Morgunblaðið - 23.06.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.06.2015, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 2015 sinnti almennri kennslu í Áslands- skóla. Eftir nám í kennslu og hag- nýtri fjölmiðlun var hún með þátt- inn Samfélagið í nærmynd hjá RÚV eitt sumar og hóf síðan kennslu, fyrst við FG og síðan í tvö og hálft ár við MK þar sem hún kenndi lífsleikni og íslensku. Samhliða því skrifaði hún barna- blað Morgunblaðsins í hálft ár. Hún kenndi jafnframt jóga í Bað- húsinu í sjö ár, var aðstoðarsjón- varpsstjóri á ÍNN 2007-2009. Steinunn og eiginmaður hennar, Leifur Björn, stofnuðu hugbún- aðarfyrirtækið Locatify 2009 og hafa starfrækt það síðan en Stein- unn er framkvæmdastjóri þess. Fyrirtækið býður upp á sjálfvirk, staðsetningartengd öpp, innanhúss sem utan, og geta viðskiptavinir því sett inn efni á vef fyrirtæk- isins á auðveldan hátt og viðhaldið þannig og uppfært eigið efni. Þau sjá t.d. um öpp fyrir ýmis söfn, fyrir Vestmanneyjabæ og fyrir fjölda erlenda aðila. Steinunn hefur stundað jóga um langt árabil og er fastagestur í Sundlaug Hafnarfjarðar: „Ég kenndi lengi jóga og geri alltaf jógaæfingar með vissu millibili. Ég hef einnig verið mikill lestrar- hestur frá því ég var ung en les nú aðallega íslenskar skáldsögur. Það er alltaf spennandi að fylgjast með ungum og efnilegum höf- undum sem eru að þreifa sig áfram, fullir af eldmóði og áhuga. Þar leynast oft snillingar framtíð- arinnar.“ Fjölskylda Eiginmaður Steinunnar er Leif- ur Björn Björnsson, f. 28.10. 1966, þróunarstjóri Locatify. Foreldrar hans: Guðrún Ásmundsdóttir, f. 19.11. 1935, leikkona og leikrita- skáld í Reykjavík, og Björn Björnsson, f. 9.3. 1933, d. 29.11. 2008, flugvirki í Reykjavík. Börn Steinunnar og Leifs Björns eru Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, f. 11.2. 1988, listamað- ur og leikritaskáld, BA í fræðum og framkvæmd frá LHÍ og stund- ar mastersnám í ritlist við HÍ, bú- sett í Reykjavík; Rakel Mjöll Leifsdóttir, f. 16.12. 1989, lista- maður, söngkona og tónskáld með BA-próf í sjónrænni myndlist frá Listaháskóla í Brighton; Viktor Már Leifsson, f. 9.9. 1991, stundar nám í nútímadansi við PARTS í Brussel í Belgíu, og Íris María Leifsdóttir, f. 14.7. 1993, nemi í félagsfræði við HÍ. Foreldrar Steinunnar: Ragn- heiður Guðmundsdóttir, f. 24.1 1929, fyrrv. verkakona og versl- unarmaður í Reykjavík, og Gunn- laugur Hjartarson, f. 15.4. 1928, d. 16.5. 2014, verkamaður í Reykja- vík. Gömul fjölskyldumynd Ragnheið- ur Harpa, Viktor Már, Steinunn Anna, Leifur Björn, Íris María og loks Rakel Mjöll. Myndin var tekin fyrir 22 árum. Úr frændgarði Steinunnar Önnu Gunnlaugsdóttur Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir Ragnheiður Þorbjörnsdóttir húsfr. á Litla-Ármóti, í Rvík og síðast á Dysjum Sæmundur Guðmundsson b. á Litla-Ármóti, í Rvík, síðast á Bjarnastöðum á Álftanesi Steinunn Anna Sæmundsdóttir húsfr. og fiskverkak. í Rvík Guðmundur Þórarinn Tómasson verkam. og sjóm. í Rvík Ragnheiður Guðmundsdóttir verslunarm. í Rvík Ragnheiður Magnúsdóttir húsfr. í Rvík og Hafnarfirði Tómas Halldórsson skósmiður í Rvík og Hafnarfirði Himinbjörg Jónsdóttir húsfr. í Mýrarhúsum Magnús Guðmundsson Waage skipstj. í Mýrarhúsum Guðný Magnúsdóttir húsfr. á Kvígsstöðum í Andakíl, síðar í Rvík Hjörtur Vilhjálmsson vinnum. í Borgarfirði og verkam. í Rvík Gunnlaugur Hjartarson verkam. hjá Hampiðjunni í Rvík Guðrún Guðnadóttir húsfr. í Tungufelli Vilhjálmur Þorlákur Hannesson b. á Kópareykjum og í Tungufelli í Lundarreykjadal Skarphéðinn Magnússon í Rvík Tómas Waage veggfóðrameistari í Rvík Helga Waage frumkvöðull á sviði hugbúnaðar Guðmundur Ingi Gumundsson skipstj. á Hugin VE Gylfi Viðar Guðmundsson skipstj. á Hugin VE Árni fæddist á Ytri-Brekkum í Sauða- neshreppi í Norður-Þingeyjarsýslu 23.6. 