Morgunblaðið - 11.06.2015, Side 30

Morgunblaðið - 11.06.2015, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Enginn staður – íslenskt landslag nefnist sumarsýning Hafnarborgar sem opnuð verður í aðalsal safnsins laugardaginn 13. júní kl. 15. Þar get- ur að líta verk átta samtímaljós- myndara sem allir eru búsettir á Ís- landi og beina sjónum sínum að íslenskri náttúru. Þau eru Björn Árnason, Claudia Hausfeld, Daniel Reuter, Edda Fransiska Kjarval, Ingvar Högni Ragnarsson, Katrín Elvars- dóttir, Pétur Thomsen og Stu- art Richardson og eiga það öll sam- eiginlegt að nota ljósmyndina sem miðil. Sýningar- stjórar eru Ás- laug Íris Frið- jónsdóttir og Unnur Mjöll S. Leifsdóttir. „Okkur langaði á sýningunni að gefa ljósmyndum meira vægi. Verkin á sýningunni endurspegla innra og ytra landslag. Listamennirnir horfa á náttúruna hver með sínum augum og verkin kalla fram hjá hverjum og einum meðvitund um staði sem koma kunnuglega fyrir sjónir. Þetta er landslagið sem er okkur öllum svo kunnugt, myndin sem við sjáum þeg- ar við lítum út um bílglugga á ferð okkar um landið, staðirnir sem bera engin nöfn, umhverfið sem við sjáum á milli merkilegu áfangastaðanna,“ segir Áslaug og tekur fram að allar eigi myndirnar það sameiginlegt að vera lágstemmdar. Engir sparidagar „Þarna fá gulnaða grasið, svörtu sandarnir, hraunið og bláa birtan að njóta sín,“ segir Áslaust og rifjar upp að náttúra og landslag hafi löngum verið umfjöllunarefni listamanna. „Meðvitað eða ómeðvitað hefur land- ið verið upphafið með því að beina sjónum að stórbrotnu og nánast há- leitu landslagi þar sem þekkt kenni- leiti og sögufrægir staðir eru áber- andi,“ segir Áslaug og tekur fram að hvað þetta varði sé ljósmyndin engin undatekning. „Undanfarin ár hefur sá miðill gegnt mikilvægu hlutverki við ímyndarsköpun landsins einkum þegar litið er til ferðaþjónustu. Hvar- vetna sjáum við landslagsmyndir af leiftrandi norðurljósum, stór- brotnum jöklum, spegilsléttum vötn- um og litríkum fjöllum,“ segir Áslaug og tekur fram að á sýningunni Eng- inn staður sé horft til verka lista- manna sem líta landið öðum augum og leitast við að fanga fegurðina í þeim augnablikum sem við veitum oft ekki eftirtekt. Unnur bendir á að veðrið spili stórt hlutverk í mörgum myndanna á sýningunni. „Þegar maður lítur til baka yfir íslenska listasögu og lands- lagsmálverk þá er alltaf sól og blíða, en með því móti er verið að upphefja náttúruna. En með greiðara aðgengi að landinu verður það hversdags- legra fyrir vikið. Á sýningunni er ekki verið að draga fram sparidag- ana eða -staðina heldur hversdags- leikann.“ Að sögn Áslaugar birtast í verkum sýningarinnar ólík hugmyndaleg nálgun við landið og afstöðu manns- ins til þess. „Claudia Hausfeld, Katr- ín Elvarsdóttir og Pétur Thomsen horfa með rannsakandi hætti á nátt- úruna. Claudia myndar náin og oft á tíðum persónuleg tengsl við við- fangsefni sín, Katrín skoðar hvernig verksummerki mannsins mæta nátt- úrunni og Pétur gerir ítarlega rann- sókn á afmörkuðu svæði í sínu nær- umhverfi. Edda Fransiska Kjarval og Ingvar Högni Ragnarsson velja myndefni sín af ólíkum ástæðum, Edda eftir tilfinningu í ferð sinni um landið en Ingvar finnur staði þar sem löngu gleymdir eða leyndir sögulegir atburðir hafa átt sér stað. Björn Árnason virðir fyrir sér víðáttuna og fangar um leið veður og birtu. Í öðr- um verkum horfir hann niður fyrir sig og grandskoðar jörðina sem hann stendur á. Daniel Reuter og Stuart Richardson velja sér afmörkuð svæði úr landslaginu. Með því að útiloka liti undirstrikar Daniel myndbyggingu, form og áferðir í verkum sínum á meðan Stuart horfir yfirvegað og úr fjarlægð yfir landið og skoðar hvern- ig það tekur breytingum yfir tíma.