Morgunblaðið - 24.06.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 24.06.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Nokkur skip eru komin á makrílveiðar 40-50 sjómílur suður af Vestmanna- eyjum og voru skip frá Eyjum fyrst á svæðið. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins í Vest- mannaeyjum, hafði Álfsey VE veitt um 300 tonn í gær og kemur til hafnar í dag. Makrílsins hefur ekki orðið vart annars staðar á landinu en Eyþór telur það ekki áhyggjuefni enn sem komið er. „Þetta kemur hægt og sígandi þeg- ar sjórinn hlýnar. Það hefur sjaldnast verið neinn kraftur í veiðunum í júní- mánuði,“ segir Eyþór. Rétt byrjað að vora Hann bendir á að veiðarnar hafi ekki hafist almennilega fyrr en um miðjan júlímánuð í fyrra. „Það er nú bara rétt að vora núna en ef við fáum fleiri sólardaga og hita hjálpar það allt til,“ segir Eyþór. Makríll heldur sig nærri yfirborðinu og telur Eyþór að hitastig sjávar eigi ekki að vera vanda- mál þegar líða taki á sumarið. „Eftir eina til tvær vikur má búast við því að hitastigið verði orðið ásættanlegt í sjónum en annars snýst þetta að lang- mestu leyti um það hvar makríllinn finnur átu. Þá sækir hann í hana hvort sem sjórinn er níu eða ellefu gráður,“ segir Eyþór. Undanfarið hafa borist fregnir af því að sjórinn sé óvenju kaldur og fyrir vik- ið verði makríllinn tregari til að sækja á Íslandsmið. Eyþór blæs þó á slíkar hrakspár. „Hitastig sjávar hefur sveifl- ast og sjórinn hefur áður verið kaldur í júní. Ég held að það sé ótímabært að örvænta um að makríllinn muni ekki koma. Í það minnsta er ástandið ekkert óeðlilegt núna,“ segir Eyþór. Ekkert óeðlilegt ástand  Nokkur skip komin á makrílveiðar  Sjórinn áður verið kaldur í júní  Veiðar hófust fyrir alvöru í júlí í fyrra Makríll Makrílveiðar hófust fyrir al- vöru í júlímánuði á síðasta ári. Starfsmenn Rio Tinto Alcan í Straumsvík fund- uðu í gærmorgun í kjaradeilu við Samtök atvinnu- lífsins. Að sögn Kolbeins Gunn- arssonar, for- manns verka- lýðsfélagsins Hlífar í Hafn- arfirði, þar sem um 200 starfsmenn álversins eru félagar, verður fundað stíft á næstunni. Stefnt er að sambærilegum samningum og hjá iðnaðarmönnum, bæði hvað varðar lengd samninga og kauphækkanir. Samningur verði svipaður og hjá iðnaðarmönnum Kjör Fundað verður stíft á næstunni. Molta ehf. er jarðgerðarstöð á Þveráreyrum í Eyjafirði sem tekur á móti sláturúrgangi úr Eyjafirði og Þingeyj- arsýslu, nokkrum fiskúrgangi og blóði frá sláturhúsum, heimilisúrgangi frá langstærstum hluta heimila í Eyja- firði og nokkru af samskonar lífrænum úrgangi frá fyr- irtækjum á svæðinu. Einnig kemur heimilisúrgangur frá Siglufirði og Sauðárkróki til stöðvarinnar. Þá er notað í vinnsluna tætt timbur, pappír, gróður og gras. Alls var tekið á móti rúmum 7.000 tonnum af lífrænum úrgangi 2014, þar af 2.260 tonnum af sláturúrgangi og 1.120 tonnum frá heimilum. Vinnsla í jarðgerðarstöð Moltu hófst á árinu 2009. Að henni standa, auk sveitarfélaga og opinberra stofnana, stærstu matvælaframleiðendur á Eyjafjarðarsvæðinu. Heimilisúrgangur jarðgerður TEKIÐ VIÐ 7.000 TONNUM AF LÍFRÆNUM ÚRGANGI Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tilraunir á moltu frá Moltu ehf. í Eyjafirði lofa góðu um gildi jarð- vegsins sem áburðar eða jarðvegs- bætandi efnis við ræktun. Þær styðja athuganir sem gerðar hafa verið. Þeir sem notað hafa moltu á rýra mela hafa séð mikinn mun á grósku í framhaldinu og talið er að hún hafi aukið gæði golfvallarins á Akureyri. Sömu sögu hafa ein- staklingar sem nýtt hafa moltuna að segja. Ólöf Harpa Jósefsdóttir, framkvæmdastjóri Moltu ehf., segir þó nauðsynlegt að gera fleiri efna- greiningar og tilraunir við ræktun og uppgræðslu. Tilraunin með áburðargildi molt- unnar var gerð á Möðruvöllum í Hörgárdal síðasta sumar af Orku- setri landbúnaðarins og Landbún- aðarháskóla Íslands. Besta moltan Niðurstaðan er nokkuð skýr, sam- kvæmt upplýsingum sem Ólöf hefur fengið. 