Morgunblaðið - 11.06.2015, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
„Þetta er merkilegt og ekki merkilegt. Gæsir
og endur iðka lauslæti og ef þær finna ekki
sína réttu tegund er bara hoppað yfir í þá
næstu,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson fugla-
fræðingur um fuglapar sem Jónína Ósk-
arsdóttir frá Fáskrúðsfirði myndaði. Um er
að ræða grágæs og helsingja af andaætt.
Jónína myndaði parið fyrst hinn 22. apríl sl.
og aftur í byrjun júní og segir Jóhann Óli því
öruggt að þarna sé par á ferðinni. Hann
minnist þess ekki að hafa séð grágæs og
helsingja para sig saman áður.
Aðspurður segist Jóhann ekki vera búinn
að skoða myndir Jónínu nægilega vel til þess
að geta sagt til um það hvor fuglinn sé af
hvaða kyni. Parið getur þó eignast afkvæmi,
heldur Jóhann Óli áfram að útskýra fyrir
blaðamanni, en fuglinn sá yrði aftur á móti
að öllum líkindum ófrjór.
„Erfðafræði þessara fugla hefur ekki verið
rannsökuð að neinu viti, í það minnsta ekki
svo ég þekki til. En svo veit maður ekki
hvort þeir verpa eða hvernig það er,“ segir
Jóhann og bætir við að þegar fugla-
áhugamenn sjái kynblendinga velti þeir því
oft fyrir sér hvaða fuglar standi að baki
þeim.
Hann segir kynblendinga hegða sér eins
og venjulegir fuglar og ekki sé að sjá á þeim
að þeir séu fatlaðir sökum uppruna síns. Þá
virðist það algengara hjá fuglum að geta af
sér afkvæmi sem er kynblendingur en hjá
öðrum dýrum sem eðla sig, að sögn Jóhanns
Óla.
Jákvætt að sjórinn sé kaldari
„Þrátt fyrir að tegundirnar iðki lauslæti
ætti að vera auðvelt fyrir þær að finna sér
maka af sama kyni,“ segir Jóhann Óli. Hann
veit ekki hvers vegna tegundirnar tóku sam-
an: „Helsinginn gæti hafa orðið eftir á leið til
Grænlands, og hann hitt grágæsina einhvers
staðar. Það er ágætis ágiskun, án þess að ég
hafi hugmynd um það.“
Þegar talið berst að stöðu fuglalífs hér-
lendis almennt segir Jóhann Óli að ef ekki
verði fleiri hret og ekki snjói meira verði
þetta sæmilegt vor.
„Það er misjafnt eftir tegundum, krían er
ekki búin að verpa ennþá. Þetta er allt mun
seinna en sleppur vonandi ef það fer að
sumra. Ef þessi kuldi heldur áfram verður
þetta hins vegar mjög slæmt,“ segir hann.
Jóhann Óli segir það góðar fréttir að sjór-
inn sé kaldur. „Þetta er búið að vera svo af-
skaplega vont ástand á sjófuglunum síðast-
liðin tíu ár út af hlýrri sjó,“ segir hann og
bætir við að með lægra hitastigi í hafi geti
sandsílastofninn stækkað. „Það er mikið af
fugli sem treystir á sandsíli. Allir sjófuglar
treysta á sandsíli,“ segir hann.
Helsingi og grágæs í eina sæng
Gæsir og endur iðka lauslæti Finni þær ekki fugl af sinni tegund snúa þær sér að næstu tegund
Algengara hjá fuglum en öðrum dýrum Geta eignast afkvæmi en það verður líklega ófrjótt
Ljósmyndir/Jónína G. Óskarsdóttir
Forboðin ást? Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir ekki óeðlilegt að helsingi og grágæs pari sig saman og segir að algengara sé að fuglar geti af sér kynblendinga en hjá öðrum dýrum.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Tugir erlendra ferðamanna hafa
bókað sig í gönguferðir um Lauga-
veginn, frá Landmannalaugum nið-
ur í Þórsmörk, sem eiga að hefjast
næstkomandi mánudag, 15. júní.
Vegurinn í Landmannalaugar er enn
lokaður, mikill snjór er á gönguleið-
inni og kuldi í veðurkortunum. Í dag
má búast við skúrum eða slydduélj-
um á miðhálendinu og frosti í nótt.
Lokað í Landmannalaugar
Íslenskir fjallaleiðsögumenn
(ÍFLM) ætluðu með tvo 16 manna
hópa útlends göngufólks á Lauga-
veginn 15. júní. Ferðirnar eru löngu
fullbókaðar. Arnar Már Ólafsson,
markaðsstjóri ÍFLM, sagði að vegna
aðstæðna hefði verið útbúin vara-
áætlun sem gripið verður til takist
ekki að opna veginn í Landmanna-
laugar í byrjun næstu viku. Í dag
verður haldinn fundur með Vega-
gerðinni og fleirum um hvort stung-
ið verður í gegnum skaflana að
norðanverðu og leiðin í Landmanna-
laugar opnuð. Svæðið er viðkvæmt
þegar fer að hlána.
