Morgunblaðið - 24.06.2015, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015
✝ Anna SigríðurKristjánsdóttir
fæddist í Stapadal í
Arnarfirði 11. sept-
ember 1925, yngst
21 systkinis. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Vestfjarða
á Ísafirði 12. júní
2015.
Hún var dóttir
Kristjáns Kristjáns-
sonar hreppstjóra,
f. 27.10. 1844, d. 8.4. 1928, og
Guðnýjar Guðmundsdóttur, f.
7.10. 1881, d. 5.9. 1957. Alsystkini
Önnu voru Þorbjörg, Hlíf, Frið-
rik og Friðrik Árni.
Anna og móðir hennar fluttu
1932 frá Stapadal til Ísafjarðar.
Þar lauk Anna gagnfræðaprófi
og giftist 30.9. 1944 Kristni Jóni
Leví Jónssyni, f. 29.9. 1916, d.
26.11. 2005. Þau keyptu Sund-
stræti 31a árið 1944 og bjó hún
þar í 71 ár. Hjá þeim bjó Guðný,
móðir Önnu, til dauðadags. Anna
vann hjá Matthíasi Sveinssyni,
Bókhlöðu Jónasar Tómassonar
og sem fulltrúi á Skattstofu Vest-
fjarða. Sá um bókhald með
Kristni í Trésmiðjunni Reyni og
saumaði líkklæði auk fulls starfs
20.9. 1975, gift Ríkharði Gúst-
avssyni. Börn Kolfinna Rut og
Gabríela Rún. Anna á fyrir
Andra Snæ Kristmannsson og
Ríkharður Alexöndru. c) Gabrí-
ela, f. 20.9. 1975, gift Jóhanni
Birki Helgasyni. Börn Tómas,
Aðalbjörn og Júlíana Lind. d)
Tinna, f. 17.7. 1981. Barn Krist-
ófer Logi Tryggvason. Börn
Andrésar eru Valgeir, Helga, Íris
Kristín og Guðmundur. 4) Bjarn-
ey Vatne, f. 2.2. 1951, gift Øy-
stein Vatne. Börn a) Laila, f. 23.
2. 1975, maki Ole Christian Nes-
heim. Börn Carsten, Oscar og
Olai. b) Helena, f. 11.1. 1977, gift
Erik Slotterøy. Börn Hedda og
Alvilde. c) Erlend, f. 19.8. 1982.
Fyrir átti Bjarney Eyjólf Guðna
Hafstein Vatne, f. 27.6. 1972.
Börn Benjamin Nordhaug, Beat-
rice Nordhaug og Leo-Bror Nor-
dhaug. Øystein á Odd-Arne
Reed. 5) Guðmundur Kristján, f.
11.11. 1960, kvæntur Elsu Jónu
Sveinsdóttur. Börn a) Anna
Kristín, f. 16.11. 1991, og b)
Hrafnhildur, f. 6.11. 1996. Fyrir á
Elsa c) Sigrúnu Bergsdóttur
Sandholt, f. 5.1. 1982, gift Sigurði
Sigurðarsyni. Börn Sara Líf og
Sindri Lúðvík. Fyrir á Sigrún
Skúla Möller og Sigurður Sif og
Kristin Kára.
Barnabörn eru í dag 16 og
langömmubörn 28.
Útför Önnu fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag, 24. júní 2015,
kl. 14.
sem húsmóðir,
prjónakona, skraut-
skrifari o.fl.
Börn Önnu og
Kristins: 1) Ragn-
hildur Guðný Fly-
ger, f. 8.12. 1944,
gift Henning Beck
Flyger. Börn a) Ann
Beck, f. 1.9. 1971,
gift Torben Pet-
ersen. Börn Nicolai
og Mathias. b) Pia, f.
2.7. 1975. Börn Kim og Michelle
Pedersen. 2) Matthías Zophanías
Kristinn, f. 24.6. 1946, kvæntur
Björk Gunnarsdóttur. Börn a)
Dagrún, f. 18. 9. 1971, gift Krist-
jáni Erni Helgasyni. Barn Dag-
mey Björk. b) Guðný, f. 24.3.
