Morgunblaðið - 24.06.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.06.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Eggert Hlaupahópurinn Hluti hlaupahópsins sem ætlar að hlaupa kringum landið fyrir góðan málstað. Frá vinstri: Linda Þórey Svanbergsdóttir, Friðleifur Friðleifsson, Melkorka Árný Kvaran, Pétur Smári Sigurgeirsson, Guðrún Ólafsdóttir, Ágúst Guðmundsson og Sigurjón Ernir Sturluson. með að finna sér stað í samfélaginu en konur. Þeir eru undir miklum kröfum, þeir verða frekar fyrir ein- elti og vinna ekki úr því. Margt af þessu bendir til þess að körlum líði oft tilfinningalega verr en konum, og það getur brotist út á þann hræði- lega hátt sem sjálfsvíg er.“ Vandi hjá báðum kynjum Anna segir að á hverju ári séu hundrað manns lagðir inn á sjúkra- hús hér á landi vegna vísvitandi sjálfsskaða og í þeim hópi séu fleiri konur en karlar. „Þó að við leggjum áherslu á ungu karlana núna erum við að vekja athygli á þessum vanda hjá báðum kynjum. Að meðaltali hafa 35 manns svipt sig lífi á hverju ári á Ís- landi, um þrír einstaklingar í hverj- um mánuði,sem er gríðarlega há tala. Auk þess er líklegt að talan sé hærri því stundum getum við ekki vitað fyrir víst hvort um sjálfsvíg eða slys er að ræða,“ segir Anna. Því miður sé staðan þannig núna að sjálfsvíg séu algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára. Margar leiðir til hjálpar „Áður var algengasta dánar- orsök karlmanna á þessum aldri dauðaslys í umferðinni, en með sér- stöku átaki hefur slíkum dauðs- föllum fækkað gríðarlega. Árið 2011 dó enginn ungur karlmaður í um- ferðarslysi, fjórir árið 2012 og einn árið 2013 og 2014. Þessi árangur sýnir vel hversu mikilvægar for- varnir eru. Á hverju ári falla fjórir til sex karlar á þessum aldri fyrir eigin hendi, sem er mjög sárt, vegna þess að það þarf ekki að gerast. Þetta eru ungir menn í blóma lífsins og það er hægt að hjálpa þeim. Ýmsar leiðir eru í boði. Þeir sem eru í skóla geta leitað til námsráðgjafa, en talið er að 12 prósent brottfalls úr skóla séu vegna andlegrar vanlíðunar. Einnig er hægt að leita til heimilislæknis eða heilsugæslunnar og ef vandinn er á mjög alvarlegu stigi er best að fara á bráðageðdeild geðsviðs Land- spítalans við Hringbraut. Einnig er Hjálparsími Rauða krossins mjög góð leið til að byrja að leita sér hjálp- ar, en á öllum tímum sólarhringsins er hægt að hringja í þann síma, 1717. Þar er hlustað á fólk, því veitt ráð- gjöf og vísað áfram, eftir því hvernig það er statt,“ segir Anna og bætir við að símtölum um sjálfsvíg, eigið eða annarra, hafi fjölgað um 42% milli fyrri hluta ársins 2014 og fyrri hluta ársins 2015. „Það sýnir vel hversu mikil þörf er fyrir svona hjálparleið. Eitt símtal á hverjum einasta degi í Hjálpar- símann snýst um sjálfsvíg, ýmist hjá þeim sem hringir eða einhverjum ná- komnum.“ Vöðvar duga ei ef sál er veik Anna leggur áherslu á nauðsyn þess að umræðan um sjálfsvíg sé op- in og að forvörnum sé sinnt. „Forvarnarátakið Þjóð gegn þunglyndi um aldamótin sannaði svo ekki varð um villst að hægt er að ná verulegum árangri til að fækka sjálfsvígum með vitundarvakningu. Þetta er vissulega viðkvæm umræða og fara ber varlega en okkur finnst að umræðan hafi opnast og fólk gerir sér grein fyrir því að það er engin heilsa án geðheilsu. Það skiptir engu máli að vera vöðvastæltur eða geta hlaupið maraþon ef manni líður al- varlega illa á sálinni. Við erum ekki talsmenn of- greininga, það er eðlilegt að okkur líði ekki hundrað prósent vel alla daga, en þegar þunglyndi er farið að hamla því að fólk geti gert það sem það vill og þarf, hvort sem það er að vinna, vera í skóla eða hitta fólk, þá er það alvarlegt og þá þarf að leita sér hjálpar. Við hjá Geðhjálp erum með ókeypis ráðgjöf fyrir fólk sem líður illa, hægt er að koma í þrjú, fjögur skipti í klukkutíma í senn og fólk getur fengið leiðbeiningar um hvað leiðir eru færar miðað við stöðu mála hjá viðkomandi. Við erum líka með ráðgjöf fyrir ættingja, því að í kringum hverja einustu manneskju eru margir sem hafa áhyggjur og vita ekki hvað skal gera við slíkar að- stæður.