30-45 tonn af moltu á hektara gefa jafnmikla uppskeru af græn- fóðri og fullur skammtur af tilbúnum áburði. Telja sérfræðingarnir sem unnu að rannsókninni að hún gefi vísbendingar um að 40-60 kg af um- ræddri moltu hafi sama áburðargildi og 1 kg af tilbúnum áburði. Jafn- framt kemur fram að moltan skilur eftir í jarðveginum miklu meira af lífrænum efnum. Efnagreiningar sýna jafnframt að steinefnin í molt- unni eru leysanleg og aðgengileg fyrir plöntur. Þetta er að sögn vísindamanna ein besta niðurstaða sem komið hefur úr tilraunum við nýtingu moltu hér á landi. Til stendur að slá tilraunareit- ina aftur í sumar og fylgjast þá með eftirvirkni moltunnar. Ólöf tekur fram að veðurfar hafi verið sérlega heppilegt í Eyjafirði í fyrrasumar fyrir notkun moltu, hlýtt og rakt og hæfileg rigning. „Okkur vantar enn fleiri tilraunir um nýtingu moltunnar sem áburðar og/eða jarðvegsbætis til þess að geta gefið loforð um gæði,“ segir Ólöf. Hún segir stefnt að samstarfi við Landgræðsluna og Skógræktina um tilraunir á því sviði nú í sumar. Þá sé unnið með skógarbónda að nýtingu moltunnar við gróðursetningu trjá- plantna. „Öll svona nýting er ávinn- ingur, verið er að nýta lífrænan úr- gang í stað þess að sóa honum.“ Sætur moldarkeimur Við jarðgerðarferlið skapast eðli- lega nokkur lykt. Brugðist er við því með notkun ósonbúnaðar sem hreinsar allan útblástur frá stöðinni. Hefur það reynst vel, að sögn Ólaf- ar. Þegar moltan er komin út úr tækjunum og þroskast áfram á plani minnkar lyktin mjög hratt. Ólöf seg- ir að af fullþroskaðri moltu sé aðeins sætur moldarkeimur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Molta Jarðgerðin fer fram í risastórum tromlum. Ólöf Harpa Jósefsdóttir framkvæmdastjóri stendur á milli tveggja. Moltan reynist vera úrvals áburður eða jarðvegsbætir  Molta í Eyjafirði fær uppörvandi nið- urstöður tilrauna Friðrik Mar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, segir að í gær og í dag hafi starfsmenn fyrirtækisins haft tvöfalt tilefni til þess að gera sér dagamun og fá sér tertusneið. „Á morgun tökum við á móti upp- sjávarskipi okkar Hoffelli og bjóðum upp á tertu, því skipið, sem við keyptum fyrir ári og höfum gert út núna í tæpt ár, hefur komið að landi með 40 þúsund tonn af aflaverðmæti upp á 1,5 milljarða króna,“ sagði Friðrik Mar í samtali við Morg- unblaðið í gær. Kaupverð Hoffells frá Noregi í fyrra var 1,3 milljarðar króna. Á tæpu ári er aflaverðmætið orðið meira en 200 milljónum meira en kaupverðið. Hoffell er uppsjávarskip og að sögn Friðriks hefur uppistaðan í afl- anum í fyrsta lagi verið makríll. Síð- an hafi síldin tekið við, þessu næst kolmunni og loks loðna og nú aftur kolmunni. „Þetta hefur gengið hreint ljómandi vel. Við teljum okk- ur vel að því komin að gera okkur smádagamun, því þetta er langt um- fram það sem við höfðum planað,“ sagði Friðrik Mar. Í gær gerðu starfsmenn fyrirtæk- isins í landvinnslunni sér einnig glaðan dag, með eins og einni ljúf- fengri tertusneið, þar sem haldið var upp á það að landvinnsla fyrirtæk- isins hefur tekið á móti 80 þúsund tonnum af uppsjávarfiski frá ára- mótum . agnes@mbl.is Terta á tertu ofan  Starfsmenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði gera sér dagamun Morgunblaðið/Albert Kemp Hoffell Tekið verður á móti áhöfn Hoffells á Fáskrúðsfirði með tertu í dag, svipaðri og þessari á myndinni til hægri. Umræðu um kaup á húsnæði fyrir bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar í nýja Norðurturninum við Smáralind var frestað á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Sex af ellefu bæjar- stjórnarfulltrúum greiddu atkvæði með frestun málsins. Tillagan snýr að kaupum á þremur hæðum í turninum. Lagt er til að kaupin verði fjármögnuð með útgáfu skuldabréfa en kaupverð er áætlað 1.500 m. kr. Skuldaaukning bæjarins er áætluð 345 m. kr. í kjölfar sölu á núverandi húsnæði bæjarskrifstof- anna í Fannborg, en meirihluti bæj- arstjórnar segir fjárhagslegan ábata af flutningum í turninn vera tvo milljarða króna samanborið við við- gerðir á núverandi húsnæði. Lengi hefur staðið til að ganga í viðhalds- aðgerðir á núverandi húsnæði í Fannborg. Bent hefur verið á mikinn kostnað við lántöku vegna flutninganna. Auk þess benti minnihlutinn á að í að- draganda málsins hefði of lítið sam- ráð verið haft við bæjarbúa og lagði því til að málinu yrði frestað þar til að loknu sumarleyfi bæjarstjórnar. jbe@mbl.is Kaupum í turninum frestað  Tillagan tekin fyrir í september Morgunblaðið/Þórður Turninn Lagt er til að keyptar verði þrjár hæðir undir bæjarskrifstofur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.