Morgunblaðið - 11.06.2015, Side 15

Morgunblaðið - 11.06.2015, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 Hermenn kúrdíska Peshmerga-hersins taka af sér sjálfsmynd á þriðjudag í Arbil, höfuðborg Írakska Kúrdistan í Norður-Írak. Írakska hern- um er bannað með lögum að fara inn á land Kúrda og eru þeir því sjálfir ábyrgir fyrir öryggi svæðisins. Meirihluti hermanna er karlmenn en í hernum eru þó um 600 konur. Írakska Kúrdistan þekur tæplega 80 þúsund ferkílómetra og telur um tíu milljónir íbúa. Kúrdar telja það jafnan vera einn fjögurra hluta af Stóra-Kúrdistan, en til þess teljast þá einnig Suðaustur-Tyrkland, Norður-Sýrland og Vestur-Íran. AFP Stund milli stríða í grimmri baráttu gegn Ríki íslams Í kringum 600 konur eru í kúrdíska Peshmerga-hernum Belgísk yfirvöld hafa ákveðið að gefa út mynt í tilefni af 200 ára af- mæli Waterloo-orrustunnar. Verð- ur myntin 2,5 evrur að verðmæti en aðeins verður hægt að nota hana í Belgíu. Frönsk stjórnvöld hafa mót- mælt útgáfu peningsins og segja að hlökkun Belga yfir ósigri Frakka grafi undan samstöðu landanna innan ESB. Sjötíu þúsund peningar hafa þegar verið slegnir og sýna þeir minnismerki með ljóni á hæð- inni þar sem Frakkar biðu ósigur, ásamt línum sem eiga að merkja stöðu hersveitanna fyrir orrustuna. Slá nýja mynt til að minnast Waterloo Nýslegin Myntin verður 2,5 evra virði. BELGÍA Mál innflytjenda eru í brennidepli þegar aðeins er vika í að þing- kosningar fari fram í Dan- mörku. Lars Løkke Rasmus- sen, leiðtogi Vinstriflokksins og fyrrverandi forsætisráð- herra, kynnti í vikunni þær endur- bætur sem flokkurinn vill gera á málaflokknum, komist hann í ríkis- stjórn. Í könnunum eru Vinstri- flokkurinn og stjórnarandstaðan með nauman meirihluta, 50,8% gegn 49,2% ríkisstjórnar og stuðningsflokka hennar. Innflytjendur í kast- ljósi fyrir kosningar Lars Løkke Rasmussen DANMÖRK Barack Obama Bandaríkja- forseti er sagður undirbúa ákvörð- un um að senda fleiri hermenn til Íraks. Íhugar hann að senda allt að 500 her- menn til viðbótar auk þess að byggja nýja þjálfunarmiðstöð, að því er heim- ildir breska ríkisútvarpsins herma. Munu þeir þjálfa hermenn Íraka til að búa þá betur undir átökin við samtökin Ríki íslams. Samtökin hafa undanfarið náð sér á nokkurt strik þrátt fyrir loftárásir Banda- ríkjanna og bandamanna þeirra. Sendir Obama meira herlið til Íraks? Barack Obama Bandaríkjaforseti BANDARÍKIN Skúli Halldórsson sh@mbl.is Samtökin Ríki íslams hafa komist yfir nægilegt magn af geislavirku efni til að búa til svokall- aða „skítuga sprengju“, samkvæmt upplýsing- um frá áströlsku leyniþjónustunni. „Skítug sprengja“ er heiti yfir sprengju sem inniheldur geislavirk efni og hefðbundin sprengiefni. Til- gangur slíkrar sprengju er að menga svæðið umhverfis sprenginguna með geislavirku efni en sprengjan sjálf býr ekki yfir sama krafti og kjarnorkusprengja. Samtökin lýstu metnaði sínum til að fram- leiða gjöreyðingarvopn í nýjustu útgáfu áróðurstímarits síns, Dabiq. Þá hafa yfirvöld í Indlandi varað við möguleikanum á því að sam- tökin gætu útvegað kjarnorkuvopn frá Pakistan. Utanríkisráðherra Ástralíu, Julie Bishop, segir að NATO hafi látið í ljós veru- legar áhyggjur af því efni sem samtökin gætu hafa náð frá rannsóknarstöðvum og sjúkrahús- um, sem jafnan er eingöngu aðgengilegt ríkis- stjórnum, að því er segir í umfjöllun breska dagblaðsins The Independent um málið. Funduðu sérstaklega um áhættuna Ógnin þykir svo veruleg að Ástralíuhópur- inn, óformlegt samstarf 40 ríkja sem leitast við að koma í veg fyrir útbreiðslu efnavopna, fundaði sérstaklega um málið í síðustu viku. „Þetta veldur þeim miklum áhyggjum,“ seg- ir Bishop í viðtali í ástralska dagblaðinu The Australian. „Á meðan þeir geystust yfir land- svæði í Sýrlandi og Írak hrifsuðu þeir ekki ein- ungis peninginn úr bönkunum.