Morgunblaðið - 24.06.2015, Side 18

Morgunblaðið - 24.06.2015, Side 18
BAKSVIÐ Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Langtímafækkun íbúa ogsamdráttur í atvinnulífiAustur-Húnavatnssýslugæti þýtt að héraðið verði ekki sjálfbært um margskon- ar þjónustu og grunnstarfsemi. Þetta kemur fram í skýrslu sem sveitarfélög í Austur- Húnavatnssýslu létu taka saman um atvinnu- uppbyggingu á svæðinu. Frá árinu 1998-2014 fækk- aði íbúum svæð- isins um 18,1% en nú búa tæp- lega 1.900 manns í sveitarfélögunum fjórum; Blöndu- ósbæ, Sveitarfélaginu Skagaströnd, Skagabyggð og Húnavatnshreppi. Þá er sérstakt umhugsunarefni að í yngsta aldurshópnum, upp að 18 ára aldri, hefur fækkað um 28,4% á þessu tímabili og fjölskyldufólk á barneignaaldri er hlutfallslega færra en á landinu öllu. Þetta hvort tveggja er merki hnignandi byggð- ar. Arnar Þór Sævarsson, sveitar- stjóri Blönduósbæjar, telur að ef ekki verði brugðist við muni fólks- fækkunin halda áfram. „Þessir þéttbýliskjarnar hérna á Norður- landi vestra hafa fyrst og fremst byggst í kringum sjávarútveg og landbúnað. Miklar breytingar hafa orðið síðan árið 1985. Kvótinn hefur færst á færri hendur og á milli svæða og bændum hefur fækkað og jarðir eru margar hverjar komnar í eyði. Þetta er þróunin í atvinnu- háttum um allt land. Þetta hefur þýtt að þessum þéttbýliskjörnum sem byggja allt sitt á þessum tveimur atvinnugreinum hefur líka hnignað.“ Kraftaverk eða virkjanir Orkufrekur iðnaður er raun- hæfasti kostur svæðisins fyrir at- vinnuuppbyggingu. Á undirbún- ingsfundi fyrir gerð skýrslunnar hélt Snorri Björn Sigurðsson, starfsmaður Byggðastofnunar, erindi þar sem hann lýsti málum eins og hann sá þau. „Hvað fram- tíðina varðar þá er aðeins tvennt til bjargar, annars vegar kraftaverk en hins vegar virkjanir í Blöndu,“ sagði Snorri Björn. Fram kemur í skýrslunni að íbúar A-Húnavatnssýslu hafi ekki notið virkjunar Blöndu á sambæri- legan hátt og mörg önnur héruð hafa notið orkulinda sinna. Þá þurfi að stækka virkjunina og nota orku hennar í meira mæli til uppbygg- ingar iðnaðar í héraðinu, en stærst- ur hluti orkunnar er ekki nýttur á svæðinu. Arnar Þór segir megin- niðurstöðu sveitarfélaganna vera að öll orka Blöndu verði nýtt í hér- aðinu. Sú orka sem Blönduvirkjun framleiðir nú er þó bundin í samn- ingum og því þyrfti að stækka virkjunina til að búa til orku fyrir iðnað í héraðinu. Erlendir aðilar hafa sýnt áhuga á að reisa 120.000 tonna ál- ver í Skagabyggð og fer nú bráð- lega fram fýsileikakönnun á slíkum framkvæmdum. Þá er einnig lögð áhersla í skýrslunni á að svæðið henti vel undir gagnaver, enda jarðfræðileg óvirkni og aðgengi að háhraðaljósleiðarakerfi til staðar. Arnar Þór hefur áhyggjur af því að ferðaþjónusta svæðisins sé ekki komin jafnlangt og annars staðar. „Sundlaugin okkar hérna er fjölsóttasti ferðamannastaður á Norðurlandi vestra. Gistimögu- leikar eru að aukast en kannski er afþreyingin af skornum skammti hér. Við finnum að þessi fólks- fækkun hefur áhrif og þá fækkar vinnandi höndum. Það eru allir hér í vinnu; ef fólk verður atvinnulaust fer það bara af svæðinu. Það hefur átt sér stað ákveðinn heilaflótti, það vantar framkvæmdamenn.“ Svört staða í Austur- Húnavatnssýslu Íbúafjöldi í A-Hún. 1901-2014 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 19 01 19 10 19 20 19 30 19 40 19 50 19 60 19 70 19 80 19 90 20 00 20 10 20 14 Arnar Þór Sævarsson Staða mála » Íbúafjöldi Blönduósbæjar náði hámarki árið 1985. Þá bjuggu 1.115 manns í bænum, en þeir eru nú um 880. Þó sameinaðist Engihlíðarhreppur Blönduósbæ árið 2002. » Fyrirhugað er að stækka Blönduvirkjun um 31 MW. Sveitarfélögin vilja að orkan verði nýtt í meiri mæli í iðnað innan héraðsins. » Landbúnaður er fjölbreyttur í héraðinu en býlum fækkar. Ferðaþjónusta er lítil. Engin fiskvinnsla er lengur starfrækt á svæðinu. » Atvinnuleysi á Norðurlandi vestra var 1,8% árið 2013, það minnsta á landinu. Skýringin er brottflutningur íbúa. 