Morgunblaðið - 24.06.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015 Nýlega hafa verið gerðir kjarasamningar við ýmsa hópa launa- manna og samninga- viðræður eru í gangi eða í frosti á milli ann- arra hópa. Sumir hóp- arnir eru komnir í verk- fall og flestir hinna hóta verkföllum sem eiga að skella á innan tíðar. Þetta ástand er óþol- andi. Trúlega spilar pólitík eitthvað inn í kröfur um bætt kjör, en við þetta ástand verður ekki unað lengur. Það má færa góð rök fyrir því að hækka eigi lægstu laun og lægstu bætur. Þær upphæðir eru allt of lágar. Það má líka færa haldgóð rök fyrir því að hækka þurfi laun þeirra sem ofar eru í launastiganum, en í undangengnum kjarasamningum eða frá hruni hafa lægstu laun haft forgang. Ég held að við þær aðstæður hafi flestir verið sammála því að svo skyldi vera. Á undanförnum árum hafa margar ríkisstofnanir verið sam- einaðar, gerðar hafa verið kröfur um jafnari afköst á milli starfsstöðva en kröfur um sambærileg laun innan þeirra verið á ís. Það eru því mörg réttlætismál í gangi en hvers vegna þarf fólk sem er með margföld lægstu laun að fara í verkfall? Er ekki hægt að leysa þessi mál af sanngirni án þess að hóta því að beita rétti sem kallaður hefur verið neyðarréttur? Eru kröfurnar ekki óraunhæfar? Trúir fólk því að það sé raunhæft að fyrirtæki, stofnanir, sveitarsjóðir og ríkissjóður þoli það að laun séu hækk- uð um tugi prósenta á nokkrum miss- erum? Fyrir fáum mánuðum voru gerðir kjarasamningar við lækna, sem af öll- um stéttum og af einstöku lítillæti höfðu gert kröfur á ríkissjóð um 50% launahækkun. Samningar munu hafa nást um 30% kauphækkun eða svo á þremur árum. Það virðist hafa verið taktík lækna að gera bara nógu mikl- ar kröfur, því hvaða ríkisstjórn vill hafa það á samviskunni að sjúklingar fái ekki læknisþjón- ustu? Þeir treystu á það að ríkisstjórnin myndi semja áður en til verk- falls kæmi og það gekk eftir. Skítt með stöð- ugleikann. Svo munu forsvarsmenn lækna hafa fengið almanna- tengslafyrirtæki til þess að mata fjölmiðla á vandræðum sjúklinga í skæruverkföllunum sem fóru á undan boð- uðu allsherjarverkfalli lækna. Mér sýndist fjölmiðlarnir spila með, a.m.k. ríkisútvarp vinstri- manna (RÚV). Hvort fréttamenn- irnir létu almannatenglana plata sig eða hvort þeir vildu sjálfir koma höggi á yfirvöld heilbrigðismála og jafnvel alla ríkisstjórnina er erfitt að meta. Mér finnst að læknar eigi að hafa gott kaup. Þeirra starf er oftast mjög erfitt og slítandi, langur vinnutími, bakvaktir og námið er langt. Ég hef líka tekið eftir því að þeir hafa mjög gott kaup, iðulega fjórum til sex sinn- um hærri laun en ég, sem er við- skiptafræðingur með fjögurra ára há- skólanám að baki. Kröfur þeirra um 50% launahækkun voru þó að mínu mati hrein og klár frekja. Í loftinu lá líka sú hótun að margir læknar myndu flytja úr landi næðu þeir kröf- um sínum ekki fram. Það að íslenskir skattgreiðendur hafa kostað stórum fjárhæðum í nám þeirra á und- anförnum árum og áratugum kom þeim ekki við. Það að margir læknar eigi kost á mun betur borguðum störfum sums staðar erlendis er ekk- ert nýtt og margir í öðrum