Morgunblaðið - 24.06.2015, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015
Bryggjuspjall Rabbað um landsins gagn og nauðsynjar í blankalogni og blíðu á hafnarbakka í Hafnarfirði.
Eggert
Stjórnmálamenn eru
gjarnir á að vera gjaf-
mildir. Að vísu er gjaf-
mildin fremur fyrir
annarra manna fé en
þeirra eigið. Á stundum
vilja þeir sýna víðsýni
sína og umburðarlyndi
með örlæti sínu en oft
eru þeir aðeins að afla
sér stuðnings ákveð-
inna hópa kjósenda
með rausnarskap þótt reikningurinn
sé greiddur af skattgreiðendum.
Örlæti stjórnmálamanna leiðir oft-
ar en ekki til ófarnaðar hvort heldur
er í fjármálum sveitarfélaga eða rík-
isins. Gjafmildi alþingismanna hefur
þannig orðið til þess að við höfum
misst sjónar á því hvert raunverulegt
hlutverk ríkisins eigi að vera í sam-
félaginu. Afleiðingin er sú að umsvif
ríkisins aukast stöðugt en um leið er
dregið úr bolmagni þess til að sinna
grunnhlutverki sínu.
Öfugsnúinn rausnarskapur
Það er, í besta falli, öfugsnúið að
þeir sem hæst tala um öflugt heil-
brigðiskerfi skuli um leið grafa undan
því með gjafmildi sinni í eitthvað allt
annað á sama tíma og barist er við
fjárskort. Með svipuðum hætti veikja
þeir, sem í ræðu og riti berjast fyrir
öflugu almannatryggingakerfi, þegar
þeir telja nauðsynlegt að verja tak-
mörkuðum fjármunum ríkisins í ým-
islegt annað en grunnstoðirnar.
Þannig má lengi telja.
Fémildi þingmanna hefur orðið til
þess að æ stærri hluti sameiginlegra
fjármuna ríkisins rennur til annarra
verkefna en þeirra sem almenn sátt
er um að skuli vera grunnskylda sam-
eiginlegs sjóðs lands-
manna; heilbrigðisþjón-
usta,
almannatryggingar,
samgöngur, löggæsla,
dómstólar (innra og ytra
öryggi þjóðarinnar) og
menntun. Fyrir utan
þungar vaxtagreiðslur
af skuldum fer fimmta
hver króna sem greidd
er úr ríkiskassanum í
annað en grunnstoðir
samfélagsins. Þetta
jafngildir því að á fimm
ára fresti sé ákveðið að verja öllum
tekjum ríkissjóðs í önnur verkefni en
þau sem eru mikilvægust.
Í rausnarskap sínum og löngun til
að staðfesta víðsýni og umburðar-
lyndi – í samræmi við pólitískan rétt-
trúnað – hafa stjórnmálamenn gripið
til tveggja ráða. Annars vegar seilast
þeir dýpra í vasa skattgreiðenda og
hins vegar senda þeir reikninginn til
komandi kynslóða.
En jafnvel vasar skattgreiðenda
eru ekki ótæmandi auðlind þótt ein-
hverjir standi í þeirri trú og telji rétt
að láta skattgreiðendur greiða allt að
80% skatt af tekjum sínum. Og æ
fleiri gera sér grein fyrir siðleysi þess
að gefa út víxla sem afkomendum er
ætlað að greiða.
Kjarkur til að andmæla
Í andrúmslofti örlætis á annarra
manna fé og í samkeppni um hylli ein-
hverra kjósenda koma þingmenn
saman og etja kappi hver við annan.
Fáir skorast undan – en þeir eru þó
til sem betur fer.
Alþingi samþykkti á sérstökum há-
tíðarfundi 19. júní að stofna Jafnrétt-
issjóð Íslands í tilefni af því að öld var
liðin frá því að íslenskar konur fengu
kosningarétt. Allir þingmenn, fyrir
utan einn, voru sammála um að láta
árlega 100 milljónir króna næstu
fimm árin renna til sjóðsins frá skatt-
greiðendum.
Sigríður Á. Andersen, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, stóð ein gegn til-
lögunni sem var flutt sameiginlega af
formönnum allra stjórnmálaflokka á
þingi.
