Morgunblaðið - 24.06.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.06.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015 Kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í fyrradag voru mjög dýrir og munu hafa þau áhrif að einhver fyr- irtæki þurfa að fækka starfsfólki eða hækka verð á vörum og þjónustu. Þetta segir Ari Skúlason, hagfræð- ingur í hagfræðideild Landsbankans. Hann bendir á að það markmið kjarasamninganna að færa launa- taxta nær greiddu kaupi verði ekki ókeypis fyrir launagreiðendur þrátt fyrir loforð um annað. Því sé haldið fram að eingöngu sé verið að láta launatöfluna endurspegla raunveru- leg laun manna þar sem flestir séu með laun yfir töflunni. „Þetta er þó ekki alltaf rétt enda eru alls ekki allir með laun yfir launatöflunni. Þeir sem eru á launatöflunni græða á þessum breytingum,“ segir Ari. Hann segir kjarasamningana mjög dýra. ,,Þetta eru mun meiri breyt- ingar en við sjáum í nágrannalönd- unum þar sem launahækkun er al- mennt 1-2% í hvert sinn. Miðað við að ekkert bendir til þess að við séum að auka framleiðni hér á landi, þ.e. fram- leiða meira með minni tilkostnaði, er augljóslega töluvert mikið verðbólgu- fóður í þessu. Svo eru fyrirtækin mjög mismunandi vel undirbúin fyrir aukinn kostnað. Einhver þeirra munu þurfa að fækka fólki eða hækka verð á vörum. Til að mynda eru þetta hlutfallslega mikl- ar breytingar fyr- ir framleiðslu- fyrirtæki sem eru með tiltölulega mikið af starfsfólki á lægstu töxtum.“ Ari bendir á að þótt launahækkun sé 25 þúsund krónur á mann að með- altali sé hækkunin hærri í prósentum fyrir þá sem séu á lægri launum. „Kostnaður launagreiðenda er þar af leiðandi talinn vera upp undir 20% á þriggja ára samningstímabili. Þetta eru 5-6% hækkanir fyrir alla á ári að jafnaði í meðaltalslaunabreytingu.“ Ari telur þó frekar hæpið að iðn- aðarmenn hafi fengið launahækkanir umfram launþega á almennum vinnu- markaði. Flestir iðnaðarmenn séu inni í umsaminni launatöflu, rétt eins og þeir sem sömdu í lok maí og að launabreytingarnar hafi verið þær sömu í báðum samningum. brynja@mbl.is Talsvert verðbólgufóður  Dýr samningur, segir hagfræðingur Ari Skúlason Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Ég hafði ekki miklar áhyggjur af því hvort almenni vinnumarkaður- inn myndi ná samningum. Þar virð- ist vera meiri þroski í samskiptum milli aðila og miklu meiri reynsla í að ná samningum. Þar er búið að vera samið í hartnær 100 ár, ASÍ er stofnað 1916 en opinberir starfs- menn fá ekki verkfallsrétt fyrr en 1976 þannig að reynslan þar er ekki eins mikil,“ segir Gylfi Dalmann, vinnumarkaðssérfræðingur og dós- ent við HÍ. Gylfi hefur fylgst með kjaravið- ræðum BHM og ríkisins annars veg- ar og stóru félaganna á vinnumark- aðnum við Samtök atvinnulífsins (SA) hins vegar á hliðarlínunni. Það kom honum lítið á óvart að kosn- ingaþátttaka innan VR var mjög dræm en um 18,7% kusu um samn- ing félagsins við SA. „Almennt er atkvæðagreiðsla kjarasamninga á almenna vinnu- markaðnum í stóru félögunum yf- irleitt slök. Sama gildir um verk- fallsboðanir. Þetta helst í hendur. Í félögum sem eru einsleitari, s.s. hjá flugmönnum, flugvirkjum, lækn- um, kennurum eða hjúkrunarfræð- ingum, er þessu alveg öfugt farið. Það gildir bæði um atkvæðagreiðslu um kjarasamninga og hvort eigi að fara í verkfall.