Morgunblaðið - 24.06.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er ein sú skemmtilegasta og
mest uppörvandi opinbera athöfn
sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra þegar hann hafði tek-
ið fyrstu skóflustunguna að bæna-
húsi í Minna-Knarrarnesi á Vatns-
leysuströnd, Knarrarneskirkju.
Hjónin Anna Rut Sverrisdóttir og
Birgir Þórarinsson í Minna-
Knarrarnesi hyggjast reisa litla
bændakirkju í 19. aldar stíl í túninu,
rétt við svokallað Brandsleiði sem
raunar enginn veit hvað táknar.
Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson á
Selfossi flutti bæn og helgaði staðinn
þar sem kirkjan mun rísa. Fyrir
valinu varð mikill hátíðisdagur í fjöl-
skyldunni; Sverrir sonur þeirra var
að útskrifast sem verkfræðingur og
Þórarinn sem stúdent. Það barst síð-
an milli manna að húsbóndinn ætti
stórafmæli en hann vildi ekki tala
mikið um það. En veðrið var stillt og
fallegt í gærkvöldi þegar veislan hélt
áfram.
Í 19. aldar stíl
„Það er gamall draumur minn að
reisa kirkju. Við erum með ferða-
þjónustu og getum nýtt kirkjuna í
sambandi við hana og ég er guðfræð-
ingur. Þarna koma saman tvö helstu
áhugamál mín, guðfræðin og bygg-
ingarlist nítjándu aldar,“ segir
Birgir.
Verkefnið tengist einnig áhuga-
málum forsætisráðherra, eins og
hann bendir á í samtali við Morgun-
blaðið, þjóðmenningunni, kirkjunni
og byggingarlistinni. Þess vegna
þætti honum sérstaklega áhugavert
að taka þátt í athöfninni.
Þess má geta að staðurinn tengist
ríkisstjórn Sigmundar Davíðs því að
stór hluti af stjórnarmyndunar-
viðræðum Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks fór fram í íbúðar-
húsinu í Minna-Knarrarnesi.
Knarrarneskirkja, sem Birgir
áformar að reisa í sumar, mun rúma
30 manns í sæti. Hann á þegar ýmsa
muni til að nota í henni. Þannig eru
gamlir kirkjubekkir úr Kálfa-
tjarnarkirkju í hans eigu, sem og
meira en 100 ára gömul skipsklukka
sem mun verða kirkjuklukkan.
Skemmtileg og uppörvandi athöfn
Forsætisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að bænda-
kirkju sem reisa á í Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Haldið í Anna Rut Sverrisdóttir, Kristinn Ágúst Friðfinnsson, Birgir Þór-
arinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Sigurlaug Pálsdóttir.
Guðni Einarsson
Agnes Bragadóttir
Atvinnuveganefnd Alþingis heldur
áfram í dag að ræða um breytingar-
tillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar
sjávarútvegsráðherra við makríl-
frumvarpið. Í henni felst að makríll
verði kvótasettur til eins árs. Upp-
haflega var gert ráð fyrir að kvóta-
setning yrði til sex ára í senn.
Atvinnuveganefnd kom saman til
fundar í kvöldverðarhléi í gær þar
sem makrílfrumvarp sjávarútvegs-
ráðherra var á dagskrá. Fulltrúar at-
vinnuvegaráðuneytisins komu á
fundinn og útskýrðu breytinguna.
Fundurinn stóð fram undir kl. 21,
þegar nefndin frestaði fundi sínum.
Engin niðurstaða fékkst í gær og því
verður málið rætt áfram í dag í
nefndinni. Þingfundi var frestað í
gærkvöldi á meðan atvinnuvega-
nefnd ræddi makrílmálið.
