Morgunblaðið - 24.06.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.06.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Hvalatalning fer nú fram á Norður- Atlantshafi í fyrsta sinn í átta ár. Ætlunin er að meta stofnstærðir helstu hvalategunda við landið og hvort breytingar hafi orðið á út- breiðslu og fjölda. Af hálfu Ís- lands fer talning- in fram frá rann- sóknaskipum Hafrannsókna- stofnunar, Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæ- mundssyni. Gísli Víkings- son, hvalasér- fræðingur hjá Hafró, stýrir talningunni frá Árna Friðrikssyni. Morgunblaðið náði tali af Gísla um borð í Árna í gær, en skipið var þá statt á Grænlandshafi. „Við fórum út þann 9. og 10. júní á þessum tveimur skipum. Við á Árna erum hér á Grænlandshafi, en Bjarni er sunnar í hafinu. Við reiknum með að koma til Reykjavíkur þann 30. júní en halda aftur út í júlí og eitt skipið verður al- veg fram í ágústmánuð,“ sagði Gísli. Talningarnar eru samþættar rann- sóknum á karfa og makríl. Þoka á leitarsvæðinu Gísli sagði að gengið hefði á ýmsu í hvalatalningunni, vegna þess að þokusamt hefði verið á leitarsvæð- inu. Hann sagði ótímabært að segja til um hverjar niðurstöður talning- arinnar yrðu, þar sem hún væri kom- in skammt á veg. Auk skipanna tveggja tekur ein flugvél héðan þátt í talningunni með það meginmarkmið að meta fjölda hrefna á landgrunnssvæðinu. Að talningunni standa, auk Íslend- inga, Færeyingar, Norðmenn og Grænlendingar, en hún er skipulögð af Norður-Atlantshafssjávar- spendýraráðinu, NAMMCO. Hafrannsóknastofnun fékk sér- staka fjárveitingu frá ríkinu í verk- efnið, upp á 150 milljónir króna. Gísli sagði að þegar niðurstöður allra sem þátt tækju í talningunni lægju fyrir færu þær til umfjöllunar í vísindanefndum NAMMCO og Al- þjóðahvalveiðiráðsins (IWC) þar sem þær yrðu megingrundvöllur mats á ástandi hrefnu- og langreyð- arstofnanna. Hvalatalning fram í ágúst Morgunblaðið/Alfons Finnsson Hnúfubakur Þessi hnúfubakur var í ætisleit rétt utan við hafnargarðinn á Rifi á Snæfellsnesi í fyrrakvöld. Fæða hnúfubaks er m.a. loðna og síld.  NAMMCO mun samræma niðurstöður að talningu lokinni  Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafró, segir að þokusamt hafi verið á leitarsvæðinu Gísli Víkingsson Listvinafélagið í Hveragerði heldur úti lista (tímalínu) á vef sínum, www.listvinir.is, þar sem tíundaðir eru allir helstu listamenn bæjarins frá árinu 1931 og fram á þennan dag. Þar eru nú skráðir 113 einstaklingar, myndir af þeim og æviágrip ásamt því hvenær þeir bjuggu í bænum. Á bæjarhátíðinni Blóm í bæ um helgina verður settur upp skjár í Bókasafninu í Hveragerði, Sunnumörk 2, sem flettir sjálfkrafa í gegnum skrána. Hveragerði hefur lengi haft orð á sér fyrir að vera listamannabær en Svanur Jóhannesson, stjórnar- meðlimur í félaginu, segir það hafa hafist í byrjun seinna stríðs. Þá hafi verið húsnæðisekla í Reykjavík og margir sest að í Hveragerði þess vegna. Sumir hafi sótt í náttúruna og kyrrðina en aðrir haft fyrir því heilsu- farsástæður. Fyrst um sinn voru það helst skáld sem báru út hróður bæjarins, frá hinni svokölluðu Skáldagötu, sem að réttu ber nafnið Frumskógar. Upp- haflega byrjaði verkefnið með sýn- ingu innan Félags eldri borgara í Hveragerði um þessi sex skáld í Skáldagötunni. Það vatt þó fljótlega upp á sig, Listvinafélagið í Hvera- gerði var stofnað og útbúin var far- andsýning sem hefur verið á ýmsum stöðum í bænum. Nú standa hins veg- ar vonir til að sett verði upp útisýning sem taki á öllum þeim listgreinum sem bæjarbúar hafa lagt stund á en fjármagn til þess hefur ekki enn feng- ist. Félagið bíður svara frá Uppbygg- ingarsjóði Suðurlands. bso@mbl.is Listafólk Hveragerðis skráð Morgunblaðið/Árni Sæberg Hveragerði Hátíðin Blómstrandi dagar verður haldin um helgina. Listvina- félagið býður upp á sýningu tengda listasögu bæjarins í bókasafninu.  