Morgunblaðið - 11.06.2015, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015
Kostnaður við vegtengingu og göng
milli Húsavíkurhafnar og iðnaðar-
svæðisins á Bakka verður mun meiri
en áður hafði verið áætlað. Haustið
2012 taldi Vegagerðin líklegt að
kostnaðurinn yrði 1,5 til 2 milljarðar
og í kostnaðarmati fjármála- og
efnahagsráðuneytisins vegna frum-
varps um uppbyggingu innviða á
Bakka árið 2013 var miðað við 1.800
milljónir kr. á verðlagi þess tíma skv.
tölum Vegagerðarinnar. Fram kem-
ur á nýju minnisblaði innanríkis-
ráðuneytisins til fjárlaganefndar að
Vegagerðin áætlar nú að kostnaður-
inn nemi 3.100 millj. kr.
„Meginskýringin á þessum mikla
mun er sú að í fyrra tilfellinu voru
mannvirki óhönnuð og kostnaðarvið-
miðið var einkum þekktur kostnaður
Vegagerðarinnar við hefðbundin
veggöng þess tíma staðfærður yfir á
þau göng sem hér um ræðir að því
leyti sem unnt var miðað við fyrir-
liggjandi upplýsingar,“ segir á
minnisblaðinu.
Eru á jarðskjálftasvæði
Bent er á að þegar unnið var að
hönnun mannvirkisins 2013 hafi
ýmislegt nýtt komið í ljós sem ekki
hafi verið reiknað með í fyrri frum-
skoðun. Er fjallað um skýringar á
hækkun kostnaðaráætlunarinnar á
minnisblaðinu þar sem m.a. kemur
fram að göngin eru á einu mesta
jarðskjálftasvæði landisins. Jarð-
skjálftar hafi yfirleitt ekki áhrif á
göng en við athugun sérfræðinga
sem kallaðir voru til kom í ljós að
gera þurfti sérstakar ráðstafanir
vegna þess hve göngin liggja grunnt,
bergþekja er lítil, stórt misgengi er í
Laugardal og stór skjálfti geti verið
yfirvofandi. Þetta hafi valdið um 60%
aukningu á áætluðum bergstyrking-
um. Þetta skýri 350-400 millj. kr. af
hækkun kostnaðaráætlunarinnar.
Einnig er bent á að við rannsóknir
hafi komið í ljós að þar sem göngin
áttu upphaflega að vera hafi þykkt
lausefna verið mikil og þurfti því að
færa göngin nær sjó og út í sjó næst
höfninni. ,,Þetta þýðir að forskering-
in stækkar mikið og færa þurfti veg-
inn út í sjó og þar kemur kostnaðar-
söm brimvörn úr stórgrýti.“
Enn önnur skýring er svo sögð
vera sú að vegur í og utan ganga
varð mun dýrari en áætlað hafði ver-
ið og niðurstöður úr burðarþols-
hönnun vegarins sýndi að kostnaður-
inn var 150 millj. kr. hærri en áður
hafði verið miðað við.
„Ljóst er nú að það var óvarlegt af
Vegagerðinni að verða við þeirri
kröfu árið 2012 að leggja fram með
tiltölulega stuttum fyrirvara mat á
kostnaði við mannvirkjagerðina,
þegar ekki var nægilega mikið vitað
um mannvirkin og mörg óvenjuleg
atriði í gerð þeirra, aðstæðurnar
höfðu lítið verið kannaðar og hönnun
ekki hafin. Hins vegar verður að
leggja áherslu á að Vegagerðin vissi
frá upphafi að þetta mat á kostnaði
var háð mikilli óvissu, og var það tí-
undað í umsögn stofnunarinnar um
frumvarp til laga nr. 41/2013 um
uppbyggingu innviða á Bakka [...],“
segir síðan í niðurlagi minnisblaðs-
ins. omfr@mbl.is
Talin kosta
3,1 milljarð
Kostnaður við göngin vanáætlaður
Fjármögnun kísilverksmiðju PCC á
iðnaðarsvæðinu Bakka við Húsavík
er lokið. Íslenskir lífeyrissjóðir og
Íslandsbanki leggja til rúmlega
fjórðung fjárfestingarinnar.
Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka
annaðist fjármögnunina fyrir ís-
lenskt dótturfélag PCC, PCC Bakki-
Silicon hf. Vinnan hefur staðið yfir í
þrjú ár og nú hefur verið gengið
formlega frá henni í kjölfar endan-
legrar ákvörðunar PCC um að ráð-
ast í verkið.
Til verkefnisins þarf um 300 millj-
ónir Bandaríkjadala, eða sem svarar
nærri 40 milljörðum króna. Þýski
bankinn KfW er aðallánveitandi
fyrirtækisins og „markar verkefnið
tímamót þar sem þetta er fyrsta
verkefnafjármögnun af þessari
stærðargráðu með þátttöku erlends
banka á Íslandi um langt skeið,“
segir í fréttatilkynningu Íslands-
banka. Framkvæmdin styður við at-
vinnuuppbyggingu og fjárfestingu í
landinu, og þá sérstaklega í sveitar-
félaginu Norðurþingi.
