Morgunblaðið - 24.06.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.06.2015, Blaðsíða 16
16 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015                                     !"  # $$ $!   %!"  $ ! %!% &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 "%  #"  " $#!% !!  ! % #   !" %#% !"  !"  ! $!% $!  "" %%   !"" %! "  %### Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Fjármálaráðherrar evruríkjanna munu hittast á fundi í dag til þess að ræða nýjasta útspil grísku ríkisstjórnar- innar vegna yfirvofandi greiðslufalls rík- issjóðs landsins. Manuel Valls, forsætis- ráðherra Frakklands, fundaði í gær með Mario Draghi, bankastjóra Evrópska seðlabankans, og sagði að því loknu að grundvöllur væri kominn fyrir sam- komulagi um aðgerðir. Þó ítrekaði hann að enn væri langt í land. Þá hefur Al- þjóða gjaldeyrissjóðurinn gert athuga- semdir þess efnis að hugmyndir Grikkja byggi um of á hækkun skatta á laun og fjármagnstekjur í stað niðurskurðar hjá hinu opinbera. Enn er unnið að sam- komulagi við Grikki ● Svo virðist sem kynjajafnrétti á Ís- landi sé með því mesta sem gerist í heiminum og að vaxandi atvinnuþátt- taka kvenna hafi haft mikið að segja um það hve mikill hagvöxtur hefur verið hér síðastliðin 100 ár eða svo. Um þetta er fjallað í nýjum Markaðspunktum grein- ingardeildar Arion banka. Samanburður á þróun landsframleiðslu og fæðing- artíðni bendir til þess að sókn kvenna á vinnumarkað samhliða lækkandi fæð- ingartíðni hafi haft sitt að segja um þær miklu efnahagslegu framfarir sem Ís- lendingar hafa notið frá stríðslokum. Kynjajafnrétti stuðlar að efnahagsframförum STUTTAR FRÉTTIR ... Snorri segir að samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti eigi að vera hægt að meta framtíðarhorfur í lýs- ingu en í skráningarlýsingu Eikar hafi vantað allar upplýsingar um stóran hluta rekstrarins. „Rekstur félagsins byggir á tveimur félögum en ekki einu. Það er því mjög sér- stakt að birta bara fortíðarrekstur eins félagsins þegar framtíðarrekst- ur og verðmæti félagsins byggir á rekstri tveggja félaga.“ Snorri segir að gera verði enn rík- ari kröfur til upplýsingagjafar þegar horft sé til þess hvernig staðið hafi verið að útboðinu á Eik og Reitum. „Skráningaraðilinn er stærsti eig- andinn og hann ákvarðar verðið. Hann hefur því áhrif á upplýsinga- gjöfina bæði sem eigandi og skrán- ingaraðili. Það verður að horfa til þess að í þessum tilvikum er skrán- ingaraðilinn með yfirburðastöðu um- fram kaupandann. Fjárfestir vill fyrst og fremst að upplýsingarnar séu mjög góðar og því þarf upplýs- ingagjöfin að vera þeim mun betri hjá skráningaraðilanum.“ Snorri segir þetta til vitnis um óþroskaðan hlutabréfamarkað á Íslandi. „Í ná- grannalöndum okkar þættu þessi vinnubrögð ekki til fyrirmyndar og það er mjög ólíklegt að við myndum sjá eitthvað í þessa veru þar.“ Hærra gengi í verðmati Gengi bréfa í Eik hefur lækkað frá skráningu og er nú 6,30 krónur á hlut. Gengið hefur lækkað um rúm- lega 7% frá útboðsgenginu, sem var 6,80. Í skýrslunni er birt gengi á hverju fasteignafélaganna sam- kvæmt verðmati Capacent í saman- burði við markaðsgengi. Öll félögin eru með hærra gengi samkvæmt verðmatinu og segir Snorri að félög- in eigi inni töluverðar verðhækkanir. Hann segir að Reginn sé lengst frá sannvirði en félaginu sé líklega refs- að fyrir það að vera ekki með nógu góða upplýsingagjöf. „Það vantar mikið upp á upplýsingar um eign- irnar til að meta reksturinn betur. Flest fasteignafélög á Norður- löndum sem við erum með saman- burð við standa vel að upplýsingum um eignir sínar.