Listinn gerður aðgengilegur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Reglan um að líta til beggja hliða áð- ur en ekið er, gengið eða hjólað út á götu er gulls ígildi. Það kom í ljós á sunnudagskvöldið þar sem Akureyr- ingurinn Unnsteinn Tryggvason var á götureiðhjóli sínu á þjóðvegi 1 í Vaðlaheiði. Erlendur ferðamaður, vanur vinstri umferð, ók þá út af út- sýnisstæði gegnt Akureyri og þvert í veg fyrir Unnstein, sem hjólaði á bíl- inn á töluverðum hraða og viðbeins- og rifbeinsbrotnaði. Síðasta árið hafa Unnsteinn og fé- lagar hans búið sig undir hjólreiða- keppni WOW hringinn í kringum landið, sem hófst í gær. „Það er auðvitað rosalega svekkj- andi að missa af því en ég gat glatt einn mann: Við höfðum nefnilega tryggt okkur mjög öflugan varamann í Reykjavík og hann fékk tækifæri til að taka þátt! En ég fylgist með félög- unum með sól í hjarta,“ sagði Unn- steinn við Morgunblaðið í gær. Hann hafði hjólað í tvo tíma þegar óhappið varð. Alla leið úr Aðaldalnum þar sem þau hjón, hann og Harpa Gylfadóttir, voru í sumarbústað sín- um. „Veðrið var gott og ég ætlaði bara að taka þessu rólega. Harpa var í bílnum á eftir mér og bauðst reynd- ar til að taka mig upp í rétt áður en þetta gerðist en ég vildi klára túrinn. Það var svo stutt eftir.“ Þar sem Unnsteinn kemur hjólandi sér hann lítinn, hvítan bíl á útsýn- isstæðinu gegnt Akureyri. „Hann sneri í suður og var kyrrstæður. Ég mat stöðuna auðvitað þannig að hann biði eftir mér en ég þegar nálgast tek- ur hann skyndilega U-beygju fyrir mig og ég gat ekkert gert. Lenti beint á honum.“ Hjólið skemmdist töluvert en Unn- steinn var heppinn að slasast ekki meira. „Höfuðið og hryggurinn sluppu alveg. Það má segja að við- beinið hafi verið eins og og öryggis- púði sem fór.“ Ungt fólk frá Hong Kong var í bíln- um. „Bílstjórinn var alveg eyðilagður, greyið, og þau öll þrjú. Hann gleymdi sér einfaldlega; sagðist bara hafa horft til hægri enda vanur vinstri um- ferð. Ég var ljónheppinn en hann ekki síður. Það hefði varla þurft að spyrja að leikslokum ef það hefði ekki verið lítill hjólreiðamaður sem lenti á þeim heldur vörubíll.“ Unnsteinn á sér eina ósk nú þegar WOW-keppnin er hafin: „Margir eru jafnan á hjóli á vegum úti en óvenju margir þessa þrjá daga. Ég vona inni- lega að bílstjórar á hringveginum sýni hjólreiðamönnum tillitssemi í vikunni. Alltaf reyndar.“ „Ljónheppinn að ekki fór mun verr“  Keyrt fyrir reiðhjólamann  Viðbeins- og rifbeinsbrotinn Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Heppinn Unnsteinn við hjólið sitt. „Ég gat ekkert gert,“ segir hann. Óhappið » Unnsteinn var á 34 kíló- metra hraða þegar hann lenti á bílnum skv. mæli á hjólinu. » Einn félagi Unnsteins úr Team Bjarg er sjúkraflutn- ingamaður, var á vakt á sunnu- dagskvöldið og sótti Unnstein á sjúkrabíl yfir í Vaðlaheiði. Kjarasamningar Félags skip- stjórnarmanna við ríkið hafa verið lausir síðan í lok apríl. Ægir Steinn Sveinþórsson, sem fer fyrir far- manna- og varðskipasviði félagsins, segir að eðlilegur gangur sé í við- ræðunum og beðið hafi verið eftir því að stóru verkalýðsfélögin klár- uðu sína samninga. „Það eru allir slakir,“ segir hann og býst við því að viðræður hefjist í sumar, líklega í júlí, en undir samn- inginn heyra starfsmenn Land- helgisgæslunnar og Hafrann- sóknastofnunar. Þá er kjarasamningur skip- stjórnarmenntaðra félagsmanna Félags skipstjórnarmanna við Faxaflóahafnir einnig laus. Undir samninginn heyra skipstjórar á lóðsbátum, lóðsar eða hafsögu- menn, og hafnarverðir. Hann segir viðræður fara að síga af stað en það sé einnig fámennur hópur og því séu félagsmenn rólegir. Verkföll hafa ekki komið til umræðu. „Fyrst er að byrja að ræða saman. Skýra sitt mál og hlusta á hina.“ Samningslausir sjó- menn hins opinbera Morgunblaðið/Golli Samningar Ósamið er við hafnsögumenn. Ungur maður var fluttur á slysadeild Land- spítalans eftir fall af svölum á þriðju hæð fjöl- býlishúss í Garðabæ í há- deginu í gær. Áætlað er að fall- ið hafi verið um átta metrar. Að sögn lögreglu lenti maðurinn á fótunum á steinsteyptri gangstétt fyrir neðan svalirnar. Maðurinn er ekki í lífshættu en hlaut fótbrot á öðrum fæti og önnur minniháttar meiðsl af fallinu. Lögregla segir mikla mildi að ekki hafi farið verr enda lífshættulegt að falla úr jafn mikilli hæð. Grunur er um að gleðskapur hafi verið í húsinu þegar slysið varð. Að sögn lögreglumanns er fíflagangur talinn hafa leitt til þess að maður- inn féll fram af svölunum en ekki er talið að slysið hafi borið að með saknæmum hætti. Lifði af átta metra fall en fótbrotnaði Maðurinn sem lést á Landspít- alanum á föstu- dag í kjölfar slyss við Þing- vallavatn hét Stefán Þ. Tryggvason. Stefán var fædd- ur árið 1944 og var til heimilis að Espigerði 16 í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus. Endurlífgun á vettvangi bar árangur en Stefán komst þó aldrei til meðvitundar eftir slysið og var haldið sofandi í öndunarvél. Lést eftir slys við Þingvallavatn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.