Morgunblaðið - 24.06.2015, Síða 14

Morgunblaðið - 24.06.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015 Á vefsíðu Neytendasamtakanna má finna samantekt á birgjum sem til- kynnt hafa verðhækkanir. Verð- hækkanir taka gildi á misjöfnum tíma yfir tímabilið 1. maí til 6. júlí, en skýringar þeirra byggja ýmist á verðhækkunum erlendis eða ný- gerðum kjarasamningum. Neytendasamtökin reyna að sýna birgjum ákveðið aðhald, en Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir mikil- vægt að fylgjast með því að hærri laun vegna kjarasamninga hverfi ekki í neysluvísitöluna og endi á núlli. „Við erum náttúrulega alltaf á tánum. Það hefur alltaf verið mikið um tilkynningar frá birgjum um hækkanir og má eiga von á fleirum; því er aðhald mikilvægt. Hvort hækkanir eiga sér eðlilegar skýr- ingar er erfitt að dæma um, hvort þetta er vegna hækkana á heims- markaðsverði og verðhækkana sem ekkert er hægt að gera í, en kjara- samningar komu fljótt í verðlagið og við höfum áhyggjur af því,“ segir Þuríður. Aukinn launakostnaður Í samantektinni má sjá að þrír birgjar tilgreina að hærra verðlag stafi af nýgerðum kjarasamningum. Tradex hyggst hækka verð á harð- fiski um 5,8% frá 1. júlí næstkom- andi vegna nýrra kjarasamninga. „Þetta er ekki einungis vegna launa- breytinga, þetta er vegna launa- breytinga, hærri bónusa og þeirra kostnaðarhækkana sem við höfum fengið á okkur frá því í nóvember 2014, frá því við hækkuðum verð síð- ast. Ég get nefnt sem dæmi að um- búðir hafa hækkað um 13,5% og síð- an hefur raforkuverð hækkað um 17% frá því á síðasta árið og við er- um að nota mjög mikið rafmagn því við erum með tölvustýrða kæli- þurrkun sem er orkufrek,“ segir Halldór Halldórsson hjá Tradex. Bjarni Rúnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri og eigandi fyrirtækis- ins Matur og Mörk, tekur í svipaðan streng. Þar tóku 3% og 6% hækk- anir á tilteknum matvörum gildi í fyrradag. „Þegar launin hækka hef- ur það áhrif á reksturinn; þá hækka framleiðendur flestallir. Ég hef ekki hækkað í tvö ár en þetta er svona 10- 12% launahækkun og hækkunin hér á þessum vörum dugar fyrir launa- kostnaðinum. Svo eru framleiðendur að hækka sínar vörur um 3-4%, sem kemur þá inn til mín líka,“ segir Bjarni. Hann segir að þrátt fyrir að kjarasamningar hafi ekki verið sam- þykktir þegar ákvörðun var tekin um hækkun þurfi að líta til þess að ákvörðunin hafi ekki tekið gildi fyrr en 45 dögum eftir að laun starfs- manna hækkuðu, enda hækki laun starfsmanna afturvirkt til 1. maí. Erlendar verðhækkanir Algengt er að vísað sé til erlendra verðhækkana. Gillette-rakvélablöð munu hækka um 5% og 10% af þeim sökum. Hjá ÍSAM, birgi rakvéla- blaðanna, er þess getið að verð- breytingar þessar séu eingöngu vegna verðhækkana erlendis, en hækkunin hafi komið um áramótin. Þar er verið að meta hvort hækka þurfi vöruverð í kjölfar nýrra kjara- samninga. Ari Fenger, fram- kvæmdastjóri Nathan og Olsen, seg- ir vörur vera að hækka af ýmsum ástæðum; heimsmarkaðsverði og öðru. „Þessi tímapunktur er slæmur en við getum ekki tekið þessar hækkanir á okkur, það hefur ekkert með kjarasamninga að gera,“ segir Ari. Spurður hvort von sé á frekari hækkun samhliða nýjum kjarasamn- ingum segir hann að ekki hafi tíðk- ast að hækka sérstaklega vöruverð út af kjarasamningum. „Við höfum ekki verið að hækka sérstaklega út af kjarasamningum, við höfum verið að hagræða og einfalda í rekstri. Það er markmið okkar áfram en ég get ekki svarað um hvort nauðsynlegt verði að grípa til frekari hækkana.