Morgunblaðið - 24.06.2015, Side 9

Morgunblaðið - 24.06.2015, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 TAX FREE af öllum sny rtivörum í j úní kynning miðvikudag, fimmtudag og föstudag Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Sumarsprengja! 20% afsláttur af öllum fatnaði og skóm! Miðvikudag 24.6 frá kl. 10–18 Fimmtudag 25.6 frá kl. 10–18 Árleg Kanaríeyjahátíð verður haldin hjá ferðaþjónustunni Úthlíð helgina 26. - 28. júní. Allt með hefðbundnum hætti. Sjá nánar á netinu: uthlid.is Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Hraunbergsapótek í Breiðholti í Reykjavík hefur verið endurvakið í sama húsnæði og áður en það var opnað á ný sl. föstudag. Eigendurnir eru að hluta til þeir sömu og voru þegar upphaflega Hraunbergsapó- tekið gekk inn í samstæðuna Lyf og heilsu árið 1999. Apótekinu var lok- að árið 2011 þegar leigusamningur rann út við Lyf og heilsu. Ekki bara líkamleg heilsa „Við höfum viljað móta heildar- sýn um hvað heilsa er. Góð heilsa er ekki eingöngu að vera laus við krabbamein heldur spilar allt sam- an; velferð hlýst af félagslegri, til- finningalegri og líkamlegri heilsu. Það hefur einnig sést innan rann- sóknargeirans hversu sterk áhrif þetta hefur hvað á annað. Þess vegna höfum við verið í sambandi við Reykjavíkurborg til þess að at- huga hvernig við getum komið að því góða starfi sem borgin vinnur hvað viðkemur félagslega þætt- inum,“ segir Fanney Frisbæk, fram- kvæmdastjóri og meðeigandi Hraunbergsapóteks. Hún bætir við að eigendur apó- teksins hafi einnig leitað til heilsu- gæslunnar með það að markmiði að styðja við þá þjónustu sem þar er innt af hendi. Fanney segir að markmiðið sé að vera drifafl í því að lyfta upp nærsamfélaginu. Ekki einungis hvað varðar líkamlega heilsu heldur einnig samfélagslega heilsu í hverf- inu. Þjónusta fjöl- þjóðlegt samfélag „Það hefur myndast fjölþjóð- legt samfélag í Breiðholtinu og við leggjum áherslu á að endurspegla þann fjölþjóðleika. Hjá okkur starf- ar pólskumælandi einstaklingur, sem er nú að ljúka doktorsnámi í matvælafræði. Við höfum áhuga á að geta veitt ítarlegar upplýsingar um verkan lyfja og vítamína á fleiri en einu tungumáli og þannig þjón- ustað fólk af ólíkum uppruna á fag- legan hátt. Markmiðið er að byggja starfsemina á rannsóknum og þekk- ingu,“ segir Fanney. „Markmiðið að þjón- usta nærsamfélagið“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Hraunbergsapótek Starfsmenn Hraunbergsapóteks, en það var opnað á ný hinn 19. júní á sama stað og áður.  Hraunbergsapótek gengur í endurnýjun lífdaga Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Það hefur töluvert af fyrirspurn- um borist, ein frá Finnlandi en ann- ars eru það Íslendingar sem eru að spyrjast fyrir. Það er akkúrat verið að sýna skóginn í þessum töluðum orðum,“ segir Stefán Páll Páluson, sölufulltrúi hjá fasteignasölunni Domusnova. Fasteignasalan hefur fengið til sölu rúmlega 40 hektara asparskóg í landi Þrándarlundar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi ásamt eins hekt- ara lóð. Mikið nýtingargildi Skógurinn var að mestu gróður- settur á árunum 1991-1994 og er aðallega ösp af mismunandi kvæm- um en einnig er greni að litlum hluta. Skógurinn þekur um 31 hektara og er meðalhæð um 9,9 metrar. Stefán segir að verðmatið sé um 150-160 milljónir en raunvirðið ör- lítið minna. Arnór Snorrason, sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins, segir að nokkrir skógar hér á landi séu í einkaeign. Þessi tiltekni skógur hafi mikið nýtingargildi en Járnblendi- félagið á Grundartanga geti nýtt sér öspina sem kolefnisgjafa. „Þetta er vaxtarlegur skógur. Þetta er til- raunaskógur sem Skógræktin gerði á sínum tíma og þarna höfum við verið með margar tilraunir í gegn- um tíðina. Við lítum á þetta sem ánægjuleg tíðindi. Þarna er timbrið auglýst sérstaklega og menn sjá að það er orðið að fjármagni – nokkuð sem þekktist ekki hér áður fyrr,“ segir Arnór. Mikið spurt um 150 milljóna asparskóg  40 hektara asparskógur til sölu Tignarlegur Skógurinn var að mestu gróðursettur á árunum 1991- 1994 og er að mestu ösp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.