1973, maki Jakob Pálsson. Börn
Páll Kristinn, Ólafur Sölvi og
Steinunn Rún. c) Steinunn, f. 2.2.
1976, gift Karli Inga Karlssyni.
Börn Sunna Björk, Matthías Karl
og Dagbjört María. d) Gunnar, f.
7.12. 1977. 3) Sigríður Júlíana, f.
10.6. 1948, sambýlismaður Jens
Andrés Guðmundsson. Börn Sig-
ríðar og Aðalbjörns Jóakims-
sonar a) Kristinn Leví, f. 6.6.
1971. Börn Melkorka Diljá og
Elmar Jóel. b) Anna Sigríður, f.
Þú varst yndislegasta mamma
sem hægt er að hugsa sér. Alltaf
svo hlý og góð og tilbúin til að
hjálpa okkur. Við erum þér svo
ævinlega þakklát fyrir hversu vel
þú hugsaðir um pabba í veikind-
um hans allt til enda. Þú sagðist
hafa gefið honum loforð um að
hann fengi að vera heima og það
stóðstu svo sannarlega við jafnvel
þótt þú værir sjálf ekki við góða
heilsu. Þú saknaðir pabba svo
mikið og við erum þess viss að nú
eruð þið saman aftur. Það var
ekki alltaf auðvelt hjá ykkur
pabba að fæða og klæða okkur og
ekki alltaf vinnu að fá og vara
skömmtuð.
Þá var gott að eiga góða að
handan Djúps með mjólk í brúsa,
lambsskrokk á haustin og stund-
um var eitthvað á tröppum eða
snerli þegar heim var komið sem
laun fyrir aðstoð við aðra. Auk
þess hjúkraðir þú mömmu þinni á
meðan hún lifði.
Systurnar minnast þess að
stundum var ekki mikið til en ein-
hvern veginn passaðir þú að þau
fengju sitt og þú afgang ef ein-
hver var. Allir minnast heima-
gerðs jólasælgætis og trúa því
varla að gæðamarsípanið var gert
úr kartöflum og stundum fylltist
húsið af jólalykt ef keyptur var
kassi af eplum eða appelsínum.
Þú varst svo útsjónarsöm, dug-
leg og flink að sauma á mann-
skapinn föt upp úr öðrum flíkum
og passaðir að það væri alltaf
a.m.k. eitt nýtt fatakyns á öll
börnin um jólin. Það hafði verið til
siðs hjá mömmu þinni í Stapadal.
Já, Stapadal í Arnarfirði tengdist
þú svo órjúfanlegum böndum að
allar teikningar þínar af fossum
höfðu klett sem skipti þeim í tvo
strauma eins og þar. Þú fórst oft
út með okkur í boltaleiki. Kenndir
okkur að prjóna, hekla, sauma og
föndra allt á milli himins og jarð-
ar. Ófá ullarnærfötin prjónaðir þú
á okkur, mjög góðar flíkur en
mikið var nú samt erfitt fyrir litlu
skinnin að fara í þau ný því þau
áttu til að stinga svolítið, en þá var
bara að óhreinka þau aðeins og
málið leyst eftir fyrsta þvott.
Ávallt var gestkvæmt og góð-
mennt, bæði dýr og menn og oft
fjölmennt í herbergjum þegar
gestir komu langt að. Börn úr ná-
grenninu minnast þess oft að hafa
fjölmennt í stofuna heima, t.d. um
jólin þegar dansað var í kringum
jólatréð og pabbi spilaði undir á
harmonikku og furða þau sig á því
hvað margir rúmuðust í litlu rými.
Sum þeirra voru nánast eins og
hluti af fjölskyldunni.
Þú áttir vini alstaðar og ekki
síst í dýraríkinu. Allar kisurnar
sem hafa fylgt þér frá barnæsku,
páfagaukarnir, svartfuglinn sem
bjó hjá okkur í eitt ár og í raun allt
nema mýs voru velkomnir gestir.