stéttum geta sagt það sama. Við verðum að vera raunsæ. Það er ekki hægt að bæta kjör fólks um tugi prósenta á fáum misserum nema við mjög sérstækar aðstæður eða með verulegri hagræðingu í rekstri fyr- irtækja og stofnana. Kröfur um 30- 50% launahækkun á nokkrum miss- erum við núverandi aðstæður eru óraunhæfar. Samningar um slíkar hækkanir tíðkast almennt ekki í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við og leiða bara til verðbólgu og/eða atvinnuleysis. Í flestum ná- lægum löndum batna launakjör um 1-2% á ári og það er það sem við þurf- um að ganga út frá. Annað er ekki skynsamlegt. Íslendingar hafa ára- tugareynslu af því að gera óraunhæfa kjarasamninga og þeir leiddu ekki til kjarabóta. Það er margreynt. Svo hækka vextirnir og verðtryggðu lánin og að lokum kenna kratarnir íslensku krónunni um allt saman. Hættum þessari vitleysiskröfugerð, lítum á samningana við lækna sem mistök sem aldrei megi gera aftur. Við get- um svo nuddað frekjuhundunum í hvítu eða grænu sloppunum upp úr þessu þegar við hittum þá næst, ef við viljum. Verkalýðshreyfingunni og sam- tökum atvinnurekenda væri nær að upplýsa félagsmenn sína almennilega um það hvaða afleiðingar það hefur ef fólk samþykkir að taka að sér störf í svokallaðri verktöku, bæði gagnvart rauntekjum og félagslegum rétt- indum, og beita sér af krafti í þeim málum. Ætli þar fari ekki í mörgum tilfellum launalægsta fólkið? Það er gengið allt of langt í því að beita verkföllum. Verkföllum sem bitna oftar en ekki á allt öðrum að- ilum en þeim sem verið er að semja við. Svo eru þeir sem fara í verkföll iðulega með margföld lægstu laun. Það er engin neyð hjá þeim sem hafa meira en tvöföld lægstu laun. Verk- fallsrétturinn er neyðarréttur og hvers vegna eiga þeir sem ekki lifa í neyð að beita neyðarrétti? Eftir Guðjón Smára Agnarsson » Trúir fólk því að það sé raunhæft að fyr- irtæki, stofnanir, sveit- arsjóðir og ríkissjóður þoli það að laun séu hækkuð um tugi pró- senta. Guðjón Smári Agnarsson Höfundur er ríkisstarfsmaður sem ætlar ekki í verkfall. Viljum við verðbólgu, læknabólgu? Læknar eyða dýr- mætum tíma í að skrá niður meðferð sjúk- linga í svokallaðar sjúkraskýrslur. Það er ótrúlegt að verða vitni að því hvernig Landlæknir, Sjúkra- tryggingar Íslands og dómkvaddir mats- menn, geta með einu pennastriki ógilt sjúkraskýrslur og lýsingu lækna á meðferð og ástandi sjúklinga. Ég ætla að nefna hér eitt dæmi: Sjúklingur kemur á Bráða- móttöku í kjölfar þess að hafa fengið ótímabær stuð frá Bjarg- ráði. (Bjargráður er staðsettur undir húð og frá Bjargráði liggja leiðslur inni hjartavegginn. Ef hjarta hættir að slá, senda leiðsl- urnar skilaboð til Bjargráðsins sem gefur rafstuð.) Í læknaskýrslum segir m.a.: „Grunur um að eitthvað sé at- hugavert við leiðsluna.“ „Við skoðun reyndist biluð leiðsla ….“ „Mæld er leiðslan og ekkert samband í gegnum leiðsluna við hjartað. Leiðslan talin ónýt og er klippt sundur og fjarlægð.“ „Leiðslur til bjargráðs eru bil- aðar.