Í fyrri umræðu um þingsályktunina
(16. júní) rökstuddi Sigríður afstöðu
sína og sagði meðal annars:
„Ég ætla auðvitað ekki að tala fyrir
hönd allra kvenna eða nokkurra ann-
arra en bara sjálfrar mín, en það er
nú mín skoðun að virðingu kvenna sé
enginn sérstakur sómi sýndur með
þingsályktunartillögu af þessu tagi
sem sendir 500 milljóna króna reikn-
ing til skattgreiðenda, sem ég leyfi
mér nú að minna á að eru um helm-
ingur konur.“
Sigríður taldi rétt að allir tækju
þátt í að fagna tímamótunum en
þingsályktunin væri ekki „neitt annað
en enn eitt ríkisútgjaldamálið“:
„Í tillögunni er lagt til að verulega
háum fjármunum sé deilt út með afar
ómarkvissum hætti í ýmis verkefni
sem þarna eru talin upp á sama tíma
og fé vantar í mörg nauðsynleg verk-
efni sem ég veit að er jafnvel þver-
pólitísk samstaða um að ráðast þurfi
í.“
Þingmaður þarf sterk pólitísk bein
til að andmæla einn tillögu sem for-
menn allra flokka hafa sameinast um
í tilefni af merkum tímamótum.
Hugmyndafræðin sem liggur að
baki tillögunni er hugmyndafræði ör-
lætis og raunarskapar á kostnað ann-
arra. Tillagan er birtingarmynd þess
rétttrúnaðar sem hefur náð að skjóta
rótum innan allra stjórnmálaflokka.
Gert út á skattgreiðendur
Umrædd þingsályktun er langt í
frá að vera eina dæmið um hvernig
þingmenn og þingflokkar reyna að
gera út á skattgreiðendur. Litlu virð-
ist skipta hvort um frumvörp eða
þingsályktunartillögur er að ræða.
Flest þingmál eru til þess að auka út-
gjöld, fjölga reglum og herða eftirlit.
Tillaga þingmanna Samfylking-
arinnar um „bráðaaðgerðir“ í
byggðamálum er tilraun til að ná hylli
kjósenda á landsbyggðinni. Þá skiptir
kostnaðurinn litlu. Auka á fjármagn
til „sóknaráætlana“ (Samfylkingar),
innleiða ívilnunarsamninga og útdeila
öðrum gæðum. Tillaga um ríkisstuðn-
ing með skattaívilnunum með nið-
urfellingu gjalda á „vistvænt elds-
neyti“ er annað dæmi um hvernig
samfylkingar slá um sig en auðvitað
er það kómískt að nokkur ár eru síð-
an gjöldin voru felld niður. Með ann-
arri tillögu til þingsályktunar vilja
þingmenn Samfylkingar að ríkið
hækki húsaleigubætur og niðurgreiði
sérstök viðbótarlán til þeirra sem eru
með lágar tekjur eða eru að kaupa
íbúð eða búseturétt í fyrsta sinn. Í
nafni „bráðaaðgerða“ á einnig að taka
upp 20% stofnstyrki til byggingar
leiguíbúða.
Þingmenn Pírata vilja ekki síður
vera góðir og hafa lagt til að unnið
verði að því að „tryggja öllum borg-
urum landsins skilyrðislausa grunn-
framfærslu með það að markmiði að
styrkja efnahagsleg og félagsleg rétt-
indi fólks og útrýma fátækt“. Tíu
þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa
lagt fram tillögu um að skipa nefnd
um „lýðræðisleg ákvarðanaferli með
beinni þátttöku almennings í op-
inberri stefnumótun“. Markmiðið er
auka „þátttöku og aðkomu almenn-
ings að opinberum ákvörðunum í
samræmi við hugmyndir um þátt-
tökulýðræði“. Meðal flutningsmanna
eru þingmenn sem komu í veg fyrir
að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu
um aðildarumsókn Íslands að Evr-
ópusambandinu og börðust hat-
rammlega gegn þjóðaratkvæða-
greiðslum um Icesave. Í þessum anda
vill þingmaður Vinstri grænna þjóð-
aratkvæðagreiðslu um aðildina að
NATO og samherjar hans telja rétt
að skipa nefnd um atvinnulýðræði.
Svo eru þeir til sem telja nauðsynlegt
að seinka klukkunni. Þá má ekki
gleyma tillögum um þjóðgarða, skip-
an umboðsmanna, alþjóðaflugvelli um
allt land, eflingu atvinnulífs á Suð-
urnesjum, kaup ríkisins á jörðum,
flutning á starfsemi Landhelgisgæsl-
unnar og um aðgerðir til að draga úr
erilshávaða í kennsluhúsnæði.
Þótt fæstar þingsályktunartillögur
nái fram að ganga gefa þær ágæta
innsýn í hugmyndafræði þingmanna.
Skipa á nefndir, auka útgjöld, setja
ný lög og reglugerðir. Fæstar tillög-
urnar miða að því að draga úr um-
svifum ríkisins, einfalda regluverkið
og leyfa skattgreiðendum að halda
aðeins meiru eftir af því sem þeir afla.