Jón Gunnarsson, formaður at-
vinnuveganefndar, sagði að búið væri
að mæta sjónarmiðum sem komið
hefðu fram af hálfu undirskriftasöfn-
unarinnar þjóðareignar.is. Í undir-
skriftasöfnuninni er forseti Íslands
hvattur til að vísa lögum þar sem
fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til
meira en eins árs í þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Fram kemur í fréttatilkynningu
frá þjóðareign.is að Alþingi geti tekið
af allan vafa með því að setja í frum-
varpið ákvæði um „að úthlutun afla-
hlutdeildar makríls verði til aðeins
eins árs í senn“. Nú hefur verið komið
til móts við það.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var það helst Björt framtíð
af stjórnarandstöðuflokkunum sem
lýsti stuðningi við hugmyndir sjávar-
útvegsráðherra. Ekki fékkst stuðn-
ingur frá fulltrúum Samfylkingar og
Pírata. Einhverjir innan þeirra raða
munu þó vera tvístígandi í afstöðu
sinni. Lilja Rafney Magnúsdóttir,
fulltrúi VG í atvinnuveganefnd, sagði
þingflokk VG vera mótfallinn því að
setja makríl í núverandi kvótakerfi.
Litið er á breytinguna á makríl-
frumvarpinu sem framlag stjórnar-
flokkanna til samkomulags um þing-
lok.
Viðræður fóru fram á milli flokk-
anna á Alþingi í gær um þinglok. Ein-
ar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis,
taldi ólíklegt að samkomulag um þau
næðist í gærkvöldi.
Á þingfundi í gærkvöldi voru á
dagskrá mál sem nokkur sátt ríkti
um en ekki þau sem mestur ágrein-
ingur hefur verið um. Þingfundi lauk
á ellefta tímanum og er boðaður á ný
kl. 15 í dag.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Alþingi Samkomulag um þinglok í
sumar var til umræðu í gær.
Komið til móts við þjóðareign.is
Sjávarútvegsráðherra gerir breytingartillögu við makrílfrumvarpið um að makrílkvóta verði úthlutað
til eins árs Atvinnuveganefnd heldur áfram að ræða tillöguna í dag Ekki samkomulag um þinglok
Samningafundi
Bandalags há-
skólamanna
(BHM) og ríkisins
sem hófst kl. 15 í
gær lauk eftir að-
eins 10-15 mínútur.
„Þeir höfðu ekki
neitt að bjóða,“
sagði Páll Hall-
dórsson, formaður
samninganefndar
BHM. „Það var nákvæmlega sama
staða og áður en lögin voru sett.“
Sem kunnugt er setti Alþingi lög
þann 13. júní sem bundu enda á verk-
fall BHM og Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga (FÍH). Náist ekki
samningar fyrir 1. júlí mun gerðar-
dómur ákveða kaup og kjör félags-
manna BHM og FÍH.
Páll sagði að ef samninganefnd
ríkisins kæmi með eitthvað nýtt að
samningaborðinu myndi BHM skoða
það vel. „Annars bara gengur þetta
sinn gang. Málaferlin fara af stað og
annað eftir því,“ sagði Páll.
Stefna BHM gegn ríkinu vegna
lagasetningarinnar var þingfest 19.
júní sl. Fyrirtaka verður 2. júlí og
aðalmeðferð 6. júlí í Héraðsdómi
Reykjavíkur. gudni@mbl.is
Stuttur
fundur
hjá BHM
Páll
Halldórsson
Sama staða og
fyrir lagasetninguna
Keppendur í WOW Cyclothon hjólreiðakeppn-
inni voru ræstir út á Laugardalsvelli í gær. Flug-
félagið WOW air stendur fyrir keppninni, sem er
nú orðin fjölmennasta hjólreiðakeppni á Íslandi.
Yfir þúsund manns taka þátt í henni og hjóla
hringinn kringum landið. Skúli Mogensen, for-
stjóri WOW air, mætti tvíefldur til keppni eftir
rembingskoss unnustu sinnar, Friðriku Hjördís-
ar Geirsdóttur sjónvarpskonu.
Forstjórinn fékk rembingskoss frá unnustunni
Morgunblaðið/Eggert
Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hófst á Laugardalsvelli í gær