Morgunblaðið - 11.06.2015, Qupperneq 36
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 162. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Næturfrost yfirvofandi
2. Leynd aflétt vegna leitar að barni
3. Við biðjumst afsökunar
4. Stingst óvænt upp úr sandi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Stutt myndband um gerð kvik-
myndarinnar Everest, sem Baltasar
Kormákur leikstýrði, er nú komið á
myndbandavefinn YouTube og má
m.a. sjá í því við hversu erfiðar að-
stæður tökur myndarinnar fóru fram.
Stutt viðtöl eru við Baltasar og aðal-
leikara myndarinnar, m.a. Hollywood-
stjörnuna Jake Gyllenhaal sem segir
að Baltasar, eða „Balt“ eins og leikar-
arnir kalla hann, hafi viljað hafa
myndina sem raunverulegasta og að
leikararnir upplifðu náttúruöflin.
Everest verður frumsýnd 18. sept-
ember. Á myndinni sést Baltasar við
tökur í stillu úr myndbandinu.
Vildi að leikararnir
upplifðu náttúruöflin
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður
haldin í 16. sinn dagana 1.-5. júlí og
eru heimasmíðuð eistnesk hljóðfæri,
skoskir þjóðdansar, fjölbreytt nám-
skeið og aragrúi tónleika meðal þess
sem verður boðið upp á. Hátíðin ber
yfirskriftina „Fagurt syngur svanur-
inn“ eftir samnefndu þjóðlagi frá
Siglufirði og verður á hátíðinni flutt
tónlist frá fjölda landa, allt frá tímum
víkinga til vorra daga. Á meðal er-
lendra gesta eru fiðluleikarinn Jamie
Laval frá Bandaríkjunum, finnska
tríóið Narinkka og eistneska tónlist-
ar- og skáldaparið Silver Sepp og
Kristiina Ehin, sem sést á myndinni.
Íslensk tónlist verður einnig áberandi
og mun Sinfóníuhljómsveit unga
fólksins t.d. frumflytja fiðlu-
konsert eftir Hildi-
gunni Rúnarsdóttur.
Listrænn stjórnandi
hátíðarinnar er
Gunnsteinn Ólafs-
son og nánari upp-
lýsingar um dag-
skrá má finna á
www.folkmusik.is
Þjóðlagahátíð haldin
í 16. sinn á Siglufirði
Á föstudag Norðlæg átt, 3-8 m/s og dálitlir skúrir S- og A-til, ann-
ars að mestu þurrt en bjartviðri SV-lands. Hiti 4 til 11 stig.
Á laugardag Norðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða bjart,
en líkur á síðdegisskúrum SV-til. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á SA-landi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðaustan 3-10 og skúrir um allt
land en þurrt að kalla V-til síðdegis. Hiti 3 til 10 stig.
VEÐUR
Jón Arnór Stefánsson og fé-
lagar hans í Unicaja Málaga
á Spáni minnkuðu muninn
gegn Barcelona í undan-
úrslitum um spænska
meistaratitilinn í gærkvöldi.
Framlengja þurfti þriðja leik
liðanna í einvíginu og held-
ur serían því áfram á föstu-
dag. „Þetta gefur okkur
styrk fyrir næsta leik, engin
spurning,“ sagði Jón Arnór
við Morgunblaðið. »4
„Kannski of
spennandi leikur“
„Þetta var klárlega mitt besta tíma-
bil hingað til,“ sagði Emil Hall-
freðsson, landsliðsmaður í
knattspyrnu og leikmaður
Hellas Verona á Ítalíu, á
æfingu í gær fyrir
stórleikinn við
Tékka í undan-
keppni EM
annað
kvöld. Emil
lék stórt
hlutverk
með Hellas
Verona á
liðinni leik-
tíð og verður í
eldlínunni á
Laugardalsvelli
annað kvöld. »3
Emil lék sitt besta tíma-
bil með Hellas á Ítalíu
„Við verðum að vinna Svartfellinga á
sunnudaginn og menn eru staðráðnir
í því,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálf-
ari karlalandsliðsins í handknattleik,
í gærkvöldi eftir öruggan tíu marka
sigur á Ísraelsmönnum í Tel Aviv,
34:24. Eftir jafntefli Svartfellinga og
Serba í hinni viðureign riðilsins þarf
íslenska landsliðið eitt stig úr loka-
leiknum á heimavelli á sunnudag. »1
Ætla sér sigur á Svart-
fellingum í Höllinni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Kastað til bata“ er verkefni á veg-
um Brjóstaheilla – Samhjálpar
kvenna, Krabbameinsfélagsins og
styrktaraðila, þar sem konum sem
hafa lokið meðferð við brjósta-
krabbameini er boðið til veiði-
ferðar sem hluti af endurhæfingu.