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Spurninginum hald eðahaldleysi fimmtu greinar sáttmála Atlants- hafsbandalagsins hefur orðið áleitn- ari undanfarin misseri, einkum og sér í lagi í þeim löndum sem í kalda stríðinu voru austan járntjalds. Sú grein kveður á um að árás á eitt bandalags- ríki jafngildi árás á þau öll og skuli svarað samkvæmt því. Yfirgangur Rússa gagnvart Úkraínu, herskáar yfirlýs- ingar og ögrandi hernaðar- brölt hefur vakið ugg í Aust- ur-Evrópu, ekki síst vegna varnarleysis Úkraínumanna gagnvart innlimun Rússa á Krímskaga og ótvíræðum stuðningi þeirra við aðskiln- aðaröfl í austurhluta landsins. Rússar hafa einnig ögrað með heræfingum, ítrekað rofið loft- helgi grannríkja sinna og hnyklað vöðvana með ýmsum hætti. Í mars sagði rúss- neskur embættismaður að Rússar væru að íhuga að koma fyrir kjarnorkuvopnum á Krímskaga og fyrir viku til- kynntu þeir að þeir ætluðu að ráðast í að stækka kjarn- orkuvopnabúr sitt. Eystrasaltsríkin þrjú lögðu í maí fram bón um að Atlants- hafsbandalagið kæmi þar fyrir nokkur þúsund manna her- sveitum til frambúðar til að halda Rússum í skefjum. Kannski hefur orðspor Bar- acks Obama Bandaríkja- forseta ýtt undir óöryggið í grannríkjum Rússlands. Hann dró með alvöruþunga „rauðar línur“, sem ekki mætti fara yf- ir og aðhafðist ekkert þegar þær voru virtar vettugi. Þegar kalda stríðinu lauk heyrðist tal um „endalok sög- unnar“. Þótti mörgum ástæðu- laust að í miðri Evrópu væru menn gráir fyrir járnum eftir að öll dýrin í skóginum væru orðin vinir. Sagan á það hins vegar til að taka við sér þegar síst varir og hæpið er að leggja of mikið undir á að dagurinn á morgun verði eins og dagurinn í gær. Í liðinni viku gekk Tomasz Siemoniak, varnarmálaráðherra Póllands, svo langt að lýsa yfir því að friðnum eftir kalda stríðið væri nú lokið. Nú hefur Atlantshafsbanda- lagið ákveðið að bregðast við óskum Eystrasaltsríkjanna. Ekki verður þó farið alla leið og komið þar fyrir herliði. Í þeim efnum er vísað til þess að í samkomulagi bandalags- ins við Rússa frá 1997 hafi verið kveðið á um staðsetn- ingu herafla. Það er hins veg- ar ekki talið útiloka að herlið fari tímabundið á vettvang eða að vopnum undir merkjum NATO verði komið fyrir. Ashton Carter, varnarmálaráð- herra Bandaríkj- anna, lýsti því yfir í gær að bandarísk þunga- vopn, þar á meðal skriðdrekar og vopn fyrir stórskotalið, yrðu nú í fyrsta skipti send til ríkja í Mið- og Austur- Evrópu. Þá sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, að í þessari viku myndi bandalagið samþykkja áætlanir um að tvöfalda hraðlið sitt. Sagði Stoltenberg að þetta væri mesta efling á sameiginlegum vörnum bandalagsins frá lok- um kalda stríðsins. Viðbrögð Rússa voru fyrir- sjáanleg. Vladimír Pútín, for- seti Rússlands, sagði að þegar Rússlandi væri ógnað þyrftu Rússar að beina herafla sínum að þeim sem ógnuðu. „NATO er að koma að landamærum okkar, það er ekki eins og við séum að fara neitt,“ sagði hann. Vígbúnaðarkapphlaupið hið nýja er einkum háð með orð- um enn sem komið er en Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur varað við vítahring stig- magnandi orðaskaks og at- hafna og líkt við mænu- viðbragð frá kalda stríðinu. Öll þessi þróun hefur orðið til þess að nú eru Bandaríkja- menn farnir að velta fyrir sér hvort tími sé kominn til þess að koma fyrir millidrægum stýriflaugum í Evrópu á ný. Þeir líta svo á að Rússar hafi rofið afvopnunarsamkomulag- ið sem Ronald Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov undirrit- uðu árið 1987 um að útrýma millidrægum kjarnorkuflaug- um á landi. Þegar þessi hug- mynd var borin upp á fundi varnarmálaráðherra NATO í febrúar mótmæltu Frakkar og Þjóðverjar