Morgunblaðið - 24.06.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Fólk er mjög áhugasamt umþetta verkefni en það ersamt enn ákveðin leyndyfir sjálfsvígum. Þetta er
tabú sem erfitt er að ræða og lengi
vel var talið að ekki mætti tala um
sjálfsvíg í fjölmiðlum af því að þá
gæti það ýtt undir að einhverjir færu
þessa leið, að fyrirfara sér. Þetta hef-
ur þó sem betur fer breyst, og hvern-
ig ætti að vera hægt að berjast á
móti sjálfsvígum ef það má ekki tala
um þau?“ segir Anna Gunnhildur
Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geð-
hjálpar, en um næstu mánaðamót
ætlar tólf manna hlaupahópur að
hlaupa hringveginn til að safna pen-
ingum í átaksverkefni undir heitinu
Útmeð’a, sem er vitundarvakning
gagnvart sjálfsvígum ungra ís-
lenskra karla. Geðhjálp, Hjálparsími
Rauði krossins og hlaupahópurinn
standa saman að átakinu.
Karlar eru hvatvísari
„Í hinum vestræna heimi eru
ungir karlmenn á aldrinum 18 til 25
ára þrisvar til fjórum sinnum líklegri
til að fremja sjálfsvíg en konur á
sama aldri. Nokkrar ástæður hafa
verið nefndar fyrir þessum kynja-
mun. Karlmenn eiga erfiðara en kon-
ur með að tala um tilfinningar sínar,
og það er einmitt ástæðan fyrir því
að við köllum þetta átak okkar Út-
með‘a. Við viljum hvetja karlmenn til
að tala um tilfinningar sínar af því að
það eitt að segja einhverjum frá því
hvernig manni líður léttir mikið á
vanlíðan. Einnig hefur verið talað
um að karlmenn neyti frekar vímu-
efna en konur og séu hvatvísari.
Ungir karlmenn virðast eiga erfiðara
Sjálfsvíg er algeng-
asta dánarorsökin
Í hinum vestræna heimi eru ungir karlmenn á aldrinum 18 til 25 ára þrisvar til
fjórum sinnum líklegri til að fremja sjálfsvíg en konur á sama aldri. Sjálfsvíg er
algengasta dánarorsök ungra íslenskra karlmanna en þannig þarf það ekki að
vera, hjálpin er fyrir hendi og þeir þurfa að tala um tilfinningar sínar.
Morgunblaðið/Eggert
Anna Segir það sárt að ungir menn fyrirfari sér því að hjálp sé í boði.
Morgunblaðið/Golli
Þunglyndi Alvarleg vanlíðan getur leitt til þess að fólk sjái enga leið.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í
Laugardalnum er einstaklega
skemmtilegt útivistarsvæði fyrir
unga sem aldna að spóka sig um í
góða veðrinu, skoða dýrin og kannski
upplifa svolitla sveitastemningu. Svo
má líka tylla sér á grasið, lesa eða
láta lesa fyrir sig – eins og Sóla
sögukona býðst til að gera fyrir gesti
og gangandi.
Sóla sögukona hefur undanfarin ár
sjaldan eða aldrei látið sig vanta í
garðinn kringum Jónsmessuna. Að
venju mun hún renna í hlaðið stund-
víslega kl. 14 í dag á sínum fína sögu-
bíl sem gengur undir nafninu Æringi.
Sóla er vel með á nótunum, veit alveg
hvað tímanum líður, en spurst hefur
að hún hyggist einkum segja sögur
sem tengjast Jónsmessunni og þeim
töfrum sem þá eru á sveimi. Sögu-
stundir Sólu fara fram á hólnum við
Víkingavöll.
Vefsíðan www.mu.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Töfrar Sóla sögukona ætlar að segja sögur um Jónsmessuna og töfra hennar.
Sóla sögukona og Jónsmessan
Nú þegar sumarið er loksins komið
og gróðurinn sprottinn upp úr mold-
inni er ekki úr vegi að minna fólk á
hversu margt sprettur sem gott er að
gæða sér á. Hundasúrur eru víða,
sannkallað hnossgæti hvort sem er
sem nasl eða út á salatið. Arfi er líka
góður og fagur sem viðbót í salat og
ekki má gleyma fíflinum fagurgula
sem margir líta hornauga, en knúppa
hans er tilvalið að steikja á pönnu
upp úr olíu og hvers konar kryddi
sem fólki hentar og snæða eina og
sér eða blanda þeim út í þann mat
sem fólki hugnast. Nýtum það góða á
meðan það sprettur.
Endilega …
… etið allt sem
náttúran gefur
Morgunblaðið/Kristinn
Gjafir jarðar Um að gera að njóta.
Hljómsveitin Himbrimi heldur tón-
leika á Sæmundi í sparifötunum á
Kex hosteli annað kvöld, fimmtu-
dagskvöld. Himbrimi hefur verið að
gera það gott á vinsældalista X-ins
977 undanfarna mánuði, fyrst með
laginu Highway og nú síðast með
laginu Tearing.
Himbrimi vinnur nú að plötu og
að nýju efni en hljómsveitin var til-
nefnd sem nýliði ársins og Margrét
Rúnarsdóttir, söngkona sveitarinnar,
sem söngkona ársins á Hlust-
endaverðlaununum í febrúar síðast-
liðnum.
Ásamt Margréti skipa sveitina
þeir Birkir Rafn Gíslason gítarleik-
ari, Hálfdán Árnason bassaleikari,
Skúli Arason hljómborðsleikari og
Egill Rafnsson á trommur.
Tónleikarnir hefjast kl. 21 og eru
allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Nánar á Facebook: himbrimi og á
vefsíðunni kexland.is.
Nýliðar ársins
Himbrimi með tónleika á
Sæmundi í sparifötunum
Ljósmynd/Laufey Egilsdóttir
Himbrimi Ung og upprennandi hljómsveit sem býður til tónaveislu.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.