Þú talaðir við þau eins og
manneskjur og þau svöruðu og
treystu þér fullkomlega. Minnis-
stætt er þegar Klói Kattarson
lenti í slagsmálum og þú sast með
hann í fanginu og hreinsaðir sárin
með spritti og hann var hinn ró-
legasti á meðan þó sjáanlegt væri
að sveið í sárin. Slíkt var traust
þeirra á þér. Eða kindin sem kom
oft og bankaði á dyrnar með horn-
unum og sýndi þér lömbin sín. Þú
og börnin þín voru þau einu sem
fengu að snerta þau.
Við hæfi er að kveðja þig með
þeirri kveðju sem þú svo oft kast-
aðir á aðra, „Guð og góðar vættir
fylgi þér“.
Blessuð sé minning þín, elsku
mamma.
Fyrir hönd barna og tengda-
barna,
Bjarney K. Vatne.
Elsku mamma, það er erfitt að
kveðja þó að aldur og aðstæður
bentu til þess að endastöð væri í
nánd. Það eru svo margar góðar
minningar sem vakna. Þú varst
alltaf svo þolinmóð og sást alltaf
til þess að litli strákurinn lærði.
Þegar það gekk ekki á venjulegan
hátt fannstu leið til að koma því til
skila eins og með margföldunar-
töfluna sem var ekki að komast
inn í litla kollinn en þá tókstu til
bragðs að syngja hana og viti
menn það festist og er enn til
staðar eftir alla þessa áratugi. Ein
jólin var skúrað upp úr rjóma. Ég
opnaði ísskápinn of hratt og flask-
an í gólfið og því var enginn lúxus
þau jólin en skammir voru eitt-
hvað litlar.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
mig og ég reyndi að vera það fyrir
þig líka þó það hafi ekki alltaf ver-
ið auðvelt að vera langt í burtu og
geta ekki skroppið til þín. Sér-
staklega var erfitt að vita af þér
einni í húsinu um jólin fyrir tveim
árum en þá hreinlega snjóaði þig
inni. Þú sagðir að það væri ekkert
mál, þú og húsið væruð búin að
vera saman nærri 70 ár og þekkt-
uð hvort annað og svo hafðir þú
Dúllu kisu hjá þér að spjalla við.
Það hefur verið erfiðara síðustu
misserin að vera ein eftir að Dúlla
fór á undan.
Ljóð þitt sem ég rakst á í tölv-
unni segir meira en mörg orð um
líf þitt.
Alvaldur Guð á himni hár
hann sem lífið gefur,
öll mín sæla, sorg og tár
hann sjálfur skammtað hefur.
Það var sterkt í þér og þrátt
fyrir mörg erfið veikindi tókst þú
því með miklu jafnaðargeði og
stóðst af þér. Minnisstæð ferð
okkar Siggu með þig til Akureyr-
ar í mjaðmaaðgerð. Sárt var að
heyra beinin smella til í brjósk-
lausum liðnum en þú kveinkaðir
þér ekki þó augljóst væri að það
væri skelfilega sárt. Því var svo
gaman að sjá fljótlega að aðgerð
lokinni hvað þú gekkst keik við
grindina og hafðir hreinlega
stækkað um tugi sentimetra, svo
upprétt og fín.
Jákvæðni þín hefur eflaust ýtt
undir hvað þetta gekk allt vel fyr-
ir sig. Þú áttir góða að á sjúkra-
húsinu á Ísafirði og varst mjög
ánægð með alla þá sem þar vinna.
Fremstan í flokki taldir þú Þor-
stein lækni sem sinnti þér af alúð
og öll hans fjölskylda var þér eins
og þín eigin. Það var notalegt að
heyra orð hjúkrunarfræðings
þegar við Badda systir heimsótt-
um þig í líkhúsið hvað hún hældi
þér mikið fyrir að vera góður
sjúklingur og það hefði verið
ánægjulegt að sinna þér.
Þú áttir svo góða granna á
bökkunum sem komu meðal ann-
ars óbeðnir til að moka þig út þeg-
ar á þurfti að halda og þig snjóaði
inni. Þá veit ég að þú áttir stoð og
styttu í Andrési hennar Siggu
sem var ávallt boðinn og búinn að
hjálpa þér og skrapp oft til þín
með góðgæti eins og gellur í há-
deginu. Það sagðirðu mér sjálf og
lýstir kræsingunum.
