Morgunblaðið - 24.06.2015, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 4. J Ú N Í 2 0 1 5
Stofnað 1913 146. tölublað 103. árgangur
ÁSGEIR NÝTIR
FRJÁLSRÆÐIÐ TIL
HINS ÝTRASTA MEÐ ELDMÓÐ AÐ VOPNI
SJÁLFSVÍG
ALGENGASTA
DÁNARORSÖKIN
KVIKMYNDIN ALBATROSS 33 ÚTMEÐ’A 10LEIKMAÐUR 9. UMFERÐAR ÍÞRÓTTIR
Atvinnuvega-
nefnd Alþingis
heldur áfram í
dag að ræða um
breytingar-
tillögu Sigurðar
Inga Jóhanns-
sonar sjávar-
útvegsráðherra
við makríl-
frumvarpið. Í henni felst að makríll
verði kvótasettur til eins árs. Upp-
haflega var gert ráð fyrir að kvóta-
setning yrði til sex ára í senn.
Bolli Héðinsson hjá Þjóðareign.is
segist ekki vita hvort undirskrifta-
listi verði sérstaklega lagður fyrir
forseta vegna makrílsins. Staðan
verði tekin þegar frekari fregnir
berist úr þinginu. Áskorunin gildi
þó um kvótasetningu annarra teg-
unda í framtíðinni.
Atvinnuveganefnd Alþingis kom
saman til fundar í kvöldverðarhléi í
gær þar sem makrílfrumvarp sjáv-
arútvegsráðherra var á dagskrá.
Fulltrúar atvinnuvegaráðuneyt-
isins komu á fundinn og útskýrðu
breytinguna. Fundurinn stóð fram
undir kl. 21, þegar nefndin frestaði
fundi sínum. Engin niðurstaða
fékkst í gær og því verður málið
rætt áfram í dag í nefndinni. Þing-
fundi var frestað í gærkvöld á með-
an atvinnuveganefnd ræddi makríl-
málið. »2
Ráðherra leggur til
að makrílkvóti verði
til eins árs í senn
Samningurinn
» Launin hækka um 18,6% á
fjórum árum í gegnum kjara-
samninga og aukin framlög í
stofnanasamninga.
» Hækkunin nemur 6% á
þessu ári, 5,5% á næsta ári,
3% árið 2017 og 3% 2018.
» Árið 2019 kemur 70 þúsund
króna eingreiðsla. Orlofs-
uppbót og desemberuppbót
hækka svipað og í samningum
á almennum markaði.
Guðni Einarsson
Þorsteinn Ásgrímsson
Hjúkrunarfræðingar undirrituðu
nýjan kjarasamning við ríkið um
klukkan 22 í gærkvöldi.
Samningurinn gildir frá 1. maí sl.
til loka mars 2019. Í honum er ekki
launatryggingarákvæði eins og í
samningum sem gerðir hafa verið á
almenna markaðnum, en hægt verð-
ur að opna samninginn ef laun á al-
mennum markaði fara á skrið.
„Miðað við aðstæður, þessi þving-
unarúrræði sem við stóðum frammi
fyrir, þá ákváðum við að betra væri
að hjúkrunarfræðingar fengju að
kjósa um niðurstöðu samningsins
frekar en að hlíta einhliða niðurstöðu
gerðardóms,“ sagði Ólafur G. Skúla-
son, formaður Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga (FÍH). „Nú fá
hjúkrunarfræðingar að kjósa um
niðurstöðuna, sem þeir hefðu ekki
fengið ef þetta hefði farið í gerðar-
dóm. Við erum mjög ánægð með
það.“ Hann sagði að samninganefnd
FÍH hefði komist „að þeirri niður-
stöðu að gerðardómur kæmist aldrei
að betri niðurstöðu en er í samningn-
um, miðað við þær forsendur sem
eru í lögunum.“
Gunnar Björnsson, formaður
samninganefndar ríkisins, sagði að
samningurinn væri í heildina innan
kostnaðarrammans sem nefndinni
hefði verið settur. Hann sagði að
heildarútfærslunni og stofnanafram-
lagi hefði verið breytt.
Ólafur sagði að samninganefndin
hefði ekki náð fram nokkrum stórum
málum í þessari lotu. „Við erum ekki
að ná markmiðum okkar um að jafna
kynbundinn launamun og ekki að ná
markmiðum um að menntun hjúkr-
unarfræðinga verði metin til jafns
við önnur háskólamenntuð störf.“
Nú tekur við kynning á samningn-
um fyrir hjúkrunarfræðingum og at-
kvæðagreiðsla. Niðurstaða úr henni
á að liggja fyrir 15. júlí.