“ Þekkja af eigin reynslu Anna segir sérlega ánægjulegt að upplifa það að fólk úr líkams- ræktargeiranum komi til Geðhjálpar og óski eftir samstarfi, líkt og fólkið í hlaupahópnum gerði sem leggur upp í langferðina um næstu mánaðamót. „Þetta fólk gerir sér grein fyrir nauðsyn þess að bæði líkaminn og sálin séu heilbrigð, enda hafa sum þeirra kynnst veruleika sjálfsvíga. Þarna eru sjúkraflutningamaður, slökkviliðsfólk og fleiri. Með þessu átaki erum við að safna fyrir forvarnarverkefni því að okkur lang- ar að gera myndband og frumsýna það á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga í haust, 10. september. Okkur langar líka til að fara í skóla og vera með fræðslu um sjálfsvíg. Allt kostar þetta peninga og vonandi safnast sem mest í hlaupinu.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015 Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur? 150g50% meira m ag n! Prófaðu að meðhöndla liðverkina með Voltaren geli. Lyfjaauglýsing Á sextándu öld var talað um Ramy- gala í Litháen sem höfuðborg geit- anna, enda voru geitur tákn bæjarins sem og verndargripir. Gerðu bæjar- búar geitum mjög hátt undir höfði um liðna helgi þegar þeir efndu til fegurðarsamkeppni geita í tilefni af 645 ára afmæli bæjarins. Fegurstu geitur bæjarins voru skreyttar og snyrtar áður en þær stigu fram á sviðið við mikinn fögnuð bæjarbúa. Dökka geitin Marce þótti strax sigurstranglegust, enda fór svo að hún sigraði með glæsibrag. Eins og jafnan þegar fegurðarsamkeppni er annars vegar er eiginleikum þátt- takenda lýst fyrir áhorfendum og svo mun einnig hafa verið í Ramygala þennan hátíðisdag. „Það var ekkert erfitt að undirbúa hana fyrir keppnina. Marce gerir allt heima, þið ættuð bara að sjá hvernig hún stekkur yfir allar hindranir. Ef ég gef henni lausan tauminn og segi henni að dansa, dansar hún,“ sagði eigandi Marce þegar úrslitin voru gerð heyrumkunn – og tók nokkur dansspor með sinni geit. Fegurðarsamkeppni geitanna í ár var sú sjötta í þessum bæ. Fegurðarsamkeppni geita AFP Sigurvegarinn Marce bar sigur úr býtum í keppninni í Ramygala. Marce bar sigur úr býtum AFP Sætar Tveir þátttakenda bíða eftir að vera kallaðir upp á svið. Almenningi er boðið að taka þátt í opinni hlaupaæfingu tólf manna hlaupahóps und- ir merkjum Útmeð’a næst- komandi laugardag kl. 11. Lagt verður af stað frá að- alskrifstofu Rauða kross Ís- lands, Efstaleiti 9, og boðið upp á tvær vegalengdir, 3 km og 5 km. Þátttaka er öll- um opin og ókeypis. Hlaupaæfingin er liður í undirbúningi hlauparanna undir að hlaupa hringinn í kringum landið um næstu mánaðamót. Mark- mið hópsins er að vekja athygli á því að sjálfsvíg eru algengasta dán- arorsök ungra íslenskra karlmanna og safna áheitum til að efna til vit- undarvakningar um vandann. Með slagorðinu eru ungir menn hvattir til að setja tilfinningar sínar í orð í því skyni að hafna ekki í tilfinningalegu öngstræti með ófyrirséðum afleiðingum. Markmið átaksins er að efna til vitundarvakningar meðal al- mennings til að fækka sjálfsvígum í þessum viðkvæma hópi. Hægt er að styrkja hlaupið um 1.500 kr. með því að hringja í símanúm- erið 904-1500 eða leggja valda upphæð inn á söfnunarreikning Geð- hjálpar: 546-14-411114, kt. 531180-0469. Opin æfing fyrir alla ÚTMEÐ’A Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.