Morgunblaðið - 24.06.2015, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 24.06.2015, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015 Íraskt barn svalar þorsta sínum í Harsham- flóttamannabúðunum á mánudag, tíu kílómetra vestan við Arbil, höfuðborg sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Norður-Írak. Barnið hefur þar ásamt fleirum fundið skjól undan árásum Ríkis íslams, samtaka íslamista. Búðirnar eru heimkynni ótal- margra fjölskyldna sem hafa flúið átök í stríðs- hrjáðu landinu, en þau hafa stigmagnast á undanförnum árum vegna Ríkis íslams. AFP Þorstanum svalað í skjóli sjálfstjórnarsvæðis Kúrda Harsham-flóttamannabúðirnar eru heimkynni ótalmargra fjölskyldna í Írak Skúli Halldórsson sh@mbl.is Varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, Ashton B. Carter, staðfesti í gær að Bandaríkin myndu senda töluverðan herbúnað til landa í Austur-Evrópu, allt frá Eystrasalti til Balkanskaga. „Bandaríski herinn þarf að eiga auðveldara með að taka þátt í heræfingum og þjálfun í Evr- ópu,“ segir Carter í tilkynningu. Auk Eystrasaltsríkjanna munu Búlgaría, Þýskaland, Pólland og Rúmenía fá hergögn send yfir Atlantshafið, en öll eru þau meðlimir í NATO. Meðal þess sem Bandaríkin hyggjast senda til landanna eru um 250 skriðdrekar og aðrar her- bifreiðar. Rússar mótmæla uppbyggingu Búist hefur verið við þessari ákvörðun Bandaríkjanna síðan um miðjan maímánuð, en þó svo að stjórnvöld í Washington hafi opin- berlega lýst því yfir að herbúnaður- inn muni ekki vera í löndunum til langs tíma hafa Rússar harðlega mótmælt uppbyggingu herliðs við landamæri landsins. „Ef bandarísk hergögn, þar á meðal skriðdrekar, enda virkilega í löndum Austur-Evrópu, þá er það herskáasta skref sem Pentagon og NATO hafa stigið síðan í kalda stríð- inu,“ sagði talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins, Júrí Jakú- bov, í samtali við rússnesku frétta- stofuna Interfax í síðustu viku. Varnarmálaráðherrar Eystra- saltsríkjanna hafa allir sagt að þeir fagni ákvörðuninni, samkvæmt heimildum New York Times. Senda hergögn til Evrópu  Bandaríkin senda hergögn til ríkja NATO í Austur-Evrópu  Allt frá Eystra- salti að Balkanskaga  250 skriðdrekar og aðrar herbifreiðar á meðal gagnanna „Herinn þarf að eiga auðveldara með að taka þátt í heræfingum og þjálfun í Evrópu.“ Ashton B. Carter Skúli Halldórsson sh@mbl.is Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hafa ákveðið að búa til nýtt kerfi ut- an um komu farandfólks til Ítalíu og Grikklands. Kemur þetta fram í upp- kasti að fyrirhuguðum breytingum sem kynntar verða á fundi leiðtog- anna á morgun, og breska dagblaðið The Guardian hefur komist yfir. Nýja kerfið myndi gera yfirvöld- um auðveldara að skrásetja innflytj- endur, taka af þeim fingraför og hafa þá í haldi í allt að 18 mánuði hafi þeir komist ólöglega inn fyrir landamæri sambandsins. Frontex mun fá aukin völd Samkvæmt tillögum frá fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins verða landamæragæslu þess, Frontex, falin meiri völd til að reka farandfólk á brott úr sambands- ríkjunum. Eins og kerfið er núna liggur það vald aðeins hjá hverju ríki fyrir sig. Tillögurnar komu fram fyrr í mánuðinum í bréfi ráðherra innflytj- endamála hjá sambandinu, Dimitris Avramopolous, til ráðherra allra ríkja í sambandinu. „Kerfið sem snýr að brottvísunum á farandfólki er hvorki nógu hratt né skilvirkt,“ sagði hann. „Við verðum að auka skilvirknina og ég er reiðu- búinn að skoða alla kosti.“ Einkum hafa stjórnvöld á Ítalíu lýst áhyggjum yfir því að þau séu lát- in ein um álagið sem fylgir flótta- mönnum sem koma norður yfir Miðjarðarhafið frá Afríku. Vill að ríkin létti á byrði Ítalíu Undanfarnar vikur hafa ríkis- stjórnir sambandsríkjanna átt í deil- um við framkvæmdastjórn sam- bandsins um kröfur hennar til þeirra, en hún vill dreifa innflytjend- um til landanna og með því láta ríkin létta á byrði Ítalíu. Þannig mun það verða lagt til á fundi leiðtoganna á morgun að ríkin taki til sín 40 þúsund hælisleitendur frá Ítalíu og Grikklandi næstu tvö árin og deili þeim á milli sín. Farandfólki dreift á ríkin  40 þúsund hælisleitendum verður dreift á ríki Evrópusambandsins Áströlsk stjórn- völd hyggjast svipta þá ríkis- borgararétti sem hafa tekið þátt í hryðjuverka- starfsemi. Mun ríkisstjórnin kynna frum- varpið fyrir þinginu í dag en með lögunum vill hún tryggja að vígamenn með tvö- faldan ríkisborgararétt, sem barist hafa erlendis, geti ekki snúið aftur til landsins. Talið er að undir lögin muni falla allt að helmingur þeirra 120 Ástr- ala sem berjast í Mið-Austurlöndum fyrir samtökin Ríki íslams, að sögn forsætisráðherrans Tonys Abbotts. Vegna gildandi laga getur frum- varpið ekki átt við um þá sem ein- göngu hafa ástralskan ríkisborg- ararétt, en Abbott segir að fram muni fara endurskoðun á lögunum til að athuga hvort hægt sé að ná slíku fram. ÁSTRALÍA Svipta vígamenn ríkisborgararétti Forsætisráð- herra Pakistans, Nawaz Sharif, hefur kallað eftir neyðarráðstöf- unum vegna mik- illar hitabylgju sem dregið hefur nær þúsund manns til dauða í hinu suðlæga Sindh-héraði. Þá hefur her landsins verið kvaddur til að setja upp hjálpar- miðstöðvar og aðstoða við aðgerðir yfirvalda. Mörg fórnarlambanna eru eldra fólk úr lágtekjufjölskyldum en í stærstu borg landsins, Karachi, hefur hitinn mælst allt að 45 gráð- ur. Heitt andrúmsloft er ekki óvenjulegt á sumarmánuðum í Pak- istan, en langvarandi rafmagns- leysi virðist hafa gert illt verra, að sögn fréttaritara BBC. PAKISTAN Hundruð deyja í mikilli hitabylgju ER EKKI ALVEG ÖRUGGLEGA NÓG PLÁSS Í KÆLIBOXINU? Alvöru grillsósur sem gera gott betra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.