„Eins og staðan er núna vinnum
við samkvæmt plani B,“ sagði Arnar
Már í gær. „Laugavegurinn er orð-
inn mjög þekktur í heimi göngu-
ferðafólks og ferðamennirnir eru
fullir eftirvæntingar. Það er vont að
lenda í svona aðstæðum. Ef ástandið
breytist ekki munum við líklega fara
með hópana að sunnverðu. Þá verð-
ur farið í gegnum Hvolsvöll og inn
Fljótshlíð að Einhyrningi. Þaðan
mun þeir ganga inn í Emstrur og svo
aftur niður í Þórsmörk. Þetta er
mjög mögnuð leið og ég á von á að
fólkið verði ánægt, en það er samt
vont að geta ekki afhent vöruna eins
og hún var seld.“ Leiðin frá Emstr-
um í Þórsmörk er syðsti hluti
Laugavegarins.
Arnar Már sagði að komið hefði
verið fyrir birgðum í skálum Ferða-
félags Íslands á Laugaveginum
þannig að þar væri allt til reiðu. Vel
væri hægt að ganga á snjó, en lokun
vegarins í Landmannalaugar væri
aðalhindrunin.
Arnar Már kvaðst ekki muna eftir
svona ástandi á fjöllum frá því hann
fór að starfa við fjallaferðaþjónustu.
Hann byrjaði sem leiðsögumaður
ferðamanna 1987 og hefur starfað
við ferðaþjónustuna síðan.
„Þetta er líklega snjóþyngsta vor-
ið nú í seinni tíð. En þessir hlutir
breytast hratt. Í fyrra vorum við
óróleg á tímabili en svo löguðust að-
stæður mjög hratt,“ sagði Arnar
Már. Hann sagði að kæmi hláka
rynni tiltölulega fljótt úr leiðinni.
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við
lendum í köldu vori en þetta bjarg-
ast yfirleitt allt fyrir horn. Ferða-
menn sem panta ferðir á þessum
árstíma vita að aðstæður geta verið
erfiðar og við upplýsum þá um að við
getum þurft að breyta áætlunum.
Fólk sýnir því góðan skilning.“
Gripið til varaáætlunar
Ferðaskrifstofan Trek Iceland er
með bókaða gönguferð um Lauga-
veginn þann 15. júní. Styrmir Þór
Bragason framkvæmdastjóri sagði
að 34 útlendingar væru bókaðir í
ferðina. Af þeim ætluðu 14 að gista í
tjöldum og 20 í skálum. Styrmir Þór
sagði að þeir væru alltaf með vara-
áætlanir fyrir sínar ferðir.
„Við erum með tvær varaáætlanir
í skoðun þessa dagana. Það er nokk-
uð ljóst að við getum ekki farið
Laugaveginn sem slíkan en við get-
um gengið syðri hlutann af honum
og sú leið er fær. Líklegast munum
við vinna ferðina út frá Þórsmörk.
Svo erum við með aðra áætlun í at-
hugun og það er verið að skoða
þessa dagana hvort sú leið sé fær,“
sagði Styrmir Þór.
Hann sagði að þau hjá Trek Ice-
land gættu þess við skipulagningu
ferða að þær spilltu ekki náttúrunni.
Því er sneitt hjá svæðum á meðan
þau eru viðkvæm, eins og meðan
bleyta er að fara úr jörð.
Styrmir Þór sagði yngra fólk ekki
muna eftir aðstæðum á fjöllum í júní
eins og eru nú. Þau hjá Trek Iceland
eru í miklum samskiptum við Ferða-
félag Íslands, sem á og rekur skál-
ana á Laugaveginum. Hann sagði
Ferðafélagsmenn þekkja viðlíka tíð
og nú frá því fyrir mörgum árum.
„Það hefur komið fyrir að það hafi
verið opnað í Landmannalaugar í
maí. Við höfum notað 15. júní sem
viðmiðunardagsetningu fyrir upphaf
fyrstu ferða á Laugaveg. En við setj-
um það fram í öllum textum gagn-
vart viðskiptavinum að við getum
þurft að aðlaga ferðirnar aðstæð-
um,“ sagði Styrmir Þór. Hann vissi
til þess að göngufólk væri löngu
byrjað að ganga Laugaveginn á eig-
in vegum, þrátt fyrir mikinn snjó.
Breyta ferðum vegna fannfergisins
Uppselt er í Laugavegsferðir tveggja ferðaskrifstofa 15. júní Leiðin í Landmannalaugar er
lokuð og mikill snjór enn í fjöllunum Gripið verður til varaáætlana og gengið um snjóléttari slóðir
Morgunblaðið/RAX
Snjór á Laugaveginum Myndin var tekin sunnan við Hrafntinnusker fyrir rúmri viku. Þar var allt á kafi í snjó.