“ Bishop ávarp- aði fund Ástralíuhópsins og talaði þá um áhyggjur af því að samtökin væru nú að búa til vopn sem innihéldu eitruð gös, t.d. klórgas. Óttast að samtökin verði virkari en áður Vaxandi áhyggjur af mögulegri þróun sam- takanna á gjöreyðingarvopnum koma á sama tíma og sérfræðingar óttast að samtökin verði virkari en nokkru sinni fyrr, en í aðsigi er hinn heilagi mánuður múslima, Ramadan, þar sem þeir fasta frá sólarupprás til sólseturs í heilan mánuð. Benda þeir á að samtökin virðist velja veiga- mestu aðgerðum sínum tíma í kringum mánuð- inn og nefna sem dæmi stofnun kalífadæmisins við lok Ramadan á síðasta ári. „Skítug sprengja“ í Ríki íslams?  Samtökin hafa lagt hald á nægilegt magn af geislavirku efni fyrir svokallaða „skítuga sprengju“  Lýstu metnaði sínum til að framleiða gjöreyðingarvopn í nýjustu útgáfu áróðurstímaritsins Dabiq „Á meðan þeir geystust yfir landsvæði í Sýrlandi og Írak hrifsuðu þeir ekki einungis peninginn úr bönkunum.“ Skúli Halldórsson sh@mbl.is Stórt hlutfall Evrópubúa telur að ríki þeirra ættu ekki að koma öðr- um NATO-ríkjum til hjálpar, verði þau fyrir árás. Kemur þetta fram í yfirgripsmikilli könnun rannsókn- armiðstöðvarinnar Pew, sem birt var í gær. Í fimmtu grein stofnsáttmála Norður-Atlantshafsbandalagsins segir að árás á eitt aðildarríki sé álitin vera árás á þau öll, en nið- urstöður könnunarinnar benda til að torfengið kunni að vera fyrir bandalagið að viðhalda samstöðu gegn sívaxandi ógn úr austri. Kaldar kveðjur í Eystrasaltið? „Að minnsta kosti helmingur Þjóðverja, Frakka og Ítala telur að ríki þeirra eigi ekki að beita her- valdi til aðstoðar öðrum NATO- ríkjum ef þau verða fyrir árás frá Rússum,“ segir meðal annars í nið- urstöðum könnunarinnar, sem er byggð á viðtölum við íbúa tíu aðild- arríkja. Íbúar Eystrasaltsríkjanna kunna að túlka niðurstöðurnar sem kaldar kveðjur í sinn garð, enda hafa ríkin í auknum mæli leitað fullvissu frá NATO um að banda- lagið muni verja þau gegn afskipt- um Rússa. Íbúar flestra NATO-ríkja virð- ast þó trúa því að Bandaríkin muni koma þeim til hjálpar. Meirihluti Bandaríkja- og Kanadamanna seg- ir að ríki þeirra eigi að beita hervaldi til að verja annað aðildarríki, og næstum helmingur Breta, Pól- verja og Spánverja er á sama máli. Meðal Bandaríkjamanna er þó ljóst að blendnar skoð- anir eru um þetta. Þannig eru 47% stuðningsmanna Demókrata fylgj- andi beitingu hervalds til aðstoðar bandalagsríki, en 69% stuðnings- manna Repúblikana. Gæti aftrað NATO enn frekar Rannsóknin varpar einnig skýru ljósi á ólíka afstöðu aðildarríkj- anna gagnvart Rússum. Sjötíu pró- sent Pólverja telja Rússa vera meiriháttar hernaðarlega ógn við nágrannaríkin. Hinum megin á róf- inu eru Þjóðverjar, en aðeins 38% þeirra telja Rússland fela í sér hættu gagnvart nágrönnum sínum. „Ef næstu stríðsátök verða keimlík þeim sem eiga sér stað í Úkraínu, það er, ef einhver ágrein- ingur verður um hverjir eru í raun að ráðast inn í landið, þá verður slíkt aðeins til þess fallið að aftra NATO-ríkjunum enn frekar frá því að bregðast við,“ segir Bruce Sto- kes, forstöðumaður alþjóðamála við Pew-miðstöðina, í samtali við dagblaðið New York Times. Skortur á samstöðu innan NATO áberandi í Evrópu  Helmingur Þjóðverja, Frakka og Ítala vill ekki verja önnur ríki bandalagsins Stundum hefur það viðhorf komið fram á Vesturlöndum að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé mesta ógnin við frið í heim- inum. Í viðtali við ítalska dag- blaðið Corriere della Sera segir Pútín hins vegar að nær væri að óttast NATO og Bandaríkin. „Bandaríkin verja meiru til hernaðarmála en öll ríkin í heiminum samanlagt, og samanlögð fjárútlát NATO-ríkjanna í sama málaflokk eru tífalt meiri en hjá okkur í Rússlandi.“ Pútín bendir á Bandaríkin HVERN Á AÐ ÓTTAST?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.