Ég vil svo gera orð þín að mín-
um í lokin sem þú ortir svo fallega
sem síðasta erindið í ljóði um
æsku þína og heitir „Hugsað heim
í Stapadal“.
Þær minningar mun ég æ geyma
sem myndir frá horfinni tíð.
Þar átti ég æskudag heima
og ævin var friðsöm og blíð.
Ég veit að þið pabbi eruð nú
sameinuð á ný í hópi góðra félaga.
Takk fyrir allt elsku mamma.
Guðmundur Kristján
Kristinsson.
Elskuleg tengdamóðir mín,
Anna Sigríður Kristjánsdóttir frá
Stapadal, hefur nú lokið lífsgöngu
sinni. Anna var vel gefin og mynd-
arleg kona. Hún hafði gaman af
prjónaskap og hverskonar föndri
ásamt lestri góðra bóka. Í gegn-
um tíðina vorum við Anna dugleg-
ar að hringja hvor í aðra og fór
símtölunum fjölgandi síðustu ár-
in. Þegar einhver tími hafði liðið
frá því að hún hafði heyrt í mér
hringdi hún og sagði „ég er nú
bara að hringja til að fá mér frétt-
ir“. Mikið á ég eftir að sakna þess
að geta ekki talað við þig framar,
elsku „tengdó“ eins og þú kallaðir
þig sjálf.
Anna missti föður sinn aðeins
þriggja ára gömul og mundi hún
hann bara sem gamlan mann
liggjandi á kodda eins og hún orð-
aði það einhverju sinni. Anna var
yngsta barn foreldra sinna. Eftir
að faðir hennar lést fluttu hún og
Guðný móðir hennar til Ísafjarð-
ar. Á Ísafirði bjuggu þá nokkur
skyldmenni og eldri systir Önnu
sem var áður farin að heiman og
við þau átti hún góð samskipti.
Ung að árum giftist Anna honum
Kristni Leví sínum. Þau eignuð-
ust fimm börn og bjuggu allan
sinn búskap að Sundstræti 31A á
Ísafirði. Fyrstu búskaparár
þeirra hjóna bjó móðir Önnu einn-
ig hjá þeim. Eiginmaður minn
Guðmundur Kristján eða Mummi
eins og hann er oftast kallaður var
yngstur barna þeirra hjóna.
Mummi lærði heilmikið að smíða
hjá pabba sínum sem ungur
drengur og hjálpuðust þeir síðar
að við ýmis verk á okkar gamla
heimili meðan Kristins naut við.
Tengdamamma og Mummi voru
mjög náin og nutu þau þess sér-
staklega að rifja upp hvernig lífið
og tilveran var á Ísafirði í gamla
daga. Eftir andlát Kristins fyrir
tæpum tíu árum bjó Anna ein í
Sundstrætinu ásamt kisunum sín-
um, nú síðustu árin þær tvær hún
og „Dúlla“. Dúlla veitti Önnu mik-
inn félagsskap og það var örugg-
lega gagnkvæmt.
Anna og Kristinn voru einstak-
lega dugleg að heimsækja okkur
til Reykjavíkur meðan heilsa hans
leyfði. Við skruppum í heimsóknir
hér í bænum og til foreldra minna
heitinna á Selfossi.
Þá fórum við líka í sumarbú-
staðinn á Flúðum. Dæturnar
Anna Kristín, Hrafnhildur og Sig-
rún elskuðu ömmu sína og afa og
hlökkuðu alltaf til heimsókna
þeirra, það gerðum við Mummi
líka. Skúli, Kristinn Kári, Sara Líf
og Sindri Lúðvík, börnin hennar
Sigrúnar og Sigurðar tengdason-
ar, elskuðu einnig langömmu sína
og langafa. Eftir lát Kristins kom
Anna sjaldnar suður, enda var
heilsu hennar farið að hraka
nokkuð.
Við hjónin og dæturnar reynd-
um að skreppa eins oft og við gát-
um vestur og ávallt var tekið vel á
móti okkur. Það var mjög ein-
manalegt að vera í Sundstrætinu í
síðustu þremur heimsóknunum
þegar Anna var sjálf á sjúkrahús-
inu.