“ Lágstemmdar landslagsmyndir  Enginn staður – íslenskt landslag er sumarsýning Hafnarborgar sem opnuð verður nk. laugardag Ljósmynd/Daniel Reuter Urð Hraunið er áberandi í mynd Daniels Reuter án titils frá árinu 2013. Ljósmynd/Stuart Richardson Landslag Lagskipt landslag nefnist mynd Stuarts Richardson frá 2013. Ljósmynd/Ingvar Högni Ragnarsson Gras Gulnað gras í mynd án titils eftir Ingvar Högna frá árinu 2014. Áslaug Íris Friðjónsdóttir Ljósmynd/Katrín Elvarsdóttir Sumar Horfið sumar 5 nefnist mynd Katrínar Elvarsdóttur frá árinu 2009. Sindri Bergmann Þórarinsson hef- ur verið valinn úr hópi 89 um- sækjenda til þess að stýra þjón- ustu RÚV við börn og ung- menni. Í tilkynn- ingu frá RÚV segir að Sindri muni leiða fag- hóp RÚV um barnaþjónustu, sam- hæfa innkaup, gerð og miðlun alls barnaefnis. Auk þess verður hann tengiliður við utanaðkomandi aðila á þessu sviði. Þá mun hann ritstýra nýjum vef og hafa umsjón með nýrri stafrænni barnaútvarpsrás, KrakkaRÚV. Sindri hefur rekið kvikmyndafyr- irtæki, unnið sem tæknimaður, hugmyndasmiður og fram- kvæmdastjóri og er fyrrverandi deildarstjóri í Kvikmyndaskóla Ís- lands. Hann á að baki nám í frum- kvöðlafræðum og hljóðtækni. Mun stýra KrakkaRÚV Sindri Bergmann Þórarinsson Arnljótur, portal 2xtacy og Hekla munu koma fram á skemmtistaðnum Húrra í kvöld. Arnljótur Sigurðsson gaf út rafdiskinn Til einskis snemma á þessu ári en í tilkynningu segir að hann muni stefna á ný svæði í kvöld. Hann er einn af forsprökkum reggí- sveitarinnar Ojba Rasta, en leitar yfir í raftónlist þegar hann kemur fram einsamall. Portal 2xtacy er tríó sem sam- anstendur af Áslaugu Brún Magnús- dóttur, Ásthildi Ákadóttur og Jófríði Ákadóttur. Í tilkynningu segir að þær hafi allar víðfeðman bakgrunn í listum ýmiss konar og hafi komið víða við í menningarlífi landsins en þess má geta að Jófríður og Ásthild- ur mynda tvíeykið Pascal Pinon auk þess sem sú fyrrnefnda er meðlimur Samaris. Þá er Hekla ein fárra þere- mínleikara á Íslandi. Hún gaf út stuttskífuna Hekla EP fyrir ári og hlaut Kraumsverðlaun fyrir. Húsið verður opnað klukkan 20 og hefjast tónleikarnir klukkan 21. Tónleikar Arnljótur mun koma fram á Húrra auk Portal 2xtacy og Heklu. Raftónlist og þeremín- leikur á Húrra í kvöld Gíslastofa verður formlega opnuð við hátíðlega athöfn á morgun klukkan 17 í húsnæði Myndhöggv- arafélagsins í Reykjavík á Nýlendu- götu 15. Gíslastofa er vinnustofa á annarri hæð húsnæðisins sem út- hlutað verður til nýliða innan félags- ins til eins árs í senn. Þetta er gert til að heiðra minningu Gísla Krist- jánssonar sem lést fyrr á þessu ári. Gísli tengdist félaginu og húsnæði þess að Nýlendugötu marg- slungnum böndum og fæddist hann til að mynda í húsinu árið 1924. Hinn 9. júlí árið 1993 afhenti Reykjavíkurborg Myndhöggvara- félaginu húsnæðið á Nýlendugötu og var Gísla í framhaldinu boðið að setja upp aðstöðu til járnsmíði á staðnum. Í tilkynningu félagsins segir að Gísli hafi verið óþreytandi við að deila reynslu sinni og þekk- ingu með félagsmönnum. Árið 2010 var Gísli Kristjánsson gerður að heiðursfélaga Myndhöggvarafélags- ins í Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn Minning Árið 2010 var Gísli Kristjánsson gerður að heiðursfélaga Mynd- höggvarafélagsins í Reykjavík. Stofan verður opnuð honum til heiðurs. Gíslastofa opnuð til minn- ingar um heiðursfélaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.