Samningafundurinn hófst klukkan
níu í gærmorgun og stóð því í um 13
klukkustundir.
Kjarasamningur í höfn
Hjúkrunarfræðingar skrifuðu undir nýjan kjarasamning við ríkið
Samningurinn gildir út mars 2019 Ekki kemur til kasta gerðardóms
Morgunblaðið/Eggert
Undirritun lokið Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, fagnaði með Ólafi G. Skúlasyni, formanni hjúkrunarfræðinga, og fleirum úr samninganefnd.
Morgunblaðið/Sverrir
Skráning Capacent segir Arion
hafa setið beggja vegna borðs.
Að mati sérfræðinga hjá Capacent
var fasteignafélagið Eik varla tækt
til verðmats við skráningu þar sem í
skráningarlýsingu voru engar fjár-
hagsupplýsingar um Landfestar
sem félagið yfirtók á árinu 2014. Eik
var skráð á aðallista Kauphallar-
innar í lok apríl sl.
Snorri Jakobsson, ráðgjafi og sér-
fræðingur hjá Capacent, segir að
samkvæmt lögum um verðbréfavið-
skipti eigi að vera hægt að meta
framtíðarhorfur í lýsingu en í skrán-
ingarlýsingu Eikar hafi vantað allar
upplýsingar um stóran hluta
rekstrarins. „Rekstur félagsins
byggist á tveimur félögum en ekki
einu. Það er því mjög sérstakt að
birta bara fortíðarrekstur eins fé-
lagsins þegar framtíðarrekstur og
verðmæti félagsins byggist á rekstri
tveggja félaga.“
Fasteignafélagið Reitir var einnig
skráð í Kauphöllina í apríl og segir í
skýrslu Capacent að þáverandi
stærsti eigandi bæði Reita og Eikar,
Arion banki, hafi setið beggja vegna
borðsins og ákvarðað útboðsgengi.
Þannig hafi bankinn verið bæði í
hlutverki fjárfestis og þjónustuaðila,
sem þætti vart eðlilegt í nágranna-
löndum okkar. »16
Upplýsingagjöf ábótavant
Fasteignafélagið Eik varla tækt til verðmats við skráningu
Tilraunir á
moltu frá Moltu
ehf. í Eyjafirði
lofa góðu um
gildi jarðvegsins
sem áburðar eða
jarðvegsbætandi
efnis við ræktun.
Þær styðja at-
huganir sem
gerðar hafa ver-
ið. Ólöf Harpa
Jósefsdóttir, framkvæmdastjóri
Moltu ehf., segir þó nauðsynlegt að
gera fleiri efnagreiningar og til-
raunir við ræktun og uppgræðslu
til að fá meiri upplýsingar. »6
Moltan úr Eyjafirði
er góður áburður
Ólöf Harpa
Jósefsdóttir
Íbúum Austur-Húnavatnssýslu hef-
ur fækkað um 18,1% frá árinu 1999,
samkvæmt skýrslu sem sveitarfélög
í sýslunni létu taka saman um at-
vinnuuppbyggingu á svæðinu. Um
1.900 manns búa nú í fjórum sveitar-
félögum sýslunnar.
Mest hefur fækkunin verið meðal
ungs fólks, en í yngsta aldurs-
hópnum, upp að 18 ára aldri, hefur
fækkað um 28,4% frá 1999.
Arnar Þór Sævarsson, sveitar-
stjóri Blönduósbæjar, segir frekari
fólksfækkun yfirvofandi á svæðinu.
„Þessir þéttbýliskjarnar hérna á
Norðurlandi vestra hafa fyrst og
fremst byggst í
kringum sjávar-
útveg og land-
búnað. Miklar
breytingar hafa
orðið síðan 1985.
Kvótinn hefur
færst á færri
hendur og á milli
svæða, bændum
hefur fækkað og
jarðir eru margar
hverjar komnar í eyði,“ segir Arnar,
en í sýslunni er staðan sögð vera
svört. Hætt sé við að þjónustustig
minnki. »18
18,1% fólksfækkun í
Austur-Húnavatnssýslu
Blönduós Stærsti
bærinn í A-Hún.