Við reyndum að bera okkur vel.
Lífið heldur áfram þrátt fyrir
sorgir. Minningarnar um tengda-
móður mína lifa í hjarta mínu.
Hvíl í friði, elsku „tengdó“.
Þín tengdadóttir,
Elsa Jóna Sveinsdóttir.
Elsku amma á Ísó, nú ert þú
komin á góðan stað og sameinuð
afa á ný. Við erum þakklátar fyrir
yndislegar stundir með þér og
eigum minningar sem lifa í hug og
hjarta.
Amma, þú varst góðhjörtuð og
veittir okkur mikinn kærleik. Þú
varst alltaf brosandi og stutt í
hláturinn, tókst öllum opnum
örmum og sýndir þolinmæði. Þú
kenndir okkur að gera alltaf okk-
ar besta og vera við sjálfar en það
væri það besta sem við gætum
gert.
Við nutum þess mikið að koma í
heimsókn í Sundstrætið þar sem
okkur leið eins og heima. Þú hafð-
ir mikla listræna hæfileika og
eyddum við mörgum notalegum
stundum í að föndra og teikna
með þér.
Sumarið 2013 er Hrafnhildi
mjög minnisstætt því þá fór hún
með í ferðalag að Stapadal þar
sem blasti við stórt og fallegt yf-
irgefið hús. Þar fæddist amma og
bjó þar fyrstu æviár sín. Amma
sagði okkur margar sögur um lífið
í Stapadal og var sveitin henni
mjög kær.
Elsku amma, það var alltaf
mikið tilhlökkunarefni hjá okkur
systrum að koma vestur til þín en
nú er skrítin tilhugsun að næst
þegar við komum í Sundstrætið
verður þú ekki þar. Þar bjóstu
meirihluta ævinnar og eins og þú
sagðir sjálf, þá ert þú hluti af hús-
inu. Við eigum yndislegar minn-
ingar um þig, sem munu lifa
áfram.
Við ætlum að gera okkar besta.
Anna Kristín og Hrafnhildur.
Við Torben komum til Ísafjarð-
ar í september 1990 en þar hafði
amma fengið fyrir okkur vinnu og
íbúð. Við vorum svo þar í eitt ár
uns við fluttum aftur til Danmerk-
ur. Amma tók okkur eins og við
værum hennar eigin börn og hélt
hún oft með Torben ef einhver
vandræði voru á milli mín og
hans. Þetta var góður tími sem við
minnumst oft. Við heimsóttum
síðan Ísland aftur árið 1997 og
höfðum þá með okkur soninn Ni-
colai, þá rúmlega eins árs gamlan.
Eins og barna á þeim aldri er von
og vísa þá vildi hann taka í eitt og
annað og þegar mamma og pabbi
bönnuðu honum að taka út mjólk
úr ísskápnum eða grjón úr skáp-
unum þá leyfði amma honum það
samt, honum til mikillar ánægju.
Nicolai heimsótti síðar lang-
ömmu aftur með ömmu sinni og
Kim frænda og voru þau hjá
henni í þrjár vikur. Það var svo
dásamlegur tími að hann vildi
helst ekki fara heim aftur því
hann vildi heldur búa hjá lang-
ömmu á Ísafirði.
Amma mundi alltaf eftir af-
mælisdögum ömmu- og lang-
ömmubarna og sendi þeim jóla-
gjafir. Oft voru það heimagerðir
hlutir eins og vettlingar, peysur
og sokkar sem þú hafðir prjónað
og stundum hafði afi prjónað
sokkana. Það var okkur til mik-
illar gleði og nota.
Það verður tómlegt og hljótt í
Sundstrætinu í sumar þegar við
komum öll í heimsóknina sem við
vorum búin að skipuleggja til að
hitta þig.
Við munum aldrei gleyma þér.
Heiðruð sé minning þín.
Ann, Torben og börn.
Mig langar til að skrifa nokkr-
ar línur og minnast elsku ömmu
minnar sem lést hinn 12. júní sl.
