Morgunblaðið - 11.06.2015, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.06.2015, Qupperneq 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 Nú á vormánuðum hefur verið gengið til kjarasamninga á al- menna markaðnum og er það virkilega góður árangur stéttarfélag- anna. Í viðræðum við ríkisvaldið af hálfu ASÍ við lokafrágang samn- inganna var áréttað að hækka yrði bætur í samræmi við nýgerða kjarasamninga. Við því var svarið þvert nei af hálfu ráð- herranna. Það hefur síðan verið árétt- að að hálfu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra að hann telji það allt of dýrt að hækka bætur almanna- trygginga. Félag eldri borgara í Reykjavík brást við þessu með því að senda skilaboð frá stjórn FEB sem er eftirfarandi til alþingismanna og á blöðin: „Stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík fagnar gerð nýrra kjara- samninga á almennum vinnumarkaði þar sem viðurkennd er sú krafa að lág- markslaun hér á landi verði 300.000 krónur árið 2018. Yfirvöld hafa hins vegar ekki viðurkennt að þeir sem komnir eru á eftirlaun/lífeyri þurfi lág- markslaun sér til framfærslu. Það er krafa Félags eldri borg- ara að öllum sem komnir eru á eftirlaun/lífeyri verði tryggð sambærileg hækkun og samið var um í nýgerðum samn- ingum. Í 69. gr. laga um almannatryggingar seg- ir að bætur almanna- trygginga svo og greiðslur og fjárhæðir skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Sú launaþróun sem nú á sér stað verður því einnig, lögum samkvæmt, að ná til eftirlauna- og lífeyrisþega, og treystir Félag eldri borgara í Reykja- vík á að stjórnvöld fari að lögum um málefni þeirra.“ Nú eru viðbrögð að berast og hefur mikið verið hringt og leitað til FEB um að fylgja þessu eftir. Það er alveg óásættanlegt að fjölmennur hópur eldri borgara sé skilinn eftir þegar kjör eru bætt hjá stórum hópi launa- fólks. Kjaragliðnun liðinna ára hefur heldur ekki verið bætt svo vandinn safnast upp. Leitað hefur verið til Um- boðsmanns Alþingis um að skoða hvort lögbrot hafi verið framið á eldri borgurum þessa lands með því að skerða í mörg ár jafnvægi milli launa á vinnumarkaði og lögbundinna hækk- ana til eldri borgara. Hvatt hefur ver- ið til stofnunar embættis Umboðs- manns eldri borgara og liggur tillaga þar um nú fyrir Alþingi. Eldri borg- arar þurfa að hvetja sína þingmenn til dáða svo virðingarleysi margra þeirra í garð okkar verði brotið á bak aftur. Það er öllum ljóst að þeir sem eru á lægstu kjörunum ná ekki endum sam- an. Hvernig heldur fólk að það sé að neita sér um góðan og hollan mat í lok mánaðar? Hvernig heldur fólk að það sé að geta ekki gefið barnabarni af- mælisgjöf? Hvernig heldur fólk að það sé að geta aldrei farið í leikhús? Hvernig heldur fólk að það sé að leig- an hækki um 20.000,- og buddan tóm? Hvernig heldur fólk að það sé að neita sér um lyf og læknishjálp? Hvernig heldur fólk að það sé að geta ekki greitt fyrir sjúkrabíl? Vita alþing- ismenn að fjöldi fólks getur ekki feng- ið sér heyrnartæki? Vita þeir að fjöldi fólks hefur ekki efni á að fara til tann- læknis. Hvar er velferðarsamfélagið? Eldri borgar eru líka til í samfélaginu og taka virkan þátt í að hjól þess gangi frá degi til dags. Ömmur og afar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í umönnun barna og fjölþættri aðstoð við unga fólkið í landinu auk annarra starfa. Virðum alla aldurshópa. Það er skylda hvers samfélags að allir þegn- ar þess séu jafnir. Stöndum vörð um þá sem eldri eru þannig að þeir sem aðrir geti lifað með reisn. Fólk vill réttlæti Eftir Þórunni Sveinbjörnsdóttur »Margir lífeyrisþegar hafa of lágar tekjur. Það leiðir til vanheilsu og mikilla erfiðleika. Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 TAX FREEaf öllum snyrtivörum í júní CHANEL kynning, fimmtudag og föstudag Húsnæðisvandinn á höfuðborgar- svæðinu sérstaklega er orðinn all- hrikalegur, því erlendir ferðamenn flæða yfir landið og staldra flestir við í Reykjavík (náttúrlega). Nú- tímatæknin hefur gert það að verk- um að þeir leita ekki endilega gist- ingar á hótelum, þótt þau spretti upp sem aldrei fyrr. Framsækið fólk í borginni sem ræð- ur yfir húsnæði eygir nú möguleika til að leigja útlend- ingum híbýlin í skammtímaleigu með aðstoð alnets- ins. Íslendingar lenda því miður úti í kuldanum. (Bjargað þó í skjól flestum af ættingjum og vinum til bráðabirgða a.m.k.) Þótt þetta ástand sé gjörólíkt hamförunum í Vestmannaeyjum fyrir rúmum fjör- tíu árum, á það þó það sameiginlegt með þeim að skyndilega vantar hús- næði fyrir þúsundir einstaklinga. Í þá daga var brugðist við af festu og bæði ríki og sveitarfélög gerðu ráð- stafanir sem dugðu – reyndar með styrkjum frá okkar helstu vina- þjóðum – og Viðlagasjóður varð til. Hvar er hann nú? Götur voru lagðar og lóðir gerðar klárar, einingahús af ýmsum gerðum voru flutt inn í stórum stíl og reist á amerískum hraða eins og það var kallað. Ykkar einlægur starfaði um hríð við frá- veitulagnir í Reynigrund Kópavogi en þar risu tveggja hæða parhús úr timbri frá Kanada sem enn standa og eru afar eftirsótt af fjölskyldu- fólki. Kannski eru þó einbýlishúsin við Keilufell í Reykjavík ennþá eft- irsóttari, svo dæmi séu tekin. Vita- skuld voru einnig nýtt bráðabirgða- úrræði svo sem breytingar á iðnaðarhúsnæði o.fl. fyrir uppkomna einstæðinga. Einmitt þetta þarf að gera núna: Þrusa upp húsnæði með hraði. Gám- ar, vinnubúðaeiningar, jafnvel hjól- hýsi og hefðbundin fjölbýli verða að komast í gagnið sem fyrst, því hér er um neyðarástand að ræða í raun og veru. Það var lofað 3.000 íbúðum á þessu kjörtímabili kommúnistanna í borgarstjórn. Ætli líði þá ekki að því að auglýst verði eftir tilboðum í þessar framkvæmdir? Við hljótum að vænta þess, þótt líklegra sé að Kópavogur eða Garðabær verði í forystunni. Páll Pálmar Daníelsson. Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hvar er Við- lagasjóður nú? Páll Pálmar Daníelsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.