Fréttablaðið - 19.05.2015, Qupperneq 50
19. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 30
Graníthellur hafa mun lengri endingartíma en venju legar
hellur. Þær henta vel fyrir bílaplön, torg, stíga, þrep, litlar
hleðslur og garða.
Fjárfesting sem steinliggur
Graníthellur20
YFIR
TEGUND
IR
AF HELLU
M
Hringhellu 2
221 Hafnarfjörður
Hrísmýri 8
800 Selfoss
Malarhöfða 10
110 Reykjavík
Berghólabraut 9
230 Reykjanesbær
Smiðjuvegi
870 Vík
Sími 4 400 400
www.steypustodin.is
Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar
samkvæmt viðurkenndum stöðlum.
Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar
aðstoða þig við að finna réttu lausnina.
4 400 400
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er komin
með leikheimild með Selfossi og spilar sinn fyrsta
leik í kvöld þegar Selfossliðið fær ÍBV í heimsókn
í Suðurlandsslag Pepsi-deildar kvenna í fótbolta.
Síðasti sigurleikur Selfoss með Dagnýju í fyrra-
sumar var einnig á móti ÍBV, en hún lék þá aðeins
fyrstu 11 leiki liðsins. Leikurinn hefst klukkan
18.00 en klukkan 18.15 tekur Fylkir á móti Ís-
landsmeisturum Stjörnunnar í uppgjöri liða sem
unnu bæði leiki sína í fyrstu umferðinni. Hinir
leikir kvöldsins eru Þróttur-Þór/KA (18.00),
Afturelding-Breiðablik og KR-Valur (allir klukkan
19.15). Breiðablik er á toppnum eftir 5-0 sigur
á Þrótti í fyrsta leik og Valur vann á sama tíma
3-0 sigur á Aftureldingu.
Dagný á ný með Selfossi í kvöld
HANDBOLTI „Mér finnst þetta helst til of stutt,“ sagði Skúli Skúlason,
formaður lyfjaráðs ÍSÍ, í samtali við Fréttablaðið í gær, þegar hann
var spurður um sex mánaða bannið sem handboltamaðurinn Jóhann
Birgir Ingvarsson var dæmdur í, en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúr-
slitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. Niðurbrotsefni af sterum fundust í
þvagsýni Jóhanns.
Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir Jóhanni en
refsiramminn er fjögur ár: „Ég hefði sætt við mig við árs keppnisbann.
Við fórum fram á tvö ár þótt refsiramminn væri fjögur ár. Ástæðan
fyrir því er að það þarf að vera um skýran ásetning að ræða til þess að
fara fram á fjögur ár,“ sagði Skúli, sem hefur nokkrar áhyggjur af því
að dómurinn geti verið fordæmisgefandi.
„Ég hef pínulitlar áhyggjur af því. Íþróttamenn verða að hafa
ábyrgðarhlutann í huga. Það sem fólk setur ofan í sig er algjörlega á
þess ábyrgð,“ sagði Skúli sem telur ólíklegt að lyfjaráð áfrýi dómnum.
- iþs
Lyfjaráð fór fram á tveggja ára dóm
HÁLFS ÁRS BANN Bann Jóhanns rennur út 18.
september næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FÓTBOLTI Elísabet Gunnarsdóttir
hefur þjálfað markadrottninguna
Margréti Láru Viðarsdóttur í
mörg ár og Elísabet þjálfaði syst
ur hennar, Elísu Viðarsdóttur, hjá
Kristianstad í fyrra. Nú þjálf
ar hún þær saman í fyrsta sinn.
„Það er æðislegt,“ segir Elísabet
og hún segir systurnar ólíkar.
„Þær eru algjörlega svart og
hvítt. Þær eru ótrúlega ljúfar við
hvor aðra held ég, hjálpa hvor
annarri mikið og sýna stuðning,“
segir Elísabet.
„Það er frábært að þær fái að
upplifa það. Elísa hefur verið að
bæta sig mjög mikið og var að
spila sinn besta leik fyrir Kristi
anstad í síðasta leik,“ segir Elísa
bet, en Elísa lagði upp sigurmark
Kristianstad í leiknum. Elísa er
fimm árum yngri en Margrét
Lára og var
aðeins 14 ára
þegar stóra
systir fór til
Reykjavíkur
til að spila
með Val.
- óój
Eru eins og
svart og hvítt
FÓTBOLTI Miðvörðurinn Pétur
Viðarsson yfirgefur herbúðir FH
í júlí og heldur til náms í Ástral-
íu. Þetta kom fram á Fótbolti.net
í gær. Hann ætlar að leggja stund
á MBA-nám í viðskiptafræði.
Pétur, sem er fæddur árið
1987, hefur leikið 108 leiki með
FH í Pepsi-deildinni og verið
fastamaður í liðinu undanfarin
ár. Hann hefur spilað alla leiki
þeirra í deildinni í sumar.
FH er ágætlega sett með mið-
verði en auk Péturs eru þeir Guð-
mann Þórisson, Kassim Doumbia
og Brynjar Ásgeir Guðmundsson
á mála hjá félaginu og munu fylla
skarð Péturs hjá félaginu. - iþs
Pétur á förum
SPORT
FÓTBOLTI „Hún hefur alltaf haft
þetta markanef og þegar hún
kemst í færi þá skorar hún yfir
leitt,“ segir Elísabet Gunnars
dóttir, þjálfari Kristianstad, um
Margréti Láru Viðarsdóttur en
Elísabet þekkir vel til Margrétar
Láru sem hefur spilað fyrir hana
bæði hjá Val og sænska liðinu.
