Morgunblaðið - 11.06.2015, Side 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015
Listhópar Hins hússins hafa nú
hafið sína árlegu sumargöngu.
Ungu fólki gefst þar kostur á að
sækja um og koma með hug-
myndir að skapandi verkefnum og
eru valdir hópar eða einstaklingar
sem fá síðan tækifæri til að vinna
að hugmyndum sínum í átta vikur.
Í tilkynningu segir að verkefnin
séu afar fjölbreytt, skapandi og
skemmtileg og að þau verði sýni-
leg vegfarendum Reykjavík-
urborgar.
Hóparnir að þessu sinni eru
mjög fjölbreyttir en þar má nefna
Bláeygðu vofuna sem er listanafn
Tryggva Geirs Torfasonar, nema
við sviðslistabraut Listaháskóla Ís-
lands. Markmið Bláeygðu vof-
unnar er að búa til senu af litlum
danssýningum sem leika við til-
finningar áhorfenda, sjónarfegurð
og þá dýrð sem hreyfingar og
leikræn tjáning getur vakið.
Hóparnir eru tíu talsins og má
fyrst sjá verk þeirra á fyrsta
föstudagsfiðrildi sumarsins sem
fram fer í miðbænum á morgun á
milli klukkan 12 og 14. Þar má til
að mynda sjá hópinn Náttsól, sem
skipaður er þremur ungum tónlist-
arkonum, Elínu Sif Halldórs-
dóttur, Guðrúnu Ólafsdóttur og
Hrafnhildi M. Ingólfsdóttur. Í til-
kynningu segir að markmið þeirra
sé að gera hlut íslenskra kvenna í
dægurlagatónlist tuttugustu aldar
sýnilegri. Hópurinn mun færa
verk eftir íslensk kventónskáld í
nýjan búning, auka veg þeirra og
virðingu og benda á fyrirmyndir
fyrir ungar konur sem eru að feta
sín fyrstu spor á sviði dæg-
urtónlistar.
Morgunblaðið/Eggert
Sumargleði Listhópar Hins hússins hafa verið ansi skrautleg síðustu ár.
Fyrstu föstudagsfiðr-
ildin flögra á morgun
Tónlistarkonan Sóley fagnar útkomu
breiðskífu sinnar Ask the Deep í Frí-
kirkjunni í Reykjavík í kvöld. Húsið
verður opnað kl. 20 og hefjast tón-
leikarnir um hálftíma síðar. Um plöt-
una segir á Facebook-síðu viðburð-
arins að hún sé dimm og djúp
brottför frá lágstemmdum píanótón-
um Krómantíkur og mjúk rödd Sól-
eyjar leiði hlustendur dýpra inn í
dökka ævintýraheima sem hún hafi
áður vísað í á fyrri plötum.
„Á Ask the Deep opnar Sóley box
Pandóru með fyrstu nótunum sem
lokast síðan aftur við síðustu tóna
plötunnar. Á henni fer Sóley með
áheyrendur í ferðalag á ímyndaðar
slóðir og er hún bæði margbrotnari
og fjölbreyttari í hvernig platan er
samin og útsett, og skáldskapurinn
er margslungnari,“ segir þar.
Ask the Deep er önnur sólóplata
Sóleyjar en sú fyrri, We Sink, kom út
árið 2011 og hlaut lofsamlega dóma. Í
viðtali við Morgunblaðið sem birtist
20. maí sl. sagði Sóley að platan hefði
fyrst átt að vera um hafið og hversu
djúpt og óhugnanlegt það væri en
eftir því sem liðið hefði á upptökur og
textasmíði hefði hún farið að skrifa
meira um hvernig henni liði persónu-
lega. „Mér fannst það vera svipuð til-
finning og það væri að búa á hafs-
botninum,“ sagði Sóley.
Sóley heldur útgáfutón-
leika í Fríkirkjunni
Ljósmynd/Ingibjörg Birgisdóttir
Fögnuður Sóley heldur upp á út-
gáfu Ask the deep í Fríkirkjunni.
Sýning á verkum myndlistar-
mannsins Húberts Nóa Jóhann-
essonar, Innviðir/Within, verður
opnuð í Týsgalleríi í dag kl. 17 og
stendur til 27. júní. Húbert Nói hef-
ur í höfundarverki sínu gaumgæft
staðsetningar og minni og lögmál
þeim tengd, kyrrstöðu og hreyf-
ingu, segir í tilkynningu frá gall-
eríinu.
Húbert Nói útskrifaðist úr Ný-
listadeild Myndlista- og handíða-
skóla Íslands árið 1987, hefur hald-
ið yfir 30 einkasýningar og tekið
þátt í fjölda samsýninga hér heima
og erlendis. Verk eftir hann má
finna í öllum helstu söfnum landsins
og einnig einkasöfnum viðsvegar
um heim.
Týsgallerí er að Týsgötu 3 og er
opið frá fimmtudegi til sunnudags
kl. 13-17.