1894. Foreldrar hans voru Vil- hjálmur Guðmundsson, bóndi á Heiði, á Skálum, á Eldjárnsstöðum og á Ytri- Brekkum, og k.h., Sigríður Davíðs- dóttir húsfreyja. Foreldrar Vilhjálms voru Guð- mundur Sigurðsson, bóndi á Skálum á Langanesi en flutti síðar til Vestur- heims og var bóndi í Garðabyggð í Norður-Dakóta, og k.h., Aðalbjörg Jónsdóttir húsfreyja, en foreldrar Sig- ríðar voru Davíð Jónsson, bóndi í Sandvík og á Halldórsstöðum í Bárð- dælahreppi, síðar á Heiði á Langanesi, og k.h., Þuríður Árnadóttir húsfreyja. Eiginkona Árna var Aagot Fougner Vilhjálmsson, f. Johansen, húsfreyja. Þau eignuðust ellefu börn. Meðal þeirra voru Snorri, lögfræð- ingur á Selfossi sem lést 1972, Kjart- an, héraðslæknir á Höfn í Hornafirði sem lést 1978 og Valborg, hjúkrunar- fræðingur í Reykjavík. Aagot sat í sóknarnefnd Vopna- fjarðarsóknar, starfaði mikið með leik- félaginu á Vopnafirði, var mikil hann- yrðakona og starfrækti verslun á Vopnafirði um árabil. Hún lést 1995. Árni lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1914, embættis- prófi í læknisfræði frá Háskóla Ís- lands 1919 og stundaði framhaldsnám við Haukeland Sykehus í Björgvin og á Kvinneklinikken í Osló 1922. Árni var staðgengill héraðslæknis í Norðfjarðarhéraði 1919-20 og héraðs- læknisins í Reyðarfjarðarhéraði 1922, læknir í Vestmannaeyjum 1922-23 og héraðslæknir í Flateyjarhéraði 1923, læknir á Seyðisfirði 1923-24 og hér- aðslæknir í Vopnafjarðarhéraði 1924 og til ársloka 1959. Þau hjónin fluttu til Reykjavíkur 1960 og starfaði Árni síðan hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1961, við endurskoðun og skýrslu- gerð. Árni sat í hreppsnefnd Vopnafjarð- arhrepps 1925-55, var oddviti hennar 1925-28, 1934-38, og sat í skattanefnd Vopnafjarðarhrepps 1928-48. Árni lést 9.4. 1977. Merkir íslendingar Árni Vilhjálmsson 90 ára Laufey Vilhelmsdóttir Sigurður Stefánsson 85 ára Guðjón Eyjólfsson Jón Pétursson Sæunn Ragnheiður Sveinsdóttir Þóra Hólm Jóhannsdóttir Þórður Haukur Jónsson 80 ára Björn Sigfússon Ragnar Þjóðólfsson 75 ára Benedikt Hallgrímsson Björn Þór Gunnlaugsson Fjóla Ragnarsdóttir 70 ára Guðmundur A Ingimarsson Herdís Viggósdóttir Lára Axelsdóttir Ólöf Lára Jónsdóttir Soffía Kjaran Sveinbjörn Magnússon Sveinn Gunnar Kristjánsson 60 ára Árni Vésteinsson Ásgeir Smári Einarsson Ásta Björg Björnsdóttir Guðrún H. Björgólfsdóttir Hildur Þuríður Tómasdóttir Ingibjörg Jóhannsdóttir Jón Baldur Þorbjörnsson Sigrún Birna Svavarsdóttir Vilhjálmur G. Vilhjálmsson 50 ára Alexander G. Alexandersson Anna Birna Sigurbjörnsdóttir Anna Katrín Guðmundsdóttir Auður Haraldsdóttir Birgir Þórarinsson Eduardo Enr Rodriguez Hernandez Elín Ólafsdóttir Guðbjörg Stefánsdóttir Hrefna Hauksdóttir Jón Harry Óskarsson Ómar Þór Edvardsson Sigurður Ágústsson Sigurgeir O. Þorsteinsson 40 ára Birkir Björnsson Bragi Þór Jónsson Einar Magnússon Harpa Hafbergsdóttir Helga Björk Sigbjarnardóttir Hjörtur Levi Pétursson Jónína Sóley Halldórsdóttir Magnea Ósk Sigurhansdóttir Radoslaw Maurycy Szmoniak Sæunn Ósk Sæmundsdóttir 30 ára Daði Bertelsson Halldóra Sigurlaug Ólafs Sigurður Helgi Grímsson Valdís Guðrún Gregory Til hamingju með daginn 30 ára Helgi ólst upp á Þingeyrum í Austur- Húnavatnssýslu, býr í Reykjavík, lauk BA-prófi í grafískri hönnun frá LHÍ og prófi í gull og silfur- smíði við Iðnskólann. Maki: Gígja Dögg Ein- arsdóttir, f. 1979, ljós- myndari. Sonur: Theodór Flóki Thoroddsen, f. 2014. Foreldrar: Helga Thor- oddsen, f. 1959, og Gunn- ar Ríkharðsson, f. 1956. Helgi G. Thoroddsen 30 ára Elín ólst upp í Hvammi í Langadal, býr í Reykjavík, lauk stúdents- prófi frá FNV og er svæð- isstjóri Hagkaupa í Kringl- unni. Maki: Gunnar Gunn- arsson, f. 1988, sölumað- ur hjá Ó. Johnson & Kaaber. Sonur: Gunnar Gauti Gunnarsson, f. 2012. Foreldrar: Rannveig Run- ólfsdóttir, f. 1958, og Gauti Jónsson, f. 1955. Elín Valgerður Gautadóttir 40 ára Margeir ólst upp í Reykjavík og er þar bú- settur, lauk prófum sem rafeindavirki og rafvirki og starfar hjá Eico- þjónustu. Maki: Bár Yngvadóttir, f. 1975, fluggagnafræð- iðngur hjá Isavia. Börn: Yngvi, f. 2001, Mó- eiður, f. 2008, og Hrafn- hildur Ýrr, d. 2010. Foreldrar: Anna Sveindís Margeirsdóttir, f. 1950, og Þórir Lúðvíksson, f. 1950. Jón Margeir Þórisson Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.