“ Eik varla tæk til verðmats við skráningu í Kauphöll Morgunblaðið/Kristinn Eik Capacent segir í skýrslu sinni að skort hafi á upplýsingar við skráningu fasteignafélagsins í Kauphöllinni.  Capacent telur upplýsingagjöf hafa verið ábótavant  Arion beggja vegna borðs BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Í nýrri skýrslu Capacent um fast- eignafélögin í Kauphöll Íslands, Eik, Reiti og Regin, kemur fram að fast- eignafélagið Eik hafi varla verið tækt til verðmats við skráningu þar sem í skráningarlýsingu hafi engar fjárhagsupplýsingar verið um Land- festar, sem félagið yfirtók á árinu 2014. Eik var skráð á aðallista Kaup- hallarinnar í lok apríl síðastliðnum, Reitir var skráð í byrjun apríl á þessu ári og Reginn í júlí 2012. Þá kemur fram í skýrslunni að þáver- andi stærsti eigandi fasteignafélag- anna Eikar og Reita, Arion banki, hafi setið beggja vegna borðsins og ákvarðað útboðsgengi félaganna. Þannig hafi bankinn verið bæði í hlutverki fjárfestis og þjónustuaðila. Slík vinnubrögð séu til þess fallin að grafa undan trúverðugleika bæði út- gefanda og fyrirtækisins sem selt er. Vantaði upplýsingar Snorri Jakobsson, ráðgjafi og sér- fræðingur hjá Capacent, segir að í skráningarlýsingu Eikar hafi upp- lýsingar um allar eignir verið til fyrirmyndar en hins vegar hafi mik- ið vantað upp á upplýsingar um reksturinn. „Rekstur félagsins á árinu 2015 er allt annar en rekstur þess 2014 þar sem Landfestar eru um 40% af eignum og tekjum félags- ins. Það er því mjög erfitt að átta sig á framtíðarrekstri ef þú hefur bara aðgang að 60% sögulegum rekstri. Ef ekki hefði komið til lausleg rekstraráætlun fyrir árið 2015 hefðu fjárfestar verið blindir á hvernig hugsanlegur framtíðarrekstur fé- lagsins yrði.“ BankNordik ætlar að selja trygging- arfélagið Vörð en bankinn, sem áður hét Færeyjabanki, eignaðist 51% hlut í félaginu í nóvember 2009 og eignaðist síðan eftirstöðvarnar í maí 2012. BankNordik, sem getur rakið sögu sína aftur til ársins 1906, er með starfsemi í Færeyjum, Grænlandi og Danmörku. Í Færeyjum á BankNor- dik meðal annars tryggingafélag sem nefnist Trygd. Í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar er greint frá því að ástæða sölunnar sé að skerpa eigi á stefnu bankans og draga úr land- fræðilegri dreifingu starfseminnar. Haft er eftir forstjóra BankNordik, Janus Petersen, að bankinn ætli að auka áherslu á arðgreiðslur til hlut- hafa með því að bæta arðsemina í rekstrinum og losa fjármagn frá við- skiptaeiningum sem ekki tengjast beint stefnu hans. Salan á íslenska tryggingafélaginu er liður í því ásamt öðru. Vegna skilyrða getur bankinn ekki selt 49% hlut í tryggingafélag- inu fyrr en í lok júní 2017 og því eru einungis 51% félagsins í boði í sölu- ferlinu. Í tilkynningunni segir að með sölu á 51% hlut á bókfærðu virði muni eiginfjárgrunnur bankans styrkjast um 76,3 milljónir danskra króna eða 1,5 milljarða íslenskra króna. Stjórn bankans hyggst greiða til hluthafa í formi arðs sambærilega fjárhæð og sem nemur hækkun eig- infjárgrunns vegna sölunnar. Icora Partners, sem er í eigu Frið- riks Jóhannssonar og Gunnars Páls Tryggvasonar, mun sjá um söluna. BankNordik er með um 480 starfs- menn og heildareignir bankans eru 16 milljarðar danskra króna. Bank- inn er skráður á Nasdaq OMX. margret@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Sala Guðmundur Jóhann Jónsson er forstjóri Varðar sem verður seldur. BankNordik ætl- ar að selja Vörð  Færeyski bank- inn hyggst skerpa áherslur sínar Vélorf Mikið úrval vélorfa - bensínmótor, rafmótor eða rafhlöðudrifin - ÞÓR HF Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 -18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.