Samþykkt þingsályktunartillögu
um stofnun Jafnréttissjóðs Íslands
með 500 milljónum frá skattgreið-
endum er því í góðu samræmi við
þann anda örlætis sem svífur yfir
þingsölum.
Eftir Óla Björn
Kárason » Í andrúmslofti örlæt-
is á annarra manna
fé og í samkeppni um
hylli kjósenda koma
þingmenn saman og etja
kappi hver við annan.
Fáir skorast undan.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokks.
Gjafmildi og rausnarskapur stjórnmálamanna
Af biturri reynslu gera
flestir Íslendingar sér
grein fyrir þeirri áhættu
sem efnahagslífinu stafar
af starfsemi banka og ann-
arra fjármálastofnana.
Skattgreiðendur um allan
heim urðu með beinum og
óbeinum hætti að greiða
fyrir alþjóðlega banka-
hrunið árið 2008. Stjórn-
málamönnum, hér á Ís-
landi og í flestum öðrum
vestrænum löndum, var legið á hálsi
fyrir að hafa ekki verið vakandi fyrir
þeirri hættu sem umfangsmikil starf-
semi banka og fjármálastofnana hefur í
för með sér. Enginn vafi er á að gagn-
rýnin var í það minnsta að hluta til rétt-
mæt.
Undirritaður hefur lagt fram fyr-
irspurnir til fjármálastofnana bæði í
formi opinberra þingskjala og einnig
sem nefndarmaður í þeirri þingnefnd
sem hefur eftirlit með bönkum og fjár-
málamarkaði. Nær undantekningalaust
hafa svör fengist enda ríkur skilningur á
mikilvægi þess að almenningur jafnt
sem markaðsaðilar hafi vitneskju um
starfsemi fjármálastofnana og geti gert
sér grein fyrir undirliggjandi áhættu.
Það er því full ástæða til að halda
vöku okkar þegar bankakerfið er ann-
ars vegar. Íslenska bankakerfið hefur
vissulega minnkað verulega eftir banka-
hrun og eftirlit stóraukist. Það kom
samt sem áður ekki í veg fyrir 22 millj-
arða tap skattgreiðenda vegna Spkef.
Um leið hefur dregið úr samkeppni – fá-
keppni hefur aukist og enn eru bankar í
umfangsmikilli starfsemi sem nær langt
út fyrir hefðbundna viðskiptastarfsemi.
Kerfisleg áhætta af starfsemi þeirra er
mikil og völd þeirra og áhrif í íslensku
þjóðfélagi eru gríðarleg.
Staða gengislána innan bankanna
hefur verið nokkuð í umræðunni. Skv.
FME voru 1.260 ma.kr. í ágreiningi í
árslok 2011 og telur Félag atvinnurek-
enda 547 ma.kr. enn vera í ágreiningi.
Þetta eru gríðarlegar upp-
hæðir og alls óviðunandi
staða. Vegna þessara upp-
lýsinga sendi ég fyrirspurn
á bankana og í síðustu viku
fékk ég svör varðandi
stöðu gengislána og hversu
mikið af lánum er enn í
þessari stöðu.
Tveimur mánuðum eftir
að ég lagði fyrirspurnina
fram tókst loks að leggja
fram skriflegt svar, en
bankarnir drógu lappirnar
við að veita þær upplýs-
ingar sem óskað var eftir.
Svör bankanna voru rýr svo ekki sé
tekið dýpra í árinni: Landsbankinn
svaraði engu efnislega en lætur að því
liggja að engin mál séu í ágreiningi við
viðskiptavini. Undirritaður hefur vitn-
eskju um fjölda ágreiningsmála á milli
bankans og viðskiptavina hans.
Íslandsbanki svaraði ekki og vísaði í
gögn þar sem svör við þessum upplýs-
ingum er ekki að finna.
Arion banki svaraði heldur ekki og
sagði berum orðum að „Alþingi gegni
ekki eftirlitshlutverki gagnvart bank-
anum“. Með öðrum orðum, ykkur þing-
mönnum kemur þetta ekki við! Það eru
alvarlegar fréttir ef Alþingi og almenn-
ingur fær ekki upplýsingar um banka-
starfsemina.
Það skal ítrekað að hér var spurt um
mjög stóra hagsmuni fyrir fyrirtæki og
heimilin í landinu. Ég mun ekki láta hér
við sitja og hef vakið athygli forseta
þingsins á þessu svarleysi.
Afstaða bankanna einkennist af
hroka og virðingarleysi fyrir hags-
munum almennings. Skattgreiðendur
eiga betra skilið.
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson
» Íslenska bankakerfið
hefur vissulega minnk-
að verulega eftir banka-
hrun og eftirlit stóraukist.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Höfundur er alþingismaður.
Bankahroki