hafi ekki fyrir mitt litla líf þorað að koma nálægt þeim. Ég gjóaði augunum á þær og því miður tóku þær eftir því. Tóku eftir mér. „Hvaðan ert þú?“ spurði ein þeirra. Ég var svo feimin að mig langaði að hverfa. „Fellunum,“ svar- aði ég snaggaralega og með kvíða- grettu á andlitinu. Spennuþrungin þögn í ógurlega langar þrjár sek- úndur. „Ó, guð minn góður! Ertu að fara að berja okkur?“ Breiðholtið í stelpunni 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 6 0 -3 C 4 C 1 7 6 0 -3 B 1 0 1 7 6 0 -3 9 D 4 1 7 6 0 -3 8 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.