Lán og hlutafé
Rúmlega fjórðungur fjár-
festingarinnar, sem svarar til liðlega
10 milljarða króna, kemur frá fyr-
irtækinu Bakkastakki. Það er í formi
lánsfjármögnunar og forgangshluta-
fjár í PCC BakkiSilicon hf. Eigendur
Bakkastakks eru á annan tug lífeyr-
issjóða, ásamt Íslandsbanka. Meðal
lífeyrissjóðanna sem fjárfesta í kís-
ilverksmiðjunni eru Almenni lífeyr-
issjóðurinn, Gildi, Stafir, Stapi,
Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyris-
sjóður starfsmanna sveitarfélaga,
Lífeyrissjóður bankamanna og Lífs-
verk.
Vinna við virkjanir og innviði er
hafin og verklegar framkvæmdir á
lóðinni hefjast fljótlega.
helgi@mbl.is
Lífeyrissjóðir fjárfesta
Fjármögnun kísilmálmverksmiðju á Bakka er lokið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Húsavík Framkvæmdirnar á Bakka hafa mikil áhrif á Húsavík, bæði á byggingartíma og þegar rekstur hefst.
Bæjarstjórn
Akraneskaup-
staðar hefur
ákveðið að lækka
sorpgjöld fyrir
árið 2014. Lækk-
unin nemur um
2.400 krónum á
hverja íbúð.
Reiknað er með
að mismunurinn
verði endur-
greiddur 15. júlí næstkomandi.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála taldi ekki rétt staðið
að álagningu sorphreinsi- og sorp-
eyðingargjalda á Akranesi á árinu
2014 og felldi álagninguna úr gildi.
Úrskurðurinn var kveðinn upp
vegna kæru íbúa sem vildi láta
lækka gjöldin. Studdi hann mál sitt
þeim rökum að bæjarstjórn hefði
láðst að fá samþykki heilbrigðis-
nefndar Vesturlands fyrir gjaldskrá
ársins, eins og áskilið væri í lögum.
Þá hefði ekki verið tekið tillit til
hagnaðar af málaflokknum. Féllst
úrskurðarnefndin á þau rök.
Bæjarstjórnin og lögfræðingar
Sambands íslenskra sveitarfélaga
höfðu ekki sannfæringu fyrir þessari
niðurstöðu. Töldu að fremur hefði
átt að styðjast við nýrri sérlög sem
veittu rýmri heimildir til að taka til-
lit til kostnaðarliða við ákvörðun
þjónustugjalda. Þá hefur
heilbrigðisnefnd Vesturlands kallað
eftir skýringum frá umhverfisráðu-
neytinu varðandi skyldur sínar í
þessum málum.
6 milljónir endurgreiddar
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
segir að bæjarstjórn hafi þó ákveðið
að láta gjaldendur á Akranesi njóta
vafans og endurákvarða gjöldin en
fara ekki dómstólaleiðina eins og til
greina hafi komið. Niðurstaða árs-
reiknings fyrir árið 2014 liggi nú
fyrir og sýni tekjuafgang af mála-
flokknum upp á rúmar sex milljónir
króna. Ákveðið hafi verið að lækka
gjöldin sem því nemur.
helgi@mbl.is
Endurgreiða hluta
sorpgjalda frá 2014
Gjaldendur á Akranesi njóta vafans
Regína
Ásvaldsdóttir
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vaxandi launakostnaður á þátt í að
tekjuafkoma hins opinbera reyndist
neikvæð um 14,9 milljarða króna á
fyrsta ársfjórðungi 2015.
Þróun launakostnaðar hjá hinu
opinbera er sýnd hér til hliðar en það
setur prósentu-
tölurnar í sam-
hengi að 12 mán-
aða verðbólga
mælist nú 1,6%.
Þá var hún 0,8% í
desember.
Eins og sjá má
eru hækkanirnar
langt umfram
verðlagsþróun.
Fram kemur í
nýbirtum gögnum Hagstofunnar að
tekjuafkoma hins opinbera reyndist
neikvæð um 14,9 milljarða á 1. árs-
fjórðungi 2015, sem er mun lakari
niðurstaða en á sama tíma 2014 þeg-
ar hún var jákvæð um 10,1 milljarð.
Ýmsir þættir skýra verri stöðu
Heildartekjur hins opinbera stóðu
í stað milli 1. ársfjórðungs 2014 og
2015. Hins vegar jukust heildar-
útgjöld hins opinbera um 12,2% á
sama tímabili. Hólmfríður S. Sigurð-
ardóttir, sérfræðingur í þjóðhags-
reikningum og opinberum fjármál-
um hjá Hagstofu Íslands, segir
nokkra liði skýra að mestu leyti af
hverju tekjuafkoman versni.