“ brynjadogg@mbl.is Mikið um verðhækk- anir hjá birgjum  Hærri launakostnaður og hækkanir á heimsmarkaði Morgunblaðið/Eggert Verðhækkanir tilkynntar Ýmsar matvörur hækka í verði hér á landi á næstu vikum, meðal annars grænmeti, salöt og annað hollustufæði. Laugavegi 34 101 Reykjavík | Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Guðsteins Eyjólfssonar sf V E R S L U N Buxur og jakkar í úrvali Jakki 29.000,- Buxur 14.900,- Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem brynjadogg@mbl.is Reykjavíkurborg efndi til hugmynda- samkeppni um rammaskipulag Elliða- árvogs-Ártúnshöfða. Samkvæmt aðal- skipulagi Reykjavíkur 2010-2030 skiptist svæðið í fjóra hluta en haustið 2013 var haldin hugmyndasamkeppni um einn hluta þessa svæðis, Voga- byggð. Keppnin nú tók til hinna svæð- anna þriggja. Vinningstillagan var unnin af Arkís arkitektum ehf., Landslagi ehf. og Verkís hf. með aðstoð Bjarna Reyn- arssonar. Þróunarás þungamiðjan „Þráðurinn í þessu er svokallaður þróunarás, hann er eitt af höfuð- atriðum í aðalskipulaginu núna. Þetta er samgönguás, vistvænar samgöngur og þar eru líka þéttingarreitir, ásinn er mikilvæg tenging frá vestri til austurs í gegnum borgina. Þetta hverfi byggist upp í kringum þróunarásinn, hann fer í gegnum þetta hverfi. Við val á vinn- ingstillögu horfðum við á vistvænar lausnir, byggðamynstur og líka hvern- ig tillagan notar sjóinn og ströndina. Hún notast við síki og byggðin raðast skemmtilega upp við ströndina. Það að sem flestir geta nýtt sér útsýnið og ná- lægðina við sjóinn er vel gert,“ segir Magnea Þóra Guðmundsdóttir arki- tekt um vinningstillöguna, en hún átti sæti í dómnefnd keppninnar. Magnea segir aðalbreytinguna fel- ast í breyttri notkun og blöndun sem á svæðinu verður. „Það verða tveir til þrír nýir skólar, þjónusta við nágrenn- ið. Sumar tillögur setja inn menning- arstofnun. Í þessari tillögu er talað um 5.000 nýjar íbúðir. Tillagan er sterk, það eru sterkar grunnhugmyndir í henni.“ Þær breytingar sem stefnt er að á svæðinu eru fyrst og fremst aukin byggð, meiri blöndun atvinnu- og íbúð- arbyggðar og samgöngur í gegnum þróunarás. Iðnaðarhverfi mun breyt- ast í íbúðarhverfi en léttari iðnaður og önnur starfsemi mun halda sér, þó verður meiri blöndun. Um næstu skref segir Magnea að tillagan muni fara í áframhaldandi þróun og höfundar verðlaunatillögunnar verði kallaðir til þeirrar vinnu. „Ef deiliskipulagsvinna gengur vel fyrir sig er mögulegt að upp úr 2016 gæti eitthvað farið að gerast. Allar framkvæmdir samkvæmt skipulaginu munu þó taka langan tíma, allt upp í 15-20 ár,“ segir Magnea. Hún segir lík- legt að fyrsti áfanginn verði að stækka Bryggjuhverfið í Grafarvogi og halda áfram að þróa það hverfi. Ekki er enn ljóst hvernig þrepaskipting á svæðinu verður en samkvæmt verðlauna- tillögunni mun iðnaðarsvæðið við Bíldshöfða að mestu halda sér. Unnið að nýju rammaskipulagi  Reykjavík efndi til hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs-Ártúnshöfða  Höfuð- áhersla á þróunarás og vistvænar samgöngur  Vinningstillagan gerir ráð fyrir 5.000 nýjum íbúðum Vinningstillaga Dómnefnd taldi hugmynd Arkís arkitekta ehf., Landslags ehf. og Verkís hf. með aðstoð dr. Bjarna Reynarssonar uppfylla flest markmið aðalskipulags Reykjavíkur og önnur markmið hugmyndakeppninnar. „Með vistvænum samgöngum er átt við samgöngur þar sem einkabíllinn er ekki lengur í for- gangi heldur almennings- samgöngur og hjóla- og göngu- stígar,“ segir Magnea Þóra. Vistvænar samgöngur samræm- ast áherslum í aðalskipulagi. Nýtt skipulag við Ártúnshöfð- ann mun líka þróast á lífrænan hátt. Breytingarnar verða með jöfnum hætti og að hluta til verða þau hús, sem fyrir eru á svæðinu, endurnýtt en ekki öll rifin og ný byggð í staðinn. Bíllinn ekki í forgangi VISTVÆNAR SAMGÖNGUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.