Innviðir Húbert Nói Jóhannesson.
Húbert Nói sýnir
í Týsgalleríi
San Andreas 12
Jarðskjálfti ríður yfir Kali-
forníu og þarf þyrluflug-
maðurinn Ray að bjarga
dóttur sinni.
Metacritic 43/100
IMDB 6,7/10
Laugarásbíó 22.00
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Akureyri 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 20.00
Tomorrowland 12
Metacritic 60/100
IMDB 6,9/10
Sambíóin Álfabakka 17.20,
20.00, 22.40
Sambíóin Egilshöll 17.20
Sambíóin Kringlunni 17.20
Sambíóin Akureyri 17.30
Spy 12
Susan Cooper í greining-
ardeild CIA er í rauninni hug-
myndasmiður hættulegustu
verkefna stofnunarinnar.
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 84/100
IMDB 7,4/10
Laugarásbíó 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.20,
20.00, 22.35
Sambíóin Keflavík 22.20
Smárabíó 17.30, 20.00,
22.40
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.20
Good Kill 16
Herflugmaðurinn Thomas Eg-
an hefur þann starfa að ráð-
ast gegn óvinum Bandaríkj-
anna með drónum sem hann
flýgur úr öruggu herstöðv-
arskjóli, fjarri átakasvæðinu
sjálfu.
Metacritic 65/100
IMDB 6,3/10
Sambíóin Álfabakka 22.55
Hot Pursuit 12
Vanhæf lögreglukona þarf að
vernda ekkju eiturlyfjasala
fyrir glæpamönnum og
spilltum löggum.
Metacritic 49/100
IMDB 3,2/10
Sambíóin Kringlunni 18.00,
20.00
Avengers: Age of
Ultron 12
Þegar Tony Stark reynir að
endurvekja gamalt friðar-
gæsluverkefni fara hlutirnir
úrskeiðis og það er undir
Hefnendunum komið að
stöðva áætlanir hins illa
Ultrons.
Morgunblaðið bbbmn
IMDB 9,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.00,
20.00.
Bakk Tveir æskuvinir ákveða að
bakka hringinn í kringum Ís-
land til styrktar langveikum
börnum. Bönnuð yngri en
sjö ára.
Morgunblaðið bbbbn
Háskólabíó 20.00, 22.10
Pitch Perfect 2 12
Morgunblaðið bbbmn
IMDB 7,2/10
Laugarásbíó 17.00
Smárabíó 20.00, 22.30
Child 44 16
Brottrekinn sovéskur herlög-
reglumaður rannsakar rað-
morð á börnum.
Morgunblaðið bmnnn
IMDB 5,8/10
Sambíóin Kringlunni 22.00
Loksins heim Metacritic 48/100
IMDB 6,7/10
Smárabíó 15.30
Ástríkur á
Goðabakka Júlíus Sesar ákveður að
reisa glænýja borg til að um-
kringja Gaulverjabæ.
IMDB 7,0/10
Smárabíó 15.30
Fúsi 10
Fúsi er liðlega fertugur og
býr einn með móður sinni.
Líf hans er í afar föstum
skorðum og fátt kemur á
óvart.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 64/100
IMDB 7,7/10
Háskólabíó 17.30
Bíó Paradís 18.00
Wild Tales
Bíó Paradís 17.45
Human Capital
Bíó Paradís 17.45, 22.15
Birdman
Bíó Paradís 20.00
Leviathan
Bíó Paradís 20.00
Hross í oss
Bíó Paradís 20.00
Vonarstræti
Bíó Paradís 22.00
Blind
Bíó Paradís 22.30
Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
Kvikmyndir
bíóhúsanna
Eftir að heimurinn hefur gengið í gegnum
mikla eyðileggingu er hið mannlega ekki
lengur mannlegt. Í þessu umhverfi býr
Max, fámáll og fáskiptinn bardagamaður.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 88/100
IMDB 9,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40
Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.40
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30
Mad Max: Fury Road 16
Bræðurnir Gummi og Kiddi
hafa ekki talast við áratugum saman.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 83/100
IMDB 8,2/10
Laugarásbíó 16.00, 18.00, 20.00
Smárabíó 17.45, 20.00, 22.10
Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.10
Borgarbíó Akureyri 17.40
Hrútar 12
Á eyjunni Isla Nublar hefur nú verið
opnaður nýr garður, Jurassic World.
Viðskiptin ganga vel þangað til að
nýræktuð risaeðlutegund ógnar lífi
fleiri hundruð manna.
Metacritic 63/100
IMDB 8,6/10
Laugarásbíó 17.00, 20.00, 22.35
Sambíóin Álfabakka 17.20, 17.20, 20.00, 20.00, 22.40, 22.40
Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.35
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30
Smárabíó 15.30, 17.15, 17.15, 20.00, 20.00, 22.40, 22.40
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.40, 20.00, 22.20
Jurassic World 12