“ VR á markaðslaunum Gylfi segir að helmingur félags- manna VR sé ánægður með launin og því sé ekki endilega sama verk- fallsvilja að finna þar á bæ og á op- inbera vinnumarkaðnum. „Ég held að það sem m.a. geti skýrt þennan mun er að mikill meiri- hluti VR-félaga fær ekki greitt sam- kvæmt taxta, er á markaðslaunum og er ánægður með sín laun. Stór hluti VR-félaga fer árlega í svokallað launaviðtal við sinn vinnuveitanda og ræðir við hann um starfskjör. Þannig ber hann að hluta til ábyrgð á því sjálfur að sækja kjarabætur. Það er ekki sami verkfallsvilji meðal félagsmanna VR, margir eru með há laun og því skiptir þá máli að samningurinn sé staðfestur en ekki felldur. Í launakönnun VR eru meðallaunin 542 þúsund og þar kom einnig fram að 50% eru óánægð með launin, sem þýðir að 50% eru ánægð. Hjá sambærilegum hóp- um innan SFR eru 18% ánægð með launin.“ Morgunblaðið/Golli Mótmæli Félagar innan VR eru um 30 þúsund en stöðugildi hjá ríkinu eru 21 þúsund. Samningsreynslan er misjöfn. Reynslan vegur oft þungt í viðræðum  ASÍ með 100 ára reynslu í samningsviðræðum Gylfi er ekki bjartsýnn á að BHM nái samningum við ríkið áður en fresturinn rennur út hinn fyrsta júlí. „Núna er vika til samninga og gerðardómur virkjaður og mér sýnist margt benda til að hann verði virkjaður, með kostum og göllum sem því fylgir. Það er auð- vitað ekki gott þegar búið er að kippa samningsréttinum í burtu. Opinberir starfsmenn, sem telja um 20% af íslenskum vinnumarkaði, skýra 45% af töp- uðum vinnudögum vegna verkfalla. VR fór síðast í verkfall 1988 og þeirra samningar voru samþykktir og verða lausir næst 2018. Það er eitthvað í strúktúrnum sem gerir það að verkum að opinberir starfsmenn eru svona verkfallshneigðir.“ Eitthvað í strúktúrnum 45% AF TÖPUÐUM VINNU- DÖGUM VEGNA VERKFALLA Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Það er gömul ímyndun að fólk ráði sig í hlutastörf til að geta hækkað laun sín með aukavöktum og yfirvinnu á Landspítalanum (LSH). Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri LSH. „Á Landspítala hafa greiðslur vegna yfirvinnu lækkað verulega á síðustu árum og fleiri eru ráðnir í fullar stöður enda er það stefna okkar.“ Almennt sé því auglýst eftir starfsfólki í fullar stöður. Hann bendir á að mikið vaktaálag fylgi starfi fólks í 100% vinnu á þrískiptum vöktum, þ.e. morgun-, kvöld- og næturvöktum. „Þá getur minna starfshlutfall ver- ið eftirsóknarverðara fyrir starfs- manninn,“ útskýrir hann. „Þetta gildir sérstaklega um yngra fólk, sem er gjarnan fjölskyldufólk.“ brynja@mbl.is Gömul ímyndun að fólk velji hlutastörf Fj öl di ei ns ta kl in ga Aldursbil Starfshlutfall180 20 til 29 30 til 39 40 til 49 50 til 59 60 til 69 160 120 80 40 27 18 11 69 77 60 41 106 68 53 4340 109 116 46 62 38 111 166 65 22 14 51 70 58 140 100 60 20 0 Heimild: Landspítalinn Starfshlutfall hjúkrunarfræðinga 0–49% 50–70% 71–80% 81–90% 91–100%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.