Ég er svo heppin að hafa alist
upp með ömmu mér við hlið.
Amma var alltaf til staðar fyrir
mig og gat ég ávallt leitað til
hennar. Hún hafði endalausa þol-
inmæði og var uppfull af visku
sem hún miðlaði til mín. Amma
kenndi mér að lesa, reikna, prjóna
og margt fleira. Alltaf var gott að
koma í Sundstrætið til ömmu og
afa, eiga spjall og góðar stundir
með þeim.
Eftir að ég eignaðist sjálf fjöl-
skyldu komu þau afi reglulega í
heimsókn til að fylgjast með lang-
ömmubörnunum sínum. Amma
hafði alltaf gaman af því að teikna
með börnunum og segja þeim
sögur úr sveitinni sinni Stapa-
dalnum sem var henni svo kær.
Amma hefur undanfarin 10 ár
haldið jólin með okkur fjölskyld-
unni eftir að afi féll frá. Það eru
okkur dýrmætar stundir og verð-
ur tómlegt án hennar. En við ylj-
um okkur við góðar minningar um
yndislega ömmu.
Elsku amma mín, ég kveð þig
með söknuði og þakklæti fyrir allt
sem þú gafst mér.
Ást og friður.
Þín
Gabríela Aðalbjörnsdóttir.
Við ömmu- og langömmubörn-
in hlökkuðum svo mikið til að sjá
ömmu í júlí í ár og hún talaði mik-
ið um hvað hún hlakkaði til að sjá
langömmubörnin sín frá Noregi
sem hún hafði aldrei séð. Því náði
hún þó ekki en fékk að sjá þau á
mynd sem Eyjólfur sendi rétt fyr-
ir andlátið og það kætti hana mik-
ið.
Eyjólfur var hjá ömmu og afa
fyrstu tvö og hálft árið á meðan
mamma hans var í námi í Reykja-
vík. Hann var eins og barn þeirra
og fannst þeim erfitt að láta hann
frá sér aftur. Amma og afi komu
þó í heimsókn suður og var það
mjög erfitt fyrir þau og Eyjólf að
skiljast að aftur og vildi Eyjólfur
fara með þeim heim.
Barnabörnin í Noregi minnast
ömmu sem yndislegrar og góðrar,
alltaf svo glöð og hlæjandi. Þau
gátu öll talað saman á íslensku og
voru bæði amma og afi svo ánægð
með það.
Amma prjónaði marga vett-
lingana fyrir Erlend svo honum
yrði ekki kalt á höndunum og afi
prjónaði sokka í sama tilgangi.
Amma og Erlend áttu saman
góðar stundir og var veggteppið
hans með kisunum góður staður
til að ná saman og þreyttust þau
seint á því að klappa kisunum þar.
Anna Sigríður
Kristjánsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Móðir mín
Þú straukst minn vanga móðir
mín,
mild var höndin hlýja,
og ástúðlegu orðin þín
opnuðu mér hugarsýn
svo vandamálin urðu öll að flýja.
Þú gafst mér allt hið góða í þér,
þú gafst mér trú á lífið,
og gleði mína glæddir hér
og gættir þess sem móður ber
að æskuskeið mitt yrði bjart og
hlífið.
Þín önd er eins og englaher
og ást þín himnaríki
og alúðin í augum þér
ennþá býr í hjarta mér,
því það er eins og ást þín aldrei
víki.
Ég veit það ljóst að launa ber
lífsgæðin í æsku
og hjarta mitt vill þakka þér
þetta allt sem gafstu mér.
Drottinn launi góðvild þína og
gæsku.
(Matthías Zophanias Kristinn
Kristinsson)
Matthías Zophanias
Kristinn Kristinsson.
Við ömmu- og lang-
ömmubörnin munum sakna
þín mikið. Þú varst okkur
svo kær.
Pia og börn.
www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775
Frímann
s: 897 2468
Hálfdán
s: 898-5765
Ragnar
s: 772-0800
Ólöf
s: 898 3075
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNAFJARÐAR
FRÍMANN & HÁLFDÁN
ÚTFARARÞJÓNUSTA