“ Í kjölfarið á þessari bilun og þeim aðgerðum sem fylgdu í kjöl- farið náði sjúklingur aldrei sömu heilsu aftur. Afleiðing þessara ótímabæru rafstuða voru tvær erf- iðar aðgerðir með stuttu millibili, sem kipptu sjúklingi af vinnu- markaði og er hann einungis áhorfandi að lífinu í dag, en ekki þátttakandi. Sjúklingur sem um ræðir sótti um bætur í Sjúklingatryggingasjóð en í lögum nr. 111/2000, 2 gr. seg- ir: „Bætur skal greiða án tillits til þess hvort einhver ber skaðabóta- ábyrgð samkvæmt reglum skaða- bótaréttarins, enda megi að öllum líkindum rekja tjónið til einhvers eftirtalinna atvika: – 2. Tjón hlýst af bilun eða galla í tæki, áhöldum eða öðrum búnaði sem notaður er við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð.“ Framleiðandi bjarg- ráðsleiðslnanna sem græddar voru í sjúk- linginn hefur einnig innkallað leiðslurnar vegna nákvæmlega þessa galla; þ.e. leiðslurnar bila og bjargráður fer að gefa ótímabær rafstuð. Landlæknisembættið hafnar þessu og jafnframt beiðni sjúk- lings um bætur úr Sjúklingatrygg- ingasjóði. Landlæknir hefur lagt fram greinargerð þar sem lækna- skýrslur eru túlkaðar á „réttan hátt“. Landlæknir og Sjúkratrygg- ingar Íslands hafna því að leiðslur hafi bilað, þrátt fyrir að lækna- skýrslur segi annað og þrátt fyrir að framleiðandi hafi innkallað vör- una vegna galla sem leiðir til ótímabærra rafstuða. Landlæknisembættið, Sjúklinga- tryggingar Íslands og dómkvaddir matsmenn vefengja læknaskýrslur á þeim forsendum að rafstuð séu eðlileg hliðarverkun bjargráðs, en gefa ekki útskýringu á því af hverju sjúklingur var settur í tvær erfiðar aðgerðir ef þetta er allt eðlileg hliðarverkun! Það voru þessar erfiðu aðgerðir sem kipptu sjúklingi út af vinnumarkaði. Ég spyr: 1. Eru læknar almennt sáttir við að þeirra orð\skýrslur séu ekki marktækar? 2. Er læknamafían á Íslandi svo sterk að læknar þora ekki að stíga fram og standa við sín orð? Það skal tekið fram að hér er ekki verið að fjalla um læknamis- tök. Þeir læknar sem sinntu sjúk- lingnum í þessum atburði og þeir læknar sem gerðu aðgerðirnar, sinntu starfi sínu vel. Eru sjúkraskýrslur nauðsynlegar fyrst þær eru ekki marktækar? Eftir Rúnu Loftsdóttur Rúna Loftsdóttir » Læknar eyða dýrmætum tíma í að skrá niður meðferð sjúklinga í svokallaðar sjúkra- skýrslur sem Land- læknir getur ógilt með einu pennastriki. Höfundur er aðstandandi sjúklings. Að morgni 17. júní kveikti ég á RÚV og ætlaði að hlusta í ró og næði. Það var öðru nær. Mætt var Austurvöll lið sem öskraði og barði bumbur svo varla heyrðist mannsins mál. Ég varð að skipta um stöð. Það er til skammar fyrir hjúkr- unarstéttina og aðra sem taka þátt í slíkum skrílslátum og vanvirða þjóðhátíðardaginn okkar. Þegar fyrri ríkisstjórn var við völd urðu margir fyrir fjárhagslegum skerðingum, af hverju mætti fólk þá ekki á Austurvöll og öskraði og barði á bumbur? Hvar voru verkalýðsforkólfarnir þá? Af hverju var þá ekki blásið til verkfalla? Gaman væri að fá svör við þessum spurningum. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Guðrún Magnúsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is 17. júní 17. júní Bréfritari fordæmir mótmælin. Morgunblaðið/Styrmir Kári mbl.is alltaf - allstaðar Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.