Í fyrsta lagi séu bókfærð útgjöld
að fjárhæð 15 milljarðar vegna leið-
réttingarinnar. Sem kunnugt er fjár-
magnar sérstakur bankaskattur að-
gerðina og samkvæmt fjárlögum
ríkisins er hann áætlaður 34,7 millj-
arðar í ár en litlar tekjur hafa komið
inn af honum á 1. fjórðungi ársins.
Í öðru lagi sé viðhaft það fyrir-
komulag í þjóðhagsreikningum Hag-
stofunnar að tekjufæra aðeins þann
hluta arðgreiðslna Landsbankans til
ríkisins sem jafngildi rekstrarhagn-
aði ársins að frádregnum virðis-
breytingum, en endurmat og virðis-
breyting eru færð í gegnum efnahag.
Hagnaður Landsbankans af reglu-
legri starfsemi nam 29,7 milljörðum
vegna rekstrarársins 2014 og þar af
var 20,1 milljarður tilkominn vegna
virðisbreytingar. Samkvæmt þjóð-
hagsreikningum er tekjufærsla árs-
ins 2015 því 9,6 milljarðar króna. Á
árinu 2014 hafa verið tekjufærðir
15,7 milljarðar en hagnaður bankans
af reglulegri starfsemi var 28,7 millj-
arðar vegna rekstrarársins 2013.
Hólmfríður segir sama fyrir-
komulag hafa verið viðhaft í þjóð-
hagsreikningum þegar hlutur ríkis-
ins í bönkunum var seldur á sínum
tíma. Salan hafi verið bókfærð í
gegnum efnahag, ekki rekstur.
Yngvi Harðarson, hagfræðingur
hjá Analytica, segir launahækkanir
munu ýta undir verðbólgu.
Spá yfir 4% verðbólgu 2015
„Horfur eru á að verðbólga verði
heldur meiri á þessu ári en á síðasta
ári. Viðbúið er að verðbólgan skríði
upp fyrir 2,5% markmið seðlabank-
ans á seinni árshelmingi. Miðað við
gerða kjarasamninga metum við
launahækkanir hins vegar ekki það
miklar að verðbólgan verði umfram
það sem var árin 2010-2013, lengst af
á bilinu 4-5%. Efri vikmörk verð-
bólgumarkmiðs Seðlabankans eru
4%. Þá má gera ráð fyrir að vaxta-
hækkanir Seðlabankans haldi aftur
af verðhækkunum að einhverju leyti
þótt til skemmri tíma geti þær haft
öfug áhrif vegna þess hvernig vísi-
tala neysluverðs er reiknuð.
Mér finnst líklegast að verðbólgan
fari svo hátt á næsta ári, á 2. eða 3.
ársfjórðungi, líklega nær 4% en
reynslan hefur kennt manni að það
er ávallt talsverð óvissa í verðbólgu-
spám,“ segir Yngvi.
Launaskrið er hjá hinu
opinbera milli ára
Tölur frá 1. fjórðungi benda til 9,1% hækkana frá fyrra ári
Launakostnaður hjá hinu opinbera
Þróun á verðlagi hvers árs í milljörðum
Ríkissjóður 128,7 136,2 5,8% 32,1 34,2 6,5%
Sveitarfélög 109,1 119,7 9,7% 28,3 31,7 12,0%
Almannatryggingar 18,9 19,9 5,3% 4,7 5,1 8,5%
Samtals 256,7 275,8 7,4% 65,1 71,1 9,1%
Heimild: Hagstofa Íslands
Launaútgjöld 2013 2014
Breyting
milli ára
2014
1. ársfj.
2015
1. ársfj.
Breyting
milli ársfj.
Yngvi Harðarson
Björgunarsveitir á svæðinu frá
Hellu að Vík sóttu í gærkvöldi er-
lendan göngumann sem örmagn-
aðist á gönguleiðinni yfir Fimm-
vörðuháls.
Maðurinn hringdi í Neyðarlínu
og óskaði eftir aðstoð, samkvæmt
fréttatilkynningu frá Slysavarna-
félaginu Landsbjörg. Hann gat gef-
ið nákvæmar upplýsingar um stað-
setningu sína þar sem hann hafði
komið auga á númeraða stiku sem
björgunarsveitin Dagrenning frá
Hvolsvelli og Rangárþing eystra
settu upp fyrir nokkrum misserum,
en staðsetning hverrar stiku er
skráð.
Maðurinn var staddur ofan við
snjólínu, við brúna yfir Skógaá.
Ákveðið var að fara á staðinn úr
fleiri en einni átt vegna slæms
skyggnis og þoku og var farið á bíl-
um og vélsleðum yfir Eyjafjalla-
jökul og upp frá Skógum.
Björgunarsveitir sóttu örmagna göngu-
mann sem hugðist ganga Fimmvörðuháls