vegna þess að þeir töldu ekki nægar vísbendingar liggja fyrir um að Rússar hefðu rofið samkomulagið. Pútín er ekki á leið til Berl- ínar með herafla sinn en hann telur að sér þrengt. Hann vill greinilega að andstæðingar hans telji að hann sé til alls vís. Hann sagði í viðtali að hann hefði verið tilbúinn að beita kjarnorkuvopnum vegna Krímskaga ef á hefði þurft að halda. Kannski er ótímabært að segja að nýtt kalt stríð sé haf- ið en tónninn í yfirlýsingunum magnast og minnir um margt á þá tíma þegar andaði köldu milli austurs og vesturs. Rússar boða fjölgun kjarnorkuvopna og Bandaríkjamenn íhuga að koma flaugum fyrir í Evrópu} Vopnin brýnd A llir Íslendingar, 18 ára og eldri, njóta kosningaréttar. Þannig hefur það ekki alltaf verið og á það vorum við rækilega minnt í liðinni viku. Mikill áfangi vannst í þessu réttlætismáli þann 19. júní árið 1915 og enn var stigið skref í rétta átt fimm árum síðar þegar kosningarétturinn var útvíkkaður enn frekar. Í dag teljum við kosningaréttinn í raun sjálfsagðan og með öllu útilokað að hann verði skertur með nokkrum hætti. Vonandi reynist það rétt og að aldrei aftur þurfi fullveðja Íslendingar að taka slag um réttinn til að velja þann hóp sem skipar Alþingi á hverjum tíma. Allt byggir þetta á þeirri hugsjón að hverjum manni sé kleift að segja sína skoð- un og hafa áhrif á það hverjir sitji löggjafarþingið á hverjum tíma. Alla jafna gerist það á fjögurra ára fresti og þá eiga borgararnir að standa jafnt að valinu – hver og einn, óháð stétt eða stöðu, hafi sitt atkvæði. Þannig geti þeir sem neyti kosninga- réttar síns lagt sín lóð á vogarskálar lýðræðisins og að þegar öll greidd atkvæði eru saman talin fáist niður- staða sem teljist lýðræðisleg og þannig byggð á grunni sem allir geti unað við – að minnsta kosti bæri- lega. En hvað ef konur hefðu ekki fengið fullgildan kosn- ingarétt á árunum 1915-20? Hvað ef málamiðlun hefði náðst sem falið hefði í sér að atkvæði kvenna vægju helming á við atkvæði karla? Jafnvel hefði það gerst að komið hefði verið til móts við konur með meira af- gerandi hætti og atkvæði þeirra hefðu þá gilt 60% af atkvæðum fullveðja karlmanna? Sú niðurstaða hefði í engu tilliti uppfyllt þær réttlætis- og jafn- réttiskröfur sem við að sjálfsögðu gerum í dag. Eða hvað? Í alþingiskosningunum síðustu gengu 193.792 Íslendingar að kjörborðum hring- inn í kringum landið. Af þessum hópi þurftu 52.048 kjósendur í Suðvestur- kjördæmi að sætta sig við að atkvæði þeirra vægi aðeins 55% af atkvæði hvers kjósanda sem þátt tók í Norðvestur- kjördæmi, en þar kusu 17.833. Reyndar skal því haldið til haga að þetta mikla mis- vægi er lítið í samanburði við það sem löngum tíðkaðist allt frá kosningunum 1874 en nógu slæmt er það samt. Nú þegar við ræðum jafnréttismálin er mikilvægt að skoða þau í víðu samhengi en ekki aðeins út frá afmörkuðum hópum fólks. Misrétti og misskipting fyrirfinnst nefnilega víð- ar en margan grunar og enn víðar en við leiðum oftast hugann að. Ætti það ekki að vera sjálfsagt mál á árinu 2015 að sú regla gilti í raun að hver og einn Ís- lendingur, 18 ára og eldri, héldi á einu atkvæði, jafn- gildu atkvæði annarra borgara landsins? Væri ekki gott að geta haldið upp á það árið 2115 að hundrað ár væru þá liðin frá þeim degi þegar kosningaréttur Ís- lendinga var loksins jafnaður, óháð búsetu? Það er nærri öruggt að sá sem þetta ritar muni ekki lifa þau tímamót, jafnvel þó að læknavísindunum fleygi fram með hverju árinu sem líður. En mikið væri þó gaman að taka þátt í því að koma þessu til leiðar. Til þess þarf fyrst og fremst atbeina Alþingis með breytingum á lögum en svo mætti einnig skerpa á þessari sjálfsögðu kröfu í stjórnarskránni. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Jafnréttisbaráttan er víða háð STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.