15 konur fóru í slíka veiðiferð fyrir
skömmu og þar á meðal var Hildur
Baldursdóttir. „Það vinnur vel
saman, að standa ein úti í náttúr-
unni og vera í samstilltum hópi
kvenna sem hafa gengið í gegnum
erfiða reynslu,“ segir hún. „Þetta
breytti lífi mínu til hins betra.“
Hópurinn var saman við Laxá í
Kjós í tvo sólarhinga. „Ég hafði
aldrei snert á veiðistöng á ævinni
og hélt því að þetta væri ekkert
fyrir mig, en hugsaði með sjálfri
mér að maður ætti alltaf að prófa
eitthvað nýtt og ákvað að fara til
þess að læra réttu tökin,“ segir
Hildur um þátttökuna. „Þetta var
ævintýraferð á allan hátt.“
Stóísk ró í ánni
Hildur fór í gegnum mjög erfiða
krabbameinsmeðferð 2013, „lenti í
fordyri helvítis“ eins og hún orðar
það, og áréttar að margir hafi
sannarlega lagt hönd á plóg til að
létta það þunga ferli sem krabba-
meinsmeðferð og endurhæfing er.
En það hafi komið sér á óvart hvað
þessi veiðiferð skipti miklu. Þarna
hafi sjálfboðaliðar verið í tvo sólar-
hringa og leiðbeint 15 konum sem
hafi allar greinst með krabbamein.
„Við töluðum einlægt og opinskátt
um krabbameinið, skiptumst á sög-
um og miðluðum af reynslu okkar,
en þess á milli stóð ég úti í á og
æfði köst ein með ánni og náttúr-
unni. Þar kom yfir mig einhver
stóísk ró og ég var tilbúin að horfa
á lífið á annan hátt en áður. Ég
kortlagði sjálfa mig og náði þeirri
hugarró að sætta mig við það sem
hafði gerst og ákvað að vinna sem
best úr því sem ég hef, fullviss um
það að ég ætla að verða allra kerl-
inga elst.“
Skömmu síðar fór Hildur í
reglubundið eftirlit til krabba-
meinslæknis. Hún segist hafa sagt
honum að hún tryði því að hann
hefði læknað hana. „Ég sagði hon-
um að ég hefði verið að skipu-
leggja jarðarförina mína frá því ég
greindist í mars 2013 en nú væri
ég steinhætt því og byrjuð að
skipuleggja stórafmæli mitt eftir
tvö ár.“
Hildur segist vita að margir
komi að þessu verkefni og allir eigi
þakkir skildar, ekki síst þeir sem
hafi verið með hópnum. „Þetta var
stórkostleg upplifun og það er
freistandi að prófa að taka í stöng
aftur,“ segir hún. „Nú skil ég
veiðimenn sem geta staðið dögum
saman úti í á. Þetta snýst ekki
bara um að fá marga fiska.“
Ætlar að verða allra kerlinga elst
Hætt að hugsa um jarðarförina og
farin að undirbúa stórafmæli sitt
Kastað til bata Veiðiferðin í Laxá í Kjós breytti lífi Hildar Baldursdóttur til hins betra og hún ákvað að vinna sem best úr því sem hún hefur.
Samtökin Almannaheill vinna
að því að auka meðvitund í sam-
félaginu um mikilvægi almanna-
heillasamtaka og sjálfboðaliða-
starfs. Þau eru einn af
aðstandendum Fundar fólksins,
þriggja daga hátíðar um sam-
félagsmál, sem hefst á hádegi í
dag í Norræna húsinu. Boðið
verður upp á fjölbreytta dag-
skrá þar og í næsta nágrenni
fram á laugardag. Almannaheill,
sem samanstanda af 26 félög-
um, m.a. Krabbameinsfélaginu
og Hjálparstarfi kirkjunnar,
standa fyrir málþingi um mikil-
vægi frjálsra félagasamtaka í
Norræna húsinu kl. 15 til 17 á
morgun.
Mikilvægi
sjálfboðaliða
ALMANNAHEILL