Margrét Lára skoraði um
helgina sitt 47. mark í efstu deild
í Svíþjóð og um leið féll met Ást
hildar Helgadóttur, sem hafði stað
ið óhaggað frá árinu 2007.
Ásthildur enn þá risanafn á Skáni
„Ásthildur var ekkert smá góð
hérna plús það að hún er algjör
goðsögn á Skáni innan kvennafót
boltans. Hún er risanafn sem allir
muna eftir,“ segir Elísabet um Ást
hildi Helgadóttur sem skoraði 46
mörk í 58 leikjum fyrir lið Malmö.
„Ásthildur opnaði ákveðnar dyr
sem hefur hjálpað okkur öllum
sem komu á eftir henni,“ segir
Elísabet sem sjálf tók við liði
Kristianstad árið 2009. Margrét
Lára kom til Kristianstad um mitt
tímabil 2009 en hafði áður skorað
127 deildarmörk fyrir Elísabetu
þegar þær unnu saman hjá Val.
„Hennar besti eiginleiki sem
leikmaður er að hún er ótrúleg í að
klára færin. Það er oft sem maður
hugsar í leikjum; af hverju var
Margrét ekki í þessu færi, þegar
einhver klúðrar,“ segir Elísabet
sem segir að Margrét sé enn þá
svolítið frá sínu besta formi. „Hún
er ekki með sömu snerpu og yfir
ferð sem maður er vanur að sjá hjá
henni. Hún kemst því ekki í sömu
færin,“ segir Elísabet.
Lagar ekki lærin
Margrét Lára skoraði ekki í fyrstu
fjórum leikjum Kristianstad en
hefur nú skorað í tveimur leikjum
í röð sem báðir unnust. „Þetta voru
tvö skallamörk sem er mjög ólíkt
henni,“ segir Elísabet um mörkin
hennar á móti AIK og Mallback
en, sem hún segir hjálpa Margréti
Láru í endurkomu sinni eftir að
hún varð mamma.
„Þetta lagar ekki lærin en hjálp
ar sjálfstraustinu að sjá það að
maður er enn þá þar sem maður
var,“ segir Elísabet um þýðingu
markanna, en Margrét Lára er enn
að glíma við sömu meiðsli og fyrir
barneignarfríið. Margrét Lára
hefur nú skorað 44 af 47 mörkun
um sínum í Svíþjóð fyrir Elísabetu
eða öll nema þrjú þau fyrstu sem
hún skoraði fyrir Linköping fyrri
hluta sumars 2009.
Hefur verið á sérsamningi
„Það er kannski eðlilegt að hún
hafi endað alltaf aftur og aftur
hjá mér út af þessum meiðslum.
Hún hefur verið á sérsamningi
hvað varðar æfingar og hefur
ekki verið að æfa hundrað prósent
eins og aðrir leikmenn. Hún hefur
farið tvisvar sinnum annað, fyrst
til Linköping og svo til Potsdam,
og hún hefur endað hjá okkur því
hún kemst ekki á sérsamning hvar
sem er,“ segir Elísabet.
„Hún hefur ekki æft eins og
aðrir leikmenn og hefur þurft að
vera í sundlauginni og í sérpró
grammi úti á velli þegar hinir
eru á æfingu,“ útskýrir Elísabet.
Elísabet gerði Margréti Láru að
fyrirliða Kristianstadliðsins fyrir
þetta tímabil og sinnir hún því
hlutverki með Susanne Moberg.
Ráða því hvor er með bandið
„Ég er með tvo fyrirliða. Þær sjá
alveg um það sjálfar og eru bara
leiðtogar fyrir liðið inni í klef
anum. Þær ráða því hvor er með
bandið,“ segir Elísabet, en úr fjar
lægð lítur út fyrir það að þær
skipti við hvern tapleik.
Ásthildur Helgadóttir stóð sig
frábærlega með liði Malmö á
fyrsta áratug þessarar aldar. Ást
hildur spilaði fyrst þrjá leiki með
Malmö í lok 2003tímabilsins en
var síðan með Malmö þrjú síðustu
tímabilin á ferlinum 20052007.
Besta tímabilið hennar var 2006
þegar hún var í baráttu um marka
kóngstitilinn í sænsku deildinni.
Ásthildur varð á endanum í þriðja
sæti á eftir þeim Lottu Schelin og
Mörtu, sem báðir hafa síðan verið
í hópi bestu knattspyrnukvenna
heims. Ásthildur varð að leggja
skóna á hilluna haustið 2007 vegna
þrálátra hnémeiðsla.
Hefur tekið annað met af henni
Þetta er ekki fyrsta markmetið
sem Margrét Lára tekur af Ást
hildi því Ásthildur var marka
hæsta landsliðskona Íslands frá
1996 til byrjun árs 2007 þegar
Margrét Lára bætti met hennar.
Margrét Lára hefur síðan bætt
metið um heil 48 mörk.
ooj@frettabladid.is
Ótrúleg í að klára færin sín
Margrét Lára Viðarsdóttir er nú orðin markahæsta íslenska knattspyrnukonan í efstu deild í Svíþjóð eftir að
hafa skorað í tveimur síðustu leikjum Kristianstad. Hún bætti met Ásthildar Helgadóttur um helgina.
Margrét Lára Viðarsdóttir 47
Ásthildur Helgadóttir 46
Sara Björk Gunnarsdóttir 30
Erla Steina Arnardóttir 12
Dóra Stefánsdóttir 10
FLEST ÍSLENSK MÖRK Í
SÆNSKU KVENNADEILDINNI:
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
6
0
-2
3
9
C
1
7
6
0
-2
2
6
0
1
7
6
0
-2
1
2
4
1
7
6
0
-1
F
E
8
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
5
6
s
_
1
8
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K